Stjórnarfundir FSA 2016-2020
- Skógarbændur
- Dec 24, 2020
- 41 min read

Stjórnarfundir FSA 2016-2020
Stjórnarfundir FsA 2020
Fundur 1
Stjónarfundur
Fundargerð.
Fundur í stjórn Fsa haldinn í Snjóholti þriðjudaginn 11. feb. 2020 og hefst kl 16:05. Mætt eru, Maríanna, Jónína, Jóhann Þórhallsson, Jóhann Gisli, Halldór og Karl Jóhannsson kom nokkru síðar.
1. Girðingarmál. Tekið hefur til starfa 6 manna nefnd sem gera á tillögur að samræmdum reglum um girðingar í bændaskógrækt. Gunnlaugur Guðjónsson er formaður en tengiliður okkar er Halldór Sigurðsson. Hann fór yfir það sem fram kom á fyrsta fundi nefndarinnar og stjórnin tók afstöðu með framhaldið sem er í raun það sem áður hefur verið rætt í félaginu.
2. Taxtar. Jói Gísli er í nefnd sem fjalla á um taxta í skógræktarvinnu. Stjórn leggur áherslu á fyrri samþykktir um að hækkanir taki mið af launavísitölu. Jafnframt verði tekið tillit til mismunandi landgerðar, þ.e. gróðurfar og halli þess lands sem unnið er í.
3. Heimsókn. Lengi hefur staðið til að heimsækja fyrirtækið Skógarafurðir ehf á Víðvöllum í Fljótsdal. Ákveðið að fara þangað 12. mars n.k. milli kl 16 og 18
4. Samráðsfundur. Maríanna fór yfir það sem rætt var á síðasta samráðsfundi sem haldinn var á Mógilsá síðasta föstudag. M.a. var rætt um greinaskrif í Bændablaðið en Fsa á að koma með efni sem birt verður í blaðinu í mars.
5. Skógardagurinn Mikli. Jói Þórhalls sagði frá því að Skógardagsnefndin hefur komið einu sinni saman og mætti hann þar. Ákveðið að skipa sömu aðila frá félaginu í nefndina og voru á síðasta ári. Guðný Drífu, Helga Bragason og Jóhann Þórhallsson sem mun halda utan um fjármál hátíðarinnar. Dagurinn verður haldinn 20. júní n.k.
6. Elmia Wood. Maríanna kynnti ferð á skógarsýninguna Elmia Wood í Sviþjóð sem farin verður 18. maí 2021
7. Aðalfundur. Ákveðið að halda næsta aðalfund fimmtudaginn 26. mars n.k. í Barnaskólanum á Eiðum.
8. Kurlari. Farið yfir möguleika á því að selja hlut félagsins og fyrrverandi Héraðsskóga í stóra kurlaranum sem ekki hefur skilað félaginu neinum tekjum. Stefnt er að að því að kaupa annan minni sem nýtist skógarbændum betur. Formanni falið að vinna að málinu.
9. Jafningjafræðsla. Á síðasta ári var haldinn fundur í félaginu sem fékk heitið jafningjafræðsla. Þar komu skógarbændur saman og fór Þorsteinn Pétursson yfir ýmis atriði í hans skógar búskap, bæði það sem vel gekk og líka það sem betur hefði mátt fara. Nú viljum við endurtaka leikinn og var ákveðið að leita til Bjarka Sigurðssonar með reynslusögur. Fundurinn verður í fundarsal Skógræktarinnar 27. feb. n.k.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:30
Halldór Sigurðsson fr.
Fundur 2
Fundargerð.
Fundur í stjórn Fsa 2. júní kl. 16:30.
Mætt eru Maríanna, Borgþór, Halldór, Jói Þórhalls, og Jónína.
1. Aðalfundur ákveðinn 25. ágúst í Barnaskólanum á Eiðum kl. 20. Hafliði Hafliðason og Hlynur Gauti mæta á fundinn.
2. Þröstur skógræktarstjóri og Sigríður Júlía frá Skógræktinni verða með fundi með skógarbændum í sumar. Áætlað er að í okkar félagi verði fundurinn þriðjudaginn 30. júní. Hann verður haldinn í skógarrjóðri á Mýrum.
3. Rætt um að stjórn Fsa sendi erindi á stjórn Lse um að bændahluti Skógræktarinnar flytjist frá umhverfisráðuneyti til landbúnarðarráðuneytis. Maríanna ætlar að senda uppkast á aðra stjórnarmenn.
4. Ferð til Skógarafurða sem frestað var í mars vegna Covid-19 verður ekki farin að sinni. Athuga með að fara í haust.
5. Jói upplýsti að fjárhagsstaða félagsins væri góð.
6. Lárus fór yfir stöðuna í skógrækt í vor. Lítið er búið að taka af plöntum enn sem komið er. Hið slæma er að nú er að verða hörgull á lerkifræi og mun það ekki leysast á næstu árum. Ekki er ljóst hvernig verður brugðist við því. Ákveðið að stjórn sendi frá sér ályktun um málið til Skógræktarinnar og afrit til Lse. Halldóri falið að gera uppkast að bréfi.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:38
Halldór Sigurðsson fr.
Fundur 3
Félag skógarbænda á Austurlandi, FSA- Fundur 3
Stjórnarfundur
Fundargerð.
Fundur í stjórn Fsa haldinn í Snjóholti fimmtudaginn 29. október 2020 og hefst kl 17:00. Mætt eru, Maríanna, Jónína, Þórhalla, Haukur,Halldór ásamt Jóhanni Gísla sem kom nokkru síðar.
1. Ný stjórn skipti með sér verkum. Maríanna kjörin formaður félagsins, Þórhalla kjörin sem gjaldkeri og Haukur kjörinn ritari.
2. Afmæliskveðja til skógræktarfélags Íslands. Skógræktarfélag Íslands er að fara að gefa út rit í tilefni af 90 ára afmæli félagsins, samþykkt að FSA sendi félaginu afmæliskveðju í því riti sem greiddar verða fyrir kr. 20.000.
3. Jólakötturinn, markaður. Rætt um hvort og þá hvernig Jólakötturinn yrði haldin í ár. Stefnt á að halda markað í blómabæjarhúsinu á Egilsstöðum 2 laugardaga í desember þar sem seld yrðu jólatré og fleiri vörur.
4. Starfið í vetur. Fundarmenn vonast eftir því að hægt verði að komast í einhverjar heimsóknir til skógarbænda í vetur en ekkert verður þó af slíku í bili vegna Covid-19
5. Fundir með þingmönnum, Maríanna og Jóhann Gísli munu ræða við þingmenn um málefni félagsins.
6. Kolefnisjöfnun. Rætt var um kolefnisbindingar verkefnið kolefnisbrú. Rætt var um mikilvægi þess að binding sé vottuð af þar til bærum aðilum. Einnig var rætt um hvort rétt væri að eingöngu væri um að ræða nýskógrækt í þessu verkefni en ekki eldri skógrækt bænda. Mikilvægt að mati fundarmanna að flýta eins og hægt er að koma þessu verkefni út á markað.
7. Girðingamál. Rætt um viðhald girðinga og þá ákvörðun skógræktarinnar að greiða ekki fyrir viðhald á girðingum. Skógræktin bendir bændum á að sækja um í bjargráðasjóði til að greiða fyrir viðhald girðinga sem hlýtur að teljast afturför.
8. Grisjun og slóðagerð. Fundarmenn ræddu það að of lítil áhersla væri á slóðagerð og hefði verið í gegnum tíðina. Erfitt væri að hirða skóga þar sem engar eða fáar slóðir væru. Einnig var rætt um grisjun á skógum sem heldur engan veginn við þörfina sem á henni er. Vanir menn í grisjun eru að hætta störfum og hafa lág laun fyrir störfin verið nefnd sem ein ástæða þess.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:57
Haukur Guðmundsson fr.
Stjórnarfundir FsA 2019
Fundargerð 1
Fundur í stjórn 9. janúar 2019 og hefst kl 16:30 í fundarsal Skógræktarinnar Egilsstöðum.
Mætt eru Maríanna, Borgþór, Jónína, Halldór og Jói.
Dagskrá:
1. Undirbúningur samráðsfundar
2. Undirbúningur formannafundar
3. Jólamarkaður
4. Er eitthvað nýtt í gangi í skógarvinnu (færa fram greiðslur) v. góðs veðurfars.
5. Önnur mál
1
Farið yfir dagskrá samráðsfundarins. M.a. mun fjármálastjóri Skógræktarinnar fara yfir greiðslur til bænda sem hafa verið verulega á eftir s.l. ár. Nauðsynlegt að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis og láta þetta ekki koma fyrir aftur. Skógarbændur þurfa að hafa aðkomu að fjárhagsáætlanagerð sem gerð er fyrir bændaskógrækt og aðrar framkvæmdir á skógræktarjörðum.
Einnig rætt um girðingar, verktaka með erlendu vinnuafli sem hugmyndin er að koma á laggirnar í sumar. Hver verður kostnaðurinn m.v. íslenskt vinnuafl.
2
Farið yfir dagskrá formannafundar.
3
Rætt um Jólaköttinn og einkum hvort eigi að vera með jólatrjáasölu skógarbænda annars staðar og þá í fleiri daga.
4
Vegna hagstæðrar veðráttu eru einhverjir skógarbændur að millibilsjafna um þessar mundir og verður að reikna með því að fjármagn fyrir þá vinnu komi til útborgunar fyrr á árinu en venja er.
5
a) Borgþór vekur máls á nýtingaáætlunum sem við höfum rætt áður en koma þarf vinnu við þær af stað.
b) Fram hefur komið hugmynd um að skógarbændur hittist á rabbfundi í lok febrúar sem við stefnum að að verði að veruleika.
c) Óli Odds kemur og heldur námskeið í tálgun og viðarvinnslu 6.-8. Mars.
d) Ráðgert er að hitta Beggu á Hallormsstað, helst í janúarlok.
e) Jói fór yfir fjármálin og gerði grein fyrir innheimtu árgjalda og stöðunni á tékkareikningi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 18:45
Fundargerð ritaði H.S.
Fundargerð 2
Fundargerð
Stjórnarfundur 31. janúar 2019 kl. 16:00 í fundarsal Skógræktarinnar Egilsstöðum. Mætt eru Maríanna, Borgþór, Jónína, Jói Þórhalls, Lárus og Halldór
Dagskrá:
1. Formaður segir frá nýafstöðnum: a) formannafundi b) samráðsfundi
2. Drög að ársreikningi
3. Vetrarstarfið
4. Önnur mál
1.
a) Maríanna upplýsti fundarmenn um það sem fram fór á formannafundi í Reykjavík 10. janúar s.l. Þar kom m.a. fram að fagráðstefna verði á Hallormsstað 3. og 4. apríl og aðalfundur Lse verður 11. og 12. október í Kjarnalundi á Akureyri.
b) 11. janúar var síðan haldinn samráðsfundur formanna landshlutafélaganna og nokkurra starfsmanna Skógræktarinnar og gekk sá fundur vel fyrir sig. Skýring fékkst á því hvers vegna svo seint gekk að fá uppgerðar framkvæmdir á síðasta ári. Nú er fyrirhugað annað fyrirkomulag á uppgjöri við bændur sem menn vonast til að gangi betur. Á fundinum voru samþykktar tillögur að nýjum girðingarreglum fyrir nýskógrækt og viðhald á girðingunum. Næsti samráðsfundur verður á Egilsstöðum 6. mars n.k.
