top of page

Skógvinir í Skandinavíu

Skógvinir í Skandinavíu

Höfundar: Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður í búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ og Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ.

  

Skógarbændur á Íslandi munu fá eins mikla aðstoð og þurfa þykir, frá félögum okkar á Norðurlöndum, ef marka má viðleitni félaga okkar í Norrænu skógarbændasamtökunum NSF (Nordic family forest) gagnvart okkur Íslendingum, á fundi sem fór fram í húsakynnum Samtökum skógarbænda Danmerkur við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn í síðustu viku, nánar tiltekið 16. janúar. Leynt og ljóst hefur Búgreinadeild skógarbænda BÍ unnið að því að meta kosti og galla þess að ganga þeim til samstarfs. Frá síðasta Deildarfundi, fyrir bráðum ári síðan, hafa þeir Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður í deildinni og Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ, verið liðtækir á fundum og viðburðum tengdu Norrænu samstarfi og hafa þeir myndað góð tengsl. Frá mörgu er að segja og verður hér tiplað á stóru frá ný afstöðnum fundi.

 

Danskt félagatal

Í Landssamtaka skógarbænda Danmerkur (Dansk skovforening) eru tæplega 700 félagsmenn. Félagsgjöld miða við flatarmál skóglendis hvers og eins ásamt ákveðnum gróskuflokki á landsvísu. Sem dæmi um rýran gróskuflokk eru Jósku heiðarnar, nokkuð sem Íslendingum ættu að vera að góðu kunnar. Sem sagt, félagsgjöld er ákveðin út frá rúmmálsvexti vænsts viðarmagns. Félagsmenn fá vikulega fréttir með tölvupósti og fjögur eiguleg fréttabréf send heim á hverju ári þar sem hvert blað er gefið út í 3000 eintaka upplagi. Blaðið er eingöngu í áskrift, ekki í smásölu, og má því segja að áhugi á skógrækt bænda nái vel út fyrir samtökin. Starfsmennirnir eru 10 og sinna þeir fjölbreyttum samskiptum við pólitíkina. Nokkuð sem í daglegu tali er sennilega kallað lobbýismi eða hagsmunagæsla, ásamt því að miðla til félagsmanna sinna.

 

Tryggir Norðmenn

Með samstöðu má ná mjög langt. Mis vel hefur gengið að verðleggja skóga og virði afurða þeirra hér á Íslandi, sem gerir hefur meðal annars þær afleiðingar að engin vitræn umræða næst við tryggingafélög um að tryggja skóga fyrir alls konar áföllum. Norðmenn ráku sig á þetta, en í stað þess að sitja aðgerðarlausir stofnuðu þeir Skogbrand, sem er tryggingafélag fyrir skóga sem þeir standa sjálfir að. Skógarbændur greiða einfaldlega gjald eftir því hvað skal tryggja, svo sem: voði, vá eða væra.

 

Vottun á norðurhjara

Þjóðflokkur Sama í Svíþjóð og Finnlandi eiga í deilum við FSC vottunar-umboðstofnunar sem má rekja til hefða hreindýrahirðingja. Deilan stendur á milli eigenda einkalands, sem eru um 10% þar um slóðir, og hirðingja. Deilan hefur magnast jafnt og þétt síðast liði ár og er nú á viðkvæmu stigi. Þetta gæti leitt til þess að hætt yrðir að nota FSC staðal fyrir timbur í þjóðunum tveimur og þess í stað notast við PEFC vottunarsamlags, sem tekur á sjálfbærri timburframleiðslu.

 

Kolefnisáform danskra stjórnvalda

Dönsk stjórnvöld eru í fararbroddi þjóða hvað varðar aðgerðir og álögur í loftslagsmálum. Nú hafa þeir áform um 250 þúsund hektara aukningu skóglendis og skal því náð fyrir árið 2045. Það er skógaraukning á skógarþekju á yfir 5% af Danmörku á næstu tveimur áratugum. Nánari útlistun er þannig að á einkalandi verður gróðursettur framleiðslumiðaður 150.þ hektara nytjaskógur, á 80.þ hekturum verður ósnortinn skógur og 20.þ verða skógar í og við útmörk þéttbýlis. Auk þess er ætlunin að endurheimta votlendi og heiðarland á 140 þúsund hekturum fyrir árið 2030. Danska ríkið ver 6 milljörðum Evra í verkefnið, auk viðbótarframlags upp á 1,5 milljarð frá Novo, Norrænum fjárfestingarsjóði.

