top of page
CTRL+F

Númer fundargerða hér til hliðar >

Til að leita eftir orði (search) 
ýtið á Ctrl. + f á lyklaborðinu

22-3008_BS_5_logo_RGB.png

Stjórnarfundir Skóg-BÍ
(deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands)

1

1. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ

Fyrsti stjórnarfundur Skógræktarbúgreinar Bændasamtaka Íslands (Skóg-BÍ),

haldinn í kjölfar 152. stjórnarfundar LSE í Betri stofu í Bændahöll 25.ágúst 2021 kl. 16:00

Fundarmenn:  

>Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)    

>Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

>Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)    

>Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)    

>Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

>Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)   

>Kári Gautason, fulltrúi BÍ, gestur fundar (KG).

 

(ATH, Skammstöfunin „Skóg-BÍ“ er ekki opinber skammstöfun brúgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ)

 

1.Formaður Skóg-BÍ setur fundinn

JGJ bíður til fyrsta stjórnarfundar búgreinar skógarbænda undir merkjum Bændasamtaka Íslands.

2.Rammasamningur- endurskoðun

Stjórn BÍ skal skila inn drögum að endurskoðuðum rammasamningi til Landbúnaðarráðuneytis í lok þessa mánaðar. Á fundinum var gaumgæfilega yfir samninginn, hann síðan sendur með tölvupósti á alla fundarmenn, þar á meðal KG. Næst munu fulltrúar BÍ lesa yfir drögin.  

3.Í deiglunni

  1. Landbúnaðarsýningu frestað til okt. 2022. LSE mun líklegast hætta við pantaðan bás og fá endurgreitt. Þarf ekki né verður endanlega ákveðið fyrr en á næsta ári.

  2. Skógargöngur skógarbænda og Skógræktarinnar hafa farið farm víða um land.  Góð mæting á öllum landshlutum.  FsS mun fara í sína göngu 8.sept. nk.

  3. Greinaskrif í Bændablaðið, hvetja þarf fólk til að skrifa. 

  4. Styrktar-logo LSE í Skógræktarritið sem kom út í sumar.

  5. Landsáætlun í skógrækt mun ekki klárast í ár. Nefndin mun funda frekar á næstunni.

  6. HGS hefur störf hjá BÍ þann 1.september sem fulltrúi skógarbænda og sérfræðingur í loftslagsmálum.
     

4.Samráðsfundur með Skógræktinni

Lagt er til að fulltrúar skógarbænda á samráðsfundum Skógræktarinnar og skógarbænda verði sitjandi stjórn Skóg-BÍ og formenn landshlutafélaga skógarbænda.

Fátt bendir til samráðs á fundunum. Undirbúningur fyrir samráðsfundi þyrfti að vera markvissari en hingað til.

Tillögur af síðasta aðalfundi LSE, sem snúa að Skógræktinni skulu teknar fyrir.

Ekki hefur enn verið boðað til Samráðsfundar.

5.Samstarfssamningur

KG kemur inn á fundinn kl 17:30.

Stjórn BÍ og stjórn Skóg-Bí er að vinna í samstarfssamningi um þessar mundir. Fara þarf yfir laun stjórnar, aðbúnað, ferðalög og fleira. HGS og JGJ falið að rýna hann betur og koma með tillögu fyrir næsta fund.

KG yfirgefur fundinn kl 18:00

6.Kolefnisbrúin

Kolefnisbrúin ehf. er í 51% eigu LSE. Auka þarf starf og sjálfstæði einkahlutafélagsins enn frekar.

7.Þingkosningar

Félög skógarbænda sem og stjórn Skóg-BÍ þyrftu að minna á sig við frambjóðendur.

8.Sölufélag skógarafurða  

Mjög brýnt er að vinna frekar í afurðamálum skógarbænda. Í skýrslunni „Horft fram á við“ er tóninn lagður fyrir næstu skref. Nú þegar er brýn þörf er á frekari naflaskoðun við það sem koma skal. Skógarbændur þurfa nú, sem fyrr, að vinna frekar með Skógræktinni og skógræktarfélögum í t.d. sölufélagi skógarafurða á landsvísu. Ásamt öllu því sem viðkemur frekari vinnslu, svo sem timburstöðlum og miðlun milli manna með reynslu og þeirra sem vilja komast að á markaðnum.

9.Önnur mál

HGS segir stjórn frá því að hann sé skikkaður í að vinna í sameiginlegu rými. Allir fundarmenn harma þá ákvörðun og segja að hún muni ekki henta hér sem annarsstaðar.

 

Næsti fundur verður fjarfundur. Tímasetning ekki ákveðin.

Fundi lauk kl 19:00

2. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur LSE á Teams fjarfundi, 11.nóvember  2021 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformanns  (SHÞ)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri,  var fjarverandi. (GRV)

 

 

1.Afgreiðsla tillögu vegna girðingaviðahaldstaxta

Skógræktarstjóri sendi stjórn LSE tillögu til umsagnar taxta um viðhald girðinga og óskaði eftir umsögn stjórnar fyrir 1. nóvember s.l., en féllst á frestun.

Fundarmenn báru tillöguna saman við taxta Vegagerðarinnar og leitaði ráða til Bændasamtaka áður en að fundi kom. Gerð var athugasemd við 500 króna viðhaldsgreiðslu á hektara og var lögð fram breyting í formi þrepaskiptingar. Auk þess var lagt með að taxtar myndu hækka árlega í tilliti til verðlagsþróunar. Tillagan var send skógræktarstjóra í kjölfar fundar.

 

2.Önnur mál

Félagatal BÍ

Fundarmenn hafa áhyggjur af dræmri skráningu skógarbænda í Bændasamtök Íslands. Um 50 manns eru skráðir skógarbændur. Þegar félagatal LSE er borið saman við núverandi félagatal BÍ kemur í ljós að um 100 manns eru ekki skráðir skógarbændur sem annars hafa tilkall til. Auðvelt er að laga þetta en til þess þarf félagsmaður að fara inn á bændatorg og haka við deild skógarbænda og einfaldlega hafa 0 kr í veltu þar. Erfitt er að átta sig á hví skógarbændur eru svo feimnir við að skrá sig í Bændasamtökin. Tækifæri til efldar hagsmunagæslu skógarbænda er engu síðri meðal BÍ en eins og var hjá LSE, nema síður sé. 

Formleg tilkynning breytinga

Láðst hefur að tilkynna breytt félagsform til umhverfisráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis og Skógræktar. Gera þarf formlegheitum betri skil. Leita þarf til lögmanns bændasamtakanna um rétt vinnubrögð og skal það tekið fyrir á næsta fundi.

Stjórnarmenn skógarbændadeildar BÍ (Skóg-BÍ)

Rætt var um beiðni stjórnar BÍ um að hafa 3 í stjórn deildar skógarbænda en áður hafa verið 5 meðlimir í stjórn LSE. Tillaga er um að hafa 3 aðalmenn í stjórn deildarinnar og 2 varamenn og í stjórn „skúffufélagsins“ LSE yrðu áfram 5 í stjórn. Sömu einstaklingar í báðum stjórnum.

Jólamarkaðir

Á síðasta stjórnarfundi FsS var rætt um jólamarkaði og var þar ályktað að ekki þótti æskilegt að efna til slíkra viðburða. Rætt var um að halda jólamarkað við Hörpu. Áhuginn var mikill meðal stjórnarmanna en ákveðið var að vera ekki með í viðburðum sem þessum vegna sóttvarna út af covid. 

Jólatré og grisjun

HGS sagði frá aukinni eftirspurn í kaup á jólatrjám hjá skógarbændum og auknum áhuga verktaka í að vinna í snemmgrisjun hjá bændum.

Formenn aðildarfélaga eiga spjall

BBJ sagði frá því að á næstunni munu formenn aðildarfélaga LSE eiga spjall um starfið í félögunum.

Samráðsfundur

HGS mun senda Sigríði Júlíu hjá Skógræktinni tölvupóst um tillögu um að halda samráðsfund í vikunni 13.- 17. desember 2021.

 

 

Næstu fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 9.desember kl 09:00 í Bændahöllinni

Fundi lauk kl 20:30

3. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur í Súlnasal á Hótel Sögu, 09.desember 2021 kl. 09:30

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformanns  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi, á TEAMS (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari  (HGS)

 

Boðið var upp á nýbakað brauð og tvíreykt hangiket frá Borgarfirði eystri í boði HGS.

 

1.Undirskriftir eldri fundargerða

Fundarmenn kvittuðu á fundargerðir nr. 1 og 2.

Ákveðið var að kvitta ekki á 17 síðustu fundagerðir LSE (nr. 135-152).

2.Félagsmenn í búgreinardeild skógarbænda

Langar og heitar umræður voru um dræma aðsókn skógarbænda LSE í BÍ. Guðrún Birna Brynjarsdóttir, hjá BÍ, kom inn á fundinn og sagði frá bændatorgi ofl. HGS og JGJ falið að útvega fleiri félagsmenn með öllum tiltækum ráðum. T.d. í formi greiðsla með úthringingum.

3.Samþykktir Skóg-BÍ

Ganga þarf frá samþykktum, þingsköpum og lögum fyrir búgreinardeild skógarbænda í BÍ (skóg-BÍ) fyrir búgreinaþing sem verður í marsbyrjun 2022. JGJ og HGS falið að vinna tillögur með Guðrúnu Vöku BÍ, senda svo á stjórn og óska eftir athugasemdum. Þetta þyrfti að gerast núna á næstu dögum. Svo yrði boðað til vinnufundar með stjórninni föstudaginn 7. janúar 2022. Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, lögmaður BÍ, verður beðin að vera til taks þennan dag.

 

Fundarhlé kl 11:50

Fundur hefst að nýju 12:00

 

4.Skóg-BÍ

  1. Of fáir stjórnarfundir hafa verið síðasta misserið. Þörf er á að funda örar.

  2. Vinnureglur stjórnar. Þörf á skilvirkari leiðum milli stjórnar BÍ, Skógræktar og Skóg-BÍ.

  3. Nú eru málefni skógaræktar aftur komin undir ráðuneyti landbúnaðar. Efla þarf skjólbeltarækt.

  4. Stjórn samþykkir að lögð verði fram tillaga um laun stjórnarmanna Skóg-BÍ, annarra en formanns,  sem komi úr rammasamningi við LSE. Tillagan verði lögð fram  á búgreinarþingi í byrjun mars 2022 . 

  5. Fundargerðir Skóg-Bí verði aðgengilegar á bændatorgi BÍ. Einnig verða þær aðgengilegar á  skogarbondi.is. HGS falið að kanna hvort það falli ekki að samþykktum BÍ.

  6. Stefna Skóg-BÍ verður tekin til endurskoðunar fyrir næsta búgreinarþing.

  7. Tilkynna þarf formlega um breytingar á félagslegum þætti skógarbænda. Það skal gert í samráði við BÍ og á samráðsfundi  með Skógræktinni 15.des.

 

5.Búgreinarþing Skóg-BÍ

Stefnt er á að halda búgreinarþing skógarbænda (skóg-BÍ) í Reykjavík 2. og/eða 3.mars 2022. Það verður boðað með viðeigandi hætti og fyrirvara. Þingið verður í kjölfarið á stuttum aðalfundi LSE.

Tillögur til afgreiðslu á þingi.

  1. Ákveða þarf hve margir skulu vera í stjórn og hvernig þeir verði skipaðir. Óbreytt með 5 fulltrúum hvers aðildarfélags eða þrír eins og er upp á lagt af BÍ.

  2. Fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir 2022.

 

6.Aðalfundur LSE

Stefnt er á að halda aðalfund LSE í Reykjavík 2. og/eða 3.mars 2022. Hann verður boðað með viðeigandi hætti og fyrirvara. Öllum félagsmönnum LSE er boðið á aðalfundinn skv. lögum LSE.

 

 

7.Árlegar samkomur skógarbænda

BBJ tilkynnir árlegt málþing og árshátíð skógarbænda þriðju helgina í október ár hvert.

Stjórn búgreinardeildar skógarbænda fagnar þessu frumkvæði skógarbænda.

 

8.Fagráðstefna skógaræktar

Fyrirhuguð er Fagrástefna skógræktar 29.-30. mars 2022 á Hótel Geysi. HGS er í undirbúningshópi fyrir hönd skógareigenda (áður LSE).

Þema ráðstefnu: „Skógrækt 2030“

> Landsáætlun (stefnumótun) 

> Kolefnismál, ný markmið, nýir aðilar og vottun (plöntuframleiðsla) 

> Viðarafurðir, vottun, markaðsmál, virðiskeðja 

9.Samráðsfundur með Skógræktinni

Skv. lögum Skógræktarinnar ber henni að hafa samráð við LSE. Næsti fundur er fyrirhugaður 15.des 2021. Fundarboð hefur verið sent á stjórnarmenn Skóg-BÍ og fulltrúa aðildarfélaga.

Dagskrármál af hálfu Skóg-BÍ:

  • Kynna Skógræktinni formlega af sameiningu LSE við BÍ.

  • Girðingarstyrkir vegna viðhalds á girðingum

  • Tillögur frá Aðalfundi LSE í maí 2021

    • Tillaga 6. Kolefnisútreikningur samningsbundinna skógræktarjarða

    • Tillaga 7. Framseljanlegar kolefniseiningar

    • Tillaga 8. Flutningur milli ráðuneyta

 

NB yfirgefur fund kl. 13:00, Boð í þriðju Covid sprautu.

 

10.Kolefnisbrúin

JGJ fer yfir stöðuna. Vænst er fjármagns frá BÍ til að fjármagna starfsmann hjá Kolefnisbrúnni ehf..

11. Jólakveðja á RÚV 2021-22,

Ekki verður send jólakveðja í nafni LSE né Skóg-BÍ á RÚV. Búgreinadeild skógarbænda heyrir nú undir BÍ. Stjórnin óskar eftir því við stjórn BÍ sendi inn jólakveðju.

12. Við skógareigendur

Stefnt er að áframhaldandi útgáfu að tímaritinu „Við skógareigendur“ til eflingar úrvinnslu- og markaðsmála í skógrækt.

13. TreProX

Fyrsta námskeið TreProX var á haustdögum á Íslandi. Í vor verður það haldið í Svíþjóð og haustið eftir í Danmörku. Stjórn samþykkir að HGS verður fulltrúi skógarbænda á vegum BÍ, sbr. 131. stjórnarfund LSE.

14. Viðarstaðlabréf

Fyrir fund fékk stjórnin að sjá uppkast af samstarfsyfirlýsingu um viðarstaðla milli hagsmunaaðila íslensk timburs. Nú er Eiríkur Þorsteinsson, trétæknir, með það til yfirlestrar.

15. Afhending skjalda og gögn til vörslu

  • HGS færir stjórnarmönnunum BBJ, GRV og SHÞ viðarskildi með ábrenndum merkjum aðildarfélaga FsS, FsV og FsN. Skildina lét Hlynur vinna fyrir aðalfund LSE á Suðurlandi, hótel Stracta. Síðan þá hafa þeir prýtt vegg á skrifstofu framkvæmdastjóra.

  • HGS er beðinn að fara yfir eldri gögn LSE og undirbúa til varðveislu hjá Landsbókasafni, Borgabókarsafni eða sambærilegu safni hafi hann tíma aflögufæran.

16.Önnur mál

Rætt var um hvort hægt væri að finna betra nafn á deildina en SkógBÍ. Engin tillaga kom.

 

 

Næstu fundur stjórnar Skóg-Bí er fyrirhugaður föstudaginn 7.janúar 2022 kl 09:00 í Bændahöllinni.

Fundi lauk kl 14:00

4. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 7.janúar 2022 kl. 10:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformanns  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1.Undirbúningur búgreinarþings og búnaðarþings

HGS segir frá fundi með starfsmönnum BÍ um undirbúning búnaðarþings og búgreinarþings. Farið verður betur yfir þennan undirbúning með formönnum aðildarfélaganna á tölvufundi þriðjudaginn kemur.

Vænta má að þingin tvö verði á Grand hótel eða Hótel Nordica. Ekki er tekið sérstaklega frá hótelherbergi fyrir þátttakendur en þeir sem vilja gista munu fá afslátt á herbergi.

 

Af gefnu tilefni verður hér á breyting á hefðbundnu orðavali, kemur það til vegna eilífs misskilnings.

Búgreinarþing (hér eftir þing deildar) er aðalfundur deilda búgreina innan BÍ og er haldinn um mánuði fyrir búnaðarþing (hér eftir, sem áður, búnaðarþing), sem er aðalfundur BÍ.

 

Ákvarðanir um útfærslur fyrir þing deildarinnar eru á ábyrgð stjórnar Skóg-BÍ. Einnig er það á valdi stjórnar Skóg-BÍ hvernig að málum er staðið. T.d. þarf að ákveða fjölda fulltrúa á þing deildarinnar. Einungis þeir 149, sem voru skráðir í skógrækt innan BÍ um áramótin, geta orðið fulltrúar á þingi deildarinnar. HGS er falið að skoða hvernig landshlutaskipting þessara 149 félaga er.

 

Stefna Skóg-Bí, skipting fjármagns Skóg-BÍ þessa árs og tillögur fyrir þing deildarinnar verða ræddar á næsta stjórnarfundi. HGS mun senda stjórn nýlegustu reglur um búgreinadeildina fyrir næsta fund.

 

Umræður.

BBJ ræðir um þann möguleika að hafa þriggja manna stjórn, formann og tvo meðstjórnendur.  Með því fyrirkomulagi getur verið auðveldara að boða til funda þar sem allir geta mætt, sérstaklega þegar fyrirvarinn er skammur. Þörf hefur verið að halda fleiri fundi en gert var á síðasta ári. Einnig eru laun stjórnarmanna vart viðunandi til setu í stjórninni eins og þau eru hugsuð í dag.

GRV bendir á að 5 manna stjórn hafi hingað til gengið og sé góður spegill á stöðu aðildarfélaganna um allt land. Sé þátttöku misskipt má reikna með minnkandi áhuga á málum skógarbænda og ekki er það á bætandi. SHÞ tekur undir með GRV.

NB bendir á að hún hyggst hætta setu í stjórnum Skóg-BÍ og LSE á næstunni og telur ólíklegt að nokkur fylli hennar skarð.

Allir stjórnarmenn sjá kosti og galla á umræðunnar. Ákveðið var að kryfja betur mál um fjölda stjórnarmanna á næsta stjórnarfundi.

 

2.Kolefnisbrú

JGJ segir frá flóknni stöðu Kolefnisbrúarinnar, sér í lagi þar sem BÍ hefur ekki gefið vilyrði til að fjármagna stöðu starfsmanns hjá Kolefnisbrúnni eins og vænst var. 

Stjórn BÍ mun væntanlega fara yfir þetta mál í næstu viku. Einnig mun stjórn Kolefnisbrúarinnar funda í næstu viku.

Ákveðið var bíða með ákvaðanir um framtíð Kolefnisbrúarinnar þar til málin skýrast betur með aðkomu BÍ að frekari uppbyggingu vekefnisins.

 

3.Kynningarmyndband til að fjölga félögum í BÍ

Á síðasta fundi var ákveðið að fela HGS og JGJ að reyna að fjölga félögum skógarbænda í BÍ. Rætt var um að hringja í félagsmenn LSE en það hefði ekki verið nema eingöngu til þess að minna þá á að skrá sig og þeir sjálfir yrðu að skrá sig á netinu. Þeim sem hringir úr er ekki heimilt að skrá fólk í samtökin í gegnum símtal. HGS og JGJ ákváðu að gera myndband sem útskýrir mikilvægi samstöðu skógarbænda innan BÍ, af hverju það er mikilvægt fyrir áramótin síðustu og að lokum útskýrt vel hvernig maður ber sig af við skráningu. Myndbandið kom út rétt fyrir jól og þá voru félagsmenn 125. Um áramót voru skráðir skógarbændur í BÍ 149 talsins. Myndbandið var sent með tölvupósti á félagsmenn, FB síðu LSE og heimasíðu skogarbondi.is. Þess má geta að af þessum 149 voru um 30 þeirra ekki skráðir í LSE fyrir. Þegar rýnt var í félagatalið um áramót mátti lesa að um 200 félagsmenn LSE voru skráðir í BÍ, en höfðu ekki hakað við skógrækt. Þegar á fundi stóð hafði félagsmönnum í Skóg-BÍ fjölgað í 155.

 

4.Önnur mál

Lausaganga og girðingar

Fregnir af girðingavandamálum eru víða um land og bitnar það mjög á skógarbændum. Ákall um aðgerðir hafa löngum heyrst í hópi þeirra. Umræðan er eldfim sér í lagi þegar kemur að búgrein sauðfjárbænda innan BÍ. 

 

Vanefndir vegna rammasamnings

Í rammasamningi milli ríkis og LSE fyrir 2021 átti að berast þriggja milljóna lokagreiðsla eftir að stöðuskýrslu hefur verið skilað. Skýrslunni var skilað 9.desember sem er nokkuð eftir tilætlaðan skiladag. Ekki hefur borið á greiðslu þrátt fyrir ítrekun ítrekaðar fyrirspurnir. HGS falið að senda fyrirspurn á Björn Helga Barkarson, skrifstofustjóra umhverfisráðuneytis, og athuga hvort hann hafi ráð til að greiða úr vanefndunum.

 

 

BBJ þurfti að yfirgefa fund kl 11:40.

 

Næstu fundur stjórnar Skóg-Bí er fyrirhugaður þriðjudaginn 18. janúar kl.13:00 á TEAMS.

Fundi lauk kl 11:50

5. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 18.janúar 2022 kl. 10:30

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformanns  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

Formlegur fundur hófst örlítið yfir tilsettan tíma, eða  í þann mund sem JGJ kom inn á skrifstofu HGS í Bændahöllinni.

 

1.Kolefnisbrúin

HGS segir frá fundi með starfsmönnum BÍ um undirbúning frekara starfs Kolefnisbrúarinnar. Einnig var sagt frá samstarfi við Klappir ofl.  Stjórnin telur að hér sé um stórt framtíðar hagsmunamál fyrir alla bændur landsins að ræða. Aðkoma BÍ skiptir miklu máli um framhaldið.