2.
Jóhann gjaldkeri fór yfir drög að ársreikningi. Hann lagði jafnframt fram saldo lista félagsmanna sem þarf að yfirfara og afskrifa kröfur sem fyrirsjáanlega innheimtast ekki.
a) Stefnt á rabbfund skógarbænda mánudaginn 11. febrúar. Leita til Steina Mokk með framsöguerindi. b) Heimsókn verður til Bergrúnar á Hallormsstað 1. mars n.k. c) Óli Odds verður með námskeið 6. – 8. mars. Hann vill fá lágmark 6 skógarbændur í 3 kvöld feá kl. 18-21. ásamt því að hann tekur nemendur frá M.E. á öðrum tíma. d) Heimsókn til skógarbónda ódagsett (líklega í Hjartarstaði). e) Stefnt á aðalfund miðvikudaginn 13. mars í Barnaskólanum á Eiðum. Halldóri falið að athuga húsnæði og kaffi.
3.
Lárus sagði frá viðræðum sínum við fulltrúa Vegagerðarinnar og Fljótsdalshéraðs varðandi girðingu í Eiðaþinghá. Stefnt á fund með landeigendum o.fl. Halldór vekur máls á því hvort setja eigi einhverskonar reglur um umbun til félaga sem vinna mikið fyrir félagið.
Fundi slitið kl 18:45
fundargerð ritaði H.S.
Fundargerð 3
Fundargerð
Stjórnarfundur í Snjóholti 6. mars kl.16:45. Mættir eru Maríanna, Jói Þórhalls, Borgþór, Halldór, Kalli og Jói Gísli væntanlegur.
Fundurinn er fyrst og fremst undirbúningur v. ferðar Maríönnu á formannafund í Reykjavík í næstu viku.
Dagskrá
1. Taxtar
2. Girðingar
3. Önnur mál
1-2.
Á síðasta ári var samþykkt að miða taxtahækkanir við launavísitölu. Stjórn sammála um að taxtar hækki samkvæmt launavísitölu frá desember 2017 til desember 2018. Hvað varðar styrk út á skjólbeltarækt er eðlilegt að segja að framlag Skógræktarinnar sé að Skógræktin greiði að fullu reikninga fyrir plöntur og plast en bóndinn njóti þess að fá endurgreiddan kostnað af þessum reikningum. Það er ekki eðlilegt að telja endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem tekjustofn. Ekkert er greitt fyrir vélavinnu.
Stjórnin er ánægð með þá niðurstöðu sem komin er í girðingamálin.
3. a) Rætt um nauðsyn á betri umhirðu. Þetta hefur oft verið rætt áður en stjórn er sammála um að nauðsynlegt sé að leggja meiri áherslu á að bæta umhirðu og auka með því verðmæti ræktunarinnar. Ekki er hægt að leggja það á núverandi skógareigendur að bera ábyrgð á þessum þætti án þess að greitt sé fyrir það eða yfirhöfuð að þessum þætti sé sýndur nokkur áhugi. Stjórn ætlar að kanna möguleika á að hrinda af stað sérstöku verkefni í þessa veru, verkefnið Gæðaskógur. Kanna á hvort hægt er að koma á fót vottunarkerfi í þessu sambandi.
b) Stefnt á að halda aðalfund Fsa 20. mars n.k. í Barnaskólanum á Eiðum kl. 20:00. Halldór athugar húsnæði og veitingar á fundinum.
c) Maríanna fór yfir bréf frá sveitarfélaginu Fljótsdalshérað þar sem fram kemur að Blómabæjar húsið er til reiðu fyrir skógarbændur til markaðsstarfs og lýsir sveitarfélagið sig reiðubúið til nánari viðræðna um málið. Málið kynnt á aðalfundi og nánari ákvarðanir teknar í framhaldi af því.
d) Stefnt að því að fá umhverfisráðherra í tengslum við Fagráðstefnu í skógrækt sem verður haldin á Hallormsstað 3. og 4. apríl. Maríanna og Jói Þórhalls ætla að undirbúa þennan fund.
e) Kalli segir frá hugmynd um nýja skógræktargirðinu í Eiðaþinghá frá Steinholti og út að Gilsá.
Fundi slitið kl. 19:00
fundargerð ritaði H.S.
Fundargerð 4
Fundur nýrrar stjórnar Fsa haldinn í Snjóholti miðvikudaginn 5. Júní 2019 og hefst kl. 17:30, mætt eru: Borgþór, Halldór, Jónína, Jóhann og Maríanna.
1. Stjórn skiptir með sér verkum þannig að Maríanna er kjörinn formaður, Halldór ritari, Jóhann gjaldkeri og Borgþór og Jónína meðstjórnendur.
2. Stefnt að heimsókn í Hjartarstaði miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 15:30 og mun m.a. verða skoðuð L.T. tilraunin sem er á Hjartarstöðum auk þriggja annara jarða á Héraði. Lárus segir frá tilrauninni sem sett var út af Bjarna Diðrik Sigurðssyni.
3. Önnur mál.
a) Rætt um áður framkomna hugmynd um námskeið fyri bændur til að auka þekkingu þeirra á eigin skógrækt, í því skyni að gera ræktunina sem verðmætasta. Við vonum að þetta geti orðið nokkurs konar gæðastýring í skógrækt. Leitað verði til Lárusar með næstu skref.
b) Borgþór sagði frá hugmyndum um ,,beingreiðslur“ út á CO2 bindingu í skógrækt. Væntanlega kemur fram tillaga á næsta aðalfundi Lse um þetta mál.
c) Stefnt að fundi með Jóa Gísla og Hlyni Gauta í sumar m.a. til að ræða stöðu bændaskógræktar í núverandi stjórnkerfi.
d) Maríanna minnti á að lengi hefur staðið til heimsókn í Skógarafurðir á Víðivölllum og er stefnt að þeirri heimsókn á komandi hausti.
e) Jói minnti á að á næsta ári verða liðin 50 ár frá upphafi Fljótsdalsáætlunar en segja má að hún hafi verið upphaf bændaskógræktar á Íslandi. Stjórn sammála um að það sé verðugt verkefni að minnast þeirra tímamóta og tímabært að fara að huga frekar að því. Í því sambandi kom upp í hugann viðburður sem Jón Loftsson fyrrv. Skógræktarstjóri hélt á Hallormsstað á árum áður og nefndi tímavélina.
f) Undirbúningur Skógardagsins gengur vel að sögn Jóa og fjármögnun að mestu lokið samkvæmt þeirri áætlun sem gerð var.
g) Jói segir engin viðbrögð hafa komið frá umhverfisráðherra eftir annars ágætan fund sem nokkrir stjórnarmenn áttu með honum í sambandi við fagráðstefnu á Hallormsstað í apríl.
h) Ákveðið að skrifa grein í Bændablaðið þar sem fram kemur hver stað verkefnisins er á Austurlandi og hvað helst brennur á okkur bændum.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 20:00
Halldór Sigurðsson fr.
Fundargerð 5
Stjónarfundur
Miðvikudaginn 20. nóvember á skrifstofu Skógræktarinnar og hefst kl 15:00.
Mætt eru: Maríanna, Jói Gísli, Jói Þórhalls, Lárus, Halldór og Jónína.
Dagskrá:
1. Jólakötturinn – skipa undirbúningsnefnd
2. Skógarhátíðir á komandi sumri.
3. Undirbúningur fyrir samráðsfund 22. n.k.
4. Tillögur frá aðalfundi Lse
5. Ganga frá heimilisfangi félagsins
6. Vetrarferð félagsmanna – Víðivellir hjá Bjarka
7. Erindi vegna jólagtrjáa úr skóginum
8. Önnur mál
1. Nefndarmenn frá Fsa, Helgi Braga, Jói Þórhalls, Jónína auk Beggu og Þórs (eða Skúla) frá Skógræktinni. Þór Þorfinns ætlar að halda námskeið í vali, snyrtingu og framsetningu jóaltrjáa sem bændur vilja koma í sölu. Skógræktin er tilbúin að auglýsa tré til sölu hjá þeim skógarbændum sem vilja selja tré ,,á fæti“. Ritara falið að senda út póst á skógarbændur varðandi það.
2. Rætt um Skógardaginn mikla 20. júní og 50 ára afmælishátið Fljótsdalsáætlunar 25. Júní. Þar sem Fsa hefur tæplega burði til að standa að tveimur stórhátíðum með stuttu millibili er áætlað að fara í viðræður við fulltrúa skógaræktarinnar um hátíðarhöldin í júní. Leita eftir því að skógaræktarfólk komi á fund með stjórn til að ræða málin.
3. Maríanna skýrði frá dagskrá næsta samráðsfundar sem haldinn verður á Mógilsá 22. Nóv. Farið yfir öll efnisatriði án þess að nokkuð sé fært til bókar.
4. Ekkert bókað
5. Formaður og gjaldkeri gangi frá málinu.
6. Vetrarferð. Áætlað að fara í heimsókn í Víðivelli (Skógarafurðir) í mars.
7. Sala á jólatrjám frá skógarbændum eru ca. 120 tré á ári (þetta kannaði Sigríður Erla Elefsen) en ekki eru mikið um aðrar afurðir nema hjá fyrirtækinu Skógarafurðir á Víðvöllum.
8. Önnur mál a) Halldór ræðir um hvernig megi laða ungt fólk að skógrækt. Einn liður í því er að rýna fram í tímann og áætla verðmætasköpun, bæði við og kolefnisbindingu. b) Stefnt að samkomu 1. desember í Barnaskólnum í Eiðum með mat og skemmtun. Þar verða sýndar myndir frá Danmerkurferð s.l. sumar. Leita til Þórs Þorfinns með erindi um jólatré.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:00
Halldór Sig. fr.
Stjórnarfundir FsA 2018
Fundargerð 1
Stjórn á fundi 09.01.2018. í fundarsal Skógræktarinnar og hefst fundur kl 20:05
Mætt eru: Maríanna, Borgþór, Jói og Halldór
1. Farið yfir það sem er ógreitt af árgjöldum v/2016 og 2017
2. Ábending frá Birni Ármanni um að breyta nafni og heimilisfangi félagsins í firmaskrá. Ritara falið að ganga frá málinu. Ath. að breyta einnig í þjóðskrá v/heimabanka.
3. Rætt um fráfall Sherry Curl. Það má segja að skógarbændur séu slegnir, enda var Sherry mikill fagmaður og ekki síður öflugur skógræktarmaður sem vann ötullega að því að gera skógrækt að alvöru atvinnugrein. Ákveðið að senda blóm með samúðarkveðjum á útförina og gera síðar minningarskjöld eða annað varanlegt til að minnast hennar.
4. Tekin fyrir tillaga Skógræktarinnar um girðingarmál. Ákveðið að senda hana út til bænda ásamt tillögu sem fór frá okkur fyrir aðalfund LSE í haust með skýringum. Gefinn verði frestur til að skila inn athugasemdum til 20. jan. Í framhaldinu verði almennur fundur um girðingarmál, líklega um mánaðarmótin.
