top of page

Félag skógarbænda á Suðurlandi

Stjórn FsS

kjörin á aðalfundi 29.apríl 2023.

Björn_Bjarndal_Jónsson.JPG

Björn Bjarndal Jónsson

Formaður FSS

Kluftum

Hrönn Guðmundsdóttir2.jpg

Hrönn Guðmundsdóttir

Gjaldkeri

Þorlákshöfn

Ragnheiður Aradóttir.jpg

Ragnheiður Aradótt

Ritari

Galtalæk

Sólveig FSS_edited.jpg

Sólveig Pálsdóttir

Meðstjórnandi

Prestsbakkakoti

Rafn FSS_edited.jpg

Rafn A. Sigurðsson

Meðstjórnandi

Kópavogi

Fræ til framtiðar-forsíða_edited.jpg

Lög félags skógarbænda á Suðurlandi

Lög afgreidd 15.mrs 2017

Lög Félags skógarbænda á Suðurlandi (FsS)

 

1.grein

Félagið heitir Félag skógarbænda á Suðurlandi. Félagssvæði þess er Suðurland og Reykjanes.

 

2.grein

Heimilisfang þess og varnarþing er að Austurvegi 1, 800 Selfossi.

 

3.grein

Tilgangur félagsins er:
a) Að vera samtök og málsvari þeirra sem áhuga hafa á að vinna að hvers kyns trjá- og skógrækt og ræktun nytjaskóga og skjólbelta á félagssvæðinu.

b) Að tryggja að félagsmenn eigi kost á/hafi aðgang að fræðslu og leiðbeiningum í skógrækt, umhirðu skóga, vinnslu og nytjar eins og þörf er á á hverjum tíma.

c) Annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við þá aðila sem félagsmenn óska eftir og tilefni er til.

d) Að horfa til framtíðar og styðja og hvetja til hvers kyns vinnslu skógarafurða

                                                               

                                                                4. grein

Félagar geta þeir orðið sem eru eigendur og/eða ábúendur lögbýla og/eða jarðarhluta á Suðurlandi og stunda hvers konar skógrækt á jörðum sínum. Eitt félagsgjald greiðist fyrir lögbýli og/eða jarðarhluta.

 

                                                                5. grein
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn eigi síðar en 1. júní ár hvert og til hans boðað með sannanlegum hætti með minnst 10 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Stjórn félagsins getur boðað til félagsfundar þegar hún telur ástæðu til þess og/eða 1/3 hluti félagsmanna æskir þess. Skal þá boðað til hans með sama hætti og til aðalfundar.
Verkefni aðalfundar skal vera:
1) Leggja fram skýrslu stjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum félagsins til samþykktar.
2) Kosning stjórnar.
3) Kosning fulltrúa í stjórnir, ráð og félagasamtök sem félagið er aðili að hverju sinni.
4) Aðalfundur ákveður árgjöld félagsins.
5) Önnur mál


                                                               6. grein
Aðalstjórn félagsins skipa 5 félagsmenn og 3 til vara og fer hún með framkvæmdastjórn félagsins á milli aðalfunda. Stjórnin má ekki skuldbinda félagið fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum aðalfundar. Kosningar skulu vera skriflegar og leynilegar og uppástungur því aðeins leyfðar að fundurinn samþykki.
a) Kjósa skal formann sérstaklega til þriggja ára í senn.
b) Aðra aðalmenn skal kjósa sameiginlegri kosningu og skiptir stjórn með sér verkum að öðru leyti. Kjörtímabilið er 3 ár.
c) Ritari gegnir stöðu varaformanns.
d) Kjósa skal 3 varamenn til eins árs í senn.
e) Skoðunarmenn eru tveir og tveir til vara kjörnir til eins árs í senn.

 


                                                           7. grein
Ákvörðun um slit félagsins er tekin á aðalfundi, með einföldum meirihluta atkvæða og renna þá eignir félagsins, ef einhverjar eru, til málefna er samræmast tilgangi félagsins.


                                                            8. grein
Lög þessi tóku gildi með samþykki aðalfundar 28.03.1998 og síðari breytingum frá 23. apríl 2010, 5. maí 2012,  21. apríl 2018 og 29. apríl 2022. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins fyrir 1. mars. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar út með boðun aðalfundar. Til breytinga á lögum þessum þarf minnst 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi.

 

 

 

Lög þessi voru endurskoðuð og samþykkt á aðalfundi Félags skógarbænda á Suðurlandi  29. apríl 2022

Um FsS

Félag skógarbænda á Suðurlandi FsS er hagsmunafélag skógarbænda og félagssvæðið er Suðurland, frá Reykjanesskaga til Hornafjarðar. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og hafa samskipti við yfirvöld um málefni félagsins, stuðla að fræðslu til félagsmanna og nýjum leiðum til nýtingar skógarafurða.

 

FsS er málsvari þeirra sem hafa áhuga á skógrækt og bættri stöðu skógræktar sem atvinnugreinar. Sambærileg félög starfa í öðrum landshlutum og regnhlífarsamtök þeirra eru Landssamtök skógareigenda LSE. Félagið tilnefnir einn mann í stjórn Landssamtaka skógareigenda, en það starfar líkt og önnur búgreinasamtök. Landssamtökin eru félagar í Bændasamtökum Íslands og eiga fulltrúa á Búnaðarþingi.

Við hvetjum alla skógarbændur á Suðurlandi til að ganga í félagið. Við hvetjum einnig skógarbændur til að taka þátt í félagsstörfum og skemmtiferðum á vegum félagsins. Upplýsingar um félagsfundi og aðra atburði á vegum félagsins er að öllum jafnaði komið á framfæri við félagsmenn með tölvupósti eða á fésbókarsíðu félagsins. Fundargerðir birtast á heimasíðunni, skogarbondi.is

Nánari upplýsingar veitir Björn Bjarndal Jónsson í síma 899 9302, eða í tölvupósti á netfangið bjorn@bjarndal.is

 

Með skógarkveðju,

Félag skógareigenda á Suðurlandi

Merki félags skógarbænda á Suðurlandi

Skráðir félagar: 232

Fjöldi jarða: 194

Fjöldi Sveitafélaga: 19 

október 2018

bottom of page