HGS falið að eiga samtal við Hafliða Hörð Hafliðason, sem var verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar um árs tíma, og greina honum frá stöðunni og vita hvort hann vilji leggja málinu lið.

 

2.Samþykktir búgreinardeildar skógarbænda BÍ.

Fyrir fundinum lá tillaga JGJ og HGS að samþykktum búgreinardeildar skógarbænda BÍ til samþykktar fyrir búgreinarþing sem skal haldið 3.-4. mars. Stjórnin fór yfir tillögurnar lið fyrir lið.

HGS falið að skila lagfærðum tillögum inn til lögfræðings BÍ, Guðrúna Vöku, og leita álits.

 

Næstu fundur stjórnar Skóg-Bí er fyrirhugaður í næstu viku á TEAMS.

Fundi lauk kl 13:50

6. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 25.janúar 2022 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Guðmundur Rúnar Vífilsson, gjaldkeri (GRV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1.Undanfari Búgreinarþings

Áður en umræður hófust fór HGS yfir nokkur atriði sem snúa að skipulagi í aðdraganda Búgreinarþings. Svo sem möguleika deildarinnar á að nýta sér kosningakerfi við kjör á fulltrúum á þingið og að ákveðið hefur verið af stjórn BÍ að ekki verði greitt fyrir setu á búgreinarþingi.

 

2.Samþykktir búgreinadeildar skógarbænda BÍ

Farið var ítarlega yfir samþykktir búgreinadeildarinnar sem einnig voru í smíðum á síðasta fundi. Í millitíðinni höfðu HGS og lögmaður BÍ, Guðrún Vaka, farið yfir samþykktirnar. HGS falið að áframsenda það á Guðrún Vöku í von um að samþykkirnar falli að lögum og reglum.

 

3.Bændafundir

Fyrir fund var tilkynnt að JGJ og HGS ætli að halda bændafundi með félagsmönnum Skóg-BÍ í fjarfundarbúnaði. Það yrði gert um miðjan febrúar.

BBJ kom með vel útfærða tillögu að tölvupósti til félagsmanna Skóg-BÍ inn á fundinn. Í kjölfarið munu JGJ og HGS fara yfir tillöguna, bæta við og gera úrbætur ef þurfa þykir áður hún er send út.

 

 

JGJ þurfti að yfirgefa fund um kl 21 vegna veðurofsa og GRV stuttu síðar vegna ferðalags.

Næstu fundur stjórnar Skóg-Bí er fyrirhugaður í næstu viku á TEAMS.

Fundi lauk kl 21:30

7. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 7.febrúar 2022 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður  (SHÞ)

Bergþóra Jónsdóttir, varamaður gjaldkera (BJ)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1.Bændafundir

Á föstudaginn var boðuðu JGJ og HGS til bændafunda meðal skógarbændafélaga. Fundirnir verða á Teams-fjarfundi og er fyrsti fundurinn á fimmtudagskvöldið 10.feb með skógarbændum á Vesturlandi.  Kvöldið eftir verður fundurmeð skógarbændum á Vestfjörðum og svo á Norðurlandi. Fundarhrynunni líkur á mánudagskvöldinu með skógarbændum á Austurlandi og loks Suðurlandi. Megin efni fundarins er búgreinarþingið og undirbúningur þess.

 

Framboð í stjórn skóg-BÍ þarf ekki að tilkynna fyrr en á þinginu.

Talað hefur verið um að aðalfundur LSE, sem nú er skilgreint skúffufélag, skuli haldinn fyrir eða eftir búgreinarþingið. Þarf yfir höfuð að halda hann, er ekki nóg að gefa út reikninga? HGS falið að kanna það.

BJ leggur til að haldinn verði fundur með formönnum skógarbændafélaganna annað kvöld til að þeir verði vel upplýstir þegar kemur að bændafundunum. Stjórnin samþykkti það.

 

2.Stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fyrir fund sendi HGS fundarmönnum drög að Stefnumörkum Bændasamtaka Íslands, sem verður til umræðu á Búnaðaþings 2022. Undrun var meðal fundarmanna að þetta skuli vera drög að stefnu sameiginlegra Bændasamtakanna á okkar dögum. HGS var falið að skoða stefnumörkunina og hafa til hliðsjónar punkta sem gefnir voru á þessum fundi, svo sem skjalið „Skógar á Íslandi, Stefna á 21.öld“.

 

3.Kolefnisbrúin

JGJ og HGS sögðu frá jákvæðum skrefum að undaförnu hvað varðar Kolefnisbrúna. Bændasamtökin hafa lagt til að stofnað verði teymi sem leiða verkefnið áfram. Leggja skal alla áherslu á að geta kynnt Kolefnisbrúnna til leiks í mars. Mörg verkefni þarf að vinna hratt og vel á næstu dögum og vikum. Huga þarf að fjármögnun Kolefnisbrúarinnar ehf. ef hún á að geta sinnt þeim verkefnum fyrir bændum eins og stefnt er að.

 

4.Fjármagn úr rammasamningi 2021

Ríkissjóður Íslands  hefur enn ekki full greitt LSE eftir Rammasamningi síðasta árs. Enn vantar upp á um 3 milljónir. HGS falið að senda enn eina ítrekunina á Landbúnaðarráðuneytið.

 

 

Næsti fundur er annað kvöld ásamt formönnum skógarbændafélaga um land allt.

Næsti fundur stjórnar Skóg-BÍ er fyrirhugaður snemma í næstu viku.

Fundi lauk  kl 22:20

8. stjórnarfundur Skóg-BÍ

og formanna skógarbændafélaga á landsvísu

 

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ)

ásamt formönnum skógarbændafélaga á landsvísu.

Haldinn með TEAMS fjarfundi, 8.febrúar 2022 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Skóg-BÍ (JGJ)                 

Bergþóra Jónsdóttir, formaður FsV og varamaður gjaldkera Skóg-BÍ (BJ)

Björn Bjarndal Jónsson, formaður FsS og ritari Skóg-BÍ (BBJ)

Halldór Sigurðsson, fulltrúi formanns FSA (HS)

Laufey Leifsdóttir, formaður FsN (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

Stjórnarmenn Skóg-BÍ eru vel inni í málum og bæði Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir og Naomi Bos báðust undan að sitja fundinn.

 

Á stjórnarfundi Skóg-BÍ í gærkvöldi var ákveðið að bjóða formönnum skógarbændafélaga á landsvísu að vera með í ráðum við undirbúning bændafunda og búgreinarþings.

 

1.Bændafundir og búgreinarþing

JGJ segir frá helstu formsatriðum varðandi fundina þannig að formenn séu vel upplýstir. Sérstaklega er lagt upp úr að hvetja til þátttöku og mikilvægi þess að fá fulltrúa úr hverjum landshluta á búgreinarþingið.

 

BBJ leggur er til að HGS sendi út ítrekun fundarboðs í hádeginu sama dag og hver fundur á sér stað. HS bætir við að ekki væri verra ef hægt væri að senda fundarboðið í SMS.

 

HGS segir frá skráningakerfi sem innleitt hefur verið fyrir félagsmenn í BÍ. Þar geta félagsmenn skráð sig á viðkomandi fundi og komið með tillögur á fundina án þess að  vera fulltrúi fyrir þá búgrein.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeH3wfZbOTpmjEmodf2vgPc1QIPjEvCetfP7y5TOp5YoYA5QQ/viewform

 

Engar tillögur liggja formlega fyrir að svo komnu en stjórn Skóg-BÍ hefur rætt um mögulegar tillögur fyrir fundinn. Tillögur skulu berast 2 vikum fyrir þing, eða 17.febrúar.

 

 

Fundi lauk  kl 21:20

9. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 16.febrúar 2022 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigurlína Jóhannesdóttir, varamaður varaformanns  (SJ)

Rúnar Vífilsson, varamaður gjaldkera (RV)

Björn Bjarndal Jónsson, ritari (BBJ)

Naomi Désirée Bos, meðstjórnandi (NB)

Sighvatur Jón Þórarinsson, varamaður meðstjórnanda (SJÞ) kom kl 20:30.

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1.Undirbúningur búgreinaþings

Rædd voru nokkur útafstandandi undirbúningsatriði í aðdraganda búgreinarþings 3.mars 2022

Samþykktir

Meginmálið er tilbúið til afgreiðslu. Samræma þarf texta og lesa með tilliti til málfræði.

Stefna BÍ

Rýna þarf betur í stefnu BÍ og laga með tilliti til annarra búgreina en matfeilaframleiðslu. Þörf er á að undirbúa fulltrúa vel um málið og taka tillit til annarra tillagna sem munu vera lagðar fyrir á þinginu.

Tillögur

Í undirbúningi eru 5-10 tillögur fyrir þinginu. HGS falið að láta formenn vita af því hvaða tillögur eru í undirbúningi svo hægt sé að samræma milli landshluta.

Fulltrúar á Búgreinarþing

JGJ og HGS funduðu með bændum á fimm fundum nýverið. Það voru góðir og gagnlegir fundir þar sem aðsókn fór mest í 12 manns. Formanni viðkomandi skógarbændafélags var falið að vinna að framgöngu fulltrúa þar sem ekki tókst á manna á fundi. Einnig vill forysta BÍ vinna lausnamiðað ef upp koma flækjustig. Útlit er fyrir að um 20 fulltrúar verði á þinginu og hugsanlega einhverjir áheyrnafulltrúar.

Fulltrúar fyrir Norðurland voru ranglega taldir of margir og mun HGS ráða bót á því þar sem við á.

Þátttaka í BÍ

Augljóst þykir að félagasöfnun síðasta árs var slök og skilaði ekki væntum árangri stjórnar Skóg-Bí, ef miðað er við að fjöldi félagsmanna í deild skógarbænda um áramótin var 148 en fjöldi félagsmanna í LSE í fyrra var 658. Alls voru 198 félagmenn í BÍ sem einnig voru í LSE en einhverra hluta vegna skráði einungis um helmingur þeirra sig í deild skógarbænda. Um fjórðungur félagatali um áramótum voru félagsmenn sem ekki höfðu verið í LSE. BBJ bendir á að fjöldi skógarbænda á Íslandi ætti að vera nærri 1500 manns og er þá litið til skógræktendur og bænda með skjólbelti. Það er töluvert verk framundan fyrir stjórn og deild skógarbænda BÍ að sanna sig gagnvart þeim til að efla starfið innan BÍ.

Þegar þetta er skrifað var fjöldi félagsmanna Skóg-BÍ 164.

 

Stjórnin velti fyrir sér hvort hægt sé að sjá með einhverju móti hvað þyrfti marga félagsmenn og/eða mikla skráða veltu til að hægt sé að ná öðrum fulltrúa inn á búnaðarþing 2023.

 

2.Tilveran innan BÍ

Umræða var um hvort rétt hafi verið að leiða starf LSE í BÍ. Talað hefur verið um þriggja ára aðlögunartíma. Loks þótti það ljóst að skrefið hafi verið rétt og ekki dygði að horfa til baka. Skógarbændur þyrftu að standa bökum saman og byggja upp öflugt starf innan vébanda bænda.

 

3.Fjármagn úr rammasamningi 2021

Ríkissjóður Íslands  hefur enn ekki full greitt LSE eftir Rammasamningi síðasta árs. Enn vantar upp á um 3 milljónir. HGS falið að senda enn og aftur enn eina ítrekunina á Landbúnaðarráðuneytið.

 

Næsti fundur stjórnar Skóg-BÍ var ekki ákveðinn.

Fundi lauk  kl 21:50

10. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 24.febrúar 2022 kl. 15:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigurlína Jóhannesdóttir, varamaður (SJ)

Rúnar Vífilsson, (RV)

Björn Bjarndal Jónsson, (BBJ)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1.Tillögur búgreinaþings

Fyrir búgreinaþing skógarbænda BÍ liggja fyrir 16 tillögur. Stjórnin ræddi þær og lagaði stöku orðalag.

 

2.LSE

Rædd var staða Landssamtaka skógareigenda. Taka skal umræðu um það á brúgreinarþinginu.

 

3.Stjórn Skóg-BÍ

RV gaf út að hann muni ekki gefa kost á sér í áframhaldandi stjórnarsetu á komandi búgreinarþingi. BBJ taldi líkur að hann gerði það einnig og JGJ sagði að hann myndi stíga til hliðar fengi hann mótframboð í stöðu formanns. Fyrir hönd Norðlendinga sagði SJ að Sigrún myndi áfram gefa kosta á sér með Laufey, formann FSN, sem varamann. Áður hefur Naomi gefið það út að hún muni ekki gefa kost á sér fyrir hönd skógarbænda á Vestfjörðum. Samþykkt var að skipa þriggja manna uppstillingarnefnd sem færi yfir málið á komandi þingi. HGS var falið að senda tölvupósta á fulltrúa búgreinarþingsins þess efnis að hver landshluti skuli koma sér saman um fulltrúa í stjórn deildarinnar einn aðalmann og einn varamann.

 

Líkast til var þetta síðasti stjórnarfundur sitjandi stjórnar.

Fundi lauk  kl 16:40

11. stjórnarfundur Skóg-BÍ     

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 16. mars 2022 kl. 17:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Sighvatur Jón Þórarinsson, (SJÞ)

Hrönn Guðmundsdóttir, (HG)

Guðmundur Sigurðsson, (GS)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

Á búgreinarþingi 3.mars síðast liðin urðu breytingar á skipan stjórnar. Þetta er fyrsti fundur nýrrar stjórnar.

 

1) Lög LSE

Stjórnin fór yfir áður samþykktar samþykktir (lög) frá aðalfundi LSE í Borgarnesi 2021. Lögð var fram breytingartillaga á henni þeim og hún þær ræddar og lagfærðar. HGS var falið að fá lögfræðilegt álit á þeim.

Stjórnin vill boða aðalfund LSE á TEAMS 19.apríl 2022   kl 20:00-21:00

Boða þarf aðalfund með 20 daga fyrirvara. Efni fundarins verður skýrsla stjórnar, lagabreytingin og reikningar.

Boðaðir fulltrúar verða þeir sömu og voru á nýafstöðnu búgreinaþingi skógarbænda BÍ, fyrir utan þá sem ekki eru félagar í skógarbændafélögum.

 

2) Kolefnisbrú

Ákveðið var að nýr stjórnarmaður Kolefnisbrúar yrði SJÞ. Rúnar Vífilsson gegndi áður stöðu stjórnarmanns.

HGS var falið að uppfæra „raunverulega eigendur“ á fyrirtækjaskrá Skattsins.

Stjórn áréttar að fylgja eftir tillögu frá aðalfundi LSE í Borgarnesi 2021 um flutning fjármagns frá LSE til Kolefnisbrúarinnar. Stjórn felur HGS að millifæra samkvæmt ákvörðun fundarins eða 8 milljónir.

 

3) Samráðsfundur

Taxtar: Þann 7.mars sendi Sigríður Júlía HGS tölvupóst með taxtabréfi Skógræktarinnar 2022.

HGS var falið að senda taxtabréfið á formenn skógarbændafélaganna og biðja um athugasemdir frá þeim fyrir 27.mars  HGS var falið að láta Sigríði vita. Stjórnin mun fjalla um taxtabréfið á Samráðsfundi, sem Skógræktin hefur enn ekki boðað.

Girðingaviðhald. Nýlega féll dómur á Skógræktina um vangoldið fjármagn til skógarbænda vegna girðingaviðhalds. Stjórnin vill gjarnan funda með lögfræðingi þess máls. HGS var falið að koma á fundi í byrjun apríl. Fundarefnið verður til umræðu á samráðfundi.

Tillögur: Tillögur af síðasta búgreinarþingi skógarbænda sem beint er til Skógræktarinnar og vilji er til að ræða frekar eru tillögur um A) Framkvæmdaleyfi  B) Endurmenntun   C) Umhirðu.  HGS var falið að senda tillögurnar á Skógræktina.

 

4) Starfsár 2022

Helstu atriði Skóg-BÍ fyrir árið í ár er fyrst og fremst Kolefnisbrúin. Næst eru mál félagsöflunar og loks gamalkunn mál meðal skógarbænda, þ.e. Viðarafurðir (Horft fram á við), skógarplöntuframleiðsla og síðast en ekki síst endurmenntun skógarbænda.

 

5) Önnur mál

HGS mun hér eftir fyrst bera fundargerðir undir SHÞ áður en hún er send stjórnarmönnum. Einnig verða fundargerðir hér með samþykktar með rafrænni undirskrift.

 

Umræða var um hvort fundarmenn munu taka þátt í Fagráðstefnu.

Fundi lauk  kl 19:30

12. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 25. mars 2022 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Sighvatur Jón Þórarinsson, (SJÞ)

Hrönn Guðmundsdóttir, (HG)

Guðmundur Sigurðsson, (GS)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1) Skógarbændafest, fræðaþing og árshátíð

Afgreitt var erindi Bergþóru Jónsdóttur, formans félags skógarbænda á Vesturlandi, um aðkomu Skóg-BÍ að samkomu skógarbænda sem mun fara fram í Reykholti í Borgarfirði 22.október. Samkoman yrði í anda árshátíðar LSE fyrri tíma þar sem lagt er upp með fræðsluerindi, gleðskap og samveru.

 

Stjórnin tók vel í erindið og sá fyrir sér aðkomu að skipulagi, vali á fyrirlesurum og slíku sé þess óskað. Samþykkt var að veita allt að 800.000 kr. í styrk. Undirbúningsnefnd samkomunnar er beðin að skila fjárhagsáætlun.

 

2) Landbúnaðarsýning

Landbúnaðarsýning í Laugardalshöll verður helgina 25.október. Kolefnisbrúin hefur staðfest og greitt inn á 18 fermetra sýningarbás, sama staðsetning og stærð og LSE var með á síðustu sýningu. BÍ verða með stóran sameiginlega bás fyrir allar búgreinar innan BÍ, þar á meðal búgreinadeild skógarbænda. Kolefnisbrúin er í eigu BÍ og LSE. Það er því lagt til að hafa básana nærri hvor öðrum. HGS er falið að leita til Ólafs sýningastjóra og bera upp erind þess efnis.

Við má bæta að rennismíðafélag hefur óskað eftir samstarfi á sýningunni. Allar stjórnarmenn mjög hlyntir því samstarfi

 

 

3) Áherslumál Skóg-BÍ

Skóg-BÍ mun starfa með svipuðu sniði og forveri þess, LSE. Ýmsum málum þarf að veita framgöngu og hér á eftir er listi með áherslumálum og umræður:

 

Listi viðfangsefna

 

  • Félagastarfið- fá fleiri skógarbændur í BÍ

- GS leggur til að hver og einn stjórnarmaður þessa fundar hvetji sveitunga sína til inngöngu í BÍ. - Fylgja þarf hvatningunni eftir með t.d. greinaskrifum í Bændablaðið þar sem ólíkur ávinningur aðildar er tíundaður: Hvað fylgir því að vera félagsmaður í BÍ? T.d. -Rammasamningur, afslættir, gisting, hagsmunagæsla, samstaða búgreina, sterkari rödd...

GS tekur að sér að leiða starf félagsmála.

 

  • Framtíðarsýn Skóg-BÍ

- Þörf er á endurskoðun síðustu útgáfu Framtíðar sýnar skógarbænda. SHÞ bendir á að sú framtíðarsýn endurspegli að miklu leiti ávinning af því að vera í aðild við BÍ.

 

  • > Horft fram á við

- Skömmu fyrir Covid faraldur kom út skýrslan Horft fram á við, sem gefin var út af LSE og Skógræktinni. Ætlunin er að halda áfram því góða starfi sem þar er fjallað um.

HG tekur að sér að leiða það starf.

 

 

  • Viðargæðastaðlar

- Útlit er fyrir að hagur skógariðnaðarins eigi eftir að vænkast vel næstu áratugi. Hlutverk alþjóðlegra staðla er að gæta að rekjanleika timburs og gæði þess. Gera þarf íslenskt timbur gjaldgengt fyrir þessa staðla.

 

  • Jólatré

- Auka þarf fréttaflutning með áróðri um að sporna við innflutningi jólatrjáa.

- Útbúa þarf sölusíðu fyrir íslensk jólatré þar sem hægt er að fylgjast með og sinna framboði og eftirspurn innan og milli landshluta.

- Útbúa þarf fræðsluefni og miðla með áreiðanlegum hætti og endurvekja áhuga á jólatrjáaræktun.

SHÞ tekur að sér að leiða starf jólatrésins.

 

  • Kolefnisbrúin ehf.

- Megin áhersla Skóg-BÍ er á eflingu Kolefnisbrúarinnar. Höfuð verkefnin eru kolefnisbinding með nýskógrækt, síðan sala á kolefnisbindingu úr eldri skógum og önnur verkefni þarf einnig að vinna í gegnum Kolefnisbrúnna svo sem öll þau verkefni sem hér er fjallað um.

JGJ og SJÞ sitja í stjórn Kolefnisbrúarinnar.

 

  • Markaðsmál

Markaðsmál ganga út á upplýsingagjöf til félagsagsmanna í Skóg-BÍ og allra þeirra sem láta sér mál skógarbænda varða; í nútíð og framtíð. Það má gera á ýmsa vegu svo sem með útgáfu ýmiskonar ritmáls eins og Við skógareigendur, endurmenntun, miðlun með myndböndum, miðlun á vefnum eins og skogarbondi.is, fyrirlestrum og samræðu við náungann og fjölmiðla til dæmis á vettvangi ráðstefna og málþinga.

 

 

 

4) Önnur mál

HGS segir frá vottunarmálum íslensk timburs og eru mikil jákvæð teikn á lofti fyrir íslenska skógargeirann um þessar mundir.

