Kæru skógarbændur, áhugaljósmyndarar og velunnarar skógrækt.
Kolefnisbrúin leitar að fallegum myndum þar sem skógur leikur aðalhlutverk, helst nytjaskógur. Ekki væri verra ef húsdýr, fuglar, spendýr eða hreinlega fluga væri inni á myndinni. Eitthvað sem glæðir skóginn díralífi.
Mikilvægt er að myndirnar séu í ágætum gæðum.
Hér eru nokkur dæmi um hvernig myndir gætu verið. (Myndgæðunum er þó ábótavant)
Þeir sem hafa slíka myndir undir höndum og hafa áhuga á að deila þeim, eða eru á ferðinni með myndavél í skógi þar sem fiðraðir eða ferfætlingar eru á ferð, mega gjarnan vera í sambandi við undirritaðann.
Fyrirfram þakkir
Hlynur Gauti Sigurðsson







Comments