top of page

Næringarefnið sem oftast skortir hér á landi

Á heimasíðunni akureyri.net er fróðlegan pistil að finna fyrir þá sem rækta skóg. Þar segir einn okkar færasti skógræktandi, Sigurður Arnason, frá nokkrum mikilvægum atriðum sem varða næringargildi jarvegs og fleira til.

Sigurður hefur auk þess skrifað marga ómótstæðilega pistla á síðu Skógræktarfélgas Eyfirðinga kjarnaskogur.is

Sigurður er einnig höfundur Belgjurtabókarinnar.


„Nitur er það næringarefni sem oftast skortir við ræktun á Íslandi. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að á Íslandi sé víðast hvar krónískur niturskortur í jarðvegi,“ skrifar Sigurður. „Í vel þroskuðum vistkerfum, þar sem stór hluti uppskerunnar er ekki fjarlægður, er að jafnaði ekki hörgull á nitri frekar en öðrum næringarefnum. Hér á landi er það sjaldan þannig. Það sést meðal annars á því að nær allur gróður svarar vel áburðargjöf og eykur vöxt sinn í kjölfarið. Ástæða þessa er að vandfundin eru þau svæði á Íslandi þar sem ekki hefur verið gengið freklega á næringarforðann. Þar er niturskortur mjög takmarkandi þáttur.“
Comments


bottom of page