top of page

Hampur fyrir framtíðina

Hampur fyrir framtíðina

 

 

Hampfélagið stendur fyrir tveggja daga ráðstefnu sem fer fram dagana 11. og 12. október í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni Hampur fyrir Framtíðina.  

 

Hampfélagið eru félagasamtök stofnuð með það að markmiði að fræða og miðla upplýsingum um notkunarmöguleika, eiginleika og jákvæð áhrif hamps á hringrásarkerfið og sjálfbærni möguleika grænnar þjóðar. 


Með fræðslu teljum við að mögulegt sé að ná settu takmarki félagsins: Að taryggja að plantan og allar afurðir hennar verði gerð lögleg og aðgengileg öllum ásamt því að finna henni náttúrulegan farveg.


Árið 2019 stóð Hampfélagið fyrir málþinginu Hampur fyrir framtíðina, þar sem áhersla var lögð á að fræða samfélagið um notkunarmöguleika hamps og eiginleika hans, stofna til umræðu á fordómalausum grundvelli. Málþingið fór fram á Grand Hótel í Reykjavík vakti gríðarlega athygli en yfir 300 einstaklingar sóttu viðburðinn og yfirfylltu fundarsalinn. 


Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar; ræktun á iðnaðarhampi var gerð lögleg árið 2020 og hefur ræktendum fjölgað ár frá ári og nú hefur verið sýnt fram á að rækta megi hamp við íslenskar aðstæður með góðum árangri.


Hampur fyrir Framtíðina fer fram í Salnum í Kópavogi dagana 11-12 október

Markmið Hampfélagsins eru að fræða og vekja athygli á málum sem snúa að grænni framtíð og verður því áhersla ráðstefnununnar annars vegar lögð á  stöðu iðnaðarhamps og ræktunar hans á íslandi í dag og hvaða tækifæri við sjáum í framtíðinni og hins vegar á ræktunarmöguleika og tækifæri til ræktunnar á lyfjahampi.


Þetta verður því í fyrsta skipti á þar sem ráðstefna verður um framtíðarmöguleika þess að rækta lyfjahamp á Íslandi og til þess að ræða þessi málefni þá höfum við fengið 13 framsögumenn sem koma frá norður og suður Ameríku og frá mörgum Evrópulöndum. 


Auk þessa koma til landsins mikið af sérfræðingum á sviði hampsins, erlendir fjölmiðlar og fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmsu er varðar framleiðslu og markaðssetningu. 


Á heimasíðu ráðstefnunnar er hægt að kynna sér framsögumenn og kaupa miða á Tix. 


Heimasíða ráðstefnunnar er https://hemp4future.is




Comments


bottom of page