5. Maríanna ætlar á fund n.k. laugardag hjá stjórn Bsa þar sem formenn búgreinafélaganna sýna starfsemi.
6. Í byrjun maí 1988 var stofnað félag Félags skógarbænda á Héraði , nú Félag skógarbænda á Austurlandi. Því verður félagið 30 ára á árinu og er elsta félag skógarbænda á Íslandi. Stjórn ætlar að hugsa málið og taka ákvörðun á næsta fundi hvernig tímamótanna verður minnst.
7. Ákveðið að senda skýrslu Líneikar Önnu út til félagsmanna. Hafa samband við Maríönnu v/fundargerðabók og senda út fundargerð.
8. Umræður urðu um hina ýmsu viðburði sem skógarbændur taka þátt í s.s. Barramarkaður, skógardagurinn mikli, Ormsteiti ofl.
Fundi slitið kl 23:10
Fundargerð 2
Stjórn á fundi 23.01.2018. Fundur hefst kl 16:10 í fundarsal Skógræktarinnar.
Mætt eru: Maríanna, Halldór, Jói, Borgþór, Lárus, Hlynur Gauti og Jói Gísli.
1. Maríanna sagði frá því að stjórn LSE hafi hafnað umsókn um styrk út á vinnu sem Sókn lögmannsstofa og Austurbrú unnu fyrir félagið og sótt var um styrk út á. Fundarmenn ekki ánægðir með þessa niðurstöðu en um það þýðir ekki að tala.
Skógræktin og LSE eru að stofna sameiginlegan hóp sem mun hafa samband við alþingismenn til þess að ná meira fjármagni (helst fjórfjöldun) til skógræktar.
Girðingar
a) Nýjar girðingar – borga efni og vinnu strax, ekki greiða vinnu eftir framvindu plöntunar
b) Mismikið greitt eftir landgerð og sama um viðhald
c) Hvað með stórar girðingar sem girtar voru sameiginlega með öðrum
d) Hvað þegar girðingar eru óþarfar v/aldurs skógar, er kvöð um að bændur taki þær yfir.
Allt veltur þetta á því að ríkið standi við samninga um fjármagn til skógræktar.
Á stjórnarfundi LSE kom fram vilji Sighvats um að ríkið greiði allan kostnað við girðingar.
Ungt fólk fer ekki af stað með því að greiða með sér (girðingarkostnað).
Stjórn ætlar að vinna nýjar tillögur og boða síðan til alm. félagsfundar, miðvikudaginn 31. Jan kl. 20 í Barra, um girðingarmál og brunavarnir í skógi.
Logo, lög og fundargerðir til Hlyns Gauta.
Rætt um Skógardag og Barramarkað. Ræða betur á alm. fundi.
Fundi slitið kl 18:28
H.S. ritar fundargerð
Eftirfarandi lét stjórn frá sér fara um girðingarmál:
Í gegnum árin hefur girðingarkostnaður á skógræktarjörðum verið greiddur að fullu þegar landið er friðað, eftir undirritun skógræktarsamninga. Friðun er forsenda skógræktarinnar, en nú eru uppi hugmyndir um að girðingarvinnan verði ekki að fullu greidd fyrr en eftir jafnvel 10 ár. Það er umhugsunarvert af hverju svo algengt er að farið er fram á það við bændur að þeir láni sín vinnulaun bæði í skógrækt og öðrum greinum. Þeir sem eru að leggja slíkt til mættu gjarnan setja sig í þeirra spor. Ætli sé líklegt að samtök launafólks myndu skrifa undir þvílík tilboð frá vinnuveitendum. Reglur af þessu tagi vinna á móti því að ungt fólk komi inn í greinina og án kynslóðaskipta mun búgreinin eiga erfitt uppdráttar. Í öðru lagi er ekki hægt að reikna með styðstru mögulegu leið umhverfis skógræktarlandið, það verður að meta í hverju tilviki fyrir sig.
Það verða þó að vera ákvæði í skógræktarsamningunum um að ekki sé hægt að hefja framkvæmdir fyrr en fjármagn liggur fyrir og ef ekki verður plantað í landið innan þess tíma sem skógræktarsamningurinn hljóðar upp á geti skógræktin krafist endurgreiðslu á því fjármagni sem í girðinuna fór. Það er því lykilatriði að ríkið standi við þær áætlanir sem það gerir um fjárframlög til skógræktar en eins og við vitum hefur það ekki allt af staðist.
Hvað varðar hugmynd Skógræktarinnar um kvaðratrótar reglu um lengd girðinga þá er hún í sjálfu sér góð til að gera útreikninga á blaði en alls ekki í framkvæmd. Þetta gildir einkum ef viðkomandi land er erfitt girðingarland, en slíkt land er þar sem er mikill bratti, lítill jarðvegur, mikið um gil og árfarvegi, hreyfing á landinu (skriðuhætta), snjóþyngsli og snjóskriður, mikill áganur vatns í leysingum og jafnvel krapaflóð og mjög brattar brekkur og börð sem kalla á sigfestur, horn og auka aflstaura. Þetta er algjör andstaða við þau svæði þar sem land er slétt, með djúpum jarðvegi og jafnvel engum vatnsföllum. Með því að láta hugann reika um einstök svæði á landinu er ekki erfitt að sjá hvar er auðvelt að girða og hvar erfitt. Það er ekki sanngjarnt að allir fái sömu geiðslu fyrir girðingar, heldur að skipta girðingarkostnaði niður í einhverja flokka t.d. með því að bæta 30% 60% og 90% álagi á girðinguna eftir því hversu erfitt landið er. Hliðstæðar reglur þurfa að gilda um viðhald. Sum okkar hafa áratuga reynslu í því að girða og halda við girðingum og vitum að máltækið ,,vel skal vanda það sem lengi á að standa“ á vel við um þessi mannvirki.
Síðan þarf að finna lausn varðandi þær girðingar sem taka yfir stór svæði, jafnvel nokkrar jarðir en sú aðferð var algeng á svæði Héraðsskóga í árdaga þess verkefnis. Þar komu oft fleiri að s.s. sveitarfélög og Vegagerðin. Í sumum tilvikum liggja þessar girðingar yfir jarðir sem alls ekki eru í skógrækt og þeir bændur hafa því jafnvel engan hag af því að halda þeim við. Samninga sem til eru um þessar girðingar þarf að fara í gegn um og taka ákvaðanir í framhaldi af því.
Eftir einhver ár verða girðingarnar ekki nauðsynlegar til að verja ræktunina og þá þurfa að vera ákvæði í samningunum um hver ber ábyrgð á þeim og séu þær komnar úr notkun þarf aðhreinsa þær upp úr landinu.
Það eru því nokkur grundvallaratriði:
· Skýr ákvæði verði í skógræktarsamningum um girðingar, bæði nýjar og úreltar og hvernig eftirliti verði háttað.
· Ríkið standi við sínar skuldbindingar um fjárveitingar.
· Tekið verði tillit til þess hve auðvelt er að girða og halda við girðingum á viðkomandi skógræktarsvæði.
· Bændur fái efni og vinnu greitt strax við verklok eins og aðrir þegnar samfélagsins.
· Skógræktin annist allt eftirlit
Fundargerð 3
Fundargerð
Almennur félagsfundur haldinn í húsnæðai Barra Valgerðarstöðum þann 31.01.2018 Fundur hefst kl 20:05. 22 félagsmenn mættir.
Dagskrá:
1. Brunavarnir í skógi. Fulltrúi frá Brunavörnum kemur með innlegg á fundinn og svarar fyrirspurnum
2. Tillögur Skógræktarinnar að sameiginlegum reglum um girðingar og athugasemdir frá FsA.
3. Skógardagurinn mikli og Barramarkaðurinn – hver er vilji félagsmanna til að viðhalda þessum viðburðum?
4. Kynning á Skógardeginum í Svíþjóð – Maríanna Jóhannsdóttir segir frá ferð sem farin var sl.haust.
5. Úrvinnsla í smáum stíl – hvað geta bændur gert?
6. Önnur mál
1
Haraldur Geir Eðvaldssonfrá Brunavörnum á Héraði ræðir um brunavarnir í skógi (gróðri) og fer yfir skráðar heimildir um gróðurelda allt frá 15. öld. Síðan fór hann yfir þann búnað sem Brunavarnir eiga og þann búnað og mannafla sem tiltækur er hjá bændum s.s. dráttarvélar og haugsugur. Þá eru ótaldir félagar í Björgunarsveitunum. Athuga þarf slóða og skipulag skóga ásamt vatnstökustöðum. Að lokum sýndi hann nokkrar myndir. Líflegar umræður urðu í lokin. Æskilegt er að Brunavarnir fái aðgang að kortum yfir skógræktarsvæði m/merktum slóðum og vatntökustöðum.
2
Halldór fór yfir tillögur stjórnar um girðingarmál. Tillaga frá Þorsteini Péturssyni að tilgangur er að efla byggð og treysta atvinnulíf í dreifbýli. Sbr. 1.gr laga um landshlutaverkefni í skógrækt.
3
Skógardagurinn mikli og Barramarkaður. Skógardagurinn verður 23. Júní. Fundarmenn sammála um að halda Skógardeginum gangandi, hann er glæsileg almenningsskemmtun. Ath frekar með hvað verður með Barramarkað og hvort breyta eigi honum í fagdag fyrir skógarbændur. Gunnar Jónsson ræddi um þreytu í Ormsteitiog hvort sé hægt að tengja skógardaginn við Ormsteiti.
4
Maríanna kynnti ferð skógarbænda til Svíþjóðar sem farin verður 26. mars n.k. á vegum Jötunn véla. Skógarbændur og fagaðilar ræða um nýtingu skóganna en eru enn að finna sig í verkaskiptingu, einkum stjórnun og skógræktarskipulag.
5
Úrvinnsla skógarafurða. Jói Gísli upplýsir að LSE styrki úrvinnsluverkefni um allt að 2 milljónir, sé viðkomandi skógræktarfélag aðili að verkefninu. LSE fær mörg erindi út af jólatrjáaræktun en vantar fjármagn til að sinna þeim erindum.
6
Önnur mál
1. Spurt út í kolefnismál
2. Hvað viljum við gera í jólatrjárækt
3. Maríanna sagði frá afmæli félagsins sem verður í vor
4. Maríanna sagði einnig frá hugmynudm um hvernig félagið vill minnast Sherry Curl sem lést 30. des s.l.
5. Bjarki ætkar að halda formlegan opnunardag á Skógarafurðum ehf og vill fá FSA .
Fundi slitið kl 23:20
H.S. ritar fundargerð
Fundargerð 4
Fundur 6. febrúar 2018 að Lagarfelli 10 kl. 15:30.
Maríanna, Borgþór, Jói Halldór og Jói Gísli
Rætt um vinnu við viðarmagngreiningu sem Skógræktin ráðgerir að framkvæma. LSE hefur í því skyni sótt um styrk til Framleiðnisjóðs upp á kr. 22,5 millj. auk þess að LSE ætlar að leggja til 8,3 millj. í verkefnið. Hér er þvi verið að ræða um tæpl. 31 millj. alls. Búið er að vinna einhverskonar viðarmagnsúttektir á hinum ýmsu landssvæðum en örugglega þarf að era betur. Í viðarmagnsúttekt Lárusar í skýrslunni Afurðamiðstöð viðarafurða kemur fram hans álit á bls. 9 að rétt sé að fara í nákvæmari úttekt en þar er e.t.v. átt við annars konar verklag.