 

Fundi lauk kl 22:30

13. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 24. ágúst 2022 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Sighvatur Jón Þórarinsson, (SJÞ)

Hrönn Guðmundsdóttir, (HG)

Guðmundur Sigurðsson, (GS)

Bergþóra Jónsdóttir, vormaður Félags skógarbænda á Vesturlandi, kom inn að umræði um fyrsta fundarlið, (BJ)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1) Skógarbændafest

Fyrir fund sendi BJ erindi með dagskrárdrögum og rekstraráætlun fyrir fyrirhugaða samkomu skógarbænda í Reykholti 22.október. Í erindi hennar er sóst eftir aðkomu Skóg-BÍ að samkomunni og fræðaþingi sem haldið yrði samhliða. Fundarmenn fór yfir málin og töldi best að hætt yrði við samkomuna eða málin endurskoðuð gaumgæfilega. Föðurlegar ábendingar stjórnar Skóg-BÍ eru að vænlegast væri að ræða við hótel Reykholt og endursemja eða aflýsa samkomunni. Þær viðræður þyrftu að eiga sér stað á morgun vegna afborgunarskilmála hótelsins. Vakin var athygli á að landbúnaðarsýning er helgina áður og BÍ stefnir á að halda búgreinarþing í nóvember.

 

2) Landbúnaðarsýning

Stjórn samþykkti að bjóða rennismiðum og Bjarka í Skógarafurðum að taka þátt í básnum. Aðrir möguleikar voru ekki ræddir frekar.

 

3) Aðalskipulag Dalabyggðar

HGS skrifaði umsögn um Aðalskipulag Dalabyggðar sem borin var undir fundarmenn. Allir fundarmenn samþykktu að koma umsögninni á framfæri.

 

4) Önnur mál

Hringferð Bændasamtakanna stendur yfir. Fundir hafa verið haldnir en því miður hefur annríki fundarmanna verið þess valdandi að þau komust ekki á fundina.

 

Fundi lauk kl 21:40

14. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, sunnudaginn, fyrsta í aðventu 27. nóv 2022 kl. 11:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Guðmundur Sigurðsson, (GS)

Björn Jónsson, varamaður (BJ)

Laufey Leifsdóttir, varamaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

1) Aðalfundur Kolefnisbrúar

Fyrirhugað er að halda aðalfund Kolefnisbrúarinnar ehf. á þriðjudaginn 29.nóv 2022 sem staðarfund í húsakynnum Bændasamtaka Íslands (BÍ), Borgartúni 25. Aðalfundur er ætlaður eigendum Kolefnisbrúarinnar sem eru Landssamtök skógareigenda (LSE) með 51% eignahlut og BÍ með 49%. Skóg-BÍ fer með eignahlut LSE.

 

Stjórnarmenn SkógBÍ sem mæta á fundinn fara með atkvæðisrétt.

JGJ er stjórnarformaður Kolefnisbrúarinnar og ætlar að sitja hjá við atkvæðagreiðslur.  

 

Vegna veikinda stjórnarmanna er HGS beðinn um fá fundinum hnikað um viku, eða 6.desember nk.

 

2) Samvinnufundur Skóg-BÍ og BÍ

Fyrirhugað er að halda samráðsfund í kjölfar aðalfundar Kolefnisbrúarinnar ehf. (sjá fyndarlið 1).

 

Vegna veikinda stjórnarmanna er HGS beðinn um fá fundinum hnikað um viku, eða 6.desember nk.

 

Í síðustu viku voru formenn skógarbændafélaganna beðnir um að skila inn athugasemdum um starf skógarbænda innan BÍ og má vænta athugasemda á næstunni. Stefna skal að því að halda 15.stjórnarfund Skóg-BÍ þriðjudagsmorgun 6.des í aðdraganda Samvinnufundar Skóg-BÍ og BÍ.

 

3) Rammaskýrsla skógarbænda 2022

Fyrir fundinn lagði HGS fram drög af skýrslunni: Skýrsla vegna átaksverkefna skógarbænda í úrvinnslu og markaðsmálum skógræktar. Athugasemdir voru við skýrsluna og er HGS beðinn að lagafæra nokkur atriði.

 

4) Skógræktendaviðurkenning

Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, hafði samband við HGS um kanna áhuga skógarbænda á að vera með fulltrúa í nefnd sem veitir viðurkenningu fyrir frækna skógrækt á ári hverju. Nefndin skal vera skipuð þremur og hafa fulltrúa frá Skógræktarfélagi Íslands, Skógræktinni og skógarbændum. Nú þegar er búið að skipa Ragnhildi Freysteinsdóttur og Hrefnu Jóhannesdóttur í nefndina.

 

Ákveðið var að bíða með val á fulltrúa fyrir skógarbændur fram að næsta fundi. HGS er falið að vera fulltrúi skógarbænda fram að því.

 

 

Fundi lauk kl 12:15

15. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur í Fjósi BÍ og TEAMS fjarfundi, þriðjudag, á fullu tungli, 6.desember kl. 10:00

 

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður              

Guðmundur Sigurðsson,

Hrönn Guðmundsdóttir,

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, Teams

Sighvatur Þórarinsson, Teams

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari

 

1)Í deiglunni

  1. Landbúnaðarsýningin, hvað var gott og hvað má gera betur?

Þátttakendur í básnum á vegum Kolefnisbrúar:

- Jóhann Gísli Jóhannsson

- Guðmundur Sigurðsson

- Hrönn Guðmundsdóttir

- Hlynur Gauti Sigurðsson

Útgjöld 605.000 kr samtals

  1. 481.334 kr básinn sjálfur (Ritsýn)

  2. 80.037 kr í Poloboli merkta Kolefnisbrúnni

  3. 28.336 kr nafnskírteini

  4. 15.763 nasl og lítilræði

  5. Reikningur fyrir lýsingu/rafmagni, ekki komið enn var ca 20.000kr

 

  1. Hætt var við samkomu skógarbænda í Reykholti.

 

  1. Rammaskýrslan 2022 (þegar send fundarmönnum)

 

  1. Bondi.is er í vinnslu og verður unnið með búgreinafélögum, er í þróun.

 

2)Fyrir samráðsfund með BÍ

Eftir hádegi er fyrirhugaður fundur stjórnar SkógBÍ og forsvarsmanna BÍ.

 

Fyrir fund gafst stjórnum skógarbændafélaganna tækifæri til að skila inn athugasemdum til SkógBÍ vegna sameiningar LSE og BÍ sem var 1.júlí 2021. Félögin af Austurlandi og Suðurlandi skiluðu tillögum.

 

Stjórnin fór yfir atriðin og undirbjó fund með BÍ.

 

 

 

Fundi lauk kl 12:00

16. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, 19.desember 2022 kl. 20:30

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Sighvatur Jón Þórarinsson, (SJÞ)

Guðmundur Sigurðsson, (GS)

Laufey Leifsdóttir, varamaður, (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

Eftir hálftíma fjörugar umræður um veðrið og tímaleysið hófst formlegur fundur.

1)Í deiglunni

  1. Rammaskýrslan 2022 hefur verið lögð inn, samþykkt af ráðuneyti matvæla og er nú stödd í Fjárársýslu ríkisins og þ.a.l. ógreidd til BÍ ( virðist vera árlegur viðburður).

  2. Verið er að taka bondi.is til gagngerar endurskoðunar þessa dagana og búgreinardeildir eru hafðar með í ráðum. HGS hefur ekki verið nægilega duglegur að fylgja því eftir. 

  3. Eftir síðasta stjórnarfund var sendur spurningalisti til BÍ, framkvæmdastjórans Vigdísar og varaframkvæmdastjórans Unnsteins. HGS falið að minna þau á að svara.

  4. Fundarmenn þökkuðu GS fyrir frumkvæðið að koma að góðri grein um félagskerfi skógarbænda innan BÍ í síðasta Bændablað, #23- 2022.

 

 

 

 

2)Fulltrúar á búgreinaþing

Lesið var yfir 4. grein samþykktar búgreinadeildar SkógBí.

  • Uppfært félagatal frá áramótum verður kunngert 10.jan (7 dagar verða gefnir til athugasemda)

  • Fulltrúar skulu valdir 20 dögum fyrir búgreinaþingið

 

HGS fletti upp í félagatali af bændatorgi bondi.is. Þann 10. nóvember voru félagar í deild skógarbænda 178 en voru nú 183. Aukning um 5 félagsmenn hefur því orðið eftir að síðasta Bændablað kom út.

Stjórn vill að vakin verði athygli meðal félagsmanna BÍ að merkja við skógrækt telji þeir sig vera skógarbændur, vitað er að margir hafa ekki gert það.

 

BÍ þarf að vera í betra sambandi við smærri búgreinar sem og þær stóru.

 

 

 

3)Fráfall fyrrum stjórnarmanns

Útför Maríu Elínborgar Ingvadóttur, fyrrum stjórnarmanni og félaga í LSE, verður frá Kópavogskirkju 21.desember. Stjórnin vildi senda kveðju:

 

„Landssamtök skógareigenda þakka Maríu fyrir vel unnin störf í þágu skógarbænda um allt land.“

 

4)Búvörusamningar

 

  Ræddarar voru hugmyndir og áhersluatriði skógarbænda við gerð búvörusamninga sem bornar verða undir stjórn BÍ. Stjórnin vill fá tækifæri til að vinna með öllum búgreinum og taka þátt í umræðunni innan BÍ.

 

Hugarflugskort (fyrsti uppdráttur var gerður af LL, útfært af HGS.)

  Þematengd aðkoma:

  Atriði sem snúa beint að skógarbændum,

„Fyrir skógarbændur“

 

 Viðarnytjar er flokkur gagnviðar sem og annarra nytja úr vistkerfi skógarins. Svo sem...

 

  • Jólatré

    • Gjaldeyrissparandi, atvinnuskapandi ...

    • Tekjuöflun fyrir bændur

    • Sjálfbær starfsemi

    • Loftslagsvæn  > eftir jól má nota trén áfram í t.d. lífkol (áburð)

  • Timburvinnsla

    • Gjaldeyrissparandi, atvinnuskapandi

    • ...

  „Horft fram á við“

  • Sjá nánar í skýrslu

 

 Atriði sem ganga þvert á búgreinar.

„Fyrir alla bændur“

 Skjólbeltarækt

  • Eykur uppskeru á túnum

  • Betri skilyrði til kornræktar (stilla upp kostnaðarliðum)

  • Betri skilyrði til grænmetisræktunar

  • Betri vatnsmiðlun

  • ...

 

  • Kolefnisbinding

 (verkefni sem gætu heyrt beint undir Kolefnisbrúnna)

  Nýskógrækt (vottaðar kolefniseiningar)

  • Uppsöfnuð kolefnisstaða eldri skóga. Gera átak í skógmælingum! Stórt atriði fyrir BÍ

  •  Önnur úrræði. Svo sem: framleiðsla plantna heima á búi, aðferðir sem draga úr losun eða binda með öðru móti... 

  • Fræðsla er liður sem á heima í báðum flokkum, þ.e. fyrir skógarbændur sem aðra bændur.

Þarf frekari skoðun, m.a. m.t.t. samstarfs við menntastofnun.

 

Vinsæl hugtök sem má nota við ýmis tækifæri:

Líffræðilegur fjölbreytileiki, sjálfbærni, hringrásarhagkerfi, lífúrgangur, Tryggingar-öryggismál, útivist, ...

 

Næsti fundur er fyrirhugaður 12.janúar 2023  kl 20:30. 

HGS beðinn að minna stjórnarmenn á þegar nær dregur.

                                                                                                                                  Fundi lauk kl 22:00 -Gleðileg jól

2
3
4
5
6
7
9
8
10
11
12
13
14
Búvörusamningadrög.png
15
16

17. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, mánudaginn 16.janúar 2022 kl. 20:30

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Sighvatur Jón Þórarinsson, (SJÞ)

Guðmundur Sigurðsson, (GS)

Laufey Leifsdóttir, varamaður, (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ/fundarritari  (HGS)

 

 

1)Í deiglunni

  1. Tjörvi Bjarnason hjá Matfélaginu ehf. bað um að fá formlegt leyfi til að nota gögn um loftslagsmál sem skógarbændur hafa unnið gegnum tíðina, svo sem skýrslur, útreikningar og slíkt. Heimilda verður alltaf getið. Einnig er óskað eftir að eiga gott samstarf við SkógBÍ í framhaldinu.

Stjórn tók erindinu vel og gefur sína heimild.

  1. Guðmundur Aðalsteinsson, skógarbóndi á Austurlandi, hefur átt í skoðanaskiptum við Skógræktina vegna greiðslna á girðingum, bæði uppsetta á samningsbundu landi og einnig óuppsetta á fyrirhuguðu skógræktarlandi, ósamningsbundnu. Skógræktin tók málið fyrir í síðustu viku og telst það afgreitt. 

Fundarmenn ræddu lauslega hugmyndir um hvernig væri hægt að aðstoða bændur í sömu stöðu og Guðmund. Skógræktin virðist stundum vera einráð í sinni stefnu gagnvart skógarbændum. Á það hvoru tveggja við um girðingar og taxta. Lagt er til að unnin verði tillaga í anda málsins fyrir búgreinaþing/búnaðarþing og beint til stjórnar BÍ.

 

2)Fulltrúar á búgreinaþing

Búgreinaþing verður á Hotel Natura í Reykjavík 22.-23. febrúar. HGS hefur farið yfir félagatal. Fjöldi félagsmanna í búgreinadeild skógarbænda var 182 um síðastliðin áramót. Einn virðist hafa hætt í deildinni á síðasta ári og tveir dáið. Fjöldi félaga í deildinni var 149 um áramótin þar síðustu og því aukning um 33 félaga eða 20% milli ára.

Fjöldi félaga eftir landshlutum:

Alls 182 félagsmenn í SkógBÍ: A= 47 (5 fulltrúar), N=58 (6), S=35 (4), V=36 (4), Vfj=6 (1) 

 

Næstu skref er að funda með formönnum skógarbændafélaganna ef þörf krefur og funda með grasrótinni eftir landsskipan skógarbændafélaganna á fjarfundi Teams.

 

Dagskrá

-Farið verður yfir hvað stendur til á búgreinarþinginu

-Kosnir verða fulltrúar á þingið af viðkomandi svæði

-Leggja má fram tillögur fyrir búgreinaþingið

-Önnur mál

 

Tímasetningar fundanna fimm eru þessar:

23. janúar (mán)    Austurland kl. 20:00    og    Suðurland kl. 21:00,

24. janúar (þri)       Norðurland kl. 20:00   og    Vesturland kl. 21:00,

25. janúar (mið)     Vestfirðir kl. 20:00 

 

Allir velkomnir en kosning er miðuð við landshluta.

 

 

 

 

3)Undirbúningur/hugmyndavinna búgreinaþings

Ýmislegt var rætt á fundinum varðandi aðdraganda þingsins. Hér er upptalning á því helsta:

 

  • Hugmynd að tveimur meginumfjöllunarefnum fyrir þingið:

    • Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

    • Stefnumörkun BÍ með áherslu á skóg og skjólbelti (sjá hugmyndir 16. stjórnarfundar)

 

  • Greitt er fyrir flutning fulltrúa á þingið (hámarksgreiðsla miðast við flugfargjald).

  • Hótelherbergi eru auglýst á afslætti fyrir félagsmenn BÍ.

  • Er tími fyrir málþing eða fyrirlestra í lok þingsins?

  • Endurskoða tillögur fyrra árs og gera skil.

  • Búvörusamningar, kortlagning möguleika.

    • Hverjir eru kostir og gallar við að flytja verkefni frá ríkinu/Skógræktinni?

    • Hver verða áhrif af sameiningu Skógræktar og Landgræðslu fyrir skógarbændur?

    • Hvernig má útfæra stöðu kolefnisbindingar eldri skóga hjá skógarbændum?

Leggja þarf fram formaða tillögu til stjórnar BÍ á komandi búnaðarþing.

  • Stefnumörkun BÍ, hvað geta skógarbændur lagt af mörkum til að efla landbúnað á Íslandi?

 

  • Tillögur skulu berast með formlegum hætti (sbr. bondi.is) fyrir 1. febrúar (viðmið).

  • Hver er staða Kolefnisbrúar, er vert að kynna hana?

  • Huga þarf að fundarstjóra og fundaritara

  • Huga þarf að aðalfundi LSE.

 

 

 

Fyrir jól var haldinn fundur með forystu BÍ og stjórn SkógBÍ. Þar lofuðu framkvæmdastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri að svara spurningalista frá félögum skógarbænda á landsvísu. Svör hafa ekki skilað sér. HGS falið að ýta á eftir þeim.

 

Næsti fundur er fyrirhugaður með formönnum skógarbændafélaga, ef þeir óska, 18. jan.

Fundi lauk kl 22:15

 

18. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi, mánudaginn 6.febrúar 2022 kl. 12:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Guðmundur Sigurðsson, (GS)

Sighvatur Jón Þórarinsson, (SJÞ) á Teams

Hrönn Guðmundsdóttir (HG) á Teams

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari (HGS)

 

1)Yfirlestur og samræming innsendra tillagna

Fyrir fundinn bárust tillögur frá skógarbændafélögum. Verkefni stjórnarinnar var að fara yfir tillögur, sameina þær sem eins voru, samræma, formgera og ákveða hvert skal beina þeim í kjölfarið.

Tillögur frá skógarbændafélögunum voru sem hér segir:

1/1      FSN        Skjólbelti

2/2      FSN        Skógarplöntuframleiðsla

3/3      FSN        Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

4/4      FSN        Kolefnisbinding

5/5      FSN        Innflutningur viðarafurða

1/6      FSV        Framkvæmdaleyfi

2/7      FSV        Stýrð sauðfjárbeit

3/8      FSV        Endurmenntunarstyrkir til BÍ

4/9      FSV        Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

5/10   FSV        Eign kolefniseininga

1/11   FSA        Kolefni viðurkennt sem skógarafurð

2/12   FSA        Endurgreiðsla virðisaukaskatts

3/13   FSA        Útdeiling fjármagns úr Rammasamningi um skógarafurðir

4/14   FSA        Kolefnisbinding eldri skóga

1/15   FSS         Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

 

Tillögur inn á búgreinaþing eftir yfirlegu þessa fundar:

  1. Skjólbeltagerð á bújörðum*

  2. Sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar

  3. Skógarplöntuframleiðsla*

  4. Kolefnisbinding*

  5. Kolefni viðurkennt sem skógarafurð

  6. Endurgreiðsla virðisaukaskatts

  7. Innflutningur

  8. Stýrð sauðfjárbeit

  9. Rammasamningur*

  10. Útlistun fjármagns úr rammasamningi

 

*Stjörnumerking þýðir að tillagan fékk umfjöllun á búgreinaþingi 2022 en hafa verið endurskoðaðar með nýjum áherslum. Í fyrra voru 14 tillögur sem fengu samþykki þingsins. Nokkuð er um endurtekningar milli ára. Sumar tillögur eiga enn við og enn er verið að vinna að þeim. Talið er því að óþarft sé að fjalla um þær aftur á komandi þingi. Tillögurnar sem átt er við eru: Þóknun stjórna búgreinadeilda BÍ, Horft fram á við, Kolefnisbrú, Félagsaðild að BÍ, Búvörusamningar, Framkvæmdaleyfi og Endurmenntun.

 

2)Formsatriði og dagskrá búgreinaþings

 

Dagskrádrög búgreinaþings skógarbænda

 

a) Ávarp skógaræktarstjóra

b) Skýrsla stjórnar.  

c) Samþykktir skógarbænda BÍ

d) Tillögur til umræðu og afgreiðslu

e) Kosning stjórnar skv. grein 7 í samþykktum þessum 

f) Kosning fulltrúa á Búnaðarþing

g) Starfsáætlun til næsta árs. 

h) Önnur mál. 

 

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda skal haldið að þingi loknu.

 

Tillaga að fundarstjórum: Agnes Geirdal og Guðbrandur Brynjúlfsson. HG og GS falið að leita til þeirra.

Fundarritarar: HG, SHÞ og HGS.

 

HGS falið að bjóða Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra, á búgreinaþingið.

 

Fyrirspurn til fjármálastjóra BÍ: Getur deild skógarbænda fengið útlistun á annars vegar streymi fjármuna úr annars vegar rammasamningi fyrir skógarafurðir og hins vegar útlistun félagsgjalda til deildar skógarbænda á síðasta ári.

 

 

Næsti fundur er fyrirhugaður í næstu viku.

Fundi lauk kl 16:45

19. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands (Skóg-BÍ).

Stjórnarfundur á TEAMS fjarfundi,  fimmtudaginn 16.febrúar 2022 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, varaformaður (SHÞ)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Sighvatur Jón Þórarinsson, stjórnarmaður (SJÞ)

Björn Bjarndal Jónsson, varamaður (BBJ)

Laufey Leifsdóttir, varamaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari (HGS)

 

1)     Tillögur rýndar

Gerðar voru minniháttar breytingar á tillögum fyrir búgreinaþingið næstkomandi miðvikudag.

 

2)     Fyrir búgreinaþing

-Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, hafa þegið boð á búgreinaþingið.

 

-Agnes Geirdal hefur tekið að sér að stýra þinginu. HGS verður í sambandi við hana.

 

-LL, HG og HGS taka að sér fundarritun. HGS hyggst setja upp eina upptökuvél til aðstoðar.

 

-Einn stjórnarmaður SkógBÍ hefur tilkynnt afsögn sína úr stjórn. Tveir hyggjast gefa kost á sér áfram en tveir eru enn óákveðnir. Ekki var tekin ákvörðun um hvort skipuð yrði uppstillingarnefnd.

 

-BBJ var boðið að kynna stefnumótun FSS á þinginu en það þótti ekki tímabært. BBJ segir að stefnan verði kynnt stjórnum skógarbændafélaganna og SkógBÍ þegar hún verður tilbúin, en það gæti verið á næstu vikum.

 

-HGS er beðinn að leita svara hjá framkvæmdastjóra BÍ og aðstoðarframkvæmdastjóra BÍ sem þau höfðu lofað að svara á sameiginlegum fundi BÍ og SkógBÍ sem haldinn var skömmu fyrir jól.

 

-Spurningarnar snerust í aðalatriðum um veru okkar innan BÍ og breytinguna frá því að vera í Landsamtökum Skógarbænda og að vera deild innan Bændasamtakanna.

