Fundur um stefnu Félags Skógarbænda á Suðurlandi
á Hótel Selfossi laugardaginn 5. nóvember n.k. klukkan 11:00.
Formaður ásamt Andreu Rafnar ráðgjafa munu kynna stefnuna.
Að lokinni kynningu verða almennar umræður.
Félagið býður fundarmönnum uppá súpu í hádeginu.
Í lok fundar:
FRÆÐSLUERINDI þar sem Steinar Björgvinsson starfsmaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar mun fara yfir með okkur „Hvað getur skógurinn gefið okkur fyrir jólin“.
Steinar er sérfræðingur á nýtingu trjágreina til skrauts.
Hlökkum til að hitta ykkur sem flest.
Stjórn Fss
Comments