top of page

Hvatningarverðlaun skógræktar: Kallað eftir tilnefningum

Hvatningarverðlaun skógræktar: Kallað eftir tilnefningum

 

Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í fyrsta sinn á alþjóðlegum degi skóga, þann 21. mars næst komandi. Fyrirhugað er að veita þau árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.

Að verðlaununum standa Skógræktarfélag Íslands, Land og skógur og Bændasamtök Íslands.

Tilnefningafrestur er til 14. febrúar. Tilnefningu má fylla út á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands: https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar/

 

Ef þú þekkir einhvern eða einhverja sem eru að gera virkilega góða hluti innan skógræktar og eiga hvatningu skilið – endilega senda inn tilnefningu!Hvatningarverðlaun2024
.pdf
Download PDF • 150KBComments


bottom of page