 

3)     Ber

Hlynur segir frá fundi sínum við Elisabeth Bernard, starfsmanni Skógræktarfélags Íslands, þar sem hún hyggst sækja um styrk til að efla nýtingu á aukaafurðum úr skóginum, svo sem ber og sveppi. Stjórnarmenn vilja leggja umsókn hennar lið.

 

 Fundi lauk kl 21:50

   

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

20. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

TEAMS fjarfundur,  fimmtudaginn 2. mars 2022 kl. 20:00


Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (BBJ)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Dagbjartur Bjarnason, nýr stjórnarmaður (DB)

Laufey Leifsdóttir, nýr stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari (HGS)

 

 

Formaður opnaði fundinn og bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

 

1)Varaformaður

Hrönn Guðmundsdóttir er nýr varaformaður búgreinadeildar skógarbænda.

GS tilnefndi HG, stjórnarmenn tóku undir tilnefningu og HG tók áskorunninni.

JGJ og HG verða búnaðarþingsfulltrúar deildar skógarbænda og GS er til vara.

 

2)Taxtanefnd

Sviðstjóri Skógræktarinnar hefur kallað eftir að stjórn Búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ (áður LSE) tilnefni fulltrúa í taxtanefnd. JGJ segir frá samtali sínu við Gunnar Þorgeirsson, formanns BBÍ, sem fram fór fyrr í dag. Rætt var um ábyrgðina sem fylgdi starfi nefndarinnar. Í meginatriðum gengur starf nefndarinnar út á að ákveða, og endurmeta eftir þörfum, laun sem landeigendur með skógræktarsamning við Skógræktina vinna eftir. Í nefndinni sitja fulltrúar Skógræktarinnar og skógarbænda. Lagt var til að skipa 3 fulltrúa frá hvorum hagsmunaaðilanum.

Fyrir fundinn hafði DB gefið kost á sér í nefndina. JGJ leggur til að auk DB sitji HG í nefndinni fyrir hönd stjórnar og GS sé til vara. Auk stjórnarmanna munu tveir starfsmenn BÍ taka sæti í nefndinni; þeir HGS og Örvar Þór Ólafsson, fjármálastjóri. LL telur sig vanhæfa til að sitja í nefndinni vegna tengsla. Stjórnin samþykkti tillögu JGJ.

Auk þess er lagt til að fyrsti fundur verði staðarfundur, t.d. á Mógilsá. Þar sem öllum stjórnarmönnum SkógBÍ gæfist kostur að taka þátt.

HGS var falið að hafa samráð við sviðstjóra Skógræktarinnar um tímasetningu fyrsta fundar taxtanefndar.

 

3)Tillögur af búgreinaþingi

Rennt yfir allar 10 tillögurnar sem voru samþykktar á nýafstöðnu búgreinarþingi. Oftast var þeim beint til eins aðila en í þremur tilfellum var þeim beint til tveggja aðila.

 

6 tillögum var beint til Búnaðarþings

3 tillögum var beint til stjórnar BÍ

2 tillögum var beint til matvælaráðherra

2 tillögum var beint til stjórnar SkógBÍ

 

Tillaga nr. 9. „Endurgreiðsla virðisaukaskatts“ var beint til stjórnar BÍ og fékk hún sérstaka umræðu. Lagt er til að hún verði unnin undir handleiðslu lögmanns BÍ, í samráði við deildina.

 

4)Frétt í næsta BBL

Fyrir fund hafði HGS skrifað grein sem yrði birt næsta Bændablaði. Titill greinarinnar var „Megináherslur skógarbænda og fjallaði um nokkur áherslumál af búgreinaþinginu“.

 

5)Fulltrúi á fagsvið Garðyrkjuskólans (FSU)

JGJ fól HGS að sitja í fagnefnd skógræktar fyrir hönd búgreinadeildar skógarbænda. HGS falið að tilkynna það til Guðríðar Helgadóttur, fagstjóra garðyrkjubrautar FSU. Jóhann Gísli var beðinn um að tilnefna nefndarmann í fagsvið skógræktar hjá FSU. Hlynur situr fyrir í þessari nefnd en ekki hefur verið mikið um verkefni síðustu fimm ár.

6)Skógarmatur

Umsóknin fyrir Skógarmat, verkefni Elisabeth Bernard hjá Skógræktarfélagi Íslands, var send 28. feb s.l. til Matvælasjóðs í flokki KELDA. Stuðningsyfirlýsing frá BÍ undirrituð af Vigdísi var send með umsókninni.

 

7)Önnur mál

Félagaöflun

DB leggur til að gerður verði bæklingur fyrir skógarbændur og verðandi félagsmenn BÍ. Bæklingurinn myndi svara svörum um ávinning aðildar að BÍ, fara yfir næstu skref, hvar nálgast má upplýsingar o.fl.  

 

För erlendis

Stjórn hefur áhuga á að skógarbændur undirbúi ferð, líkt og ferðina til Danmerkur 2021 á vegum LSE.

 

Málþing

Lagt er til að málþing skógarbænda verði haldið á Vesturlandi í haust, í samvinnu við skógarbændafélögin. GS vill skipa undirbúningshóp með FSV. Hugmynd að dagsetningu er í lok ágúst. Huga þarf að þema, fyrirlesurum og fleiru.

 

 

 

 Fundi lauk kl 21:21

 

 

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

21. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

TEAMS fjarfundur,  fimmtudaginn 20. mars 2023 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (BBJ)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Birgir Steingrímsson, varamaður í stjórn (BS)

Bergþóra Jónsdóttir, formaður FSS (BJ)

Björn Bjarndal Jónsson, formaður FSS (BBJ)

Maríanna Jóhannsdóttir, formaður FSA (MJ)

Naomi Bos, formaður FSVfj. (NB)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari (HGS)

 

Formaður opnaði fundinn og bauð stjórnarliða SkógBÍ og formenn skógarbændafélaga velkomna.

 

1)Taxtar

Á samráðsfundi Skógræktarinnar og Landssamtaka skógareigenda (LSE) í nóvember 2019 var skipuð sex manna taxtanefnd til að fara yfir og mögulega endurskoða taxta hjá Skógræktinni. Sú nefnd fundaði aldrei enda hömluðu stjórnvöld fundahöld vegna Covid-faraldurs. Auk þess voru umbreytingar hjá LSE vegna sameiningar við BÍ. Á nýafstöðnu búgreinarþingi skógarbænda var nefndin endurskipuð og ætlað að hefja störf. Í síðustu viku átti nýskipuð taxtanefnd sinn fyrsta fund. Í nefndinni sitja: HG, formaður, DB og HGS fyrir SkógBÍ og fyrir Skógræktina sitja Hrefna Jóhannesdóttir, Hreinn Óskarsson og Gunnlaugur Guðjónsson. Auk þess sat Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri fundinn. Meginmál fundarins voru taxtar þessa árs. Fyrir fundinn hafði Skógræktin uppreiknað taxtana miðað við 60% launavísitölu og 40% neysluvísitölu eins og hún hefur gert síðustu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi blandaða leið Skógræktarinnar kemur skógarbændur betur heldur en ef um hreina hækkun eftir launavísitölu væri að ræða. Frá fyrstu samráðsfundum (2017) vildu LSE fulltrúar að hækkun taxta milli ára myndi eingöngu miðað við launavísitölu en það fékkst ekki samþykkt. Hefði tillaga LSE verið samþykkt strax í upphafi hefðu taxtar þó verið hærri en þeir eru núna, þrátt fyrir niðursveiflu síðasta ár.

 

Skógræktin hefur óskað eftir efnislegri umsögn um taxtana 2023 fyrir 27. mars nk. Samþykkt var að gefa fundarmönnum færi á að rýna gögn betur áður en umsögn yrði gerð. Athugasemdum yrði að skila til HGS sem fyrst. Tilgangur umsagnarinnar yrði þó ekki til að andmæla núverandi taxtahækkun þar sem skammt er til vorverka heldur frekar benda á þau atriði sem þyrfti að athuga í framhaldinu og er þar helst að nefna atriði í tengslum við: nýgirðingar, girðingaviðhald, áburðargjöf, áburðarkaup, íbætur, plöntuflutninga, umsjón, umhirðu, tvítoppaklippingu, gróðursetningaafköst og afköst í gróðursetningu við mismunandi aðstæður. Hvað afköst varðar var mikið rætt um að ekki megi horfa eingöngu til gríðarlega afkastamikilla verktaka sem vinna í góðu landi og eru mataðir á plöntum, allt upp í 7000 plöntur á dag en slík afköst voru nefnd á samráðsfundi með Skógræktinni í maí 2019.  Fundarmenn hafa ekki náð slíkum afköstum, og draga verulega í efa að þarna sé um dæmigerð afköst að ræða, en telja ekki óeðlilegt að miða við 1000-2000 plöntur á dag, en allt fari það eftir því hvort um sé að ræða íbætur eða ekki og svo má skoða hversu marga klukkutíma á dag eigi að planta. Taxtanefndarinnar bíður mikið verkefni.

 

2)Stýrð sauðfjárbeit

10. tillaga fundar búgreinadeildar skógarbænda af búgreinaþingi BÍ fjallar um lausagöngu búfjár og var henni beint inn á komandi búnaðarþing. Daginn fyrir búnaðarþing, eða 29. mars hafa formenn skógarbænda og sauðfjárbænda ákveðið að halda fund með stjórnum beggja búgreinadeilda til að ræða tillöguna. Ætlunin er að halda staðarfund en TEAMS er eflaust mögulegt fyrir þá sem það vilja.

 

 

3)Önnur mál

Málþing

HGS sagði frá umsókn sem hann er að skrifa til Landsvirkjunar um fjármögnun Málþings sem SkógBÍ ásamt skógarbændafélögunum ætla að halda í ágúst. HGS sagði frá dagskrárhugmyndum sínum og voru þær ræddar. Hann hafði skipt dagskránni upp í fjögur þemu:

1. Matar-skógrækt2. Byggðamáls-skógrækt3. Loftslags-skógrækt 4. Samkeppnishæf skógrækt

Fundurinn lagði upp að fyrst um sinni yrði lögð áhersla á nr. 1 og 3.

 

Skogarbondi.is

Heimasíða LSE er enn virk en tiltektar er þörf á henni. Formenn félaganna og HGS beðnir að líta yfir hana.

 

Framundan hjá FSS

BBJ segir frá viðburðum hjá FSS. Um helgina sóttu 40 manns viðburð þar sem Brynjar Skúlason fjallaði um kynbætur og BBJ fór yfir vorverkin í skóginum. Fleiri viðburðir eru á döfinni, svo sem skógargöngur og eru þeir auglýstir á skogarbondi.is.

 

Fagráðstefna skógræktar

Lítið hefur farið fyrir auglýsingum um Fagráðstefnu skógaræktar sem haldin verður á Ísafirði 29.-30. mars. HGS spurður hvort hann væri ekki í nefndinni. Hann svarar að svo sé en virkni hans þar innan hafi verið lítil og bendir á að búnaðarþing er haldið sömu daga.

 

Garðyrkjuskólinn FSU

HGS segir frá viðburði sem Garðyrkjuskólinn kom að í Laugardalshöll í síðustu viku þar sem grunnskólabörnum gafst kostur á að kynna sér nám mismunandi skóla. HGS hefur verið í virku sambandi að undanförnu við Björgvin Eggertsson, áfangastjóra Garðyrkjuskólans. Meðal námskeiða á næstunni er „Forvarnir gegn gróðureldum“ sem haldið er í byrjun apríl. Bundnar eru miklar vonir með framhaldið og eflda skógarkennslu innan FSU.

 

 

 Fundi lauk kl. 22:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

22. stjórnarfundur Skóg-BÍ    

TEAMS fjarfundur,  fimmtudaginn 17. apríl 2023 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)                 

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Björn Bjarndal Jónsson, formaður FsS, varamaður (BBJ)

Sigurkarl Stefánsson, formaður FsV, varamaður (SS)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari (HGS)

 

Formaður opnaði fundinn og bauð stjórnarliða SkógBÍ velkomna.

 

1)Afstaðið búnaðarþing

JGJ sagði frá því sem var efst á baugi, er varðar skógarbændur, á nýafstöðnu Búnaðarþingi.

 

  1. Sauðskógar. Stjórnir búgreinadeilda sauðfjárbænda og skógarbænda funduðu daginn fyrir búnaðarþing og skiluðu inn sameiginlegri tillögu á þingið sem þar var samþykkt. Tillagan fólst í að sveitarfélög, hvert fyrir sig, færu yfir mál fjallskila og skyld mál heima í héraði.  

 

  1. Búgreina- og búnaðarþing 2024. Stjórn BÍ var falið að reyna að sameina tvö stóru þing bænda, búgreinaþing og búnaðarþing, í eitt stórt veglegt þing þeirra í stað fyrir næsta ár.

 

  1. Tryggingar. Sjóvá kynnti tryggingu sem BÍ hafa keypt fyrir sína félagsmenn. Hún kostar 16 þúsund á félagsmann og tryggir fjarvistir vegna t.d. veikinda upp á 380 þús. kr. á mánuði í 6 mánuði.

 

  1. Hækkun félagsgjalda sem virkar þannig t.a.m. lægsta þrep hefur verið hækkað 100% eða úr 15 þús. kr. í 30 þús. kr. á ári, tekur gildi strax.  Meira varðandi félagsgjöld. JGJ sagði frá að eggjabóndi sem greiðir eftir veltu sinni 600 þús. kr. í félagsgjöld til BÍ á meðan annar bóndi, sem er með 70% hlutdeild í eggjamarkaði hérlendis, greiðir aðeins helmingi meira. Þarna þarf að gæta samræmis og stefnt er að því að taka upp annað fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda á næstu tveimur árum.

 

  1. Afgreiddar tillögur á þinginu verða teknar saman og færðar í form Stefnumarka samtakanna. Stefnumótunin verður opinberuð innan fárra daga.

 

Um klukkustundarlangar umræður voru um lið D „Hækkun félagsgjalda“.

 

Stjórn SkógBÍ þykir hækkun félagsgjalda drjúg og telur að hún muni fæla skógarbændur frá því að ganga í Bændasamtökin. Auk þess getur hækkunin þýtt að núverandi félagsmenn, þeir sem eingöngu eru skógarbændur, hætti í samtökunum.

 

Rætt var um að BÍ þyrfti að taka fjárhagslega þátt í frekari vinnu við verkefni sem SkógBÍ á að sinna skv. rammasamningi, svo sem „Horft fram á meiri við“, jólatré, staðla, félagsmál og fyrirhugað málþing. HGS í samvinnu við stjórn BÍ, var falið að gera drög að fjárhagsáætlun verkefnanna.

2)FSC -upprunavottun

HGS segir frá starfi sem hann og Eiríkur Þorsteinsson hafa unnið að síðustu vikur. Það gengur út á að meta hvort tímabært sé að innleiða upprunastaðal FSC til Íslands og hvernig væri best að standa að því.

 

3)Kolefnisbrú

HGS segir frá því sem drifið hefur á dagana í starfi tengdu Kolefnisbrúnni síðustu daga og vikur.

 

4)Stjórnarmaður í Kolefnisbrúnni

Stjórnarliði LSE í Kolefnisbrú hefur óskað eftir að stíga til hliðar í stjórn og gefa sætið laust til að jafna kynjahlutfall stjórnarinnar. Stjórninni þykir Sighvatur sína mikið örlæti og sýnir því skilning upp að því marki að hann fær að stíga til hliðar á næsta aðalfundi Kolefnisbrúar.

 

5)Málþing skógarbænda

GS, SS og HGS segja frá undirbúningi við fyrirhugað málþing skógabænda.

  • Varmaland Borgarfirði 13., 14. og15. október 2023.

  • Á hótelinu er er 40 manna salur en fundarsalurinn „Þinghamar“ er skammt frá og tekur fleiri í sæti.

  • Verðhugmynd er ekki komin en það verður tilkynnt innan tíðar.

  • FSV munu taka að sér skipulag fyrir árshátíð og slíkt en SkógBÍ sér um málþingið.

  • Styrkumsókn var send til Landsvirkjunar, viðbragða beðið.

  • Tilkynna þarf fyrirhugað málþing og árshátíð á aðalfundum skógarbændafélaga.

  • Á síðasta stjórnarfundi voru ýmis þemu rædd. Rætt var um að hafa dagskránna vel skipulagða og spennandi.

  • Félagsmálum innan BÍ þyrfti að gera skil á þinginu og skal óskað eftir nærveru fyrirmenna BÍ.

  • Mikilvægt að farið verði í skógargöngu á milli málþings og árshátíðar.

             

6)Aðalfundir skógarbændafélaganna

Gróskulegt starf skógarbændafélaganna verður í sumar og eru viðburðir auglýstir á skogarbondi.is

Næstu dagsettu aðalfundir eru: FSA 27. apríl, FSS 29. apríl, FSN 2. júní og FSVfj ? FSV var 23. mars sl..

 

  

Næsti fundur er fyrirhugaður staðarfundur 8. júní 2023 og verður fulltrúum BÍ

og formönnum skógarbændafélaga boðið að mæta á fundinn.

 

 Fundi lauk kl. 21:50

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

23. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

Staðarfundur, fundarherbergið Fjósið í Borgartúni 25 -BÍ,  

fimmtudaginn 8. júní 2023 kl. 11:10

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)  

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (HG)               

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður og formaður FsN (LL)

Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ (GÞ) -kom  á fund kl 12:00 – 13:00

Sigurkarl Stefánsson, formaður FsV (SS) -kom á fjarfund frá kl 12:30 – loka

Björn Bjarndal Jónsson, formaður FsS  (BBJ) -kom á fjarfund kl 12:45 – loka

Maríanna Jóhannsdóttir, formaður FsA (MA) -kom á fjarfund kl 12:45 – 14:30

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

Naomi Bos, formaður FsVfj, kom ekki á fundinn.

 

Formaður opnaði fundinn og bauð fundargesti velkomna.

 

1)Í deiglunni

HGS segir frá:

a. Opinber skrif sjálfskipaðra verndara náttúrunnar ganga út á að rýra gildi skógræktar. Skógargeirinn hrekur þessar yfirlýsingar alla jafna með rökstuddum hæti. Mikilvægt er að slíku sé ekki látið ósvarað svo rangfærslur festist ekki í sessi.

b.  Reikna má með að innan fárra ári verði almenn krafa um staðfestingar á uppruna og ágæti íslensks viðar líkt og tíðkast hjá öðrum þjóðum. Slík vottun er kostnaðarsöm enn sem komið og er óaðlöguð íslensku lagaumhverfi. HGS, ásamt fleirum, vinnur í því að meta hvort innleiðing slíkrar alþjóðlegar staðfestingar sé tímabær hérlendis og hvernig væri best væri að innleiða þær.

c.   Væntingar skógarbænda, að Kolefnisbrúin verði að því verkfæri sem vænst var til, hafa dalað. Starfsmenn BÍ og formaður Kolefnisbrúar áttu nýverið góða fundi vegna fjármögnunarkosta svo enn er von.

d.  Bændablaðið er málgagn bænda. Skógarbændur ættu að nýta sé það betur og má benda á að nú er annatími í gróðursetningu. Hægt væri t.d. að senda fallegar myndir og/eða vera í sambandi við HGS ef upp koma hugmyndir að greinum. Það væri t.d. hægt að taka viðtal við skógarbændur og gætu formenn skógarbændafélaganna riðið á vaðið. Einnig gætu skógarbændur spurt hvort annan, tekið myndir og notað kannski fyrirframákveðnar spurningar. HGS var falið að koma hugmyndum áleiðis til ritstjórnar Bændablaðsins.

2)Taxtanefnd

HG segir frá:

Fundur taxtanefndar er fyrirhugaður á mánudaginn kemur. Sem fyrr voru framlög til skógræktar skorin niður til Skógræktarinnar. Umræður eru uppi að umbreytingu greiðslu-/hvatakerfis þar sem viðskipti með kolefniseiningar koma við sögu. Þessar breytingar myndu hafa áhrif á greiðslukerfi til skógræktar meðal bænda. Þörf er þó að ræða annars vegar greiðslur fyrir gerð skjólbelta og hins vegar samræmingu milli verktaka í gróðursetningu á vegum Skógræktarinnar og greiðslna til skógarbænda.

3)Formaður BÍ

Ætlunin var að hafa formenn skógarbændafélaga viðloðandi þennan umræðulið en vegna anna hjá GÞ þurfti að hliðra tilsettum tíma. Formenn komu inn á fundinn með fjarfundabúnaði einn af öðrum.

GÞ var boðinn velkominn inn á fundinn.

  • GÞ segir frá samtali sem hann átti við skógræktarstjóra vegna asparframleiðslu Skógræktarinnar á Tumastöðum. Umræðan var tilkomin að frumkvæði garðyrkjubænda í skógarplöntuframleiðslu.

  • Rætt var um að gera einblöðung fyrir skógarbændur um kosti þess að vera félagsmaður BÍ. Að sögn Guðrúnar Birnu, yfirmanns félagsmála BÍ, hafa 181 greitt félagsgjöld 2023 í deild skógarbænda. LL stingur upp á að skrifa öðru hvoru fréttabréf í formi tölvupósts með fréttum frá skógardeild BÍ.

  • Rammasamning og búvörusamning bar á góma.

  • Afgreiðsla á framkvæmdaleyfum til skógræktar virðist sífellt flóknari í afgreiðslu sveitarfélaga. Þörf er á úrbótum, nú sem aldrei fyrr. Hér eiga helst í hlut Skógræktin, BÍ, Samtök sveitarfélaga og landeigendur. GÞ segir frá góðri vinnu í skipulagsmálum hjá Rangárþingi ytra með landsvæði undir Motorcross-braut sem vert er að draga lærdóm af.

Í framhaldi af fyrri lið:

  • Hvernig er hægt að koma því í gegn í íslenskum skipulagslögum að skógrækt sé skilgreind sem landbúnaður. GÞ leggur til að eftirfarandi beiðni verði beint til Vigdísar framkvæmdastjóra BÍ að fela nýráðnum lögfræðinema að finna út úr:  „Hvernig breytum við skógrækt í landbúnað?“.

