Ertu félagsmaður í Bændasamtökum Íslands (BÍ)?
Í BÍ eru bændur í 11 búgreinum. Sumar eru fjölmennar aðrar fámennar. Sumar eru umfangsmeiri en aðrar og velta miklu, en svo eru aðrar sem velta litlu. Búgreinadeild skógarbænda (Skóg-BÍ) er ein þeirra sem veltir litlu, ennþá. Skógabændur eru aftur á móti nokkuð fjölmennir, staðsettir víða um land.
Þann 1.janúar 2022 voru félagmenn Skóg-BÍ 134 talsins. Í dag, 24.mars, eru félagsmenn orðnir 175 talsins.
Á nýafstöðnu búgreinarþingi (3.mars sl.) ályktuðu skógarbændur að snúið væri að gerast meðlimur í BÍ og hvað þá skógarbóndi. Það má alltaf breyta og bæta hlutina en stundum er gott að fara varlega í sakirnar. Til að skrá sig sem félagmaður er farið inn á svo kallað Bændatorg á Bondi.is. Bændatorg er stór og mikill gagnagrunnur sem félagsmenn fá aðganga að. Áður en sameining átti sér stað, 1.júlí 2021, nýttu bændur sér Bændatorgið til að verða sér út um fróðleik, skrá sig í ýmislegt og nálgast hitt og þetta gagnlegt. Í dag, eftir sameiningu eru komnar inn nýjar greinar, eins og skógarbændur, sem ekki þekkja þetta umhverfi. Það er þó ekkert að örvænta, allt tekur sinn tíma.
Sumir hafa velt fyrir sér hver hagur þeirra sé að vera félagsmaður hjá BÍ. Hann er margur en fyrst og fremst sameiningarmáttur. Þegar búgreinar landsins standa saman og styðja hvor aðra má ætla að framdráttur landbúnaðar vænkist sem best. Líkt og klukka gengur best þegar allir íhlutir gangversins virka... og búið er að trekkja.
Skógarbændur þekkja þetta vel í gegnum starf LSE. Starf LSE byggði á félagsmönnum og hefur ýmislegt farið fram þar. LSE gætti hagsmuna skógarbænda, kom að framþróun greinarinnar og má nefna nýleg dæmi svo sem Kolefnisbrúin, "Horft fram á við" og TreProX. Skóg-Bí sinnir sömu málum og LSE gerði forðum, nema nú með stuðningi frá öðrum búgreinum, líkt og Skóg-BÍ er stuðningur við hinar búgreinarnar. Eitt sinn virtist skógrækt og búfjárrækt vera svart og hvítt, svo áttuðu menn sig á að svo er bara alls ekki. Nú stöndum við þéttar saman og styrkjum raðir hvers annars. Við erum að byggja upp landbúnað. Skógrækt er landbúnaður. Þess vegna er mikilvægt að vera félagsmaður í Bændasamtökum Íslands, líka í búgreinadeild skógarbænda.
Meðfylgjandi er myndbandi sem má skipta í þrjá hluta. Myndbandið var búið til skömmu fyrir áramótin 2022.
00:00:00 > Í þeim fyrsta er sagt frá því hvað er að vera bóndi og þar með skógarbændi.
00:01:27 > Í öðrum hluta er fjallað um mikilvægi þess að skógarbændur séu virkir félagsmsmenn í BÍ
00.03:11 > í síðasta hlutanum er útskírt lið fyrir lið hvernig hægt er að skrá sig í BÍ, sem skógarbóndi.
00:05:52 lengd myndbands
Því fleiri sem skógarbændur eru í BÍ, þeim mun öflugri verða samtökin, sem og rödd skógarbænda.
Texti myndbands:
Komdu sæll kæri skógarbóndi.
Orðið bóndi lýsir einstaklingi sem nýtir land sitt til ræktunar. Skógarbóndi nýtir land sitt vissulega til ræktunar, í fjölbreyttum tilgangi. Oftast er helsta markmiðið -timburframleiðsla- en einnig veitir skógur skjól til útivistar, fyrir fólk, búfénað, mannvirki... og svo mætti lengi telja. Skógrækt er frumframleiðslugrein... óteljandi afurða, þó timbur fari þar vissulega fremst í flokki. Skógrækt er sú búgrein sem allir bændur geta stundað, oftar en ekki með töluverðum ávinningi fyrir hina ræktun sína, hver sem hún kann að vera. En þetta vita flestir enda fer áhugi bænda á skógrækt vaxandi.
Skógrækt er ekki beint matvælaframleiðsla og því samanburði við hefðbundinn landbúnað kannski ekki eins augljóst. Eins skrítið og það kann að hljóma þá EFLIR skógrækt matvælaframleiðslu svo um munar. Hér er engin nýr sannleikur á ferðinni. Nú er meira að segja málaflokkur skógræktar AFTUR kominn undir ráðuneyti landbúnaðar, þar sem hann vissulega á heima, en skógrækt á reyndar snertifleti við önnur, ef ekki flest ráðuneytin rétt eins og hún á erindi við bændur.