Í framhaldi af þessu kynnti Borgþór „lýtartækni“ þar sem flygildi (flugvél, dróni) flýgur yfir landið, varpar niður ljósgeilsum sem endurvarpast upp og taka nákvæma mynd af skóginum. Dróni, lýtartækni, jarðstöð, myndavél, hugbúnaður og kennsla gæti kostað 15-19 millj. en hægt er að velja á milli evrópsks og amerísks hugbúnaðar. Sennilega er evrópukerfið heppilegra því það leggur meiri áherslu á hvern einstakling (tré). Með þessu móti fæst heildarmynd af öllum skóginum sem er mjög nákvæm. Það er allt annað en það sem fæst út með einstaka mæliflötum eins og gera á með viðarmagnsúttektinni sem nú á að fara að vinna. Fundarmenn eru sammála um að skoða beri þennan möguleika nánar og hvort hugsanlega megi fá hingað erlenda kunnáttumenn til að gera tilraunir með búnaðinn á Íslandi.
Borgþór ætlar að kanna kostnað betur.
Hér vék Halldór af fundi.
Rætt var um hvort mögulega megi fá Blómabæjarhúsið til afnota fyrir skógarbændur. Upp komu hugmyndir um jólatrjásölu, markað þar sem leigð verða út sölupláss, námskeiðahald og síðast en ekki síst upphaf að vinnslu skógarafurða þar sem bændur geti komið með sínar afurðir og greitt leigu fyrir. Upphafið er líklega sög og þykktarhefill.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:30
Fundarritarar Halldór og Jóhann F.
Fundargerð 5
Fundargerð.
Fundur í stjórn FsA haldinn í Lagarfelli 10 sunnnudaginn 4. Mars 2018.
Mætt: Borgþór, Jóhann F, Maríanna, Halldór. Fundurinn hefst kl. 16:30
1. Taxtar: Tekið fyrir erindi frá Skógræktinni um hækkun taxta samkv. hækkunum á framfærslu- og neysluverðsvísitölum. FsA leggur til að hækkun verði reiknuð samkvæmt hækkun launavísitölu þar sem fyrst og fremst er um vinnu að ræða. FsA lagði þetta einnig til fyrir árið 2017 og þá var hækkunin einungis 50% af launavísitölu en helmingi þeirrar hækkunarinnar frestað.
Hvað varðar hugmyndir um styrk til skjólbeltagerðar er verið að leggja til að vélastyrkur vegna skjólbeltagerðar lækki f.f. ári um kr. 94.000 á km pr. einfalda röð. Að telja bóndanum innskatt til tekna er er grundvallarmisskilningur hjá höfundi tillögunnar. Til skýringa er innskattur samkv. skilgreiningu Fjármála og Efnahagsráðuneytisins ,,sá skattur sem að skattskyldur aðili greiðir öðrum skattskyldum aðilum eða Tollstjóra við kaup eða innflutning á vörum eða þjónustu (aðföngum) til nota í skattskyldum rekstri sínum, enda byggist innskattskrafa aðilans á fullnægjandi gögnum. Rekstraraðilar hafa heimild til að draga innskatt frá útskatti, en til innskatts má telja virðisaukaskatt af svo til öllum aðföngum rekstraraðila sem varða skattskylda sölu þeirra“. Stjórn FsA leggur til að reiknaðir verði upp kostnaðarliðir við skjólbeltagerð og þá mun koma í ljós að jarðvinnsla, áburðargjöf, plastlagning, ferging, gróðursetning og girðingar eru þeir liðir sem mest telja í kostnaði.
FsA getur ekki með nokkru móti samþykkt að gengið sé á launalið bænda eins og tillaga Skógræktarinnar gerir ráð fyrir og finnst kominn tími til að litið sé á okkur eins og aðra þegna samfélagsins hvað lífsafkomu varðar.
2. Blómabæjarhúsið: Maríanna er búin að tala við Björn bæjarstjóra hvort mögulegt sé að FsA fái afnot af húsinu fyrir okkar starfsemi. Bæjarstjóri taldi það fara saman við áherslur sveitarfélagsins og vildi fá formlegt erindi varðandi málið. Mögulega er hægt að fá styrk frá LSe út á slíka starfsemi. Rætt um að leita til Austurbrúar um að gera viðskiptamódel fyrir hugmyndina. Maríönnu falið að skýra Bæjarstjóra frá hugmyndum okkar en málið verður lagt fyrir næsta aðalfund FsA.
3. Austurbrú: Maríönnu og Jóa falið að hitta fulltrúa Austurbrúar og ræða um framhald á samstarfssamningi .
4. Skógardagurinn: Viðræður eru milli undirbúningshóps fyrir Skógardag og Skógræktarinnar um kostnað við daginn og jafnframt eru viðræður við Fljótsdalshérað þar sem Ormsteiti blandast inn í. Þessar viðræður eru á viðkvæmu stigi en niðurstað mun liggja fyrir innan viku.
5. Reikningar: Farið yfir reikninga félagsins sem voru án athugasemda af hálfu stjórnarmanna en samþ. að láta breyta texta sem skoðunarmenn rita undir.
6. Afmælishátíð: Hugmynd um að halda upp á 30 ára afmæli FsA föstudaginn 20 apríl n.k. Ath. hvort Edda á Miðhúsum er fánleg í að halda utan um málið með stuðningi stjórnarmanna.
7. Önnur mál: a) Aðalfundur FsA verður 12. mars n.k. í húsnæði Barra Valgerðarstöðum og þar mun Lárus kynna niðurstöður úr trjámælingum frá síðasta hausti.
b) Stefnt að almennum fræðslufundi í félaginu 4. apríl þar sem fjallað verður um hugtakið ,,gæðaskógur“.
c) Stjórn ákvað að hittast fljótlega og taka saman þá núningspunkta sem eru milli Skógræktarinnar og skógarbænda. Í framhaldinu verði leitað eftir fundi með Skógræktarstjóra til að fara yfir málin.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 19:30
Halldór Sigurðsson fr.
Fundargerð 6
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar haldinn 6. júní í fundarsal Skógræktarinnar og hefst kl 20:15.
Mætt: Maríanna, Jónína, Borgþór, Jóhann, Lárus og Halldór.
Dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkefnum. Maríanna formaður, Jóhann gjaldkeri, Halldór ritari.
2. Rætt um taxta, einkum skjólbelti þar sem orðalag um vsk er óljóst og villandi og hinsvegar um girðingar. Nú liggur fyrir að girðingartaxtar verða óbreyttir frá fyrra ári en stefnt er að því að samræma þá á komandi hausti. Lárus sagði frá viðhaldskostnaði við girðingar og hugmyndir um að leggja af einstaka girðingar.
3. Lárus sagði frá stöðu í plöntun á svæðinu en búið er að planta ríflega 120.000 plöntum en eftir eru um 350.000. Það er ekki slæm staða tímalega séð en hinsvegar er jörð orðin nokkuð þurr.
4. Borgþór sagði frá undirbúningi skógardagsins. Líklega verður ekki samkeppni um listaverk eins og á síðasta ári, við erum fallin á tíma.
5. Ákveðið að leita til Agnesar Hallgrímsdóttur um að sitja í ritnefnd „við skógareigendur“ sem verður í framtíðinni kálfur með Bændablaðinu. Else Møller til vara.
6. Halldóri falið að hafa samband við Þröst v/minningarskjaldar um Sherry Curl.
7. Uppgjör vegna 30 ára afmælis félagsins 19. apríl.
8. Rætt um kolefnismál. Rétt að koma á framfæri kolefnisbindingu skógræktar. Fundarmenn sammála um að það þurfi að koma umræðu um kolefnislosun/bindingu á annað plan en nú er t.a.m. er sú umræða sem verið hefur í fjölmiðlum undanfarið um að moka ofan í skurði villandi.
9. Landbúnaðarsýning 12. okt. Hugmynd um að taka saman þróun skógræktar frá upphafi Héraðsskógarverkefnissins til dagsins í dag. Þar komi fram umfang plöntunar, vöxtur, millibilsjöfnun, grisjun viðarvinnslu, fjölda starfa, tekjur ofl. Reyna að setja þetta upp í lifandi formi.
10. Rætt um vinnuferli um veglegt listaverk úr skógarafurðum á áningarstað ekki fjarri Egilsstöðum. Taka upp þráðinn í haust.
11. Jói fer yfir ferð með Njáli Trausta 11. maí sem farin var á dögunum
Fundi slitið kl 22:30
Fundargerð 7
Fundur í stjórn Fsa 28.08.2018, hefst kl. 17:15
Mætt: Maríanna, Jónína, Jói Þórhalls, Lárus, Jói Gísli, Borgþór og Halldór.
1. Rætt um aðalfund Lse sem haldinn verður á Hellu (Stracta hótel) föstudag og laugardag 6.-7. október. Mögulega má sameina í bíl með norðlendingum. Farið yfir efni sem mögulega fer fyrir fundinn en ekkert ákveðið. Þar var rætt um girðingarmál, kolefnisbindingu, taxtamál og yfirferð og samntekt á kostnaði við skógrækt á Íslandi. Jafnframt farið yfir tillögur frá fyrri aðalfundum fundum Lse og samráðsfundum sem eru haldnir með starfsfólki Skógræktarinnar, formönnum skógarbændafélaganna o.fl.
2. Baldur Hallgrímsson Haga Vopnafirði hefur selt jörðina og sefir sig úr félaginu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:18
Halldór Sigurðsson fr.
Fundargerð 8
Fundur í stjórn Félags skógarbænda á Austurlandi haldinní fundarsal Skógræktarinnar á Egilsstöðum miðvikudaginn 7. nóv og hefst kl 18:15 Mætt eru Maríanna, Jóhann, Borgþór og Halldór. Jónína boðaði forföll.
1) Jóhann fer yfir fjármálin: Til eru 1.200.000 inni á bók og útistandandi eru 500.000 hjá Skógræktinni v./ Skógardagsins mikla. Fyrir liggur að innheimta árgjald í félagið v./ áranna 2016 og 2018. Stjórn sammála um að innheimta ekki vegna ársins 2016. Ástæðan er að árgjald áranna 2015 og 2017 voru innheimt samtímis á síðast ári og þykir stjórn ekki verjandi að gera það aftur auk þess sem félagið er tiltölulega vel statt fjárhagslega um þessar mundir.
Hér mætir Jóhann Gísli á fundinn.
2) Félagsstarfið í vetur:
a) Borgþór stingur upp á ferð til Beggu á Hallormsstað til að kynna okkur viðarvinnslu.
B) Leita eftir því að fá Ólaf Oddsson til að halda tálgunarnámskeið og athuga möguleika á því að fá Menntaskólann á Egilsstöðum til samstarfs.
C) Bjóða félagsmönnum til kvöldverðar ásamt einhverskonar fræðslu í Barnaskólanum á Eiðum 1. des n.k.
3) Kynnt frumvarp til laga um skóga og skógrækt sem nú liggur fyrir Alþingi. Í frumvarpsdrögunum er bændaskógrækt verulega sniðgengin. Jói Gísli kynnti málið og sagði frá því að leitað hafi verið til Hilmars Gunnlaugssonar lögfræðings um að koma saman umsögn um frumvarpið fyrir Lse. Stjórnarmönnum send fruvarpsdrögin til kynningar og athugasemda.