  • Skömmu fyrir fund hafði Björgvin Eggertsson, brautarstjóri Skógs og náttúru, Reykjum hjá Garðyrkjuskólanum/FSU, samband við HGS og bað um að koma orðsendingu inn á fundinn: Skriður er komin á vinnu Garðyrkjuskólans, meðal annars vegna tilkomu formanns BÍ. Unnið er að námskeiðum fyrir skógarbændur. Grænni skógar-námskeiðaröðin fer senn að hefjast aftur.

  • Undirbúningur að framhaldsskýrslu „Horft fram á við“ er hafinn. Gera þarf kostnaðaráætlun.

  • Þörf er á að hafa tölulegar upplýsingar skógræktar á reiðum höndum. Það er lykilatriði í árangursríkri hagsmunabaráttu. Æskilegt er að hafa hagfræðinga BÍ með í ráðum við úrvinnslu gagna. Upp komu atriði sem leitað verður svara við hjá Skógræktinni:

  • Hver hafa fjárframlög ríkisins til bændaskógræktar verið til Skógræktarinnar/landshlutaverkefna frá hruni til dagsins í dag (eða lengur)?

  • Hver hefur verið árleg gróðursetning skógarbænda og þjóðskóga, sundurliðað?

  • Er biðlisti af jörðum þar sem vilji er til að hefja skógrækt hjá Skógræktinni? Hvað er hann langur og hvernig gengur að afgreiða umsóknir? Er gerður greinamunur á afgreiðslu á girtu/ógirtu landi?

  • Væri hægt að skrá skógræktarjarðir í gagnagrunninn Jörð (jord.is)? Ef ekki, hvað kemur í veg fyrir það? Þar sem hér er velt upp tæknilegum möguleika er líklegt að henni skuli beint til kortasérfræðings Skógræktarinnar, Björn Traustasonar. Þessari spurningu má einnig beina til Borgars Páls hjá RML.

 

  • Dræm nýliðun á bújörðum er orðin mikil ógn við landbúnað. Þessari þróun þarf að afstýra.

  • Lausaganga búfjár þarfnast frekari úrvinnslu. JGJ veltir því upp hvort hægt væri að bjóða bændum, sem eiga eldri skóga, að bjóða sauðfjárbændum að opna skóga sína til beitar?

  • Rætt var um Málþing skógarbænda sem fyrirhugað er í haust. GÞ var við upphaf umræðunnar.

Sjá næsta lið.

 

 

4)Málþing skógabænda

Fyrirhugað er að halda málþing og árshátíð skógarbænda á Varmalandi í Norðurárdal 14. október nk. Undirbúningshópur, skipaður HGS, GS og SS, fóru yfir stöðu mála. Búið er að bóka fundarstað og tilheyrandi. Upphaflega var ætlunin að hafa þrjú þemu: þ.e. mat, loftslagsmál og umhirðu, en samhljómur var um að hætta við þema loftslagsmála og hafa einungis tvö þemu. Úr þeirri umræðu kom hugmynd að kjörorðum rástefnunnar: „Hvernig geri ég skóginn minn arðbæran?“.

Nú þegar hefur verið rætt við ýmsa fyrirlesara en enginn hefur staðfest komu sína. Mikilvægt er að ganga frá fjármögnun áður en lengra er haldið. Ef fyrirlesari er fengin utan úr heim þarf að vega og meta kosti um að greiða fyrir hann til Íslands eða að fá hann til að flytja fyrirlestur með aðstoð tölvutækni, sé sá kostur í boði. BBJ bendir á sænska heimasíðu um mat og skóg; skogsskafferiet.se.

Ákveðið var að BBJ kæmi inn í undirbúningshóp málþingsins.

             

5)Önnur mál

Elisabeth Bernard, hjá skógræktarfélagi Íslands, hlaut ekki náð Matvælasjóðs fyrir styrkumsókn sinni en skógarbændur, í nafni BÍ, lögðu umsókninni stuðning. HGS mun funda með Elisabeth í komandi viku. Stjórnin vill veita henni stuðning en ekki fjárhagslegan.

 

BBJ telur að æskilegt sé að hætta að tala um búgreinadeildina undir nafni „SkógBÍ“ eins og títt er. Það var fínt vinnuheiti meðan var og hét en æskilegt er að mynda samtöðu með BÍ og kalla deildina frekar „skógardeild BÍ“ út á við eða búgreinadeild skógarbænda BÍ. „SkógBÍ“ fer fyrir brjóstið á fólki. BÍ eru heildarsamtök allra bænda.

 

HGS óskar eftir ábendingum um betrumbætur á heimasíðuna skogarbondi.is og vill fá að vita af öllum viðburðum og slíku til að auglýsa á síðunni.

 

MJ greinir frá að rætur garðyrkjuskólans teygja sig víða og ætti að nýta þær tengingar. Nefnir í því samhengi fyrrum starfsmann skólans, Jóns Kristófers Arnasonar, sem nú er garðyrkjustjóri Múlaþings. BBJ segir að mismunandi kostir eru til skoðunar hverju sinni.  

 

LL tiltekur mikilvægt mál af aðalfundi FSN sem var fyrir um viku síðan, þ.e. að gera megi enn betur í að tryggja fræframboð og plöntuframleiðslu, sér í lagi á lerki og þar með blendingnum hrym. Það megi gera með samstilltu átaki skógarbænda, BÍ, Skógræktarinnar og ríkisins í að koma á laggirnar nýju fræhúsi..

 

 

 

 

Næsti fundur er fyrirhugaður 21.júní 2023, kl 20:00 á TEAMS

 

 Fundi lauk kl. 15:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

24. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS fjarfundur, miðvikudaginn 28. júní 2023 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)  

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)*

Björn Bjarndal Jónsson, varamaður í stjórn og formaður FsS  (BBJ)*

Sigurkarl Stefánsson, formaður FsV (SS)*

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)*

 

* Milli kl 19:30–20:00 fundaði undirbúningsnefnd Málþings skógarbænda. Stjórnarliðar komu einn af öðrum inn á þann fund og hófst formlegur stjórnarfundur á slaginu 20:00 með öllum fundarmönnum.

 

Formaður opnaði fundinn og bauð stjórnarliða Skógardeildar BÍ velkomna.

1)Málþing skógarbænda

Fyrirhugað er að halda Málþing skógarbænda að Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 14. október nk.

JGJ segir frá: Í gær sátu JGJ og HGS fund með Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ, Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra BÍ og Örvari Þór Ólafssyni, gjaldkera BÍ, þar sem rædd var fjármögnun og hugmyndir að útfærslum málþings skógarbænda. Málþingið ber upp á sömu helgi og fyrirhugaður dagur landbúnaðarins. Samlegð er meðal viðburða og verða þeir samræmdir upp að einhverju marki, svo sem í auglýsingum. HGS, Vigdísi og Stellu Björk Helgadóttur, BÍ, er falið að útæra samræmingu eftir sumarfrí.

Þegar rætt var um fjármögnun miðaði áætlun upp á hálfa miljón króna sem fólst einkum í fjármögnun fyrirlesara. Örvari var falið að tryggja fjármagn.

 

Undirbúningshópurinn sagði frá hugmyndum sínum:

Viðburðir BÍ:         Ræddur var samnefnari dags landbúnaðarins og málþings skógarbænda. Þörf á að finna málþinginu viðeigandi titil.

Dagskrá:                 Sextán frambærilegir fyrirlesarar hafa tekið vel í að halda erindi á málþinginu. Hugmyndir voru uppi með að bjóða sænska skógarbóndanum Marianne Erikssen á málþingið en ákveðið var gera það ekki að þessu sinni. Mögulega verður sú umræða tekin upp aftur fyrir næsta málþing. Ákveðið var að undirbúningshópur lyki sinni undirbúningsvinnu með staðfestingar og útreikninga fyrir lok næstu viku og tilkynni stjórn og formönnum. Eftir sumarfrí tekur við vinna við framkvæmd málþingsins sjálfs, svo sem fjármögnun.

Aðbúnaður:          Flestir voru sammála því að aðsókn gæti orðið í betra lagi, þ.e. 60–80 manns. Ákveðið var að panta stærri salinn á Varmalandi. GS tekur að sér að ganga frá því.

Skráningargjald:   Hótelið býður kaffiveitingar og hádegismat á um 6000 krónur. Vilji var meðal stjórnar að hafa skráningargjald nærri 3000 krónum. Ræddir voru möguleikar til niðurgreiðslu og hvort umbuna ætti félagsmönnum BÍ sem mæta.

 

2)Önnur mál

HGS sagði frá að BÍ hefði óskað eftir málefnum sem deild skógarbænda er stolt af til frekari umfjöllunar. HGS lagði til vel heppnaðan bás á landbúnaðarsýningu og B) TreProX-verkefnið.

 

Næsti stjórnarfundur auglýstur eftir sumarfrí.

 Fundi lauk kl. 21:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

25. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS fjarfundur, miðvikudaginn 9.ágúst 2023 kl. 20:00

Fundarmenn:

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Maríanna Jóhansdóttir, varastjórnarmaður, fulltrúi af Austurlandi (MJ)

Jóhann Gísli Jóhannsson (JGJ), formaður búgreinadeildar skógarbænda, kom ekki á fundinn þar sem hann metur sig vanhæfan í fyrri fundarlið vegna aðkomu sinnar að Búnaðarsambandi Austurlands.  

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

 

Varaformaður opnaði fundinn og bauð stjórnarliða búgreinadeildar skógarbænda BÍ velkomna til fundar.

 

1)Bréf BÍ um beitarmál

Bréf frá Bændasamtökum Íslands (BÍ), dagsett 6.júlí 2023, var sent til Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins. Í bréfinu var farið yfir helstu sjónarmið beitarmála með tilliti til laga í landinu. Undir bréfið skrifuðu formaður BÍ og framkvæmdastjóri BÍ.

Fundarmenn harma það að forsvarsmenn BÍ taki afstöðu til mála með hagsmuni einnar búgreinar fram yfir hagsmuni annarra. Ákveðið var að senda út yfirlýsingu til stjórnar BÍ um vanþóknun þessa bréfs.

HG tekur að sér að gera uppdrátt að bréfi og öðrum svo gefinn kostur á að laga eftir þörfum. Í kjölfarið er HGS falið að senda bréfið formlega til forystu BÍ.

 

2)NSF Rådsmöte 2023 

Þann 11.júlí sl. barst boð á árlega ráðstefnu FSN, Félag skógarbænda á Norðurlöndum, the Council meeting of Nordic Family Forestry – NSF Rådsmöte, undirritað af Magnus Kindbom og Mia Crawford. Ráðstefnan er nú haldin í Karlshamn og Mörrum í Suður Svíþjóð, dagana 14.-15.september. Undanfarin ár hefur HGS mætt fyrir hönd Landssamtaka skógareigenda og hafa samtökin kostað för hans, laun og uppihald. HGS kemst ekki að þessu sinni. Stjórnin óskaði eftir öðrum fulltrúa til að mæta á ráðstefnuna og bauð DB sig fram að því tilskildu að hann fengi að hafa frú sína með. Samþykkt var að DB og frú yrðu fulltrúar íslenskra skógarbænda á ráðstefnunni. Fyrirfram hafði JGJ lýst velþóknun sinni á það. Óskað verður eftir að DB skili skýrslu úr ferðinni og að hana megi birtingar í Bændablaðinu að öllu leiti, eða að hluta.

Ferðin yrði ferðalöngum að kostnaðarlausu. HGS falið að leita fjárframlags til BÍ.  

 

Kostnaður: Hótel fyrir einn er 1008SEK nóttin (12.500 kr). Ráðstefnugjald er 480 SEK (6000kr). Samgöngur á landi áætlað 10.000 kr á mann. Flug KEF-CPH-KEF áætlað 30.000 kr 

Samtals áætlaður kostnaður fyrir einn = 66.000 kr.

Samtals áætlaður kostnaður fyrir tvo = 150.00 kr

 

Ræddir voru kostir og gallar við þátttöku á fundinum:

  1. Mynda tengslanet og efla samstarf. Mikilvægara nú en nokkru sinni. Ástæðan er alþjóðavæðing kolefnisviðskipta og breytt staða afurða hjá okkur á íslandi.

  2. Dagskráin er áhugaverð og ber þar hæst SÖDRA verkefnið OnceMore, sem er endurnýting á textíl.

  3. Þátttakendur á fundinum fá 10 mínútur til að kynna stöðu skógarækar heimafyrir. DB og HGS munu útbúa kynningu í sameiningu sem DB mun flytja á ráðstefnunni.

 

Næsti stjórnarfundur fyrirhugaður í september.

 Fundi lauk kl. 21:20

Bréf frá 1. lið

 

Sent á

Gunnar Þorgeirsson,

formann Bændasamtaka Íslands                                                                          Þorlákshöfn, 15. ágúst 2023

 

Efni:

Svar við bréfi BÍ vegna lausagöngu/ágangs búfjár sem sent var til sveitarfélaga þann 6. júlí síðastliðinn.

 

Stjórn búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands harmar að forsvarsmenn BÍ taki afstöðu til mála með hagsmuni einnar búgreinar fram yfir hagsmuni annarra. Ljóst er að viðtækt ósamkomulag er um hvernig túlka skuli lög og reglur um búfjárhald, lausagöngu, afréttarmál og fjallskil og víða gengur á með kærumálum.

Eðlilegra er að heildarsamtök bænda leggi sitt af mörkum til þess að farið verði í gagngera endurskoðun á þessum málaflokkum af hálfu ríkisins til að skýra leikreglur og tryggja að alls jafnræðis sé gætt. Bændur í öllum búgreinum þurfa að sitja við sama borð þegar kemur að nýtingu á eigin landi og full ástæða til að bændasamtökin vinni að því að bændur, sveitarstjórnir og landeigendur viti með óyggjandi hætti að hverju þeir ganga.

Ljóst er að á vettvangi Bændasamtaka Íslands þarf að taka sjónarmið skógarbænda til greina ef þeir eiga að geta litið á Bændasamtökin sem sín samtök.

 

Hrönn Guðmundsdóttir,

varaformaður búgreinadeildar skógarbænda, fulltrúi af Suðurlandi.

 

Laufey Leifsdóttir,

stjórnarmaður og fulltrúi á Norðurlandi.

 

Guðmundur Sigurðsson,

stjórnarmaður og fulltrúi á Vesturlandi.

 

Dagbjartur Bjarnason,

stjórnarmaður og fulltrúi á Vestfjörðum.

 

Maríanna Jóhannsdóttir,

varastjórnarmaður og fulltr

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

26. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS fjarfundur, miðvikudaginn 6. sept. 2023 kl. 20:40

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)  

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (HG)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

 

Formaður opnaði fundinn og bauð stjórnarliða skógardeildar BÍ velkomna.

 

1)Erindin til BÍ

Á síðasta fundi (25. stjórnarfundur frá 9. ágúst) voru tvö erindi til umræðu en báðum var beint til stjórnar BÍ. Annað fjallaði um ágangsfé og hitt um fjármögnun á NFS-ráðstefnu. Fundarmenn harma að erindum deildarinnar hafi ekki verið svarað fyrir þennan fund.

 

2)Skoðanakönnun / þarfagreining

Alls skilgreinir 181 félagsmaður sig sem sem skógarbónda hjá BÍ. Það er örlítil fækkun frá í vor. Rætt var um hvað þyrfti að gera til efla starfið. Ætla má að félagar í skógarbændafélögum séu yfir 600 ef miðað er við síðasta félagatal Landssamtaka skógareigenda (2021). Hvernig ætti stefna búgreinadeildarinnar að vera? Hvað þykir fólki um stjórn búgreinadeildar skógarbænda? Hvað þykir skógarbænum um lausagöngu? Hvað þykir fólki með nýja stofnun skógræktar? Hvernig vilja bændur sinna umhirðu sinna skóga og mögulegrar sölu afurða? Ágætt væri að leita hugmynda til sviðstjóra Skógræktarinnar. Könnunin yrði að vera lokuð og eingöngu fyrir félaga í skógarbændafélögum og búgreinadeildinni. Gott væri að hafa niðurstöður úr könnuninni fyrir komandi Búgreinaþing 2024.

 

3)NSF Rådsmöte

Í næstu viku mun DB og frú fara til Svíþjóðar og vera íslenskir fulltrúar skógarbænda á fundi systrafélaga í Skandinavíu. HGS og DB hafa undirbúið erindi inn á fundinn sem DB mun fá að flytja á 10 mínútum. Farið var yfir erindi sem DB og HGS hafa grófunnið. HG og LL ætla leggja lið við að bæta erindið.   

 

4)Málþing skógarbænda

Undirbúningur gengur vel við málþingið. Komin er út auglýsing í Bændablaðinu. Tölvupóstar hafa verið sendir á félaga. Í hringferð Bændasamtakanna síðustu daga kom formaður BÍ í flestum tilfellum inn á viðburðinn í tengslum við Dag landbúnaðarins. Vinna stendur nú yfir við að afla styrkja sem FSV mun halda utan um.

 

5)Samráðsfundur með Skógræktinni

Senn líður að því að kunngjört verður hver verður næsti yfirmaður skógaræktar í landinu þegar ráðinn verður forstöðumaður stofnunarinnar Land og Skógur. Undirbúa þarf samráðsfund vel og mikilvægt að rödd skógarbænda verði sterk innan nýrrar stofnunar. Fundurinn hefur enn ekki verið boðaður en reikna má með að hann verði í nóvember.

 

6)Í deiglunni

HGS sagði frá:

 

Hvatningarverðlaun skógræktar

Í verkefnalýsingu segir:

Hvatningaverðlaun skógræktar eru veitt til einstaklinga, hópa eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi. Að verðlaunum standa Skógræktarfélag Íslands, Skógræktin og Bændasamtök Íslands - skógarbændur. Sérstök nefnd fer yfir tilnefningar og velur verðlaunahafa hvers árs.

Undirbúningur verkefnis gengur vel og er fyrirhugað að veita verðlaun á Alþjóðadegi skóga í mars.

 

Iðnaðarsýning

Fjallað er um Iðnaðarsýninguna frá síðustu helgi í nýjasta Bændablaði. Þar komu skógarbændur að málum á sýningarsvæði með HMS undir samhentum orðum skógræktenda í landinu „Íslenskt timbur, já takk!“.

 

Fagnefnd Garðyrkjuskólans

Fundur í Fagnefnd Garðyrkjuskólans var haldinn 24. ágúst sl. með 18 þátttakendum. Rætt var um tengingar skólans við fagið og lagst yfir grundvallarspurninguna: Hvað viljum við að útskrifaður nemandi frá skólanum kunni? Boð verður í skólann 30.- okt. – 3. nóv. þar sem t.d. stjórn Skóg-BÍ fær að ræða við nemendur og skoða aðstöðu.

 

 

 

Næsti stjórnarfundur er fyrirhugaður kl 20:00 miðvikudaginn 4. október á TEMAS.

 Fundi lauk kl. 22:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

27. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS fjarfundur, miðvikudaginn 4. október. 2023 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður (JGJ)  

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (HG)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

1)NFS

Ráðstefnan

DB sagði frá för þeirra hjóna á NSF Rådsmötte 2023 í Karlshamn/Mörrum í Svíþjóð (NFS  stendur fyrir samtök skógarbænda á Norðurlöndum). Á fyrri degi ráðstefnunnar  fór fulltrúi hvers lands með annál frá sínu landi þar sem sagt var frá breytingum og áskorunum. Þátttakendur voru uppteknir af Evrópusambandinu sem sífellt veldur vonbrigðum. Síðari dagurinn fór fram í verksmiðju SÖDRA sem er samvinnufélag skógarbænda í Suður-Svíþjóð með 52.000 félagsmenn og 3.000 starfsmenn. Í verksmiðjunni fer fram mikil nýsköpun en það sem ber af um þessar mundir er framleiðsla á líf-eldsneyti og textílgerð úr trjám.  Eldsneytið er meðal annars búið til úr laufblöðum og textílklæði er unnið að 20% úr aflögðu bómullarefni frá þvottahúsum og að 80% úr viði. DB mun flytja erindi um ferðina á komandi málþingi skógarbænda 14. október nk.

 

Íslensk NFS-aðild

Þátttakendur ráðstefnunnar sýndu Íslandi mikinn áhuga og vildu efla samstarf milli landanna.  

Í gær barst DB og HGS póstur frá Marko Mäki-Hakola, sitjandi formanni NFS þar hann hafði gróflega séð skipt verkefnum og fundum niður á árgrundvelli og gaf okkur hugmynd að mögulegu árgjaldi fyrir íslenskri aðild okkar, sem var 1000 evrur eða 150.000 krónur íslenskar að núvirði.

Stjórnin tók vel í þá hugmynd að vera aðilar að NFS og taldi engan vafa leika á að slík samtök gætu gagnast skógrækt á Íslandi vel. Ekki verður tekin ákvörðun um inngöngu á þessum fundi því enn á eftir að svara mögrum spurningum.  

2)Málþing, staðan góð

GS og HGS sögðu frá: Undirbúningur málþings gengur vel. Nú þegar eru skráðir 75 á árshátíðina og 86 eru skráðir á málþingið. Þó er rúm vika í viðburðinn og mögulega munu fleiri bætast við.

3)Svar BÍ um ágangsfé

Þann 29. September bast HGS eftirfarandi orðsending frá framkvæmdastjóra BÍ.

Sæll Hlynur.   Vísað er til erindis frá búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ, dags. 15. Ágúst sl., sem beint var til stjórnar Bændasamtakanna. Vegna anna hjá stjórn komst erindið ekki á dagskrá fyrr en á stjórnarfundi sem haldinn var þann 19. September sl.

