top of page

Landbúnaðarsýningu lokið


Vel heppnuð Landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll var að ljúka. Hún stóð yfir frá föstudegi til sunnudegi (16.okt 2022).


Þátttakendur á bás skógarbænda vilja þakka þeim sem kíktu við. Einnig er vert að þakka sýningastjóra og öllum þeim sem löggðu hönd á plóg við að gera básinn og sýninguna í heild eins glæsilega og raun bar vitni.


Hér eru svipmyndir af bás skógarbænda, teknar af HGS.




Nokkur formsatriði yfir sýninguna.

Sýnendur á bás skógarbænda voru:


- Kolefnisbrú - Básinn var kostaður af Kolefnisbrúnni með fjármagni frá Landssamtökum skógareigenda. Stórt tréskilti var á aftanverðum básnum (planki að gjöf frá Skógarafurðir og fræsing frá ArtTré, Akranesi), Tölvuskjár með stuttu kynningarefni (kvikland) (sama kynningarefni og var til sýnis á skjá á bás BÍ/RML), fréttbréfið Við skógareigendur, barnaheftið "Skógrækt með búskap" og nafnspjöld til dreifingar.

(Starfsmenn: Jóhann Gísli Jóhannsson, Hlynur Gauti Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Hrönn Guðmundsdóttir og bæði Oddný Steina Valsdóttir og Sveinn Rúnar Ragnarsson voru viðloðandi öðru hvoru.)


- Skógarafurðir - Innri hlið bássins var klædd panil frá Skógarafurðir (5 metrar af 6) var ásamt lágum vegg á vinstri hlið bássins og í miðju (lægri veggirnirvar einnig burður bakhliðar)(Veggirnir voru upphaflega skjólveggir en brunarvarnareftirlitið setti út á veggina þar sem vindur gæti leikið um skjólveggina og ýft upp mögulegan eld. Því var veggnum breytt úr skjólvegg í samfelldan vegg.). Parket var að hluta á gólfinu vinstra megin í básnum. Nafnspjöld voru til dreifingar. Án Skógarafurða hefðir básinn ekki verið svipur hjá sjón.

(Bjarki Jónsson stóð vaktina allan tíman)


- Köngull -Við voldugt viðarborð (frá Skógarafurðir), vinstra megin á básnum var gefið gos af dælu og úr flöskum. Þetta voru drykkir af Skessujurtagosi og tínfífilslímonaði.

(Dagrún Drótt Valgarðsdóttir og Brynjar Darri S. Kjerúlf stóðu vaktina)


- ArcticPlank -Setbekkur var smíðaður daginn fyrir sýningu úr asparplönkum frá Sigurði í Ásgerði. Högni smíðaði bekkinn. Nafnspjöld voru til dreifingar en voru búin áður en sýningu lauk.

(Högni Stefán Þorgeirsson leit við við og við)


- Trérennismiðir - Hægra megin í básnum (nær BÍ og Búvís) var trérennibekkur sem var í gangi allan tímann. Vinstra megin var ágætur Fuzzi stóll til sýnis, en honum var komið fyrir á hvítum gerfiefnastalli. Nýjasta fréttabréf Trérennismiða var til dreifingar, skráningaspjöld og munir; smíðaðir af viðkomandi rennismið sem þá stóð vaktina.

(Rennimiðir á vöktum: Örn Ragnarsson, Brynjólfur Garðarsson, Ebenezer Bárðarson, Lýður Guðmundsson, Guðmundur Jón Stefánsson, Þórgeir H Nielsson, Einar Óli Einarsson, Björn Júlíusson, Bjarni Þór Kristjánsson, Jón Guðmundosson, Stefán Kristjánsson, Karl Helgi Gíslason, Guðrún Bjarnadóttir og Valdór Bóasson)


- Hraundís -til sýnis var olíulampi og sýniseintök af olíum til að lykta. Nafnspjöld voru til dreifingar. Hraundís sjálf var á sýningabás hjá smáframleiðendum í Laugardalshöll.


- Ilmur - Til sýnis var ýmislegt. Vinkil-skífuveggur sem var til sýnis, smíðaður fyrir Landbúnaðarsýninguna 2018 af Guðmundi Magnússyni. Hann er alla jafna í forstofu Garðyrkjuskólans að Reykjm og gáfu þeir góðfúslegt leyfi til að sýna hann á sýningunni. Í millitíðinni hefur Ilmur fest kaup, að hluta, á skífu-vélinni. Svo voru til sýnis þrír girðingastaurar. Sá stærsti, hornstaur, var aftarlega vinstra megin á básnum. Honum hefði mátt gera sambærileg skil og hinum minni, en þeir voru í flottum standi sem var voldugur lerkiviðardrumbur. Við hlið drumbsins voru opnir pokar af íslenskum viðarkolum og viðarperlum. Nánar var hægt að skoða kolin og perlurnar í glerskálum á sýningaborði Könguls. Þörf hefði verið fyrir nafnsspjöld því nokkuð var spurt og enginn frá Ilmi var til svara. En vitanlega svöruðu aðrir á básnum fyrir vörurnar frá Ilmi.


- Orb -Í kynningarbréfi sýningarinnar, sem var Bændablaðið, var fjallað um ORB hugbúnaðinn. Því miður var því ekki fylgt eftir og fékk Orb enga umfjöllun á básnum. Það kemur þó ekki að sök því hugbúnaðurinn er ekki fyllilega tilbúinn. Íris hjá Orb í samvinnu við Kolefnisbrúnna munu gera Orb-hugbúnaðinum betri skil síðar, væntanlega í Bændablaðinu.



Kostnaður

Básinn (18 m2) þetta skiptið (2022) kostaði það sama og árið 2018 eða 500.000 kr

Ekki var keyptur hefðbuninn hvítur básarammi, sem hefði verið 160.000 kr, Skógarafurðir sá um umgjörð bássins.

Engin húsgögn voru leigð, skógarafurðir og Arctic Plank sá um þau.

Engin skjár né tölva var leigð, Kvikland (Hlynur sá um það)

Rafmagn og lýsng var leigt af Sýningaljós / Merking https://www.merking.is/expopontun,


Annað sem gott er minnast á

Lýsing á bás: Guðjón hjá Sýningaljós

Rafmagn: Sýninagljós

Bolir Kolefnisbrúar : Aron Ingi hjá Bros

Nafnspjöld : Hanna Gyða hjá Héraðsprennt

Þörf er á bílastæðum á sýninguna, eða hreinlega rútuferðir.



Sýningartími

Bás númer B15

Svona var uppsett tímatafla frá sýningarhaldara.

Þriðjudagur 11.okt Uppsetning kl 09-22

Miðvikudagur 12.okt Uppsetning kl 09-22

Fimmtudagur 13.okt Uppsetning kl 09-22:30

Föstudagur 14.okt Uppsetning kl 09-12 Opnunarhóf kl 13-14 Sýning opin 14-19

Laugardagur 15.okt Sýning opin 10-18

Sunnudagur 16.okt Sýning opin 10-17 Samantekt 17-24

Mánudagur 17.okt Samantekt 9-16



Comments


bottom of page