top of page

Okkur finnst gott að geta haft jákvæð áhrif á umhverfið okkar í framtíðinni

Skemmtileg grein um framkvæmdagleði, kolefnismál og skógærkt. Vert fyrir allt gott skógaræktarfólk að lesa


Garðbæingarnir Anna María Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar Ásmundur Skeggjason eiga og reka fyrirtækið Skógálfar, en starfsemi félagsins snýr að skógrækt til kolefnisbindingar. Skógræktarverkefnið, sem þau nefna Álfabrekka, hlaut nýlega vottun frá alþjóðlegu faggiltu vottunarstofunni Enviance Services Private Limited (ICR).
Garðbæingarnir Anna María Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar Ásmundur Skeggjason eiga og reka fyrirtækið Skógálfar, en starfsemi félagsins snýr að skógrækt til kolefnisbindingar. Skógræktarverkefnið, sem þau nefna Álfabrekka, hlaut nýlega vottun frá alþjóðlegu faggiltu vottunarstofunni Enviance Services Private Limited (ICR).

Verkefnið stenst alþjóðlegar kröfur

Þau hjón fjárfestu í landi í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir nokkrum árum í því skyni að rækta skóg til bindingar kolefnis og var stefnan samhliða því að ná öðrum lögbundnum og ólögbundnum markmiðum skógræktar. Um er að ræða fjölnytjaskóg með áherslu á alþjóð- lega vottaða kolefnisbindingu, jarðvegsvernd, útivist, timburframleiðslu og aðra vistkerfisþjónustu. ,,Við erum búin að planta 960 þúsund plöntum á um 450 hektara landi og stefnum á að klára milljón plöntur í vor og þá erum við búin að planta í allt okkar land,” segir Anna María, en verkefnið þeirra hefur hlotið vottun frá Enviance. ,,Þetta er fyrsta verkefnið sem er skipulagt samkvæmt kröfusettinu Skógarkolefni sem hlýtur slíka alþjóðlega vottun. Með þessu hefur verið staðfest að verkefnið uppfyllir kröfur ISO 14064-2:2019 og er þar með í samræmi við helstu alþjóðlega staðla fyrir loftslagsverkefni,” segir Ásmundur.




..... framhald á þessari slóð hér...


Comments


bottom of page