Félag skógabænda Vesturlandi

Félag skógarbænda á Vesturlandi var stofnað þann 23. júní 1997. Hefð er að félagsmenn hittist þennan dag hjá einhverjum skógarbónda innan félagsins og skoði skógræktina hjá honum.   Í ár buðu hjónin Guðmundur Rúnar Vífilsson og Margrét Stefánsdóttir að Ferstiklu skógarbændum í heimsókn.    Ánægjulegt var hversu vel skógarbændur mættu í gönguna en einnig voru með í för framkvæmdastjóri LSE, starfsmenn  skógræktarinnar á svæðinu auk þeirra Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur og Þrastar Eysteinssonar en ákveðið var að slá saman skógargöngunni og fundi með þeim. Guðmundur Rúnar leiddi hópinn um skóginn sem er orðinn mjög vöxtulegur og fjölbreyttur.

Fyrr um daginn hafði verið mikið gróðurveður en á meðan skógargangan fór fram var þurrt  og skapaðist því góð stemming meðal gön...

Skógargöngur í júní 2020

Skógræktarstjóri og sviðsstjóri skógarþjónustu verða á ferð um landið í júnímánuði.

Því hefur verið ákveðið að blása til samráðsfunda í formi skógargöngu í samstarfi við félög skógarbænda í hverjum landshluta.

Á Suðurlandi verður skógarganga að Núpum í Ölfusi 21.júní kl 19:00

Á Vesturlandi verður skógarganga að Ferstiklu í Hvalfirði 23.júní kl 18:00

Á Norðurlandi verður skógarganga á Hofi í Vatnsdal 24. júní kl 17:00

Á Vestfjörðum verður skógarganga í kjölfarið á aðalfundi Félags skógarbænda á Vestfjörðum sem haldinn verður 26.júní  að Svanshóli í Bjarnarfirði, aðalfundurinn hefst kl 12:30

Á Austurlandi verður skógarganga á Mýrum í Skriðdal 30.júní kl 18:00

Vakin er athygli á að þessir viðburðir er utandyra og fólk beðið að vera klætt eftir veðri.

Hlökkum til að sjá sem fle...

Aðalfundur FSV  FRESTAÐ

Kæru félagar !

Vegna COVID-19 og stöðunnar í samfélaginu af hennar völdum er aðalfundi okkar sem vera átti 26. mars aflýst um óákveðinn tíma.

Bestu kveðjur

Bergþóra, Guðmundur og Halla

Please reload

Stjórn FsV

kjörin á aðalfundi 5. apríl 2018.

Bergþóra Jónsdóttir

Formaður

Hrútsstöðum í Laxárdal

hrutsstadir@simnet.is

Halla Guðmundsdóttir

Ritari

Dalsmynni í Dalsmynni

halla@laugargerdisskoli.is

Guðmundur Sigurðsson

Gjaldkeri

Oddsstöðum 2 í Lundareykjadal

furutun@simnet.is

Sigurkarl Stefánsson

Varamaður

Rúnar Vífilsson

Varamaður

Lúðvíg Lárusson

Varamaður

Breiðabólsstaður á Skógarströnd

ll@isl.is

Please reload

Endurskoðendur reikninga

Haraldur Magnússon

Pétur Jónsson

Skráðir félagar: 182

Fjöldi jarða: 125

Fjöldi Sveitafélaga: 11 

október 2018

Fundargerðir á Suðurlandi

Please reload

Um FsV

Hér vantar texta

Skóarafurðir á Vesturlandi

 

Lög félag skógarbænda á Vesturlandi

Lög afgreidd 15.mrs 2017

1. gr.

Félagið heitir Félag skógarbænda á Vesturlandi, FsV.  Félagssvæði þess er Vesturlandskjördæmi.  Heimili félagsins og varnarþing er heimili formanns.

 

2. gr.

Félagsmenn geta þeir orðið sem eru eigendur og/eða ábúendur lögbýla á Vesturlandi og stunda eða hyggjast stunda skógrækt á jörðum sínum eða taka þátt í samstarfsverkefnum með Landgræðslunni. 1)

 

3. gr.