Á fundi sem stjórnir deilda skógar- og sauðfjárbænda áttu saman í kjölfar búgreinaþings, var ákveðið að Bændasamtökin myndu draga saman minnisblað um álitaefnið sem snýr að lausagöngu búfjár. Fjórir lögfræðingar BÍ, þar á meðal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna unnu að gerð minnisblaðsins sem sent var á sveitarfélögin. Tilgangur minnisblaðsins var einvörðungu að skýra gildandi rétt og framkvæmd.  Þess skal einnig getið að snemma á árinu áttu fulltrúar Bændasamtakanna fund með dómsmálaráðuneytinu þar sem óskað var eftir aðkomu innviðaráðuneytisins, matvælaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga að málinu en tilefni fundarins kom í kjölfar álits dómsmálaráðuneytisins. Engar fregnir aðrar höfum við frekar af málinu af hálfu stjórnsýslunnar. Mikilvægt er fyrir allar búgreinar að skipulagsmál verði tekin fastari tökum af hálfu sveitarfélaga en verið hefur hingað til.         Kv.Vigdís

Samhljóma álit stjórnar var að svarið skýrði ekki þá óvissustöðu sem uppi væri eða bætti við umræðuna.

4)Búnaðarþing/Búgreinarþing

Skógarbændur lýsa áhyggjum sínum af því að með því að slá saman búgreinaþingi og búnaðarþingi gefist ekki nægur tími til að sinna mikilvægri málefnavinnu og undirbúa tillögur fyrir búgreinaþing. Þetta fyrirkomulag hentar ekki þeirri virkni sem er í félögum bænda á landsvísu og leiðir til þess að sífellt færri muni taka þátt í nauðsynlegum félagsstörfum. 

LL tekur að sér senda  svar á Hilmar Vilbergsson, lögfræðing BÍ.

5)Samráðsfundur

Í ljósi samruna Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í Land og Skóg er tillaga þess efnis að næsti fundur verði fyrst og fremst upplýsingafundur þar sem báðir aðilar segja frá helstu verkefnum sínum.

HGS falið að vera í sambandi við Hrefnu Jóhannesdóttur hjá Skógræktinni.

6)Jólatré

Stjórnin ræddi stöðuna á jólatrjáasölu innan og milli landshluta. SkógBÍ vill hvetja bændur til að velja trén vel og var HGS falið að gera fróðleik um jólatré skil á skogarbondi.is.

7)Skoðanakönnun

HGS er falið að setja saman grunnhugmynd að skoðanakönnun og er vísað til bókunar frá 26. fundi stjórnar. Gott væri að könnunin færi í loftið skömmu eftir áramót.

8)Markaðstorg afurða

Í framhaldi af fyrri lið um skoðanakönnun. Ef þátttaka í skoðanakönnuninni er viðunandi væri gott að vinna frekar í einhvers konar útfærslu á markaðstorgi fyrir viðarafurðir. Þar mætti tengja ýmsa hagsmunaaðila saman líkt og gert var á iðnaðar- og landbúnaðarsýningum.

9)Önnur mál

Búvörusamningar

Búvörusamningar voru ræddir og mikilvægi þess að nota bestu fáanlegu upplýsingar um skjólbeltarækt í þeim viðræðum og tryggja fræðslu um gagnsemi skjólbelta til bænda

 

Næsti stjórnarfundur er fyrirhugaður kl. 20:00, miðvikudaginn 2. nóvember

ásamt formönnum skógarbændafélaganna á TEAMS

 Fundi lauk kl. 22:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

28. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS fjarfundur, mánudagurinn 23. október. 2023 kl. 20:00

Fundarmenn:

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (HG)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður og formaður FsN (LL)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður, kom seint inn á fund (GS)

Björn Bjarndal Jónsson, formaður FsS (BBJ)

Marianna Jóhannsdóttir, formaður FsA (MJ)

Naomi Bos , formaður FsVfj. (NB)

Sigurkarl Stefánsson, formaður fsV (SS)

Þorvaldur Birgir Arnason, starfsmaður BÍ og einn skýrsluhöfunda í lið nr. 5 (ÞBA)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður, var fjarverandi vegna veikinda (JGJ)

 

1)Síðasti samráðsfundur SkógBÍ og Skógræktarinnar

Lagt var til að halda síðasta samráðsfund SkógBÍ og Skógræktarinnar, áður en ný stofnun, Land og skógur, verður til. Fundurinn verði  á TEAMS og tímasettur í 47. viku ársins eða 20.-23. nóvember. HGS er falið að biðja Hrefnu Jóhannesdóttur hjá Skógræktinni að ákveða tímasetninguna frekar.

HG ætlar að kalla taxtanefndina saman áður en kemur að samráðsfundi.

2)Gengið um Garðyrkjuskólann

Áður hafði Guðríður Helgadóttir, í nafni Garðyrkjuskólans, boðið forystu SkógBÍ að mæta á opinn fund í Garðyrkjuskólann ásamt nemendum skólans. Dagsetning yrði væntanlega um komandi mánaðamót. Stjórnarmenn lýstu áhuga á að mæta. HGS ætlar að senda út boð á fundarmenn er frekari fregnir berast.

3)Fulltrúa stjórnar á aukabúnaðarþing 14. nóv.

Boðað hefur verið til aukabúnaðarþings 14. nóvember nk. og verður hann haldinn milli kl. 10:00-12:00 á TEAMS. Síðast voru JGJ og HG skipaður fulltrúar fyrir skógarbændur. JGJ kemst ekki nú og er því lagt til að HG og LL verði fulltrúar fyrir hönd skógarbænda fáist það samþykkt af kjördeild þingsins.

4)Árshátíð og málþing á Varmalandi 

Í frétt á skogarbondi.is má nálgast fyrirlestra og upptökur, ásamt öðrum fróðleik af nýafstöðnu málþingi skógarbænda á Varmalandi. Uppgjör stendur enn yfir. Allir tóku undir að vel hafi tekist til og áhugi var á að huga að undirbúningi þess næsta. HGS sagðist ætla gera málþinginu skil í Bændablaðinu.

5)„Landbúnaður er lausnin“

Nú standa yfir skrif á skýrslu sem ber nafnið „Landbúnaður er lausnin – Aðgerðaráætlun landbúnaðarins

í loftslagsmálum til 2030“. Fyrir fundinn gafst fundarmönnum að lesa yfir drög skýrslunnar og höfðu LL og DB skilað inn athugasemdum. Inn á fundinn kom ÞBA til að ræða skýrsludrögin og leita viðbragða. Fundarmönnum þótti innihald skýrslunnar gott, fögnuðu frumkvæðinu og gáfu uppbyggilegar athugasemdir.

 

6)Önnur mál

Fundargerðir

Fyrir fundinn sendi HGS fundarmönnum allar fundargerði SkógBÍ frá árinu. BBJ var ánægður með frumkvæðið og taldi að 5 sinnum hafðu girðingar og sauðfé verið til umræðu. Hann hefði viljað sjá frekari umræðu um tryggingarmál og Kolefnisbrú. Samstaða var um hans orð.

Girðingar og sauðfé

MJ lýsti yfir vonbrigðum með málalyktir á lausagöngubréfi BÍ fyrr í sumar og hefði viljað sjá afdráttarlausa niðurstöðu málsins en ekki þöggun eins og virðist eiga að vera. LL vill meina að lausagöngumálin varði aðrar búgreinar en skógarbændur og sauðfjárbændur  fundargestir voru sammála um að ræða þyrfti þessi mál á vettvangi annarra búgreina, svo sem nautagripabænda og garðyrkjubænda. Einnig er spurning hvort leita þyrfti til annarra hagsmunaaðila svo sem annarra landeigenda, sumarhúsaeigenda, Vegagerðarinnar og ferðaþjónustunnar. Einnig var rætt um að full ástæða væri þess að hvetja til jákvæðrar umfjöllunar, t.d. í Bændablaðinu, um sauðfé, skóga og beit, t.d. með því að segja frá góðum árangri Fljótsdælinga í samtvinningu beitar í skógi, samanber fyrirlestur Jóhanns Þórhallssonar á síðastliðnu málþingi.

 

 

 

 

Dagsetning næsta fundar var ekki rædd.

 Fundi lauk kl. 21:20

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

29. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS fjarfundur, Þriðjudagskvöldið 19. desember 2023 kl. 20:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður, (JGJ)

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (HG)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður og formaður FsN (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

1)Í deiglunni

NFS Rådsmöte

Í nýjasta Bændablaði er grein um ferð Dagbjarts og Guðrúnar á NFS Rådsmöte í Svíþjóð.

Kolefnisbrú       

Fyrsti fundur verður í fyrramálið.

Fagráðstefnan 20.-21.mars á Akureyri

„Skógarauðlindin- Innviðir og skipulag“ verða kjörorð ráðstefnunnar sem nú verður haldin á Akureyri.

Tryggingamál

HGS ræddi við lögfræðinga BÍ og Björn Bjarndal um Náttúruhamfaratrygging Íslands. Því var vel tekið.

 

2)Síðasti samráðsfundur SkógBÍ og Skógræktarinnar

Fundarmenn fóru yfir helstu mál sem tekin voru fyrir á Samráðsfundi við Skógræktina sem var 5.des sl.. Pétur Halldórsson, starfsmaður Skógræktarinnar, tók punkta og hefur skilað til fundarmanna.

  • Fundurinn þótti venjulegur.

  • Reikna má með að sameining Skógræktarinnar og Landgræðslunnar taki tvö ár. -Ekki var umræða með að bjóða fjárhagsaðstoð til bænda sem vilja hefja framleiðslu kolefniseininga (Breska leiðin).

  • Starf við innleiðingu á FSC vottun (upprunavottun) er hafin hjá Skógræktinni. Því er fagnað en áhugavert að Skógræktin hafi ekki viljað samstarf við skógarbændur.

  • Innleiðing á CE vottun verður að öllum líkindum á komandi ári, sem er samstarf skógargeirans.

  • Taka þarf umræðu með hverjir eru raunverulega í forsvari skógarbænda á landinu. Þar er bent á dræma aðild skógarbænda í Bændasamtökin.

  • Samhljómur var með að efla samstarf Land og Skóg og skógarbænda á komandi ári. Hrefna Jóhannesdóttir sendi út tölvupóst með tillögum að fyrirkomulagi þess í kjölfar fundar. Samkvæmt tillögu Hrefnu yrði næsti samráðfundur á dagskrá um mánaðamótin janúar/febrúar.

3)Skoðanakönnun

Nýlega hóf HGS vinnu við skoðanakönnun. Spurningarnar eru unnar á Google docs og hafa allir fundarmenn fengið hlekk á undirbúningsskjalið. Þá geta fundarmenn haft beina aðkomu að gerð könnunarinnar.  HGS falið að senda hlekkinn á formenn skógarbændafélaganna ásamt bréfi því til útskýringar. Óska skal eftir viðbrögðum formanna fyrir 5. janúar 2024. Meðal annars þarf að vanda vel spurningu um tilvist skógarbænda innan BÍ og jafnvel að leita til forystu BÍ með þau mál ef vilji er fyrir því.

4)Land og skóg

HGS er falið að leita staðarfundar með Ágústi Sigurðssyni, forstöðumanni Land og skóg, helst fimmtudaginn 18. Janúar.

 

5)Deildarfundir búgreina

Á sama tíma í fyrra var þessi samkoma kölluð Búgreinaþing. Á auka búgreinarþingi í haust var nafninu breytt og heitir nú skv. samþykktum Deildarfundir búgreina. Það er mikill missir af orðinu -þing. Virðulegra hefði verið að kalla samkomuna „Deildarþing búgreina“ en svo fór sem fór. Samkoman verður haldin á hótel Berjaya þann 13.febrúar nk..

Fulltrúar

Fulltrúar skógarbænda á fundinum mega vera 25 talsins. Skógarbændur á Suðurlandi hafa tilnefnt sína fulltrúa. Hin félögin munu gera það eitt af öðru og hafa það klárt í síðasta lagi um miðjan næsta mánuð.

Skipa í kjörbréfanefnd.

Félagatal verður kunngert 10.janúar. Skipa þarf kjörbréfanefnd til að fara yfir félagatal og sjá um kosningar.

Eiga skógarbændur erindi í BÍ?

Reikna má með umræðu á samkomunni um stöðu deildar skógarbænda innan BÍ. Eru félaggjöldin of há? Er umræðan um lausagöngu í lamasessi? Þarf átak í málum kolefnisbindingar í skógum? Leita þarf leiða til að svara þessum spurningum og fleirum. Það má gera með skoðanakönnun sem lögðu skal út í janúar.

Tillögur

Skógarbændafélögum eru beðin að koma með tillögur tímanlega svo stjórn deildarinnar geti fundað um þær á næsta stjórnarfundi. Einnig ef ætlunin er að koma tillögum inn í skoðanakönnunina en enn óákveðið hvenær hún verður opnuð.

Ljóst er að gera þarf breytingar á Samþykktum deildarinnar á grunni breytinga frá Auka-Búnaðaþingi.

Umræðan í kjölfarið fór í dagsetninga og þorrablót vítt og breytt um landið.

 

6)Fulltrúi BÍ í dómnefnd Hvatningaverðlauna í skógrækt

Stjórnin felur HGS að sitja fyrir hönd Skógarbændadeildar BÍ í dómnefnd Hvatningaverlauna skógræktar.

 

7)Málþing 2024

Almenn ánægja stjórnarmanna var með fyrirkomulag að undirbúningi málþingsins að Varmalandi í október síðast liðinn þar sem fjögurra fulltrúa undirbúningsnefnd var skipuð starfmanni BÍ, stjórnarmanns búgreina­deildarinnar af viðkomandi landshluta, fulltrúa fyrir hönd allra skógarbændafélaga og fulltrúa úr stjórn þess skógarbændafélags sem heldur málþingið. HGS var falið heyra í formanni félags skógarbænda á Vestfjörðum varðandi næstu skref.

Frekari umræða um undirbúning þingsins er á dagskrá fyrir næsta stjórnarfund.

 

8)Önnur mál

Bændablaðið

HGS hvatti til frekari skrifa í þau bændablöð sem eru í aðdraganda deildarfunda (11. og 25. Janúar og 25. og 8. Febrúar). Einnig var rætt upplagt tækifæri fyrir fráfarandi formann að skrifa í blaðið.                       

 

Video frá Lennart

HGS sagði fundarmönnum frá nýlegum og áhugaverðum myndböndum á Youtube-síður Skógræktarinnar. Sér í lagi það sem snýr að Lennart Ackzell.

 

 

Næsti fundur staðafundur er fyrirhugaður fimmtudagurinn 18.jan (eða 8.janúar) í Borgartúni

 Fundi lauk kl. 21:45

17
18
19
20
21
22
23
24
26
25
27
28
29
30

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

30. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

Staðarfundur hjá BÍ, Borgartúni 25 -fjós, þriðjudaginn 18. janúar 2024 kl. 10:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður, (JGJ)  

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður og formaður FsN (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

Hilmar Vilberg Gylfason, lögmaður BÍ (HVG)

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (HG) kom inn á fund við 3. lið.  

 

Formaður opnaði fundinn.

1)Deildarfundur skógarbænda

Þann 12. febrúar verður deildarfundur skógarbænda hjá BÍ. Deildarfundur gegnir sama hlutverki og Aðalfundur. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica. Engin sameiginleg dagskrá verður við upphaf funda líkt og í fyrra. Hver deild er út af fyrir sig.

Síðastliðinn þriðjudag, 16. janúar, var TEAMS-fjarfundur þar sem félögum í búgreinadeild skógarbænda gafst kostur á að koma. Þetta var liður í undirbúningi deildarfundar þar sem starf búgreinadeildarinnar var kynnt og óskað var eftir þátttöku félagsmanna á komandi deildarfund. Alls mættu 20 manns:

Stjórn búgreinadeildar skógarbænda (5), Sighvatur Jón Þórarinsson (fyrir FSVfj.), Embla Dóra Björnsdóttir (FSN), Sigurkarl Stefánsson, Bergþóra Jónsdóttir og Jakob Kristjánsson (FSV), Björn Bjarndal Jónsson, Kári Steinar Karlsson, Ragnheiður Aradóttir, Sigríður Sigurfinnsdóttir, Björgvin Filippusson (FSS), Maríanna Jóhannsdóttir, Halldór Sigurðsson, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Þórhalla Sigmundsdóttir (FSA) og undirritaður.

Félag skógarbænda á Suðurlandi (1+4) og Vestfjörðum (1+1) hafa nú þegar tilkynnt fulltrúa sína á fundinn. Svo virðist sem áhugi félagsmanna á öðrum landshlutum sé dræmur fyrir fundinum.

Ákveða þarf fundarstjóra, kjördeild og fundaritara fyrir fundinn og verður það gert þegar nær dregur.

Áhugi fundarmanna var á að fá kynningu á verkefni Kolefnisbrúar á Butru í Fljótshlíð. HGS falið að fylgja því eftir. Ræddir voru fleiri kostir en ákveðið að leggja meiri áherslu á félagsmálin.

2)Tillögur frá Búgreinaþingi 2023

Inn á fundinn kom HVG til að ræða afgreiðslu tillagna sem bornar voru upp frá deild skógarbænda til ýmist stjórnar BÍ eða/og á Búnaðarþingið. Þær tillögur fengu afgreiðslu í umhverfisnefnd og er að finna í sameiginlegri stefnumörkun BÍ.

3)Forstöðumaður Lands og Skógar

Inn á fundinn kom Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður nýrrar stofnunar Lands og skógar. Vel fór á með fundarmönnum. Umræðan var fyrst og fremst fólgin í að kynnast. Einnig var farið yfir alvarlegri mál sem vænta má að muni bera á góma þegar fram líða stundir. Ágústi var boðið að taka þátt í komandi deildarfundi. Staðfest svar kemur síðar.

4)Tillögur stjórnar fyrir deildarfund skógarbænda hjá BÍ 2024

Rætt var um tillögur vítt og breitt.

 

 

Næsti fundur verður á TEAMS í byrjun næstu viku.

 Fundi lauk kl. 16:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

31. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, þriðjudaginn 23. janúar 2024 kl. 16:00

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður, (JGJ)  

Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður (HG)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður og formaður FsN (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

 

1)Tillögur fyrir deildarfund

Á fimmtudaginn 18. janúar fengu formenn skógarbændafélaga erindi um hvort félögin hygðust senda inn tillögur fyrir komandi deildarþing ásamt fjórum tillögum stjórnar. Engar tillögur bárust er og fór þessi fundur í að forma fyrri tillögur. HGS var falið endurtaka boðið um skil á tillögum fram yfir mánudaginn 29. janúar.

 

Tillaga1

Breyttar samþykktir Skógarbændadeildar BÍ

Deildarfundur skógarbænda leggur til eftirfarandi breytingar á samþykktum búgreinadeildarinnar. Orðabreyting. Skipta út orðinu „Búgreinaþing“ yfir í „Deildarfund“.

Eyða út setningu: sjá yfirstrikaða setningu hér undir.

„Fundir skógarbænda sem eru aðilar að BÍ skulu haldnir á internetinu í upphafi hvers árs, þar sem m.a. eru kosnir fulltrúar á deildarfundi . Fundirnir verða haldnir eftir sömu svæðaskiptingu og eru hjá félögum skógarbænda.“

 

Tillaga2

Aukið fjármagn til skógarbænda hjá Land & skóg

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 hvetur stjórn Bændasamtaka Íslands og Land og skóg til að berjast fyrir auknu fjármagni til nytjaskógræktar á lögbýlum til plöntukaupa, skjólbelta, snemmgrisjunar, slóðagerðar, girðinga og annarra tilheyrandi framkvæmda.

 

Greinargerð:

Á undanförnum árum hefur hlutfall gróðursetninga hjá skógarbændum minnkað verulega í hlutfalli við aðrar gróðursetningar. Vegna hás vaxtastigs hafa framlög til skógræktar á lögbýlum dregist saman að raunvirði undanfarið og í ríkisreikningi eru að auki gert ráð fyrir krónutölulækkun á næstu árum í framlögum til skógræktar á lögbýlum:

 

2022  Framlög til skógræktar á lögbýlum 458 millj.

2023  Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj.

2024  Framlög til skógræktar á lögbýlum 445 millj.

2025  Framlög til skógræktar á lögbýlum 440 millj.

2026  Framlög til skógræktar á lögbýlum 435 millj.

 

Tryggja þarf vöxt og viðhald skóga á lögbýlum enda gegna þeir mikilvægu hlutverkið í bæði kolefnisbindingu og uppbyggingu skógarauðlindar. Óskir skógarbænda um framkvæmdir (plöntur til gróðursetningar, girðingar, slóðagerð, grisjun o.fl.) voru á síðasta ári um fjórðungi hærri en sem nam framlagi (590 millj. á móti 458 millj.) og því ljóst að mörg verkefni bíða.

 

Tillaga 3

Stefnumörkun skógarbænda og endurskoðun markmiða í rammasamningi

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 beinir því til stjórnar búgreinadeildar skógarbænda að lögð verði vinna í að gera stefnumörkun skógarbændadeildar BÍ á árinu sem skal vera grunnurinn endurskoðun á rammasamningi

 

Greinargerð:

Skrifað var undir núgildandi rammasamning við ríkið árið 2021. Rammasamningur skógarbænda skal tekin til endurskoðunar og endurnýjaður árið 2027. Framtíðarsýn skógarbænda skal vera auðlesanleg í nýjum rammasamningi. Lagt skal upp með að vinnan verði unnin í samráði við félagsmenn og skuli kynnt eigi síðar en á næsta deildarþingi, sem verður væntanlega í febrúar 2025. Taka þarf inn í vinnuna stefnuna Land og líf, tillögur síðustu ára og stefnur skógarbændafélaga. Mikill kostur væri ef hægt væri að kynna stefnumörkunina á málþingi skóargbænda sem skal haldið í haust.

 

Tillaga 3

Norðurlandsamstarf

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 stjórn BÍ og búgreinadeildar skógarbænda kanni kosti við aukið samstarf við systrafélög skógarbænda á Norðurlöndum (NFS).

 

Greinagerð:

Búgreinadeild skógarbænda vill senda starfsmann BÍ og fulltrúa stjórnar á haustfund NFS og kanna kosti félagsaðildar og ávinning af því fyrir íslenska skógarbændur.

 

Tillaga 4

Deildarfundur skógarbænda haldinn á Hilton hóteli í Reykjavík 12. febrúar 2024 beinir til stjórnar BÍ að tryggt verðir fjármagn frá BÍ til árlegs málþings skógarbænda og festi sig í sessi innan viðburða BÍ.

