top of page

Skráning á Fagráðstefnu skógræktar hafin
Skráning á Fagráðstefnu skógræktar hafin

Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri 20.-21. mars. Dagskrá ráðstefnunnar liggur nú fyrir og opnað hefur verið fyrir skráningar á sérstöku eyðublaði. Skráningarfrestur er til 12. mars.

Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Lands og skógar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Ráðstefnan hefur nú verið haldin samfellt í rúma tvo áratugi ef frá eru talin tvö skipti í kórónuveirufaraldrinum.

Fyrri dagur Fagráðstefnu er að jafnaði helgaður því þema sem ráðstefnunni hefur verið valið hverju sinni. Þemað nú er skógarauðlindin – innviðir og skipulag. Seinni daginn verða erindi um ýmis efni sem varða skóga og skógrækt og eru ekki bundin við þema ráðstefnunnar. Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér neðst.

Skráning á ráðstefnuna

Skráning fer fram á sérstöku eyðublaði og þar eru ráðstefnugjöld einnig innheimt. Í skráningargjaldi er innifalin skoðunarferð, hádegismatur báða dagana og hressing í ráðstefnuhléum. Skráningu lýkur 12. mars.

 

Gisting

Hótel KEA býður sérstakt tilboð í gistingu og morgunverð fyrir ráðstefnugesti. Hafa þarf samband beint við hótelið sem fyrst ef óskað er eftir gistingu og morgunverði í síðasta lagi 5. mars. Hafið beint samband við Hótel KEA ef panta þarf gistingu:

 1. Sendið tölvupóst á sales@keahotels.is

 2. Takið fram í titlinum á póstinum: „Berist til Matthildar vegna ráðstefnu 40710540, fyrir fyrirtækið/einstaklinginn X“

 3. Hversu mörg herbergi?

 4. Hversu margir í hverju herbergi?

 5. Hversu margar nætur?

 6. Sendið nöfnin á gestunum með í póstinum.

Dagskrá ráðstefnunnar

(með fyrirvara um breytingar)

Miðvikudagur 20. mars


 

Land og skógur – Skógarauðlindin

Ágúst Sigurðsson

 

Hver og hvar er skógarauðlindin?

Arnór Snorrason

 

Gildi skógarumhirðu

Hrefna Jóhannesdóttir

 

Aðgengi skóga og innviðir

Trausti Jóhannsson

 

Áskoranir í timburflutningum á Íslandi

Bjarki Jónsson

 

Skattaívilnanir í skógrækt

Erling Bergsaker (Norskog)

 

Hagræn staða skógarauðlindar á Íslandi

Daði Már Kristófersson

 

Sjálfbær auðlindastýring

Jón Geir Pétursson

 

Gæðastjórn skógræktar

Úlfur Óskarsson

 

Að taka land undir skóg – áskoranir í skipulagsmálum

Páll Sigurðsson

 

Pallborð


 

Hvatningarverðlaun skógræktar

Ragnhildur FReysteinsdóttir

 

Kynning um Sólskóga og vettvangsferð

Katrín Ásgrímsdóttir

 

 

 

Fimmtudagur 21. mars


Gildi umhverfis og skóga fyrir nám komandi kynslóða

Þorlákur Axel Jónsson

Þarf að bjarga blæöspinni?

Samson Bjarnar Harðarson

Endurskinshæfni ólíkra gróðurlenda

Brynhildur Bjarnadóttir

Ásókn asparglyttu í mismunandi klóna alaskaaspar

Kristín Sveiney Baldursdóttir

Degli á Íslandi – Möguleikar og áskoranir við ræktun deglis í skógrækt á Íslandi

Kári Freyr Lefever

Í hverju felst seigla skóga og skógræktar?

Þröstur Eysteinsson

How does forest fire impact above ground tree biomass in Iceland

Rebekah D'Arcy

Assessing the potential and opportunities of continuous cover forestry in Iceland

Lucie Fresel

Kolefnisbinding og vöxtur mismunandi skógargerða í þremur skógum á Suðvesturlandi

Gústaf Jarl Viðarsson

Áhrif skógræktar og áburðargjafar á losun eða bindingu metans og nituroxíðs í jarðvegi

Bjarni Diðrik Sigurðsson


 

 

 

Registration is now open for the annual Icelandic Forestry Conference

The annual Icelandic Forestry Conference will be held in Hof, Akureyri, 20-21 March under the title Forest Resources - Infrastructure and Planning. Registration for the conference will be completed on Tuesday 12 March.

The Conference is held in collaboration of Land and Forest Iceland with the Agricultural University of Iceland, the Icelandic Forestry Association, the Icelandic Forester's Association and the Farmers’ Association of Iceland. The conference has been held continuously for over two decades, except for two occasions during the coronavirus pandemic.

As usual, the first day of the conference is devoted to the chosen theme for this year's conference. The theme will be Forest Resources – Infrastructure and Planning. On the second day however, talks will touch on various topics related to forests and forestry that are not specific to the theme of the conference. The conference program can be found below.

Registration for the conference

Registration is made on a special form on which conference fees are also collected. The registration fee includes a field trip, lunch both days and refreshments during conference breaks. Registration closes on 12 March.

Accommodation

Hotel KEA offers a special offer for accommodation and breakfast for conference guests. Contact the hotel as soon as possible if you wish to take advantage of the offer, by 5 March at the latest. Contact Hotel KEA directly if you want to book:

 1. Please state in the title of the post: "Delivered to Matthildur for conference 40710540, for the company/person X".

 2. How many rooms?

 3. How many people in each room?

 4. How many nights?

 5. Please include the names of all the guests in the post.

Conference program

(subject to change)

Talks are in Icelandic unless otherwise noted.

 

Wednesday 20 MarchLand and Forest Iceland – The forest resource

Ágúst Sigurðsson


Forest resource - What is it and where?

Arnór Snorrason


Value of forest management

Hrefna Jóhannesdóttir


Forest's accessibility and infrastructure

Trausti Jóhannsson


Timber transporting challenges in Iceland

Bjarki Jónsson


Tax incentives in forestry (in English)

Erling Bergsaker (Norskog)


Economic status of forest resources in Iceland

Daði Már Kristófersson


Sustainable resource management

Jón Geir Pétursson


Quality control in forestry

Úlfur Óskarsson


New land for afforestation – Challenges in land planning

Páll Sigurðsson


Panel DiscussionsForestry Motivation Awards

Ragnhildur FReysteinsdóttir


Introduction to Sólskógar Plant Nursery and field trip

Katrín Ásgrímsdóttir


 

Thursday 21 March


Value of the environment and forests for future generation's education

Þorlákur Axel Jónsson

Does the Eurasian aspen (Populus tremula) need to be saved?

Samson Bjarnar Harðarson

Albedo of different vegetation types

Brynhildur Bjarnadóttir

Different susceptibility of black cottonwood clones to Phratora vitellinae

Kristín Sveiney Baldursdóttir

Douglas fir in Iceland – cultivation potential and challenges in Icelandic forestry

Kári Freyr Lefever

What is the meaning of resilience in relation to forests and forestry

Þröstur Eysteinsson

How does forest fire impact above ground tree biomass in Iceland (in English)

Rebekah D'Arcy

Assessing the potential and opportunities of continuous cover forestry in Iceland (in English)

Lucie Fresel

Carbon sequestration and growth of different forest types on three afforestation sites in Southwest-Iceland

Gústaf Jarl Viðarsson

Effects of afforestation and fertilising measures on methane and nitrous oxide flux in soil

Bjarni Diðrik Sigurðsson

 

Commentaires


bottom of page