Vorið kallar.
Fræðslufundur í Heiðmörk.
Félag skógarbænda á Suðurlandi, í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur, býður til fræðslufundar föstudaginn 14. mars nk. kl. 14:00–17:00 í Heiðmörk.
Á fundinum verður fjallað um úrvinnslu skógarafurða, afurðir skógarins og starfsemi félagsins. Kynnt verður hvernig skógurinn í Heiðmörk er nýttur og afurðir verða til sýnis.
Dagskrá:
Mæting við Elliðavatn klukkan 14:00, þar sem Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, tekur á móti hópnum.
Sævar Hreiðarsson, skógarvörður, leiðir för um vel valda staði í Heiðmörk.
Að lokinni vettvangsferð tekur Teitur Björgvinsson, sem fer fyrir viðarvinnslunni, á móti hópnum og kynnir starfsemina.
Í lok dags njótum við samveru í gamla bænum við Elliðavatn, þar sem Félag skógarbænda á Suðurlandi býður upp á veitingar.
Aðgangur og veitingar:
Frítt fyrir félaga Félags skógarbænda á Suðurlandi
Við hvetjum alla til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að fræðast um fjölbreyttar afurðir skóga undir handleiðslu fagfólks.
Félag skógarbænda á Suðurlandi og Skógræktarfélag Reykjavíkur

Comentários