Ég held þið sjáið alveg hvað ég er að fara. Þess vegna eiga bændur úr öllum röðum að standa þétt saman. Bændasamtök Íslands er vettvangur sem tekið er eftir og berst fyrir málstað bænda, allra bænda. En þó svo að við vitum hvar mál skógarbænda eru stödd, svona alla jafna, er ekki víst að samtökin viti það alltaf. Það er því mikilvægt að rödd skógarbænda heyrist vel innan raða bænda og þá skiptir máli að við skógarbændur, sem og aðrir bændur, stöndum þétt saman innan raða Bændasamtaka Íslands.
Ræktun timburs tekur átatugi. Tekjur af timbri eru takmarkaðar fyrstu hálfu öldina, nema ef vera skildi af jólatrjám, eldiviði eða ferðamennsku... já eða tannstönglum og grillpinnum. Það er því eðlilegt að velta skógarbænda sé lítil í fyrstu. Einn daginn fer svo binding kolefnis að gefa veltu, með kolefnisbrú á milli bænda og fyrirtækja.
En hvaða máli skiptir veltan Þannig er einfaldlega vegna þess að félagsmenn í Bændasamtökunum skrá veltu sína af búgreininni og greiða félagsgjöld eftir henni.
Nú eru skráðir 2900 félagar í bændasamtökin, 125 hafa hakað við „skógrækt“ eða tæplega 5%. Hvernig verður félagatalið 31.desember? en það ræður töluverðu um framgang og áherslur bændasamtakanna fyrir næsta ár, 2022.
Jæja, nú veistu hvað er að vera bóndi. Sértu í skógrækt, þá ertu bóndi.
Þetta er leiðin til að skrá sig í Bændasamtökin.
Fæstir skógarbændur hafa tekur eða veltu af skógræktinni sinni og ef þú veist ekki af því nú þegar, er ólíklegt að þú hafir veltu. Hér rétt strax verður það útskýrt hvernig þú finnur veltuna á skattaframtalinu. Þau ykkar, líklega flest, sem ekki hafið veltu geta farið stuttu leiðina við að skrá ykkur.
Smellið slóðinni Bondi.is > Þar efst til hægri veljið þið „Bændatorgið“ Þar skráið þið ykkur inn með rafrænum skilríkjum, veljið leyniroð og slíkt. > þá hefst stutt ferli þar sem þið hakið við „skógrækt“ og skráið 0 í veltu og vistið. Þetta er allt og sumt. Allavega fyrir flesta skógarbændur.
Sértu með annan búskap er líklegt að þú sért nú þegar félagi í Bændasamtökunum. Sé það svo þá þarf bara að skrá sig inn á Bændatorgið og haka við „skógrækt“ og vista. Þetta er allt og sumt.
Svo má alltaf hringja og spjalla og fara yfir málin þannig. (Guðrún Birna og Hlynur í texta)
Ef þú hefur veltu af skógræktinni eða ert með fyrirtæki á bakvið hana þurfum við að rýna í skattframtal síðasta árs. Það er gert svona:
Skatturinn.is > Við þurfum að sjá hver veltan er af skógræktinni. Þau sem vita að þeir hafi enga veltu sína veltu, líklega er hún engin, geta sleppt þessu skrefi.
Skatturinn.is > Þjónustuvefur... uppi til hægri > Undir skattamál er valið Innskráning á Þjónustuvef > Þar má skrá sig inn með Rafrænum skilríkjum > flestir munu velja Mín þjónusta > Inni í Netframtal er valið AFRIT. > Nú skal staldra aðeins við. Áður en við ýtum á SÆKJA AFRIT þarf að velja tvennt. Fyrst skal finna ártalið frá því í fyrra, væntanlega það næst-efsta og svo nægir að einungis sé hakað við FRAMTAL. Nú hleðst skjal upp í tölvuna ykkar á nokkrum sekúndum..
Við getum kastað mæðunni núna í smá stund.
Þá opnum við framtalið:
Einstaklingar með rekstur skógræktarinnar skoða liðinn RSK 4.08 - Rekstrarreikningur ársins.
Veltan er gefin upp ÁN Virðisaukaskatts, -VSK. Hún er sótt í lið 20 og ég endurtek, - EKKI VSK-.
Þegar þessi tala/velta er fundin má fara inn á bondi.is og skrá sig og vera með í bændasamtökunum.
Fyrir lögaðila (félög7fyrirtæki) þá eru upplýsingar um veltuna að finna inná RSK 1.04 í reit 1090 -Rekstartekjur samtals- og nú má skrá sig á bondi.is eins og áður var lýst.
Fyrir skógarbændur er mikilvægt að við séum fjölmenn því eins og áður sagði, þannig eigum við mestan möguleika á að geta komið málstað okkar áfram og hjálpað til, bæði fyrir okkur og ekki síður aðra bændur.
Það sagði bóndi nokkur, að vinna ykkar lætur fegursta draum jarðarinnar rætast,- draum sem ykkur var í öndverðu ætlað að gera að veruleika; því er vinna ykkar ástaróður til lífsins, og að sýna í verki ást sína á lífinu er að öðlast hlutdeild í innsta leyndardómi þess.
- Kahlil Gibran: Spámaðurinn -bls 31
留言