Stærstu tré veraldar

Skemmtilegt video sem fjallar um stærstu tré veraldar. Hyperion er strand-rauðviður í Norður-Californiu og er yfirburða hæsta tré veraldar. Það er 116 metra hátt og er á ströndum Californiu.

Verkefni, klippa tré

Verkefni júní og júlí mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur 18. júní 2016 Nú er allt komið á fullt og trén grænka, hækka og gildna. Akkúrat tími til að fara um jólatrjáagróðursetningar og skoða trén. Muna eftir að hafa klippurnar með í vasanum ásamt vír eða plastspelkum til að laga galla á trjánum (Mynd 1). Mynd 1. Marga galla í jólatrjám er hægt að laga með klippum, vír eða plastspelkum. Verkþættir í júní Brumbrot á furu er aðferð sem hægt er að beita til að þétta tréð og gera það bústnara. Ef brumin á hliðagreinum á efsta greinakrans trésins eru brotin af (ca. 1/3) mun tréð eftir nokkur ár verða þéttara (Mynd 2). Ef brumin er brotin á öllum hliðagreinum trés

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089