top of page

Aðalfundur FSV 2024


Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi (FSV) var haldinn á Hótel Hamri þriðjudaginn 16.apríl sl. Á fundinum fór formaður yfir það helsta sem gerst hafi á liðnu ári og var þar einkum fjallað um málþing og árshátíð skógarbænda á Varmalandi í október sem var samstarf allra skógarbændafélaganna og búgreinadeildar skógarbænda BÍ. Voru gestir almennt ánægðir með hvernig til tókst. Í júní á afmæli félagsins fóru skógarbændur á Vesturlandi í vel heppnaða ferð um Borgarfjörð. Þar sem m.a. var komið við í Reykholti  en aðalviðkomustaðurinn var hjá skógarbændunum Árnýju Sigurðardóttur og Friðriki Sigurbergssyni í Ártúni. Voru móttökur þar höfðinglegar. Að lokum var snemmgrisjunarnámskeið í vetur þar sem Valdimar Reynisson kenndi meðhöndlun ungskóga.


Engar breytingar urðu á stjórn frá fyrra ári, en í henni eru Sigurkarl Stefánsson, formaður, Jakob Kristjánsson, gjaldkeri og Kristín Magnúsdóttir, ritari. Á fundinn kom fjöldi góðra gesta. Fyrst kom fram Hrefna Jóhannsdóttir hjá Land og skóg en hún fór yfir starfið framundan. Hún sagði frá bágri stöðu fræja á lerkiblendingnum Hrym en ekki er útlit að nokkrum Hrym verði sáð á næsta ári. Nýir skógræktarráðgjafar Vesturlands kynntu sig fyrir skógarbændum. Það voru Gústaf Jarl Viðarsson og Naomi Bos.  Þá kom Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ, í pontu og sagði frá starfi skógarbænda hjá BÍ og má í stuttu máli segja að unnið sé að mörgum góðum málum í þágu skógarbænda. Að lokum  notaði Valdimar Reynisson skógfræðingur tækifærið og þakkaði skógarbændum fyrir gott samstarf yfir árin, en Valdimar hefur nýverið byrjað störf fyrir Ygg carbon.

Fundurinn var vel sóttur og vel fór á með gestum fundarins.

 

Höfundur: Sigurkarl StefánssonFundargerð


Aðalfundur FsV nr 28 23 mars 2024
.pdf
Download PDF • 129KB

Fyrirlestur Hjartar


SkógBÍ_Aðalfundir skógarbænda 2024
.pdf
Download PDF • 5.19MB


Myndir tók Hlynur Gauti
Aðalfundur FSV var vel sóttur og fór vel á með gestum.

Guðmundur Sigurðsson sá um fundarstjórn.

Sigurkarl formaður FSV fór yfir skýrslu stjórnar. Þar bar helst á skógarg0ngu, Málþingi í Varmalandi og Snemmgrisjunarnámsekiði.

Jakob Kristjánsson, gjaldkeri FSV, fór yfir reikninga.

Tvær tillögur lágu fyrir fundinum og voru samþykktar.

  1. Þrýsta þarf á LogS að fá þriðja ráðneutinn til starfa inn á svæðið

  2. Tryggja þarf þátttöku fulltrúa frá FSV með fyrirvara á Deildarþing BÍ


Forysta í stjórn er óbreytt. Breyting var á varamönnum.

Hrefna Jóhannesdóttir hjá LogS fór yfir málin.

  • Áfall að ekki skuli vera framboð á Hrym árið 2025.

Naomi og Gústaf Jarl eru nýjir ráðunautar á svæðinu. Þau kynntu sig.

Hjörtur, formaður Skóg BÍ, sagði frá starfinu. Góðar umræður spruttu í kjölfarið.

Valdimar þakkaði samstarf liðinna ára og hveruf nú á braut til verkefna hjá Ygg Carbon.

Góður og gagnlegur fundur.


Comentarios


bottom of page