 

Evrópa

Samstarfið við Norðurlöndin hingað til hefur verið farsælt en atburðarásin tók óvænta stefnu þegar samvinna lá á brautir Félags skógarbænda í Evrópu (CEPF). Þar er ekki síður eftir miklu að slægjast fyrir skógarbændur hjá BÍ. Reikna má með frekari fregnum af því samstarfi með margvíslegu formi þegar líður á árið. Sem dæmi þá fer mikill hluti af stafi CEPF í upplýsingagjöf og að fara yfir álitamál frá Evrópusambandinu. Að mörgu er að hyggja og því fleiri sem standa að samtökum CEPF því sterkari rödd hafa þau gagnvart Evrópusambandinu. Þó svo að litla Ísland sé kannski enn ekki stærsta tréð í skóginum, þá skipta allir einstaklingar máli, stórir sem smáir. Auk þessa eigum við greiðari leið til annarra Norðurlandaþjóða og má til gamans nefna það að að á undanförnu hafa staðlasmíðar fyrir Íslenskra Alaskaösp rakið vinnu sínu til Frakklands.

 

Hvað næst?

Nú er aukinn þrýstingur á íslensk stjórnvöld á að móta sér metnaðarfulla langtíma, en einnig raunsæja, stefnu í málum loftslags, landbúnaðar og búsetu fyrir komandi kynslóðir. Bændasamtökin eru málsvari skógarbænda. Bændur hafa land, þekkingu og viljann til að góðra verka. Nú er bara að blása til sóknar.

 

Eitt grín að lokum.

Þegar Íslendingar hófu samtalið um inngöngu í Norðurlandasamstarfið þá hlakkaði í Dönum, því nú yrðu þeir ekki lengur minnsta skógarþjóðin innan NSF. Þá svöruðu Íslendingar að bragði að möguleikar til skógaraukningar á Íslandi væru umtalsvert meiri en Danir hefðu. „Við skulum sjá hvernig staðan verður árið 2045“. Þetta vakti upp hlátrasköll fundarmanna.




Fundaraðstaða skógarbænda í Danmörku er á næst efstu hæð í byggingunni fyrir aftan þá Hlyn og Dagbjart, en þeir standa hér á miðju Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.     Mynd: Guðrún Sigþórsdóttir
Fundaraðstaða skógarbænda í Danmörku er á næst efstu hæð í byggingunni fyrir aftan þá Hlyn og Dagbjart, en þeir standa hér á miðju Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.   Mynd: Guðrún Sigþórsdóttir

Bróðurpartur fundarmanna á NSF fundi í Kaupmannahöfn.      Mynd:Dagbjartur Bjarnason.
Bróðurpartur fundarmanna á NSF fundi í Kaupmannahöfn.      Mynd:Dagbjartur Bjarnason.

Útsýnið yfir Ráðhústorgið frá fundaraðstöðu Landssamtaka skógarbænda í Danmörku. Mótmæli stóðu yfir á tilskipun frá Evrópusambandi um viðmiðunar lágmarkslaun í Danmörku, en það myndi þýða að lægstu stéttir myndu leggjast af á herðum Dana og myndu færast yfir til innflitjenda.  "Social dumping".
Útsýnið yfir Ráðhústorgið frá fundaraðstöðu Landssamtaka skógarbænda í Danmörku. Mótmæli stóðu yfir á tilskipun frá Evrópusambandi um viðmiðunar lágmarkslaun í Danmörku, en það myndi þýða að lægstu stéttir myndu leggjast af á herðum Dana og myndu færast yfir til innflitjenda. "Social dumping".




Samþykktir CEPF, Samband skógarbænda í Evrópu


Birtist fyrst í Bændablaðinu nr. 672,  2. tölublað, 23.janúar 2025
Birtist fyrst í Bændablaðinu nr. 672, 2. tölublað, 23.janúar 2025




Comments


bottom of page