4) Verulegur misbrestur er á að skógarbændur hafi fengið greitt fyrir vinnu á árinu 2018. Jafnvel eru dæmi um að vinna frá í maí og júní sé enn ógreidd. Jóhann Gísli ætlar að taka málið upp innan stjórnar og leita skýringa hjá Umhverfisráðuneytinu.
5) Jólakötturinn verður haldinn að Valgerðarstöðum 15. Des. N.k. milli kl. 10 og 16. Búið er að auglýsa söluborð nú þegar.
Fleira ekki tekið fyrir , fundi slitið kl 20:05
Halldór Sigurðsson fr.
Stjórnarfundir FsA 2017
Fundur 1
Fundargerð
7. jan 2017 í fundarsal Skógræktarinna og hefst kl. 16:30 Mættir: Halldór, Björn, Helgi og Maríanna. Borgþór er í Rvk.
Farið yfir félagatal. Gjaldkeri ætlar að leiðrétta samkv. athugasemdum sem fram komu og senda út rukkanir v/2016
Helgi fór yfir hugmyndir vegna Skógardags 2017 sem verður laugardaginn 24. júní. „Skógardagsnefnd“ hefur komið einu sinni saman til skrafs og ráðagerða. Hann telur að liggja þurfi skýrar fyrir uppgjör síðasta dags áður en farið er að skipuleggja næsta dag þannig veit nefndin betur hvar hún stendur fjárhagslega.
Halldór ætlar að hafa samband við Andrés Björnsson v/greiðslu fyrir gamanmál á árshátíð Lse.
Búið er að finna kurlunarefni fyrir kyndistöðina í einhverja mánuði þannig að ekki mun skortur á eldsneyti hamla rekstri stöðvarinnar.
Maríanna skýrði frá umræðum sem urðu á formannafundi í janúar. Fundarmenn sammála um að koma þurfi fræðslunni og starfseminni í form sem höfðar meira til yngra fólks.
Áætluð ferð í Fljótsdal 15. Febrúar. Brottför frá Egs kl. 16:00
Erindi frá Óðni Gunnari varðandi sköpun listaverka í sveitafélagi sem verða sýnileg á opnum svæðum. Bókun atvinnumálanefndar. FSA teku heilshugar undir þetta og lýsir sig reiðubúið til samstarfs.
Fundi slitið kl. 17:33
Halldór ritar fundargerð
Fundur 2
Fundargerð.Maríanna, Helgi, Björn Ármann, Boggi, Halldór, Edda, Jói Gísli 11. jan 2017 á Gistihúsinu Egilsstöðum – hefst kl. 12:101. Edda Björnsdóttir var skipuð í samráðsnefnd fyrir hönd FSA. Nefndin hefur það hlutverk að móta samstarf Skógræktarinnar og Lse eftir sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefnanna í Skógræktina. Hugmyndin var að nefndin ræddi þann samstarfsgrunn sem Lse og Skógaræktin vinni eftir í framtíðinni. Svo framarlega sem fjármagn kemur frá hinu opinbera verði samkomulag um útdeilingu þess á sambærilegan og hingað til hefur viðgengist. Þar er verið að tala um þá peningar sem enda í skógrækt á lögbýlum. Edda sagði frá fyrsta fundi nefndarinnar sem nýverið var haldinn.2. Borgþór – Skógarorka. Fyrir liggur styrkur að upphæð 3.000.000 kr sem eiga að bjarga Skógarorku á Hallormsstað frá lokun með því að greiða niður kostnað við söfnun á Kurli. Á sama tíma og við sitjum hér er stjórn Hitaveitunnar að fjalla um framtíð Skógarorku, þ.e. hvort fyrirtækinu verður lokað. Borgþór er búinn að finna u.þ.b. 250 m2 af efni sem dugir til að reka kyndistöðina fram á sumarið. Stjórn samþykkir þetta fyrirkomulag fyrir sitt leyti en boltinn er hjá Skógræktinni. Félagið gerir þá kröfu að Borgþór fái greitt fyrir þá vinnu sem hann hefur innt af hendi3. Nk. Föstudag verður formannafundur Skógræktarverkefna. Maríanna fer á fundinn og var bent á eftirfarandi mál sem rétt er að leggja áherslu áa) útfærsla vinnu v/plöntunar o.fl. gangi hraðar fyrir sig en nú tekur 2-3 mánuði að þessir peningar skili sér til þeirra er vinna verkinb) Skilið verði á milli fagvinnu og úrvinnslu hjá skógræktinni þannig að úrvinnsla færist alfarið frá til félaga skógarbændac) Koma þarf á meiri fræðslu til skógarbænda t.a.m. að gerð verði krafa um námskeið fyrir fólk sem fer í plöntund) Slóðagerð er laus í reipunum, koma þarf á betri reglum4. Fjármál. Björn Ármann. Til eru 1.012.000 í handbæru fé en eftir er að innheimta hjá Skógræktinni v/Skógardagsins5. Önnur mál. Heimsókn til Skógarafurða áætluð fyrir janúarlok.
Fundi slitið kl. 13:10Halldór Sig. fundarritari
Fundur 3
FundargerðStjórnarfundur hjá FSA fimmtudaginn 9. mars 2017 og hefst kl. 19:00 á Hótel Héraði. Mættir: Maríanna, Halldór, Boggi, Björn Ármann, Helgi.1. Samningur við atvinnuuppbyggingasjóðs vegna verkefnisins „Umbreyting efnisrannsókn í skógi“ sem Garðar Eyjólfsson vann á síðasta ári. Maríanna fer með Láru Vilbergsdóttur í að gera lokaskýrslu v. verkefnisins og þá á að fást lokagreiðsla frá sjóðnum, alls. 800.000. Nú þegar eru komin 450 þús. 2. Ákveðið að halda aðalfund FSA sunnudaginn 2. Apríl kl. 20:00 í Barnaskólanum Eiðum. Færa inn lagabreytingar og senda út m/fundarboði. Leita til Eddu m/fundarstjórn. Halldór ritar fundargerð. 3. Heimasíða Lse. Senda Hrönn lög og fundargerðir síðan fréttir og myndir eftir því sem aðstæður leyfa. 4. Jói Gísli mætir og ræðir um taxta. Stjórn sammála um verðbreytingar sem nema hækkun launavísitölu. 5. Halldór las yfir fundargerði síðasta aðalfundar félagsins sem fannst loks í dag. 6. Maríanna biður um hugmyndir frá stjórnarmönnum fyrir samráðsfund sem haldinn verður í Reykjavík í næstu viku.
Fundi slitið kl. 20. H. Sig. fundarritari
Fundur 4
Fundargerð.Stjórn FSA miðvikudaginn 22. mars 2017 og hefst kl. 20:30. Björn Ármann forfallaður, aðrir mættir.
Þessi fundur var fyrst og fremst boðaður til að kynna fyrir stjórnarmönnum það sem fór fram á samráðsfundinum og til að ræða um þær áherslur sem setja á fram til að móta frekar samstarf við Skógræktina1. Maríanna upplýsir stjórnarmenn um það sem fram fór á samráðsfundi Lse og Skógræktarinnr sem haldinn var 17. mars síðastliðnn.2. Farið yfir athugasemdir sem fram hafa komið við frumvarp tillaga um skóga og skógrækt. Fundarmenn leggja áherslu á að raunverulegt samráð sé á milli Lse og Skógræktarinnar, ekki síst varðandi það að sækja á ríkisvaldið með fjármagn og hvernig því er skipt. Fundarmenn sammmála um að mikilvæt sé að reyna að koma inn breytingu á 17. gr. þannig að í stað„leita umsagnar“ verði „skal hafa samráð“3. Erindi frá Fljótsdalshéraði varðandi listaverk úr Skógarafurðum. Samþykkt að fara í viðræður við sveitafélagið um gerð slíks verks. 4. Önnur mál. Verkefni Garðars Eyjólgs ,,umbreyting í skógi“ fer á Hönnunarmars samkvæmt upplýsingum Maríönnu.
Fundið slitið kl. 22:16H. Sig. fundarritari.
Fundur 5
Fundargerð
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar FSA haldinn í fundarsal Skógræktarinnar
2. maí 2017 og hefst kl. 17:00. Mættir: Maríanna, Jóhann, Guðný Drífa, Borgþór og Halldór.
Dagskrá
Stjórn skiptir með sér verkum
Skógardagurinn mikli - staðan í dag
Ályktun aðalfundar
Útilistaverk úr skógarviði
Uppgjör verkefnis G.Eyjólfssonar
Verkefnin framundan
Fræðsla fyrir skógarbændur
Heimsókn skogarbónda
Áframhaldandi vinna með ,,Afurðaskýrsluna“
Önnur mál
Formaður: Maríanna, ritari: Halldór, gjaldkeri: Jóhann meðstjórnendur: Borgþór og Guðný Drífa
Sótt var um styrk til Skógræktarinar upp á kr. 1.000.000 vegna Skógardagsins. Borist hefur svar um kr. 500.000 vegna viðburðarins. Þetta er töluverð lækkun frá því sem var meðan Héraðs og Austurlandsskógar styrktu verkefnið og verður því að skera niður einhvern kostnað á móti, en það er að sjálfsögðu mál Skógardagsnefndar að bregðast við því. Almennt hafa kostunaraðilar Skógardagsins dregið úr sínum framlögum og nú sjá kúabændur og sauðfjárbændur meira um að skipuleggja sína aðkomu en áður og er þetta að verða meiri búgreinadagur en áður. Hugsanlega mun þetta breytast í bændadag er fram líða stundir.
Tillaga síðasta aðalfundar FSA um aukin fjárframlög til skógræktar á bújörðum rædd og hvaða leiðir eru færar í því skyni.
Framundan er fundur með Óðni Gunnari frá Fljótsdalshéraði og Láru Vilbergsdóttur frá Austurbrú þar sem reifaðar verða hugmyndir um stórt útilistaverk úr trjáviði á svæðinu. Þá eru uppi hugmyndir um einhverskonar samkeppni í listmunagerð í sambandi við Skógardaginn. Jafnframt kom Borgþór með hugmynd um að í merkingar á vegum sveitarfélagsins verði efni úr skóginum alltaf fyrsti kostur, ef það á annað borð hentar.
Verkefni G.E. sem eru ,,einhverjir þrir nytjahlutir“ og myndbandsverk afhent gjaldkera til uppgjörs.
a-b) Stefnt er að því að koma af stað fræðslu fyrir skógarbændur með haustinu. Leita á til Lárusar Heiðarssonar með leiðsögn í ferð til ,,lengra kominna“ skógarbænda.
Hugmynd kom upp með að fá Ólaf Njálsson frá Nátthaga til að kynna möguleika á ræktun ávaxtatrjá í skóginum.
Á næstu dögum mun Else Möller kynna niðurstöður á verkefni sínu um ræktun jólatrjá í fundarsal Skógræktarinnar.
Ath. með að fá Árna frá skógræktarfélagi Hafnarfjarðar til halda kynningarfund um jólatré.
c) Stjórnarmenn lesi skýrsluna ,,Afurðamiðstöð viðarafurða“ ítarlega yfir (best væri að læra hana utan að)og setji síðan fram hugmyndir um frumleg og arðsöm verkefni um hvernig koma megi spítunum á markað svo eftir verði tekið.
