top of page

Deildarfundur nálgast



Fulltrúar á Deildarfund skógarbænda 2024

12.febrúar á Hilton Hótel



Stjórn 5  FSN 6  FSA 5  FSV 4  FSS 4   FSVfj 1 = 25 fulltrúar 


Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði, Austurlandi

Bjarni G. Björgvinsson, Skeggjastöðum 2, A

Óskar Vignir Bjarnason, Snjóholti, A

Halldór Sigurðsson, Hjartarstaðir, A

Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Egilsstaðir, A

 Þorsteinn Pétursson, Víðivallagerði, A

Laufey Leifsdóttir, Stóru Gröf, Norðurlandi

Björn Ólafsson, Kríthóli, N

Embla Dóra Björnsdóttir, Egg, N

...

Hrönn Guðmundsdóttir, Læk, Suðurlandi

Björn Bjarndal Jónsson, Kluftum, S

Hjörtur Bergmann Jónsson Læk, S

Kári Steinar Karlsson, Galtalæk, S

Ragnheiður Aradóttir, Galtalæk, S

Guðmundur Sigurðsson, Oddsstöðum, Vesturlandi

Sigurkarl Stefánsson, Setbergi, V

Guðbrandur Brynjúlfsson Brúarland, V

Jakob Kristjánsson, Höfða, V

Yngvi Daníel Óttarsson, Sveinatungu, V

Dagbjartur Bjarnason, Brekku, Vestfjörðum

Sighvatur Jón Þórarinsson, Höfða, Vf


Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ



Ekkert framboð hefur borist í formann deidarinnar

né mótframboð í sitjandi stjórn.




Tillögur fyrir fundinn eru þessar.


Tillaga 1

Breyttar samþykktir Skógarbændadeildar BÍ

Deildarfundur skógarbænda leggur til eftirfarandi breytingar á samþykktum búgreinadeildarinnar.

Orðabreyting. Skipta út orðinu „Búgreinaþing“ yfir í „Deildarfund“.


„Fundir skógarbænda sem eru aðilar að BÍ skulu haldnir á internetinu í upphafi hvers árs, þar sem m.a. eru

kosnir fulltrúar á deildarfundi . ... Taka út þennan texta > Fundirnir verða haldnir eftir sömu svæðaskiptingu og eru hjá félögum skógarbænda.“

Stjórn Skóg_BÍ



Tillaga 2

Aukið fjármagn til skógarbænda hjá Land & skóg

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 hvetur stjórn

Bændasamtaka Íslands og Land og skóg til að berjast fyrir auknu fjármagni til nytjaskógræktar á lögbýlum

til plöntukaupa, skjólbelta, snemmgrisjunar, slóðagerðar, girðinga og annarra tilheyrandi framkvæmda.


Greinargerð:

Á undanförnum árum hefur hlutfall gróðursetninga hjá skógarbændum minnkað verulega í hlutfalli við

aðrar gróðursetningar. Vegna hás vaxtastigs hafa framlög til skógræktar á lögbýlum dregist saman að

raunvirði undanfarið og í ríkisreikningi eru að auki gert ráð fyrir krónutölulækkun á næstu árum í

framlögum til skógræktar á lögbýlum:


2022 Framlög til skógræktar á lögbýlum 458 millj.

2023 Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj.

2024 Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj.

2025 Framlög til skógræktar á lögbýlum 440 millj.

2026 Framlög til skógræktar á lögbýlum 435 millj.


Tryggja þarf vöxt og viðhald skóga á lögbýlum enda gegna þeir mikilvægu hlutverkið í bæði

kolefnisbindingu og uppbyggingu skógarauðlindar. Óskir skógarbænda um framkvæmdir (plöntur til

gróðursetningar, girðingar, slóðagerð, grisjun o.fl.) voru á síðasta ári um fjórðungi hærri en sem nam

framlagi (590 millj. á móti 458 millj.) og því ljóst að mörg verkefni bíða.