Skógrækt í skilningi þessara laga er ræktun jólatrjáa, timburskóga, skjólbelta og fjölnytjaskóga.  Með fjölnytjaskógum er átt við ræktun skóga til almennra landbóta, fegrunar, útivistar og yndisauka.

 

4. gr.

Hlutverk félagsins er:

  1. Að vera samtök og málsvari þeirra sem vinna að eða hyggjast vinna að ræktun skóga á    lögbýlum á félagssvæðinu.

  2. Að efla samheldni með félagsmönnum og vera vettvangur almennrar umræðu og fræðslu um skógrækt.Að gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna og vera í fyrirsvari fyrir þá gagnvart þriðja aðila óski félagsmenn eftir því, t.d. samskipti og samningsgerð við Skógrækt ríkisins Vesturlandsskóga 2) o.fl. aðila.

5. gr.

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.  Aðalfund skal halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert og til hans boðað bréflega með minnst viku fyrirvara og er hann þá lögmætur.

  •             Afl atkvæða ræður úrslitum mála nema annars sé getið í lögum þessum.

  •             Á aðalfundi skal kjósa stjórn og aðra trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna.

  •             Jafnframt skal árlega kjósa einn varamann sem skoðunarmann reikninga.2)

Kosningar skulu vera bundnar (uppástungur).  Sé stungið upp á fleiri mönnum en kjósa skal, skal kosning vera skrifleg og leynileg.  Aðalfundur getur ákveðið að kosningar séu óbundnar og leynilegar.

 Á aðalfundi gerir stjórn félagsins grein fyrir störfum á liðnu starfsári og leggur fram endurskoðaða reikninga.  Reikningsár félagsins er almanaksárið.

Árgjöld félagsmanna skulu ákveðin árlega á aðalfundi. Eitt árgjald greiðist af hjónum og sambýlisfólki. Hafi félagsmenn ekki greitt árgjald í 3 ár er ekki litið lengur á þá sem félagsmenn og nafn þeirra tekið af félagatali. 3)

 Stjórn félagsins getur boðað til félagsfundar þegar hún telur ástæðu til eða 1/3 hluti félagsmanna æskir þess.  Skal boðað til aukafunda með sama hætti og til aðalfundar.

 

6. gr.

Stjórn félagsins skipa þrír félagsmenn, kjörnir til þriggja ára, einn hvert ár og skal hlutkesti ráða röð þeirra.  Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að loknum aðalfundi.

  • Varamenn í stjórn eru þrír, kosnir til eins árs.

  • Skoðunarmenn reikninga eru tveir, kosnir úr hópi félagsmanna til eins árs í senn.

  • Ritari er jafnframt varaformaður þess.

 

7. gr.

Aðalfundur tilnefnir einn aðalmann og einn varamann félagsins í stjórn Vesturlandsskóga til fjögurra ára í senn. 

 

8. gr.

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi.  Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórninni fyrir 15. mars og skulu þær sendar út með boðun aðalfundar. Minnst 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi þarf til að breyta lögum félagsins.

 

9. gr.

Nú kemur fram tillaga um að félaginu skuli slitið og skal hún þá sæta sömu meðferð sem tillaga til lagabreytinga skv. 8. gr.

 

10. gr.

Lög þessi taka gildi með samþykkt stofnfundar félagsins 23. dag júnímánaðar 1997.

 

Samþykkt á stofnfundi félagsins að Valfelli í Borgarhreppi 23. júní 1997

 

1) Breytingar á aðalfundi FsV í Árbliki í Dalabyggð 19. apríl 2000

2)  Breytingar á aðalfundi FsV í Hótel Glym 2. apríl 2005

3) Breytingar á aðalfundi FsV á Hótel Hamri 15. apríl 2010

Merki félags skógareigenda á Vesturlandi

Merki Félags skógarbænda á Vesturlandi  er hannað af Sigríði Kristinsdóttur.

Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089