7. Jói dreifir frumvarpi til laga um skóga og skógrækt.
Halldór leggur til að Lárus verði fenginn á stjórnarfund og fjalli þar um umhirðu skóga.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10
Halldór Sig. fundarritari
Fundur 6
17.7.17 Fundur stjórnar haldinn í Snjóholti kl 16:00Mætt: MJ, Jóhann Þor, Boggi, Jói Gísli1. Samþykkt að leigja rútu hjá Páli Sigvalda. Leiguverð ca 150 þús. + eldsneyti. Ritara falið að senda félögum póst og óska eftir skráningu í ferðina2. Tillögur frá félaginu fyrir aðalfund þurfa að berast fyrir 15. Ágúst. Unnið er í málinu.3. Kurlari – rætt um hvað hægt er að gera – engin niðurstaða4. Samþykkt að sækja um styrk til LSE fyrir „Stöðuskýrslu“ þar sem gerð er úttekt á stöðu bændaskógræktar og hversu mikil vinna er á komandi árum við hirðingu skóganna, ljóst að fjármagn sem ætlað er í það dugar hvergi. Lagt fyrir aðalfund. Jói Þorh. Ætlar að hafa samband við austurbrú.5. Lagabreytingar: Maríanna talar við Hilmar Gunnl. Um að vinna með okkr að greinargerð til þingmanna en aðkoma bænda er of lítil eins og staðan er í lögunum. Þau fara fyrir Alþ. Í september.6. Samþykkt að halda fræðslu fyrir félaga um ávaxtatrjárækt í skógi. MJ tali við Jón Guðmundsson á Hvanneyri um að koma.7. Rætt um girðingamál. Þarf að koma inn á landsfund sbr. Girðingar á Vestfjörðum. Stofngirðingar – vegargerð...8. Spurnir hafa borist af því að skógræktin er að semja um timbursölu norður á Húsavík (Bakki) en ekkert samráð hefur verið haft við bændur.
Fundargerð ritaði Maríanna
Fundur 7
Fundur í stjórn FSA 3. ágúst 2017Fundurinn er haldinn í Snjóholti og hefst kl. 13Mætt: Maríanna, Borgþór, Guðný, HalldórDagskrá: 1. Farið yfir punkta frá síðasta fundi. Rætt um hvernig megi ná fram meiri árangri í „lobbyisma“2. Hugmyndir að tillögum fyrir aðalfund LseUm kolefnisjöfnun v/skógræktarGirðingamál (samræmi)Slóðagerð (samræmi)Tillaga Bogga frá Aðalfundi um þörf á forriti til nýtingaáætlanaUm að efla áhuga ungs fólks. Stofna plöntunarhópa o.fl. Til þess þarf fyrst og fremst fjárhagslegar forsendur. Lýsa stuðningi við aukna skógrækt sauðfjárbændaUm greiðslur fyrir áburðargjöf og plöntuflutningEitthvað úr skýrslunni – sækja um pening til Lse.3. Fá Lárus á fund m/stjórn til að ræða utanumhald um umhirðumál. Fundi slitið kl. 15.
Fundur 8
Fundargerð.Fundarsalur Skógræktarinnar 15. ágúst kl. 17:00 mætt: Maríanna, Borgþór Halldór, Sherry.
Lárus gat ekki mætt á þennan fund en Sherry mætir og fjallar um plöntun og girðingarmál.
Plöntun:Sherry fer yfir plöntun sumarsins en einungis voru gróðursettar 75% þeirra plantna sem búið var að úthluta til skógarbænda. Þetta eru ekki góð tíðindi og ástæður ekki allt af skýrar en alla vega virðist áhugi fyrir plöntun vera að minnka og auðvitað minnkar líka það land sem mestur áhugi var fyrir að planta í. Þá er framboð af fólki til plöntunar ekki nægilgt eins og við höfum rætt áður. Áætlað er að minnka að óbreyttu það magn sem Skógræktin pantar í næsta útboði sem er fyrir árin 2019-2021 úr 450.000 plöntum á ári niður í 350.000. Hins vegar gætu komið fram áætlanir um aukna plöntum sem lið í að bregðast við samdrætti í sauðfjárrækt eða eitthvað annað óvænt sem verður til þess að magnið muni ekki minnka. Þá skýrði hún frá vandamálum með plöntur frá Barra sem hafa stundum verið afhentar óflokkaðar og stór hluti þeirra verið ónothæfur. Rætt var um nauðsyn þess að koma á virku gæðaeftirliti með plöntuframleiðslunni.
Girðingar:Girðingar á vegum HASK er um 80 km og áætluð fjárveiting til nýgirðinga og viðhalds er 10 millj. á ári. Sherry skýrði vandamál varðandi skógræktargirðingar sem eru helst við girðingar sem eru sameiginlegar með Vegagerðinni og/eða sveitarfélögum og þá jafnan girðingar sem afmarka stór svæði. Erfitt er að finna samninga um þessar girðingar og í raun hafa Héraðs og Austurlandsskógar greitt allt viðhald þeirra. Þá virðast skógræktargirðingar í einhverjum tilvikum gegna margþættari hlutverkum en halda sauðfé frá ræktuninni, jafnvel vera hagagirðingar að hluta og þá hafa bændurnir stundum séð um viðhald á eigin kostnað og líta þá þannig á að girðingin sé hluti af þeirra girðingarkerfi. Frá öðrum koma síðan himinháir reikningar fyrir viðhald. Sumar girðingar þarf að endurnýja að öllu leyti eða hluta. Fjarlægja aðrar sem ekki eru nauðsynlegar eða færa þær og stefna fekar að því að minnka girðingar þar sem stór landssvæði hafa verið girt af. Öllu þessu þarf að koma í betra horf og voru ræddar ýmsar leiðir til þess.
Stefnta að fundi með Lárusi kl 14:00 í fundarsal Skógræktarinna n.k. fösudag
Fundi slitið kl 18:58H.S. ritaði fundargerð
Fundur 9
Fundargerð
Fundur haldinn í sal Skógræktarinnar föstudaginn 18. ágúst kl. 14:10
Mættir: Maríanna, Jói, Halldór, Lárus.
Rætt um vöntun á fjármagni í ræktun og umhirðu, búið að eyða fjármagni í plöntun en vegna skorts á fjármunum til umhirðu verður lítið úr því fjármagni sem búið er að eyða. Gera þar plan (verkáætlun) um hvernig hægt er að koma þessari vinnu á rekspöl.Lárus fór yfir umhirðumál. Nú er komið mikið af nýjum loftmyndum sem eru fullkomnar og hægt er að teikna eftir þeim. Þá kynnti hann forritið. Stefnt er að því að fá fund með Líneik.
• Greinahreinsa tré þegar þvermál í brjósthæð er minna en 13 cm. Það breytir vaxtalagi og kemur í veg fyrir kvisti (sterkara efni). • Vaxtarlota lerkis er 40-60 ár. • Aldursdreifing ræktunarinnar er mjög mikilvæg.
Vantar pening í umhirðuáætlun, plöntun og grisjun – mikið fé.
Fundi slitið kl. 15:30Halldór Sig. fundarritari
Fundur 10
Fundargerð
Fundur 29. september 2017 hefst kl. 19:45.
Mættir: Maríanna, Borgþór, Jóhann, Halldór, Guðný í Rvk. Dagskrá1. Vinna Líneikar2. Svíþjóðarferð3. Skógarfang4. Aðalfundur Lse
1. Líneik er að hjálpa okkur við að komast að þingmönnum í því skyni að ná meira fjármagni til skógræktar. Ætlunin er að hitta hana á þriðjudag eða miðvikudag2. Maríanna fór til Svíþjóðar með fjórum öðrum forkólfum skógræktar á þerlendan skógardag. Hún fór yfir það sem gert var í ferðinni og sýndi mikið af myndum3. Lítil skráning er enn (8) á fundinn í Reykjanesi. Ákveðið að hringja í þá sem líklegir eru til að vilja koma.4. Lögð fram þriggja ára stefna og verkáætlun Skógarfangs. Menn ánægðir með áætlunina.5. Önnur mál: Fsa hefur verið boðið að haldið verði erindi um skógrækt á fræðadegi 13. nóvember. Ákveðið að finna eitthvað efni. Umhirðuáætlun.6. Rætt um að starfsmenn Skógræktarinnar verði ekki kjörnir í stjórn Lse. Skógræktin á að halda tvo fundi haust og vor með skógarbændum og Skógræktin á að hafa frumkvæðið (Jói)c) Rætt um fjármagn til skógræktar í því skyni að fækka sauðfé.d) Rætt um ímyndamál.e) Boli eða annað fyrir aðalfund Lse
Fundi slitið kl. 22.12Halldór Sig. fundarritari
Fundur 11
FundargerðStjórn á fundi 31.10.2017. í fundarsal Skógræktarinnar og hefst kl. 20:05Maríanna, Jói, Halldór, Lárus í forföllum, Guðný Drífu og Borgþór væntanleg kl 20:101. Fjármál félagsins2. Vetrarstarf3. Fræðsla4. Önnur mál
1. Jói fór yfir fjárhagsstöðuna. Inná bók kr. 1.644.000 en ógreitt árgjald til Lse sem gjaldfellur á morgun kr. 619.000. Innheimtur komnar í bankainnheimtu.2. Ákveðið að fara fræðsluferð í Fljótsdalinn laugardaginn 18. nóvember. Stoppað verður á Droplaugastöðum og Brekkugerði. Brottför frá Egilsstöðum kl 13.003. Stefnt að því að halda fræðslufundi á komandi vetri og verður Sigga Júlla á fyrsta fundinun, líklega 17. desember. Fleiri hugmyndir: Eldvarnir í skógi.Framkvæmdastjóri Lse Hlynur Gauti Sig.Þröstur/sherry - Ferð í Höfða4. Formannafundur 4. eða 6. desemberRætt um sölu jólatrjáa en Hafnarfjarðarsala dettur út í árRætt um eftirlit með jarðvinnslu, gróðursetningu.Nýting á fjármagniAðlögun sænks hugbúnaðar fyrir umhirðuáætlanir
Fundi slitið kl 10:30Halldór Sig. fr.
Fundur 12
FundargerðStjórn á fundi 4.12.2017. í fundarsal sSkógræktarinar og hefst kl. 20:00Mætt eru: Maríanna, Jói, Halldór og Kalli1. Undirbúningur fyrir samráðsfund. Aðal málið verður líklega girðingarkostnaður. Líklega er kostnaður á erfiðum svæðum þrefaldur m.v. bestu aðstæður. Alls kyns samningar eru varðandi eldri girðingar og þar koma m.a. að auk Héraðsskóga, Vegagerðin, sauðfjárveikivarnir og Skógræktin. Maríanna tekur niður punkta.
Taka saman áherslupunkta:Umhirða – umhirðuáætlanir.Girðingar.Fundir skógræktarinnar og félaga skógarbænda.Stöðvun á plöntun í haust dæmi um atriði sem við viljum koma að.Vinna sem Líneik vann – sækja í sjóðVinna sem Hilmar vann – sækja í sjóðHvað ef á að stöðva greiðslur til skógarbænda v/vanefnda sem e.t.v. eru vegna vanefnda á fjárframlögum ríkisins.Senda á skógarbændur beiðni að standa kaffivaktina á Barramarkaðnum
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:25Halldór Sig. fr.