 

Greinagerð:

Búgreinadeild skógarbænda vill þakka stjórn BÍ samstarfið á málþingi skógarbænda á síðastliðnu ári. Slíkt málþing er mikilvæg samkoma til að efla félagsleg tengsl, fræðast og ræða helstu málefni.  

2)Dagskrá deildarfundar

Lagt er til að eftirfarandi verði bætt inn í formaða dagskrá fundarins. Umræða um málþing. Kolefnisbinding á fyrsta verkefni Kolefnisbrúar. Greint frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem skal vera opin frá

26. jan. – 5. feb.

 

 

Næsti fundur var ekki ákveðinn, nema ef fleiri tillögur inn á deildarfund bærust.

 Fundi lauk kl. 17:40

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

32. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, þriðjudaginn 22. febrúar 2024 kl. 09:00

 

Fundarmenn:

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)  

Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB) (vék af fundi kl. 10:00)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður og formaður FsN (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

 

1)Í deiglunni

a. Matarskógur: Elisabeth Bernard sækir öðru sinni um í Matvælasjóð eftir að hafa fengið synjun í fyrra, þrátt fyrir að hafa fengið góða einkunn fyrir umsögn. Hún hefur fengið formlega samstarfsyfirlýsingu frá BÍ.

b. CE-merking: 4 milljón króna styrkur frá ASKi mannvirkjasjóði fékkst í átaksverkefni, undirbúningur kominn vel af stað en verkefninu sinnir Eiríkur ásamt HGS.     

c. Fagráðstefna: Undirbúningur gengur vel. Vert að benda á fjöldi hótelherbergja á sérafslætti er takmarkaður.

d. Hvatningarverðlaun skógaræktar: Kosning á Question Pro verður opnuð á morgun.

e. NFS: Íslenskum skógarbændum hefur formlega verið boðið á næsta aðalfund. Frekari ákvarðanir teknar síðar.

f. Bankareikningur: HBJ og HGS eru að vinna í því að færa fjármagn LSE yfir á góðan vaxtareikning.

2)Umræður um fundartíma stjórnar

Fastur fundartími verður fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 08:15. Aðrir fundir auglýstir sérstaklega.

3)Val á varaformanni og fulltrúa á Búnaðarþing

Ákveðið var að varaformaður yrði Laufey Leifsdóttir, en hún á ekki kost á því að sitja  búnaðarþingi.

Síðast sátu formaður og varaformaður búnaðarþing og voru aðrir stjórnarliðar varamenn. Aðalmenn á Búnaðarþing verða að þessu sinni Hjörtur og Dagbjartur. Varamenn eru í þessari röð: Guðmundur, Bjarni og Laufey.

4)Taxtanefnd

Hjörtur, Bjarni og Hlynur munu vera aðalmenn í taxtanefnd og Guðmundur og Dagbjartur eru varamenn.

5)Tillögur deildarfundar

Tillögurnar af deildarfundi eru komnar í viðeigandi farveg.

6)Ágangsfé

Úrskurður um afréttarmál á jörðinni Þormóðsstöðum í Sölvadal var kveðinn upp í vikunni. Aðrar ábendingar um lausagöngumál hafa borið á borð stjórnarinnar. Stjórnin vill kynna sér úrskurðinn betur og fara í saumana á öðrum álíka málum víðs vegar um landið. HGS er falið að koma á fundi stjórnar með stjórn BÍ við fyrsta tækifæri. Frekar verður farið yfir málið á næsta fundi.

7)Önnur mál 

Kosið verður um formann BÍ með rafrænni kosningu. HGS er beðinn að minna á kosningarnar á heimasíðu og á Facebook síðu skógarbænda.

Næsti fundur fyrirhugaður miðvikudaginn 6. mars kl 08:15

Fundi lauk kl. 10:40

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

33. stjórnarfundur skógardeildar BÍ  


TEAMS-fundur, miðvikudaginn 6. mars 2024 kl. 08:15
Fundarmenn:
Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)
Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)
Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)
Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)
Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)
Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)


1) Umsögn taxta 2024

Í síðustu viku átti taxtanefnd fund. Drög að umsögn skógarbænda lágu fyrir fundinn. Margt var rætt. HGS og LL falið að einfalda umsögnina og bera svo undir stjórnina áður en hún yrði send til Lands og skógar.     Sjá umsögn HÉR.

2) Fagrástefna skógræktar

Stjórninni þykir eðlilegt og fer fram á að BÍ greiði þátttökugjald, ferðakostnað og gistikostnað hjá þeim stjórnarliðum búgreinadeildar skógarbænda, sem vilja og hafa kost á að mæta á Fagráðstefnu skógræktar á Akureyri 20.–21.mars nk., líkt og LSE greiddi stjórnarmönnum á árunum fyrir sameiningu. Fagráðstefna skógræktar er samvinnuverkefni skógargeirans á Íslandi. Líkt og í ár hafa BÍ tekið þátt í undbúningi og utanumhaldi líkt og var fyrri ár þegar skógarbændur tók þátt undir merkjum LSE, forveri búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ. Fagráðstefnan er vettvangur skógræktenda til að hittast og innbyrgða nýjan fróðleik. Í ár er í fyrsta sinn sem ráðstefnan skarast ekki á við búnaðarþing frá sameiningunni við BÍ, árið 2021, og hefur fagráðstefnan því ekki verið í öndvegi stjórnar skógarbænda þau árin. Í ár hafa flestir stjórnarliðar fyrirætlanir að sækja Fagráðstefnuna líkt og tíðkaðist fyrir sameiningu.

3) Búnaðarþingsfulltrúar

Aðalmenn skógarbænda á búnaðarþingið í ár eru HBJ og DB. Kalla þarf til varamann því DB kemst ekki. Einungis LL kemst á þingið á tilsettum tíma og verður það því þannig að formaður og varaformaður stjórnar mæta á búnaðarþingið fyrir hönd deildarinnar. HBJ mun sitja í umhverfisnefnd og LL í félags- og fjárhagsnefnd. HGS falið að tilkynna breytinguna til undirbúningshóp búnaðarþings.

4) Málþing

Tillaga frá deildarfundi skógarbænda um beiðni um fjárstyrk frá BÍ fyrir málþing er á dagskrá í nefnd félagsmála á búnaðarþingi.
Rætt er um hvenær fyrsti fundur undirbúningshóps málþingsins í ár skuli haldinn. Í undirbúningshópi sitja Dagbjartur, fulltrúi búgreinadeildar á Vestfjörðum, Björn Bjarndal, fulltrúi skógarbændafélaganna, Naomi, formaður skógarbænda á Vestfjörðum og Hlynur, starfsmaður. Lagt er til að halda TEAMS fund 26. apríl. HGS falið að boða fundinn.

5) Rådsmötet NSF i Finnlandi

Stjórnin samþykkti að DB og HGS yrðu fulltrúar íslenskra skógarbænda á fundi NFS í Finnlandi 8.–10.sept.

6) Ágangsfé

HGS falið að afboða fund með fráfarandi stjórn BÍ sem átti að vera 13. mars og fá fund með nýrri stjórn BÍ.

7) Önnur mál

Taka þarf málefni félagsaðildar skógarbænda hjá BÍ fastari tökum.


Næsti fundur fyrirhugaður miðvikudaginn 3. apríl kl. 08:15
Fundi lauk kl. 10:10

FUNDARGERÐ búgreinadeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

34. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, miðvikudaginn 3. apríl 2024 kl. 08:15

Fundarmenn:

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)  

Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

Gestir fundarins:

Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ (TH)

Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður BÍ (HMG)

Katrín Pétursdóttir, lögmaður BÍ (KP)

1)Í deiglunni

  1. Ráðstefnan „Íslenskar timburvörur fyrir byggingar“ verður haldin 15. Maí af HMS.

  2. NFS Radmöte. Búið að tilkynna þátttöku Dagbjarts og Hlyns.

2)Frí gróðursetning, auglýsing hjá BBL

Dagbjartur bendir á auglýsingu úr Bændablaðinu, 6. tbl. 21. mars 2024, á bls. 49 frá Delta Forset þar sem auglýstur er erlendur starfskraftur til stórfelldrar og hraðvirkrar gróðursetningar.

3)Spjall við formann og varaformann BÍ

Vel fór á með stjórn og gestum fundarins. Ljóst var að sameiginlegur skilningur var á mikilvægi skógaræktar í samhengi landbúnaðar á Íslandi í nútíð og framtíð. TH vill brýna fyrir stjórn SkógBÍ að kynna sér búvörusamninga og vill fá ábendingar um tækifæri sem felast í skógrækt með þeim. Í því samhengi þarf að hefja vinnu við framtíðastefnu skógarbænda. Stuðningskerfi skógræktar var til umfjöllunar og hvernig BÍ geti beitt sér í betri þjónustu við skógarbændur, alla skógarbændur. Er þar átt við öll þau stig skógræktar sem tilgreind eru í skógræktarsamningi milli bænda og Lands og skógar.

Rætt var um ímyndarmál búgreina innan BÍ og tækifæri samlegðar með skógarækt. Rætt var um að æskilegt væri að ræða vel félagsmál skógarbænda á viðeigandi vettvangi, svo sem á málþingi skógarbænda í haust. Taka þarf málefni félagsaðildar skógarbænda hjá BÍ fastari tökum. Kolefnismál þarf að fara betur yfir í víðu samhengi. HGS ætlar kynna TH fyrir tækifærunum sem felast í eflingu Kolefnisbrúar í vikunni.

Hér undir eru atriði sem skógarbændur óska eftir að tekin verði til umræðu á næsta stjórnarfundi BÍ.

  • skogarbondi.is  - Óskað eftir að BÍ greiði rekstur heimasíðu skógarbænda. Rök: Í rammasamningi er sérstaklega rétt um fræðslu og upplýsingar til skógarbænda. Skógarbændur leita upplýsinga og frétta í miklum mæli á heimasíðunni.

  • Íslenskt staðfest  - Óskað er eftir að íslenskt timbur fái að nota vörumerkið „Íslenskt staðfest“ á timburvörur og jólatré. Íslenskt timbur hefur ekki enn fengið vottun á íslenskum markaði.

  • Laun stjórnarliða   - Óskað er eftir að endurskoðuð verði laun til stjórnar búgreina innan BÍ. Það er vægast sagt erfitt að fá fólk til að taka þátt í stjórnunarhlutverki innan skógarbænda og það sé glórulaust að biðja fólk að leggja fram sína vinnu í þágu búgreina. Greiða þarf öllum stjórnarliðum laun fyrir stjórnarsetu/fundarsetu. Mikilvægt er að virkja reynslu og þekkingu stjórnarinnar betur en nú er gert og til þess þarf einfaldlega laun eða viðlíka umbun.

Allir fundarmenn virtust ánægðir með umræðurnar og var mikill vilji til að halda áfram góðu og uppbyggjandi samstarfi. Bæði TH og HMG voru boðin og búin að koma aftur á fund með stjórn skógarbænda, væri til þeirra leitað.

GS og LL þurftu að fara fyrr af fundi.

Næsti fundur fyrirhugaður miðvikudaginn 10. apríl kl. 08:15

Fundi lauk kl. 10:20

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

35. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, miðvikudaginn 10. apríl 2024 kl. 08:15

Fundarmenn:

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)  

Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

1)Í Deiglunni

  1. Í gær fóru Eiríkur Þorsteinsson og HGS í Þjórsárdal til að undirbúa faggildingu BSI vegna CE-staðla.

  2. Framkvæmdastjóri BÍ hefur lagt niður störf.

2)Umræður frá Fagráðstefnu skógræktar

Umfjöllun var um erinda þeirra Arnórs og Daða í Mannlega þættinum á RUV.

Umfjöllun frá Álfsól Benjamínsdóttur kemur í Bændablaðinu um SkogFund-norska skattakerfið.

HGS hyggst gera fyrirlestrum Daða og Jóns Geirs skil í Bændablaðinu.

3)Málþings í Sælingsdal  

DB og HGS sögðu frá fyrsta fundi með undirbúningshópi málþings. Félags skógarbænda á Vestfjörðum hafa sett fram ágæta dagskrá. Ekkert er út á dagskránna að setja en gott væri að fá meiri tíma til að ræða málefni SkógBÍ og fjölga í hópi fyrirlesara til að ná víðari skírskotun. DB og HGS munu ræða hugsanlegar dagskrárbreytingar á næsta fundi hópsins með áherslu á enn meiri tíma fyrir skógarbændur alla. Ræða þarf stuðningskerfi og félagsmál skógarbænda. E.t.v. má leita út fyrir landsteinana eftir fyrirlesara.

Annar fundur undirbúningshóps málþings í Sælingsdal er fyrirhugaður í næstu viku.

4)Stuðningskerfi skógræktar

Sennilega er þetta brýnasta mál skógarbænda seinni tíma. Vanda þarf til verka. HGS sagði frá opinni könnun til bænda og sér í lagi þeirra sem hafa notið stuðnings Lands og skóga (LogS) við ýmis verkefni. Alls bárust 170 svör og er það langt um fram væntingar. Rýna þarf niðurstöðurnar og gera skil.

Hætta er á að stuðningur við skógarbændur minnki enn frekar við þá sparnaðaraðgerð sem hér um ræðir. LL ætlar að senda fyrirspurn á Hrefnu Jóhannsdóttur hjá LogS um að funda um málið á næstu dögum.

5)Framtíðarstefna skógarbænda

Forsendur bændaskógræktar eru ekki ljósar. Lagt er upp með að hafa stefnumörkun deildar skógarbænda klára á málþingi í haust þar sem hún verður kynnt frekar. Hefja þarf vinnu og mynda tengsl við félagsmenn skógarbændafélaganna á aðalfundum þeirra, með könnunum eða fleiri leiðum.

 

6)Aðalfundir skógarbændafélaganna

HBJ og HGS mun á næstu vikum mæta á fundi skógarbændafélaganna víðs vegar um landið. Kynning á erindi þeirra verður sent á stjórn SkógBÍ þegar hún er klár og öllum gefinn kostur á að koma með athugasemdir.

 

7)Önnur mál

HGS segir frá góðu verkefni: https://staekkaduframtidina.is/ 

 

 

 Næsti fundur fyrirhugaður miðvikudaginn 3. maí kl 08:15

Fundi lauk kl. 10:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

36. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, miðvikudaginn 8. maí 2024 kl. 08:15

Fundarmenn:

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)  

Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

1)Í deiglunni

HGS greindi frá eftirfarandi atriðum:

  1. Málþing á Sólheimum. Kolefnisbrúin í samstarfi við Sólheima heldur málþing 4. okt.

  2. Aðalfundir Skógarbændafélaga. Betur er greint frá fundunum í komandi Bændablaði.

  3. Orb smáforritið er verkfæri sem skógarbændur hafa beðið eftir. Með smáforritinu verður hægt að meta kolefnisforða skóga, viðargæði trjánna og magn viðarafurða.

  4. Innleiðing á CE vottun gengur ekki samkvæmt áætlun. Verið er að vinna í málum.

2)Kynningastarf

Stjórn samþykkti að veita formanni fjárhagsstuðning upp að akstri og hótelgistingu vegna fundar sem hann sótti og var málsvari skógarbænda fyrir. Tillagan kom frá DB.

3)Málþing í Sælingsdal

Dagskrárdrög hafa verið unnin af stjórn FsVfj. Þau voru lögð fyrir fundinn og rædd. Stjórn FSVfj. heldur sínu striki og SkógBÍ kemur að undirbúningi ef óskað er.

4)Framtíðarstefna skógarbænda

HGS var falið að koma öllu viðeigandi efni um fyrirhugaða endurskoðun á stefnu skógarbænda í einn tölvupóst til stjórnarliða, svo sem stefnu LSE og FsS. Í haust má koma með tillögu og vinna í samstarfi við stjórnir skógarbændafélaganna fimm. Í kjölfarið yrði send út viðhorfskönnun til félagsmanna.

5)Taxtar

HGS sagði frá hugmyndum sem ganga út á að efla bændur við úttektir á gróðursetningu. Þær fela í sér að bændur aðstoða Land og skóg við úttektir hjá öðrum skógarbændum. Þannig geta þeir bæði lært og miðlað af sinni reynslu. Enn sem komið er er þetta einungis á umræðustigi en mögulega má nýta tækni, svipað og ORB er að innleiða við rúmmálsmælingar í skógi.  

6)NFS- Norðurlandasamstarf

DB segir frá. Fyrirhuguð er ferð til Finnlands í september á NFS fund, líkt og undarfarin ár. Þar munu DB og HGS mæta fyrir hönd íslenskra skógarænda sem gestir. Auka-aðild að samtökunum kostar um 2000 evrur ári. Með aðild að félaginu gefst kostur á ýmiss konar frekara samstarfi milli landa. DB og HGS er falið að kanna hvort aðildarumsókn sé tímabær fyrir fundinn í september. Væntanlega þyrfti fjármögnun að koma úr rammasamningi, sem skal endurskoða fyrir 2026.

 

 

 Næsti fundur fyrirhugaður miðvikudaginn 5. júní kl. 08:15

Fundi lauk kl. 10:00

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

37. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, miðvikudaginn 5.júní 2024 kl. 08:15

Fundarmenn:

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)  

Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

1)Í deiglunni

  • Aðalfundum þriggja skógarbændafélaga og vettvangsferð var gerð skil í síðasta Bændablaði.

  • Aðalfundur FsVfj. verður á Króksfjarðarnesi 29.júní og FsN verður með aðalfund 17.ágúst.

  • HGS tók þátt í TEAMS vinnustofu um sjálfbæra skógrækt, leidda af Land og Skóg og Staðlaráði.

  • Dagsetning fyrir Deildarfund BÍ er 17.-18.feb 2025 og Búnaðarþing 20-21.mars 2025

2)Heimasíða skógarbænda

Valur Þorsteinsson, sérfræðingur BÍ í markaðsmálum, sendi erindi á stjórn þann 14.maí sl. og leitaði hugmynda fyrir búgreinadeildina á heimasíðu BÍ, bondi.is. Rætt var um hvort réttast væri að leggja niður rótgróna heimasíðu skógarbænda, skogarbondi.is og færa allt efnið yfir á bondi.is eða hvort hægt væri að samnýta þær eitthvað áfram. HGS falið að leita til Vals og ræða útfærslur.

3)Tillaga frá aðalfundi FsS

Eftirfarandi erindi barst frá stjórn FsS:

Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi haldinn á Hótel Stracta Hellu 4. maí 2024 skorar á stjórnvöld að standa við áætlanir um nytjaskógrækt á bújörðum. Mikill niðurskurður síðustu ára til samningsbundinna skógræktarverkefna á bújörðum kemur í veg fyrir að Land og Skógur geti staðið við  skuldbindingar til skógarbænda um allt land. Mikið er í húfi þar sem skógrækt á bújörðum er ein af forsendum kolefnisjöfnunar í landinu  og uppbyggingu nýrrar auðlindar sem skógar landsins verða er fram líða stundir.

Formaður gerir grein fyrir tillögunni: Ef tillagan hlýtur samþykki fundarins verður hún send á deild skógarbænda Bændasamtakanna og hugsanlega send víðar. Tillagan á að vera hvatning til okkar að koma í veg fyrir árlegan niðurskurð síðan landshlutaverkefnin voru lögð af. Ríkið lækkar greiðslur árlega og er enn að því. Lækkunin er meiri en sem nemur verðbólgu.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

 

Fundarmenn tóku erindinu vel og bentu á að það svipar mjög til erindis af deildarfundi skógarbænda frá í febrúar.  Einnig á það skylt við tillögu af aðalfundi FsV sem snéri að fjölga þyrfti ráðgjöfum í skógrækt á Vesturlandi. Samþykkt var að samræma tillögurnar og senda áfram á stjórn BÍ sem mynd þrýsta á viðeigandi stjórnvöld eftir mætti. Einnig mætti senda erindisbréf til þingmanna um mikilvægið. Erindið þyrfti að taka upp meðal annarra skógarbændafélaga til að það vegi enn þyngra.

 

Með núverandi samdrætti sé verið að eyðileggja uppvaxandi auðlind með vanrækslu ræktunarinnar. Umhirða skógarins er liður í ræktuninni Skógrækt er langtíma verkefni. Tryggja þarf fjármagn að lágmarki eins og lagt var upp með þegar til stóð að efla skógarauðlindina meðal bænda.

 

HGS var falið að hafa samband við Hrefnu Jóhannesdóttur hjá Land og Skóg og finna flöt á t.d. samstilltu átaki skógargeirans líkt og gert var fyrir hálfum áratug með fjórföldun skógræktar.  

4)Stefna skógarbænda

Brýn þörf er á skýrri framtíðarsýn skógarbænda hjá BÍ. Fyrir fund fengu fundarmenn ýmislegt til yfirlestrar sem gæti gagnast þessari vinnu. LL mun gera uppdrátt og deila svo á fundarmenn. Lagt var upp að leggja þunga á framhaldið eftir sumarið.

 

 Næsti fundur fyrirhugaður miðvikudaginn 14.ágúst kl 08:15

Fundi lauk kl. 10:15

FUNDARGERÐ búgreinardeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands

38. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, miðvikudaginn 14. ágúst 2024 kl. 08:15

Fundarmenn:

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)  

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

1)Í deiglunni ‒ sumarsamantekt

  • Félagar í búgreinadeild skógarbænda eru sem stendur 187.

  • Þann 13. júlí sl. opnaði HGS á youtube-upplestur greinarinnar Ábúð og örtröð frá 1942.

  • FSN-aðalfundur verður 24. ágúst nk. HBJ mun mæta.

  • Flokkun timburs: ‒ Í næstu viku verður hægt að skrá sig á námskeið hjá Iðunni fræðasetri í útlitsflokkun á timbri.  ‒ Framvinda CE vottunar er hæg, en stöðug.  ‒ Stjórn „Íslenskt staðfest“ telur að útfæra megi bæði timbur og jólatré að merkinu.

  • Kolefnisbrú:  ‒ Undirbúningur málþingsins Sól-Kol er í fullum gangi og verður 4. okt. nk. – Aðalfundur Kolefnisbrúar verður 21. okt.  – Unnið er að gerð myndbands um skjólbeltagerð.

