top of page

Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö

Þann 19. nóvember 2024 birtist þessi frétt í Vísi alvarleg umafdrif af lauagöngu búfjár.


Ekið var á sex kindur í Öræfasveit í gær. Þetta staðfestir Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.


Að hans sögn er það nánast stanslaust vandamál á sumrin að ekið sé á kindur, en það sé sjaldgæfara á veturna þegar sauðfé er komið inn í hús.


„Þetta gerist í hverri einustu viku einhversstaðar á Suðurlandi,“ segir Þorsteinn um hvernig þetta blasi við á sumrin.


„Það er okkar mat að það er of mikið um það er ekið á kindur, og þetta er nú ekki tíminn, þetta er mjög skrýtinn tími.“

Meðfylgjandi mynd er úr safni Vísis.


Frétt á Vísi

Comments


bottom of page