Fundur 13
FundargerðStjórn á fundi 11.12.2017. í fundarsal Skógræktarinnar og hefst kl. 20:10Mættt: Maríanna, Guðný, Borgþór, Lárus, Jói og Halldór
1. Maríanna segir frá samráðsfundi2. Undirbúningur fundar m/Siggu Júllu
3. Punktar. Minnst er plantað á Austurlandi.Kynnt vinnuhandbók fyrir skógræktarráðgjafa.Girðingarmál.Farið yfir tillögur frá aðalfundi Lse.Samráðsfundir skv. Skógræktarlögum. Við viljum aukið samtal við fagfólkið – rætt vítt og breitt.Endurheimt votlendis er byggð á hæpnum forsendum. Losun á Co2 minnkar en metan losun kemur í staðinn.4. Skipulagning á samráði með öðrum skógræktarfélögum og LSE.
Almennur fundur á föstudaginn kl 16 á kaffistofu Barra. Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir yfirmaður auðlindasviðs skógræktar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:40Halldór Sig fr.
Stjórnarfundir FsA 2016
Fundur 1
Fundargerð
Fundur í stjórn FSA haldinn þriðjudaginn 19. Jan 2016. Á Hótel Héraði og hefst kl 16:10 Allir stjórnarmenn mættir utan Björn Ármann.
1. Húsnæði fyrir aðalfund LSE sem halda á 7.-9. okt. næstkomandi.Ákveðið að taka tilboði frá Valaskjálf. Rætt um kostnað og fjármögnun og hvort hægt sé að leita styrkja. Fram kom uppástunga um að skipað verði í skemmtinefnd og reynt að fá fólk sem víðast af svæðinu. Stjórnarmenn aðstoði síðan eftir föngum. Ákveðið að leita til fólks um að starfa í nenfndinni og koma vinnunni vel af stað fyrir vorið og fasthnýta þá enda sem hægt er, síðan verði þráðurinn tekinn upp aftur í september.
2. Boriðst hefur bréf frá Hrönn starfsmanni LSE þar sem fram kemur að búið er að senda umsókn í Framleiðnisjóð í samvinnu við Þór Þorfinnsson f.h. Skógræktarinnar út á úrvinnsluverkefni. Verkefnið gengur út á að þróa og vinna girðingarstaura. Spurt er hvort félögin séu tilbúin að vera samstarfsaðilar að þessari umsókn. Svipað erindi hafði áður borist frá Þór og kom það á lokastigum, í raun eftir að algjörlaga var búið að ákveða hverjir skyldu vinna verkefnið og hvernig. Þetta finnst okkur ekki góð vinnubrögð og er ákveðið að ræða málið betur við Jóa Gísla og Hrönn á morgun.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 17:00
Halldór Sig fr.
Fundur 2
Fundargerð
Fundur í stjórn FSA 20. Jan. 2016 haldinn í Bókakaffi Hlöðum og hefst kl. 12:00 Mættir Maríanna, Helgi, Halldór og auk þeirra frá LSE þau Jói Gísli og Hrönn.
Til fundarins var boðað til að fylgja eftir ýmsum samskiptum þessara aðila og rýna betur það sem fram kom í gær á ráðstefnum um úrvinnslu skógarafurða.
1. Rætt um næsta aðalfund LSE sem verður í Valaskjálf Egilsstöðum dagana 7.-9. okt. n.k. Það sem einkum var rætt hvort eitthvað sérstakt þema verði á fundinum, fjármögnun, skipulag og fundarstjórn, skemmtiferð (skógarganga) og árshátíð o.fl.
2. Hvað á að gera í framhaldi af ráðstefnunni í gær. Hvernig verður þetta kynnt í félögunum og var í því efni stefnt á fund í okkar félagi seint í febrúar en vinnan var unnin á vegum FSA og niðurstöðurnar því eign þess. Reiknaði Jói með því að fá gögnin og fara með þau til kynningar í öðrum félögum. Margt rætt í framhaldinu en allir sammála um að ráðgjöf og utanumhald um það sem er jarðfast á svæðinu bæði til eigenda og væntanlegra hönnuða og kaupenda sé upphafið. Í framhaldinu yrði farið í að stíga fyrstu skrefin í einhverskonar úrvinnslu.
3. Rædd umsókn í Framleiðnisjóð út á girðingarstauraverkefnið. Fram kom hjá Hrönn og Jóa að það eigi ekki að hafa áhrif á frekari framlög úr sjóðnum þó styrkur fáist í þetta verkefni. Hrönn ætlar að senda okkur þau gögn sem hún hefur varðandi umsóknina og setja okkur betur inn í slík mál framvegis áður en umsókn er send.
4. Að lokum var minnst lítillega á taxtamál og verður það væntanlega tekið fyrir á næsta stjórnarfundi en þær tillögur fara síðan ásamt tillögum annara félaga inn til landssamtakanna sem endanlega tekur ákvörðun.
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 13:40
Fundarritari Halldór Sig
Fundur 3
Fundargerð:
Stjórnarfundur 10.02.2016 hefst kl 20 í húsnæði Héraðsskóga. Allir stjórnarmenn mættir.
Dagskrá:
1. Taxtamál
2. Afurðaverkefnið
3. Búnaðarþing
4. Heimasíða LSE
5. Landsfundurinn í haust
6. Önnur mál
1. Fyrir liggur afrit af bréfi dags. 18. 01. 2016 til LSE undirritað af Sigríði hjá Vesturlandsskógum er varðar breytingar á töxtum landshlutaverkefnanna. Lagt er til að þeir taki hækkun til samræmis við breytingar á launavísitölu og óskað eftir áliti LSE varðandi tillöguna. Okkur þykja taxtar of lágir og viljum leita leiða til hækkunar. Maríanna ætlar að kynna sér hækkanir á útseldri vinnu.
2. Form. er með öll grunngögn varðandi vinnslu skýrslunnar ,,Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi“ og lauslegt fjárhagsuppgjör sem virðist skila afgangi. Rætt um hvað gera eigi í framhaldinu. Ath. með gerð heimasíðu þar sem er æskilegt að fram komi m.a. upplýsingar um umfang skógræktar á svæðinu og hvers er að vænta með framboð af viði til mismunandi nota. Einn aðili (Skógarafurðir ehf) hefur hafið vinnslu og framleiðlu á afurðum úr Austfirskum skógum og ekki er gott að fara í samkeppni við hann.
3. Formanni er falið að kynna sér hvað tekið verður fyrir á komandi Búnaðarþingi er varðar málefni skógarbænda.
4. Stjórnamenn skulu kynna sér síðuna.
5. Settar voru fram hugmyndir um að kynna eitthvað úr nýútkominni skýrslu um afurðamiðstöð s.s. erindi Lárusar eða Láru. Þá var rætt um gönguferð í sambandi við fundinn, kynningar o.fl. Hugmynd kom fram um að hafa lifandi skreytingar á fundinum og e.t.v. húsgögn úr skógarafurðum. Leita þarf eftir styrkjum
6. a) Skógardagurinn verður haldinn í 11. sinn þann 25. Júní n.k. Þór Þorfinns ætlar að kanna hvort hægt verður að fá norska aðila sem saga út með keðjusög. Ath. Þarf með styrki m.a. frá LSE
b) Maríanna ætlar að kanna með verðmæti skógræktar á bújörðum á fundi formanna félaga skógarbænda sem framundan er.
c) Borgþór vakti máls á hugbúnaði til að halda utan um gagnagrunn skógræktar sem sýni hvaða verk hafa verið unnin og hvað er framundan. Margt geti komið inn í þetta t.a.m. myndun með dróna.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 10:00
Halldór Sigurðsson fr.
Fundur 4
Fundargerð.
Þann 16. 03. 2016 Kl. 20 hófst kynning Láru Vilbergsdóttur á ,,Afurðum úr skógi“ sbr. Viðarafurðaskýrsluna í húsnæði Barra ehf. Lára rakti þá sýn sem hún hefur á þróun þessara mála en að öðru leyti er vísað til kaflans ,,afurðir úr skógi“ í skýrslunni.
Stjórnarfundur í framhaldi af kynningunni hefst kl. 22. Mættir Maríanna, Björn, Borgþór og Halldór
1. Erindi frá Þresti Eysteinssyni varðandi möguleika á því að skógarbændur selji viðarkurl til kyndistöðvarinnar á Hallormsstað. Skipa á samráðsnefnd ásamat fulltrúa fulltrúa Skógræktarinnar til að fjalla um þau mál. Borgþór skipaður í nefndina.
2. Aðalfundur LSE í haust. Ákveðið að leita eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra LSE til að setja niður dagskrá fundarins.
3. Ákveðið að greiða Jóhanni Þórhallssyni við vinnu skýrslunnar ,,Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi“. Greitt verði fyrir ekna km samkv. taxta ríkisstarfsmanna.
4. Maríanna skýrði frá vinnukorti sem Sherry gerði fyrir Snjóholt. Tilgangurinn er að sýna hver framvinda hefur verið í skógrækt á jörðinni og hvað er framundan. Kortið gæti hugsanlega verið hliðarafurð af því sem Borgþór kom inn á á síðasta fundi er hann ræddi um gagnagrunn.
5. Stefnt að því að halda aðalfund FsA um miðjan apríl. Ath. Með að fá inni í Barrahúsinu fyrir fundinn.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 22:30
Fundargerð ritaði Halldór Sig.
Fundur 5
Fundargerð
Fundur í stjórn FSA haldinn í Snjóholti miðvikudaginn 10.08.2016, allir aðalmenn mættir.
1. Uppgjör Skógardagsins mikla
2. Ormsteiti
3. Aðalfundur Lse í haust
4. Önnur mál
5. Björn Ármann lagði fram bráðabirgðauppgjör fyrir Skógardaginn en þar kom fram að lítilsháttar hagnaður verður af samkomunni, en enn er eftir að ganga frá nokkrum atriðum.
6. Skógarbændur ætla að vera með í Ormsteitinu og verður það n.k. laugardag milli kl. 13 og 16. Helgi ætlar að stjórna ketilkaffinu, Borgþór verður með sögina og saxar niður nokkra boli, Maríanna ætlar að hengja upp plakat sem unnið var upp úr skýrslunni ,,afurðamiðstöð viðarafurða“, og jafnframt að fá sýnishorn af skógarplöntum frá Skúla. Björn og Halldór ætla að létta undir ef hægt er.
7. Komið er fundarboð fyrir aðlafund Lse sem haldinn verður í Valaskjálf 7. og 8. Október n.k. en ganga þarf frá allmörgum atriðum fyrir fundinn.
· Ath. með Bjarna Björgvins og Gulla Sæbjörns sem fundarstjóra og Freyju Gunnars og Helga Þorsteinsson í fundarritun. Hverjir verða gestir fundarins – Maríanna
· Skógarganga verður í Miðhús, kanna með veitingar.
· Setja þarf upp aðstöðu (bása) fyrir þá sem vilja koma sér á framfæri. T.d. Skógarafurðir ehf, Magnús Þorsteinsson með stauravél, Holt og Heiðar, Eik listiðja o.fl.