Stjórn Skóg_BÍ



Tillaga 3

Stefnumörkun skógarbænda og endurskoðun markmiða í rammasamningi

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 beinir því til stjórnar

búgreinadeildar skógarbænda að lögð verði vinna í að gera stefnumörkun skógarbændadeildar BÍ á árinu

sem skal vera grunnurinn endurskoðun á rammasamningi


Greinargerð:

Skrifað var undir núgildandi rammasamning við ríkið árið 2021. Rammasamningur skógarbænda skal tekin

til endurskoðunar og endurnýjaður árið 2027. Framtíðarsýn skógarbænda skal vera auðlesanleg í nýjum

rammasamningi. Lagt skal upp með að vinnan verði unnin í samráði við félagsmenn og skuli kynnt eigi

síðar en á næsta deildarþingi, sem verður væntanlega í febrúar 2025. Taka þarf inn í vinnuna stefnuna

Land og líf, tillögur síðustu ára og stefnur skógarbændafélaga. Mikill kostur væri ef hægt væri að kynna

stefnumörkunina á málþingi skóargbænda sem skal haldið í haust.

Stjórn Skóg_BÍ



Tillaga 4

Norðurlandsamstarf

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 stjórn BÍ og

búgreinadeildar skógarbænda kanni kosti við aukið samstarf við systrafélög skógarbænda á

Norðurlöndum (NFS).


Greinagerð:

Búgreinadeild skógarbænda vill senda starfsmann BÍ og fulltrúa stjórnar á haustfund NFS og kanna kosti

félagsaðildar og ávinning af því fyrir íslenska skógarbændur.

Stjórn Skóg_BÍ



Tillaga 5

Fjármögnun Málþings

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 beinir til stjórnar BÍ að

tryggt verðir fjármagn frá BÍ til árlegs málþings skógarbænda og festi sig í sessi innan viðburða BÍ.


Greinagerð:

Búgreinadeild skógarbænda vill þakka stjórn BÍ samstarfið á málþingi skógarbænda á síðastliðnu ári. Slíkt

málþing er mikilvæg samkoma til að efla félagsleg tengsl, fræðast og ræða helstu málefni.

Stjórn Skóg_BÍ



Tillaga 6

Kolefnisbinding viðþurkennd sem eign skógarbænda

Deildarfundur skógardeildar BÍ, haldið á Hilton Reykjavik Nordica 12. febrúar 2024, hvetur Búgreinadeild skógarbænda að beita sér fyrir því að kolefnisbinding verði eins og annað sem vex í nytjaskógum skógarbænda viðurkennd sem eign skógarbænda og að þeir fái greiðslu fyrir nýtingu hennar.


Greinargerð

Kolefnisbinding hefur verið í umræðunni árum saman. Það er viðurkennt að skógurinn er eign skógarbænda, en það er ekki að fullu viðurkennt að kolefnisbindingin í nytjaskóginum sé eign skógarbænda. Nauðsynlegt er að kolefnisbinding í eldri skógum verði viðurkennd sem skógarafurð í nytjaskógrækt. Hluti af skrefinu hefur verið stigið þar sem það er viðurkennt að selja megi kolefnisbindingu skóga í nýskógrækt. Í þessu felst mismunun. Lykilinn að viðurkenningu á eignarétti skógarbænda á kolefni felst í því að kolefnisbindingin verði viðurkennd söluvara skógareigandans eins og aðrar afurðir skógarins.

Stjórn FSA




Dagskráin er enn í mótun.

Hún hefst kl 11:00


Þetta eru fastir dagskrárliðir

a) Skýrsla stjórnar.

b) Samþykktir Búgreinadeildadeildar skógarbænda BÍ

c) Tillögur til umræðu og afgreiðslu.

d) Kosning stjórnar skv. grein 7 í samþykktum þessum

e) Kosning fulltrúa á Búnaðarþing

f) Starfsáætlun til næsta árs.

g) Önnur mál.





Nánari upplýsingar á heimasíðu Bændasamtakanna




Comments


bottom of page