2)Aðalfundi FSVfj.

DB sagði frá aðalfundi FSVfj. Bundnar eru vonir við aukna þátttöku í BÍ meðal félagsmanna á Vestfjörðum. Fundinum voru gerð gerð skil í síðasta Bændablaði (13. tbl. 2024, bls. 51).

3)Erindi frá matvælaráðuneyti

Í sumar barst erindi frá Sigurði Eyþórssyni hjá matvælaráðuneytinu undir yfirskriftinni „Samtal um framtíðina“. Erindið snéri að endurskoðun búvörusamninga, sem og rammasamnings við skógarbændur. Svars við erindinu er óskað fyrir 20. ágúst. nk.  HGS var falið að gera uppdrátt fyrir stjórnina til að rýna.  

4)Erindi laganefndar til búgreinadeilda BÍ

Í sumar barst erindi frá laganefnd til búgreinadeilda BÍ um breytingar á fyrirkomulagi um búnaðarþing og deildarfundi. Svars við erindinu er óskað fyrir 1. sept. nk. Stjórn taldi eðlilegt að búgreinadeildir funduðu um sín mál að hausti og kæmi svo tillögum/ályktunum áleiðis til stjórnar BÍ. Stjórn þykir einnig eðlilegt að fundarmenn fái greitt fyrir sitt framlag enda um að ræða vinnuskerðingu o.fl.

5)Fundur skógarbænda í Sælingsdal

Fyrirhugað er að halda landsfund með skógarbændum, kvöldið fyrir málþing í Sælingsdal. Til að sá fundur skili árangri við að skerpa línur og sameina skógarbændur þarf að vera gott skipulag og góður andi. Þegar samstöðu er náð þarf heildin að verðlauna sig og þau verðlaun munu verða aukinn þungi skógarbænda innan raða BÍ og inn í komandi kjarasamninga. En fram að því þarf góðan undirbúning milli allra í forystu skógarbænda á landsvísu. Virkjum samtalið, myndum samstöðu og náum árangri.

6)Málþing í Sælingsdal

Málþing er fyrirhugað í Sælingsdal, 12. okt. Á 36. stjórnarfundi var ákveðið að BÍ kæmi ekki að undirbúningi nema óskað yrði eftir því. Loks barst óskin og eru félagsmál komin á dagskrá. Fundur verður í fyrramálið um undirbúning málþingsins þar sem m.a. stjórn Skóg-BÍ er gefinn kostur að taka þátt.

7)Tryggingar

Eftir bókun á 29. stjórnarfundar (19. des 2023) óskaði stjórn BÍ eftir að tryggingarmál skógarbænda væru tekin fyrir með aðstoð lögmanns úr röðum BÍ. Því máli miðaði ekki áfram og því leitar stjórn skógarbænda öðru sinni aðstoðar lögmanna BÍ. Björn Bjarndal mun vera lögmanninum innan handar.

 

 Næsti fundur fyrirhugaður miðvikudaginn 4. september kl 08:15

Fundi lauk kl. 10:15

Samtal um framtíðina

 Tillögur búgreinadeildar skógarbænda að markmiðum í samþykktri landbúnaðarstefnu til 2040 

 Svör við meginspurningunum fjórum:

 

•     Hvaða leiðir eru skynsamlegastar og skilvirkastar til að bæta afkomu bænda til lengri tíma litið?

Stuðningur við ræktun skóga og skjólbelta getur bætt afkomu bænda til lengri tíma litið. Með slíkri ræktun má búa til skjól og yl, hvort sem er fyrir skepnur eða ræktun, vatnsbúskapur verður jafnari yfir árið og til verða viðarafurðir með tíð og tíma. Skógarnir binda að auki kolefni og renna styrkum stoðum undir landbúnað komandi kynslóða. Mat á bindingu kolefnis í eldri skógum er mikið hagsmunamál fyrir bændur.

 

•     Hvernig verður best staðið að því að hvetja til aukinnar sjálfbærni og bætts árangurs við að draga úr kolefnisspori landbúnaðarins?

Sjálfbær nýting lands og auðlinda er mikilvægasta stefnumið landbúnaðar á Íslandi til framtíðar svo ekki verði gengið á möguleika komandi kynslóða. Stuðningur við ræktun skóga og skjólbelta gegnir þar lykilhlutverki, bæði hvað varðar bindingu kolefnis en einnig til að bæta ræktunarskilyrði. Gæta þarf að líffræðilegum fjölbreytileika og efla lífræna ræktun. Kolefnisbrú Bændasamtakanna getur hvatt bændur til að fjárfesta í bindingu kolefnis og rennt frekari stoðum undir þeirra rekstur. Sjálfbærni fæst með aukinni lífrænni ræktun, og sú ræktun næst betur fram í skjóli skóga. Skógrækt er þekkt og mælanleg leið til kolefnisbindingar, getur dregið úr kolefnisspori landbúnaðarins en um leið byggt upp nýja auðlind í íslenskum landbúnaði.

 

•     Hvað er brýnast til að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar?

Ekki er hægt að gefa afslátt af gæðum og heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða eða dýravelferð, en stefna skal að sjálfbærri framleiðslu í hvívetna. Gott samtal milli neytenda og framleiðenda er frumskilyrði.

 

•     Hver eru þrjú helstu sóknarfæri íslensks landbúnaðar og hver eru megintækifæri greinarinnar til nýsköpunar?

1 Skógrækt og skjólbeltarækt til að stuðla að betri ræktunarskilyrðum og fjölbreyttari afurðum, hvort sem um er að ræða kolefnisbindingu, fjölbreyttari nytjaplöntur, öflun heyfengs, akuryrkju eða viðarafurðir.

2 Að auka útbreiðslu verkefnisins Loftslagsvænni landbúnaður. Gæta skal að líffræðilegum fjölbreytileika og varðveislu vistkerfa eins og kostur er.

3 Fjölbreyttari afurðir - nýjar nytjaplöntur eins og hamp og hvítlauk, skógarafurðir eins og borðvið, eldvið, kurl.

 

Megintækifæri greinarinnar til nýsköpunar felast í öflugum rannsóknum á ræktunarmöguleikum á korntegundum og nytjaplantna og í ræktun á skógum og nýtingu skógarafurða, hvort sem er viðarafurðir eða mat úr skógi.

FUNDARGERÐ búgreinadeildar skógarbænda í Bændasamtökum Íslands       

39. stjórnarfundur skógardeildar BÍ    

TEAMS-fundur, miðvikudaginn 4. sept 2024 kl. 16:30

Fundarmenn:

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ)       Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)         Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)                Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsm, BÍ og ritari fundargerðar (HGS)

1)Í deiglunni 

>Aðalfundur Kolefnisbrúar var í ágústmánuði. GS hætti í stjórn og BGB kom inn í stjórn.

>CE-vottunarmál þokast áfram og vænta má inngreiðslu vegna styrkjar HMS á næstu dögum.

>HGS vinnur að skjólbeltamyndbandi.         

>Undirbúningur málsþinsins Sól*Kol gengur vel.        

2)Framlag BÍ til skógarbændamálþings

BÍ hefur gefið vilyrði fyrir hálfrar milljónar króna fjárveitingar til málþings skógarbænda. Ráðstöfun var rædd. Lagt er upp með að niðurgreiða kostnað að einhverju leyti fyrir stjórnarmenn og heiðursfélaga. Fjármagn ræður útgjöldum.

3)Landnæði skógarbænda til kolefnisskógræktar

Úti liggur könnun til félagsmanna BÍ um mögulegt jarðnæði fyrir kolefnisskógrækt. Stjórnin samþykkti að sambærileg könnun yrðu lögð fyrir skógarbændur. HGS falið að biðja formenn að bera út erindið.

4)„Íslensk staðfest“ jólatré

Fyrir fund las stjórn gjaldskrá yfir skilmála að notkun á merkinu „Íslenskt staðfest“. Stjórnin telur mjög viðeigandi að skógarbændur noti merkið fyrir tré á komandi jólavertíð í desember. Merkið er gæðastimpill á íslenskan landbúnað, vekur tiltrú neytenda og frekari notkun styrkir merkið í sessi. Enn fremur er mögulegt að aðrir komi á eftir, eins og LogS og Skógræktarfélag Íslands. Ekki er þó mögulegt að hver bóndi greiði fullt verð merkisins fyrir jólatré ein og sér. Bæði mun það ekki svara kostnaði á nokkurn hátt auk þess sem um árstíðabundin not eru að ræða. Því vill stjórnin leggja til eftirfarandi tillögu sem beina skal til forsvarsmanns merkisins.

 

Stjórn búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ sækir um leyfi fyrir afnot á merkinu Íslenskt staðfest til notkunar á jólatré úr þeirra skógum fyrir hönd fimm skógarbændafélaga á landinu á komandi jólavertíð. Greitt yrði fyrir eitt ársleyfi fyrir hönd allra skógarbændafélaganna samtals 100.000 kr. Í staðinn fái félagsmenn, sem í senn eru félagsmenn í viðkomandi skógarbændafélagi og félagsmenn í BÍ, afnot af merkinu. Merkið yrði notað sem merkimiði á hvert söluhæft tré sem og við jólamarkaði. Merkið verður notað í samræmi við tilgang þess.

 

5)NFS Rådsmöte í Finnlandi

Á laugardagsmorgun fara DB og HGS fyrir hönd skógarænda á Íslandi til Finnlands á NFS Rådsmöte 2024.

Rætt var um efnisatriði sem gott er að koma á framfæri í skýrslu sem flutt verður á fundinum. Svo sem kolefnismál, áskoranir við samfélagið, jarðarkaup auðmanna, viðarvinnslu, vottun timburs, tryggingar skóga, vanrækslu við umhirðu og síðast en ekki síst, aðkomu Íslendinga að NFS-samtarfi næstu árin.

6)Áframhaldandi samráð við Land og skóg

Stjórnin vill funda með Ágústi Sigurðssyni og Hrefnu Jóhannesdóttur hjá LogS í lok þessa mánaðar og ræða stöðu og áform skógræktar í landinu. Formönnum skógarbændafélaganna yrði boðið með.

7)Önnur mál 

Rætt var um að bjóða formanni BÍ, Trausta Hjámarssyni og eða öðrum fulltrúum stjórnar BÍ að taka þátt í stjórnarfundi þegar ný stefna SkógBÍ verður klár. Ráðgert að svo verði fyrir jól.

 

Varamönnum verður boðið að taka þátt í næsta stjórnafundi, fyrirhuguðum miðvikudag 2. okt. Kl. 16:30

Fundi lauk kl. 18:15

DEILD SKÓGARBÆNDA 

Fundargerð 

40. stjórnarfundur búgreinadeildar skógarbænda BÍ.

10. fundur starfsárið 2024/2025.

Fjarfundur á Teams, fimmtudaginn 3. október 2024 kl. 16:30  

 

Fundarmenn: 

 

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ) 

 

Bjarni G. Björgvinsson, stjórnarmaður (BGB)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

 

Björn Bjarndal Jónsson, varamaður -FSS (BBJ)

Sigurkarl Stefánsson, varamaður -FSV (SS)

Þorsteinn Pétursson, varamaður -FSA (ÞP)

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ (HGS)


 

1)Í deiglunni 

  • Í gær, 3. okt, var kynningarfundur fyrir stjórn og varastjórn SkógBÍ. Unnsteinn Snorri og Hilmar Vilberg kynntu vinnu við Loftslagsvegvísi - Aðgerðaráætlun landbúnaðarins í loftslagsmálum. Fundamönnum var boðið að koma með athugasemdir.

  • HGS sagði frá för hans og DB til Finnlands á NFS aðalfund. (Sjá einnig BBL, skogarbondi.is og Youtube)

2)Mínar síður

Umræða var um aðgengi að mínum síðum á bondi.is (áður bændatorg) og ótraustar skráningu félagsmanna.

3)Land og skógur - Þróun 

Aðkoma og vald skógarbænda verður sífellt minni að sínum málum innan stofnana ríkisins, nú Lands og skógar. Áhugi ríkisins að skógrækt á bújörðum virðist þerrandi. Mögulega kemur það til út af væntum sölu kolefniseininga. Íslendingar eru komnir með kolefnisbragð í munninn löngu áður en markaðurinn er tilbúinn. Þróun á jarðarkaupum gætu verið á uggvekjandi stað. Getur verið að Land og skógur hafi eitthvað með deyfð félagsmála skógarbænda að gera?

Skógarbændur þurfa að hafa sameiginlega sýn og vinna að sínum stefnumálum.

4)Fundur fyrir málþing

Það virðist ætla að rætast úr mætingu á málþingið. Miðað við skráningu á Dalahótel eru yfir 50 manns væntanlegir. Lítilsháttar rask getur orðið á dagskrá. Fundur föstudagskvöldsins gæti orðið sögulegur.

 

 

 

Haldinn skal annar fundur í aðdraganda málþins ef þurfa þykir.

Varamönnum verður aftur boðið á næsta fund.

 

Fundi slitið 18:00

Fundargerð ritaði HGS og LL

Fundargerð 

41. stjórnarfundur búgreinadeildar skógarbænda BÍ.

Fjarfundur á Teams, fimmtudaginn 5. nóvember 2024 kl. 16:30  

 

Fundarmenn: 

 

Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður (HBJ) 

 

Guðmundur Sigurðsson, stjórnarmaður (GS)

Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður (DB)

Laufey Leifsdóttir, stjórnarmaður (LL)

Björn Bjarndal Jónsson, varamaður -FSS (BBJ) kom kl 17:00

Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður BÍ (HGS)

 

1   Í deiglunni

- Undirbúningur Fagráðstefnu skógræktar, sem verður 26. mars 2025, er hafinn. Þema enn óákveðið.

- HGS og DB eiga fund með Anders Frandsen vegna aðildar að FSN á föstudaginn kemur.

- BÍ hringferð stendur yfir þessa viku. Skógarbændur hvattir til að mæta.

 

2   Númeraröðun fundagerða skógarbænda

Einróma álit stjórnarmanna var um númeraröðun fundargerða búgreinadeildar skógarbænda. Engin þörf er á að breyta núverandi kerfi, þ.e. hver fundargerð númeruð eftir fundum frá stofnun deildarinnar sem var 1. júní 2021. Rökin voru fyrst og fremst þau að auðveldara er að leita í bókunum með slíkri flokkun en ef t.d. væri raða eftir árum. Aðalatriðið er að vera ekki að breyta því sem virkar vel

Rætt var einnig um að hafa fundargerðir aðgengilegri en eingöngu í PDF skjölum á lokuðu vefsvæði BÍ. Slíkt fyrirkomulag var fyrir sameiningu LSE við BÍ. Þá voru bókanir öllum aðgengilegar á vefsvæði skogarbondi.is með leitarlykli sem gerði leit mála greiðari. Enginn feluleikur eins og nú tíðkast.

 

3   Varamönnum boðin þátttaka á stjórnarfundum SkógBÍ

Ákveðið var að bjóða, ekki krefjast, varamönnum stjórnarmanna að taka þátt í hefðbundnum stjórnarfundum hér eftir. Líkt og aðrir fundarmenn hefðu varamenn málfrelsi og tillöguréttur en ekki kosningarétt.

Á Deildarfundi 2024 voru eftirfarandi fulltrúar titlaðir varamenn: Maríanna Jóhannsdóttir, Birgir Steingrímsson, Björn Bjarnadal Jónsson, Sighvatur Jón Þórarinsson, Sigurkarl Stefánsson. Óski þau eftir öðrum í þeirra stað skulu þau gefa ástæðu og samþykki stjórnarmanna deildarinnar.

 

4   Málþing skógarbænda

Yfirstaðið málþing: 

Fundarmönnum þóttist vel takast til við framkvæmd málþings skógarbænda á Laugum í Dalabyggð í síðast liðnum mánuði. Allt skipulag gekk eins og í sögu og svo virtist sem ánægja var meðal gesta.

Eitt hefði þó mátt gera betur. Kvöldið fyrir eiginlegt málþing var tímabær fundur stjórnarmanna allra skógarbændafélaganna fimm. Sá fundur hefði mátt vera opinn öllum skógarbændum sem hefðu áhuga og þannig virkjað enn frekar félagsstarfið.  https://www.youtube.com/watch?v=U6mLe6BPxGk&t=11994s

 

Komandi málþing:

LL greindi frá ákvörðun af stjórnarfundi FSN nýverið.

Til að lenda ekki í vandræðum með fundastað bókaði FSN samkomustað. Stjórn FsN leggur til að málþingið verði haldið í Hótel Kjarnalundi í Eyjafirði, 11. október 2025. 

Fundarmönnum líkaði frumkvæði stjórnar FSN. Næsta mál er að skipa undirbúningshóp og kalla til fundar öðru hvoru megin við áramótin. Fastsetja þarf vinnureglur fyrir komandi undirbúningshópa svo ringulreið skapist ekki líkt og síðast. Sé tekið mið af málþinginu á Varmalandi, fyrsta málþing eftir bæði stofnun skógarbændadeildarinnar og Covid takmarkana, þá var það af frumkvæði skógarbændafélaganna að halda skildi árlegt málþing og árshátíð með svipuðu sniði og gert var á tímum LSE. Lagt var til að Vestlendingar hýstu fyrsta viðburðinn vegna þess að greint var frá þeim áhuga á síðasta aðalfundi LSE, sem þá var haldinn í Borgarnesi. Þá voru bæði fjöldatakmarkanir og engin árshátíð haldin. BBJ var flutningsmaður hugmyndarinnar af hálfu skógarbændafélaganna og var hann fulltrúi í undirbúningsnefnd fyrir hönd félaganna og FsS. Svo var ákveðið að fulltrúi stjórnar búgreinadeildar skógarbænda BÍ af Vesturlandi sæti í hópnum ásamt formanni, eða fulltrúi formanns, af viðkomandi landshluta. Starfmaður deildarinnar yrði einnig starfsmaður nefndarinnar. Þetta fyrirkomulag riðlaðist fyrir síðasta málþing, eins og áður var greint frá. Ákveðið var að halda sambærilegum viðmiðum við stofnun undirbúningshópsins þó með möguleika á breytingum, svo sem að ef Norðlendingar teldu að fleiri kæmi úr þeirra röðum. Allir tóku því vel. BBJ lagði til að fulltrúi allra skógarbændafélaganna gæti verið sá sem sat fyrir hönd viðkomandi landshluta, sé sá hinn sami félagsmaður í BÍ. Fram að næstu ákvöðunum er BBJ tilbúinn að sitja í undirbúningshópi sé hans óskað. 

HGS ætlar að grafa upp eldri gögn svo sem um fyrirlesara og þemu fyrir fyrsta fund undirbúningsnefndar.  

 

5   Samráðsfundur LogS

HGS hefur leitað eftir fundi með LogS á næstu vikum. Ákveðið var að leggja áherslu á taxtamál og ráðgjafaþjónusta við skógarbændur fyrir þann fund, ásamt stuttri samantekt af starfi deildarinnar.

 

6   Deildarfundur skógarbænda BÍ

Stefnt skal að því að halda deildarfund skógarbænda BÍ á TEAMS fjarfundi og er miðað við mánudagskvöldið 17. febrúar eða annan dag í þeirri viku. Í aðdragandanum verða undirbúningsfundir ef þurfa þykir. Frekari ákvarðanir teknar á næsta stjórnarfundi. Deildarfundir annarra deilda verður í Reykjavík þann 26. febrúar.

 

7   Íslenskt staðfest jólatré

HGS sagði frá fundum með GS og Hrönn Guðmundsdóttur um möguleikana á að innleiða merkið Íslenskt staðfest fyrir íslensk jólatré. Búið var að útbúa lokað svæði á heimasíðu skogarbondi.is til að útskýra hvernig fyrirkomulagið gæti verið.

Fundarmönnum leist vel á hugmyndina en töldu að of skammur tími væri til stefnu til að þróa þessa vinnu frekar, kostnaður við notkun á merkinu væri óljós og yrði líkast til fullmikill og að síðustu að hugsanlega þyrfti ekki að staðfesta jólatré bænda með utanaðkomandi merki. Ef til vill væri nóg að merkja trén með nafni bæjarins sem tréð kom frá.

HGS taldi að ef ekkert yrði gert núna við að innleiða Íslenskt staðfest á skógarafurðir þegar jólastemningin er að myndast í upphafi nóvember þegar jólatrjáasöfnun er að hefjast hjá bændum sé ólíklegt að slík vinna fari fram á öðrum árstímum. Kæmi það til bæði vegna annarra anna yfir árið en ekki síður að áhugi á jólastarfi er oft takmarkaður á öðrum árstíðum. Hann taldi því að eftir ár yrði þessi umræða á sama stað og núna, eða hún yrði gleymd.

Ákveðið var að vinna ekki frekar í þessu að sinni en reyna að klára tímanlega fyrir næstu jólatrjáavertíð.

 

9   Önnur mál

Leshópar á Vestfjörðum

DB og Arnlín Óladóttir leiða undirbúningsstarf að leshópum á Vestfjörðum með aðstoð BBJ. 

Jól úr skógi

Námskeið FsS, sem átti að vera á næstunni, hefur verður fellt niður vegna dræmrar þátttöku.

Girðingar

Umræða um lausagöngu kinda og geita og girðingar er hávær meðal skógarbænda. BBJ og HBJ nefna að Trausti formaður BÍ hafi viljað koma á fjarfestingastyrkjum (til girðinga m.a) í búvörusamningum. Þörf á að ræða við sveitarfélögin um þeirra túlkun á beit í úthögum.

Boð forystu BÍ

Ákveðið var að bjóða Trausta Hjálmarssyni og hugsanlega fleirum úr stjórn BÍ á næsta stjórnarfund og ræða meðal annars girðingarmál, fjárfestingastyrki og hugmyndir búvörusamninga.

 

Næsti fundur fyrirhugaður 4. des kl 16:30

Fundi slitið 18:20

Fundargerð ritaði HGS og LL

32
31
33
34
35
36
37
38
39
40
41
bottom of page