· Ath. með Lárus Heiðarsson og Láru Vilbergs með uppl. úr afurðamiðstöðvarskýrslunni og Garðar Eyjólfsson v. verkefnis hans við listaháskólann sem fræðsluerindi fundarins.
· Kostunaraðilar fundarins (eitthvað búið að kanna hjá Arion banka) – Maríanna
· Þema fundarains verður staða Lse í nýju umhverfi Skógræktarinnar. Þetta málefni þurfa einhverjir að reifa, hugsanlega Þröstur skógræktarstjóri og Jóhann Gísli frá Lse.
· Ath. hljóðkerfi. Jóa Gísla falið að tala við Jón Arngrímsson
· Útvega þarf veislustjóra og síðan einhver skemmtiatriði og e.t.v. dansleik. Halldór tók að sér að tala við Andrés Björnsson hagyrðing.
5. Borgþór ræddi um vandræði við að fá fólk til að planta og einnig það sem hann hefur áður minnst á að verðmeta skóga á bújörðum. Stefnt að því að legjja fram tillögu á aðalfundinum varðandi það. Halldór ræddi um nausyn þess að koma upplýsingum um bændaskógræktina til almennings og líka að hrista upp í bændunum sjálfum í því skyni að þeir verði betur meðvitaðir um sína hagsmuni og þá verðmætasköpun sem verður með skógræktinni.
Fundur 6
Stjórnarfundur sem er símafundur 26.9. 2016 mættir Maríaan, Borgþór, Helgi, Halldór og Bj. Ármann og hefst hann kl 20.03.
Dagskrá:
1. Skipulag v. Landsfunar
2. Fræðslumál fyrir skógarbændur
3. Önnur mál
4. Fundurinn: Maríanna setur fund og fer yfir nokur atriði varðandi aðalfundinn. Frekar dræm skráning er á fundinn og árshátína á okkar svæði og ákveðið að hnykkja betur á því með öðrum tölvupósti þegar nær dregur en slík hvatning fór út fyrir tveimur dögum. Fúsi á Brekku hefur tekið að sér að vera veislustjóri. Bjarni Björgvins og Elín Rán verða fundarstjórar og Arnar Sigbjörns ritar fundargerð ásamt Freyju Gunnars. Móttaka verður í Safnahúsinu á laugardaginn fyrir árshátíð en þar sem aðalfundur SSA verður á sama tíma verða veitingar ekki í boði sveitarstjórnar eins og áætlað var heldur hefur verið leitað til Hitaveitunnar og ætlar hún að leggja fram 50 þús. í veitingar jafnframt því sem Jói Gísli ætlar að leita til Bústólpa eftir frekara fjármagni. Jón Arngrímsson ætlar að spila fyrir dansi eftir árshátíðina jafnframt því sem hann er tilbúinn að koma í Miðhús og lífga upp á stemminguna með því að stjórna fjöldasöng á föstudaginn Búið er að ráða söngflokkinn Seljan til að koma fram á árshátíðinni og kostar það 50 þús. og Halldór upplýsir að Andrés Björnsson ætlar að flytja gamanmál. Greiðslur til Andrésar, Fúsa og Jóns ekki full frágengnar. Ákveðið að leita til Þrastar skógræktarstjóra með að flytja hátíðarræðu á árshátíðinni. Maríanna hefur sent út boðskort á fundinn til 7 aðila: Sveitarstjóra, forseta bæjarstjórna, form bæjarráðs frá Fljótsdalshéraði ásamt oddvita Fljótsdalshrepps, hitaveitustjóra og Hafliða í Arion banka v/ fjástuðnings og Þórs Þorfinnssonar v/ skógræktarfél Austurlands. Kynningar/sölubásar verða í Valaskjálf á föstudeginum meðan fundurinn stendur yfir. Þeir sem ákveðið var að leita til eru Eik Miðhúsum, Holt og heiðar Hallormsstað og ætlar Maríanna að hafa samband við þau. Skógarafurðir Viðvöllum og Baldur og Bragi á Hallormsstað og ætlar Helgi að hafa samband við þessa aðila. Jafnframt hefur Hraundís Guðmundsdóttir á Rauðsgili í Borgafirði beðið um að fá að koma sínum nudd og ilmolíum á framfæri og ætlum við að verða við því. Hér er stjórn mögulega að gleyma einhverjum sem eiga fullt erindi með sína framleiðslu en það verður að koma í ljós og ekki er búið að loka neinu. Skógargangan: Kolla frá Grund og Birna á Hákonarstöðum bjóðast til að baka og var ákveðið að þiggja það og bjóða gestum upp á bakkelsi með ketilkaffinu sem verður á Miðhúsum. Á Miðhúsum verður sýning á skógarvinnsluvélum og var ákveðið að athuga með að fá ,,stóra kurlarann“, staura og uppl. um stauravél Magga í Mihúsaseli – Helgi ætlar að sjá um það. Fellingahaus Einars á Teigabóli og ætlar Borgþór eða Helgi að athuga það ásamt því hvort þeir geta tínt saman eitthvað fleira sem skemmtilegt er að skoða. Halldór ætlar að tala við Finn Þorsteins um að koma með ,,litla kurlarann“. Tillögur: Síðasta mál undir þessum dagskrárlið voru tillögur fyrir aðalfund. Björn Ármann ætlar að setja saman tillögu er varðar umhirðu á skógi frá plöntun til lokahöggs og þá ekki síst greiðslur fyrir þá vinnu. Þessi tími er ríflega heil starfsævi og mikilvægt að fólk hafi eitthvað að starfa sem greitt er fyrir jafnframt því að tengja það ræktuninni. Borgþór ætlar að taka saman það sem hann finnur um verðmat bændaskóganna og setja saman í tillögu ásamt Birni Árm. en ljóst er að þegar kemur að lokahöggi falla til afuriðr sem verða milljarða virði og því eðlilegt að menn fari að leita skynsamlegra leiða til að verðmeta ræktunina.
5. Skógræktin er með deild innan síns skipurits sem á að hafa á hendi fræðslumál, bæði fyrir starfsmenn og bændur sem viðhöfum áhuga fyrir að nýta okkur. Ýmislegt rætt án þess að ákveðin niðurstað fengist en nefnd voru fréttabréf, skoðunarferðir námskeið o.fl.
6. Maríanna talaði við Sherry og Þröst varðandi styrkumsókn til umhverfisráðuneytisins til að greiða fyrir vinnu við safna saman grisjunarvið og koma til kurlunar fyrir kyndistöð Skógarorku. Þau voru jákvæð í því og verður sótt um 3,3 millj. á ári í þrjú ár í þetta verkefni. Upphæðin gæti þó orðið eitthvað hærri ef hún á annað borð fæst. Umsóknin verður alfarið á vegum FSA.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 20:50
Halldór Sigurðsson ritaði fundargerð
Fundur 7
Fundargerð.
Fundur í stjórn 3. nóv. 2016 haldinn í fundarsal Skógræktarinnar og hefst kl 20. Allir stjórnarmenn mættir.
1. Uppgjör v/landsfundar. Farið yfirinnkomu og það sem er ógreitt v/aðalfundar Lse og árshátíðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða tekna og gjalda, það mun koma fram í uppgjöri þegar allt liggur fyrir.
2. Væntanlegur er styrkur úr kolefnissjóði sem kemur frá Umhverfisráðuneytinu til að greiða bændum fyrir útdrátt á kurlunarvið sem síðan fer í brennslu hjá Skógarorku á Hallormsstað. Á verkefni fyrir Skógarorku.
3. Árgjald. Yfirfara félagaskrá þannig að hægt sé að innheimta árgjöld 2015 samkv. ákv. Aðalfundar 2015.
4. Formannafundur verður í Reykjavík á morgun. Maríanna verður í Skype sambandi
5. Önnur mál. a) Rætt um bréf frá Hrönn varðandi að taka jólatré úr reitum reitum. Maríanna ræðir á formannafundi hvernig staðið sé að því og hvort hafa þurfi samráð við Skógræktina eða eðjafnvel fá leyfi. Borist hefur beiðni frá Fljótsdalshérði um kaup á 12 jólatrjám.
b) Borgþór – hvað verður með afurðamiðstöð skógarafurða í framhaldi af skýrslunni ,,Afurðamiðstöð viðarafurða á Austurlandi“.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl 20:30
H. Sig. fundarritari
Fundur 8
Fundargerð
Stjórnarfundur 30. nóv 2016 kl. 20 Mættir: Maríanna, Helgi, Boggi, Björn, Halldór auk Jóa Gísla og Hrannar.
1. Borist hefur brét frá Bjarka Jónssyni hjá Skógarafurðum ehf. varðandi erfiðleika við að að koma í framleiðslu nýjum afurðum. Það þarf að binda töluvarða peninga í slíkri brautryðjenda framleiðslu og hjá fyrirtæki sem hefur veriðað byggja sig upp liggur slíkt ekki á lausu. Stjórn hefur ekki mörg spil á hendi varðandi þessi mál en er vill gjarnan hitta Bjarka og fara yfir málið með honum. Framleiðnisjóður, Uppbyggingasjóður Austurlands og Nýsköpunarsjóður hafa veitt fé til slíkra verkefna og hugsanlega má auka hlutafé.
2. Hugmynd er uppi með að afmarka ógrisjuð skógrækgarsvæði á þremur stöðum og gera samanburð á afköstum og hagkvæmni á útdrætti á kurlviði samtals 500 m3 sem síðan verður nýttur til brennsluhjá Skógarorku á Hallormsstað. Verkefnið á að vinna í samráði við Skógræktina og gera skýrslu um verkefnið. Fjármagn fæst hjá Umhverfisráðuneyti, u.þ.b. 3.000.000 kr. Skógarorka greiðir kr. 6.812 á m3 af kurli (kurlvið) og styrkurinn leggst þar ofan á að frádregnum kostnaði við skýrslugerð. Félagið kemur að því að finna álitleg svæði og aðstoða við skýrslugerð.
3. Verkefnið ,,efnisrannsókn í skógi“ sem félagði aðstoðaði við að fá fjarmagn til úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Styrkurinn var upp á 800 þúsund og Maríanna ætlar að fara í gegn um málið með Láru Vilbergs.
4. Björn Ármann ætlar að fara yfir félagatal og senda út innheimtur f. árgjöldum. Greiða á áætlað árgjald til Lse á morgun en þá er gjalddagi.
5. Önnur mál. a)Hrönn sagði frá útgáfu blaðsins ,,Við Skógareigendur“ sem verður dreift í alla póstkassa í dreifbýli alls 6.200 eintök + 1.300 eintök til annarra.
b) Starfshópur um hlutverk og samskipti við Skógræktina, Edda er okkar fulltrúi.
c) Starfshópur um verðmæti skógræktar á bújörðum sbr. samþ. aðalf. Lse. Borgþór kom inn á nýtingaráætlanir sem vantar á skógarjörðum (umhirðuáætlun). Nýtingaráætlun tekur í raun við af umhirðuáætlun. Hún segir til um hvaða verðmæti eru til í skógunum , hvaða viður og hvaða magn. Réttur tími til að vinna þetta er þegar búið er að bila.
d)Barramarkaður verður 17. Des.
e)Rætt um jólatrjásölu.
Fundi slitið kl. 22
H.Sig. fundarritari

































Comments