Alls tóku 444 þátt í kosningunni í ár.
Niðurstöður verða kunngerðar á alþjóðadegi skóga 21. mars nk
Kosið var um:
Pálmar Örn Guðmundsson
Pálmar hefur unnið mikið kynningarstarf á skógrækt hérlendis með YouTube rás sinni Skógurinn, algjörlega að eigin frumkvæði og áhuga. Sem formaður Skógræktarfélags Grindavíkur hefur hann einnig þurft að fást við aðstæður sem ekkert félag hefur áður þurft að glíma við en hefur ekki látið deigan síga.
Skógarafurðir ehf.
Skógarafurðir er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í vinnslu á íslenskum trjáviði. Fyrirtækið hefur, með dugnaði, kjarki og seiglu, unnið mikilvægt frumkvöðlastarf þegar kemur að úrvinnslu skógarafurða hérlendis, með uppbyggingu tækja- og vélakosts og vöruþróun.
Atli Jósefsson
Atli er frumkvöðull að verkefninu Endurheimt birkiskóga á Elliðakotsheiði, er lýtur að endurheimt birkiskóga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hefur hann gróðursett þar birki og víði auk þess að dreifa birkifræi. Öll vinna hans hefur farið fram í frítíma hans og er fjármögnuð af honum með stuðningi góðra vina.

Comments