top of page

Lífsstílskaffi I „Hvað er bak við tréð?" Möguleikar sem liggja í íslenskum nytjaskógum.

10 febrúar

Björn Bjarndal, skógarverkfræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Skógræktinni, talar um verðmæti nytjaskóga í lífsstílskaffi Borgarbókasafnsins að Gerðubergi í Reykjavík miðvikudagskvöldið 10. febrúar kl. 20. Nauðsynlegt er að skrá sig ef fólk vill fara á staðinn og hlusta en fundurinn verður líka rafrænn og allir geta fylgst með streymi á Facebook.

Skógar heimsins skapa mikil verðmæti. Miklir möguleikar liggja í nýtingu og úrvinnslu á öðru en timbri, en skógar á Íslandi eru ekki nýttir nema að litlu leiti. Mögulegar afurðir skóga eru ekki alltaf augljósar og þurfa því skógareigendur að þekkja skóga sína vel til að geta hámarkað innkomu þeirra. Björn Bjarndal Jónsson er skógarverkfræðingur og hefur unnið við nytjaskógrækt vel á þriðja áratug. Í dag er Björn verkefnastjóri hjá Skógræktinni í afurðamálum skóga og formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi. Verið öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur.


Skráning HÉR, á síðu Skógræktarinnar.
Comments


bottom of page