Stjórnarfundir FSA 2021


FSA- Fundur 1


Félag skógarbænda á Austurlandi, FSA- Fundur 1

Stjórnarfundur

Fundargerð.


Fundur í stjórn Fsa haldinn í Snjóholti miðvikudaginn 3. mars 2021 og hefst kl 17:00. Mætt eru, Maríanna, Jónína, Þórhalla, Haukur, Halldór og Jóhann Gísli.


1. Samráðsfundur skógræktarinnar og félaga skógarbænda. Halldór vakti máls á því að hækkun taxta 2021 er áætluð 7,93%, þar sem vísitala neysluverðs gildir 40% og launavísitala 60%. Fundarmenn eru ekki sammála því að vísitala neysluverðs eigi að hafa svona hátt gildi og sjá ekki skýr rök fyrir því þar sem fyrst og fremst sé verið að greiða fyrir vinnu. Laun skógarbænda halda áfram að lækka miðað við önnur laun og ljóst að þessi stefna að fylgja ekki launavísitölu í hækkun taxta á þátt í því. Stjórn myndi vilja hækka hlut launavísitölu í jöfnunni.


2. Ný skipulagslög. Rætt var um ný skipulagslög. Þau gera það erfitt og tímafrekt að hefja skógrækt og einnig var rætt um jarðalög, samkvæmt þeim er ekki hægt að planta í ræktarland. Allt gerir þetta skógrækt flóknari, dýrari og erfiðari í framkvæmd.


3. Fyrirkomulag á sölu jólatrjáa. Setja þarf samræmdar reglur yfir allt landið um það hvernig eigi að hátta töku jólatrjáa úr bændaskógum. Stjórn er sammála því en hefur þá skoðun að bændur eigi að mega taka út út skógi án þess að þurfa sérstakt leyfi skógræktarinnar og að ekki eigi að banna slíkt. Engu að síður er ekki æskilegt að fella heilu reitina og því gott að hafa smá leiðbeiningar á blaði handa bændum um hvernig æskilegt sé að haga töku jólatrjáa úr skógum.


4. Hvað er samþykktur kostnaður í skógrækt. Skógræktin vill reyna að koma sér út úr því að greiða kostnað vegna girðinga. Þar á bæ vilja menn ekki greiða fyrir viðhald eins og áður var og jafnvel ekki taka þátt í að girða nýgirðingar vegna skógræktar. Fundarmenn eru hugsi yfir þessari þróun.


5. Lág laun fyrir grisjun. Tekin var umræða um laun fyrir grisjun (bilun) á ungskógum. Haukur hefur reynslu af þessri vinnu og segir laun ekki samkeppnishæf við aðra geira lengur. Vissulega hafi laun hækkað eitthvað á hverju ári en almenn laun í landinu hafi hækkað meira. Væntanlega sé þetta bil orðið til vegna þess að laun skógarbænda taka mið af blöndu af vísitölu neysluverð og vísitölu launa án þess að kafað hafi verið djúpt í greiningar á því. Hafa verður í huga að verktakar í grisjun þurfa að fjárfesta í töluverðum búnaði sem og að nauðsynlegt er að vera með torfærutæki til að komast leiðar sinnar að grisjunarreitum í flestum tilfellum.


6. Aðalfundur LSE. Tekin var stutt umræða um fyrirhugaðan fund LSE sem planaður er í Borgarnesi ásamt auka búnaðarþingi stuttu síðar. Skógarbændur virðist flestir vilja fara úr umhverfisráðuneyti og yfir í landbúnaðarráðuneyti og verður það vonandi rætt á fundinum.


7. Kolefnisbrú. Rætt var lauslega um stöðuna á því verkefni. Stofna á einkahlutafélag utan um verkefnið en það hefur ekki verið gert ennþá en er vonandi á lokametrunum. Fengist hefur styrkur frá garðyrkjubændum inn í verkefnið upp á 7,5 milljónir sem mun nýtast til að vinna fyrir þá. Unnið er að því að koma vottunarferlinu af stað og finna aðila til vottunar. Rætt var um mögulegt samstarf við kúabændur í þessu verkefni.


8. Aðalfundur FSA. Ákveðið að halda aðalfund 14. apríl 2021 á Eiðum


9. Námsskeið í húsgagnasmíð úr afurðum. Tillaga um að fá þetta námsskeið hingað austur kom inn á borð stjórnar. Stjórn tekur vel í það og skoðar málið og kannar með húsnæði fyrir námsskeið ef af verður.


10. Skógardagurinn mikli. Ákveða þarf mjög fljótlega hvort halda eigi daginn á þessu ári. Stjórn hefur vilja til þess en ljóst er að mjög erfitt er að taka ákvörðun um að halda svona stóra hátíð á covid tímum. Ólíklegt að hægt sé að halda í ár. Ræða á við fulltrúa skógræktarinnar og taka ákvörðun sem fyrst.


11. Dagskrá búnaðarþings 2021. Rætt var lauslega um dagskrá búnaðarþings. Helsta mál fundarins er tillaga um sameingu búgreinafélaga og bændasamtaka íslands.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:55

Haukur Guðmundsson fr.