top of page

Málþing skógarbænda 2024

Málþing skógarbænda á Laugum í Sælingsdal


Undanfarna mánuði hefur stjórn Félags skógarbænda á Vestfjörðum unnið að undirbúningi fyrir málþing skógarbænda sem verður þann 12. október að Laugum í Sælingsdal. Núverandi stjórn hefur haldið þeirri vinnu áfram og nú er að verða komin mynd á dagskrá og framkvæmd málþingsins.


Málþingið ber yfirskriftina Skógrækt í dag, hvað ber framtíðin í skauti sér.


Takið daginn frá 12. október í haust á Laugum í Sælingsdal.


Við forvitnumst um hvað Bændasamtök Íslands sjái fyrir sér í samstarfi við skógarbændur og forstjóri Lands og skóga kynnir stefnu sinnar stofnunar með tilliti til samstarfs við skógarbændur. Við horfum líka til fortíðar því það eru 25 ár síðan lög um landshlutaverkefni í skógrækt voru sett og Skjólskógar á Vestfjörðum og Vesturlandsskógar tóku til starfa auk þess Norðurlandsskógar, Suðurlandsskógar og Héraðs- og Austurlandsskógar voru starfandi og skoðum hvernig uppbygging skóga hefur gengið. Við skoðum líka hvaða möguleikar eru í skógum í dag og síðast en ekki síst verða félagsmál skógarbænda í brennidepli. Við kynnumst stefnu Skógarbændadeildar Bændasamtakanna (SkógBÍ) og hvaða þjónustu Bændasamtökin bjóða upp á fyrir skógarbændur auk þess sem formenn félaga skógarbænda um allt land ræða þeirra sýn á félagsstarf skógarbænda til framtíðar.


Eftir málþingið verður svo skógarganga og um kvöldið verður árshátíð skógarbænda að Laugum með glæsilegu kvöldverðarhlaðborði og skemmtiatriðum úr héraði.

Málþingið verður auglýst betur mjög fljótlega með fullbúinni dagskrá og verði fyrir gistingu og mat á Laugum. Auglýsing mun birtast í Bændablaðinu þegar allt er frágengið auk þess sem vakin verður athygli á málþinginu á Facebook/heimasíðum og í tölvupóstum.


Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest á málþinginu og vonumst eftir gagnlegum umræðum um framtíð í félagsmálum skógarbænda.


Nánar auglýst síðar.



Comentários


bottom of page