top of page

Félag skógabænda Norðurlandi

Stjórn á Norðurlandi

Kjörin á aðalfundi 30. mars 2021

Laufey Leifsdóttir-smaller.JPG

Laufey Leifsdóttir

Formaður FSN

...

FSN-Birgir Steingrímsson.png

Birgir Steingrímsson

Gjaldkeri og varaformaður

Litla Strönd

Þór Margrét Lúthersdóttir _Photoshop.jpg

Þóra Margrét Lúthersdóttir

Ritari

...

Glókollur á grænni grein á Íslandi.jpg

Ólöf Hörn Erlingsdóttir

Stjórnarmaður

...

b446f5_4db3895813d345428557749867c6ef21~mv2.jpg

Björn Ólafsson

Stjórnarmaður

Krithóli

Skráðir félagar: 126

Fjöldi jarða: 87

Fjöldi Sveitafélaga: 20 

október 2018

Um FSN

Ágætu skógarbændur!

Við vilum vekja athygli ykkar á hagsmunafélagi skógarbænda á Norðurlandi, sem ber heitið Félaga Skógarbænda á Norðurlandi, (FSN).

Megin tilgangur félagsins er að bæta stöðu skógræktar sem atvinnugreinar og stuðla að fræðslu til skógarbænda.  Sambærileg félög starfa í öðrum landshlutum og regnhlífarsamtök félaganna, Landsamtök skógareigenda (LSE) starfa líkt og önnur búgreinasamtök. LSE eru félagar í Bændasamtökum Íslands og eiga fulltrúa á Búnaðarþingi.

Í stjórn FSN sitja 5 manns,  fundir eru haldnir amk. tvisvar á ári, annars eftir þörfum hverju sinni.  Landshlutafélögin skiptast á um að skipuleggja og halda aðalfundi LSE. FSN gefur út fréttabréfið  “Björkina” sem kemur út 2-3 á ári.  Markmið með útgáfu fréttabréfs  er að auglýsa skógræktaruppákomur, námskeiðahald og koma á framfæri faglegum og handhægum upplýsingum frá stjórn félagsins og Skógræktinni.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér fréttabréfið til birtingar á efni  er varðar hagsmunamál skógarbænda og miðla af reynslu sinni til annarra félagsmanna.

Lög afgreidd 15.mrs 2017

Lög félag skógarbænda á Norðurlandi

FSN- skóarafurðir

Skógarafurðir á Norðurlandi

(ath, ekki opinber merki)

1. grein.
Félagið heitir Félag skógarbænda á Norðurlandi. Félagssvæði þess nær yfir Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslur. Heimili og varnarþing er heimili formanns hverju sinni.

 


2. grein.
Rétt til aðildar að félaginu hafa þeir sem stunda skógrækt til einhverra nota, s.s. til viðarframleiðslu, vegna ferðaþjónustu, útivistar eða landgræðslu.

 


3. grein.
Tilgangur félagsins er:


  1. Að sameina alla skógarbændur á Norðurlandi í eitt félag.


  2. Að bæta aðstöðu til skógræktar sem atvinnugreinar.


  3. Að beita sér fyrir aukinni skógrækt og verðmætasköpun í greininni.


  4. Að hafa samvinnu við fagaðila um leiðbeiningar á sviði skógræktar, standa
fyrir fræðslufundum og leita eftir samvinnu við menntastofnanir um námskeiðahald og gerð fræðsluefnis.


  5. Að leita markaða fyrir skógarafurðir.

 


4. grein.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Skal hann haldinn fyrir 15. september ár hvert og til hans boðað með minnst 10 daga fyrirvara. Þar skal kjósa stjórn og aðra trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna. Á aðalfundi skal stjórn leggja fram til umræðu og samþykktar:


   1. Skýrslu um störf félagsins á sl. ári.


   2. Endurskoðaða reikninga fyrir almanaksár.


   3. Tillögu um árgjald félagsmanna.

 


5. grein.
Aðalfundur er lögmætur, sé löglega til hans boðað. Stjórn félagsins getur boðað til aukafundar þegar hún telur þess þörf og einnig getur 1/3 félagsmanna óskað fundar. Skal til hans boðað með sama hætti og aðalfundar.

 


6. grein.
Stjórn félagsins skipa fimm menn og þrír varamenn. Kjörtímabil stjórnarmanna er þrjú ár, þannig að tvö fyrstu árin skal kjósa um tvo stjórnarmenn, og þriðja árið skal kjósa um einn stjórnarmann. Kjörtímabil varamanna er eitt ár og skal afl atkvæða í kosningum ráða því, hver þeirra er kallaður til stjórnastarfa, ef aðalmaður forfallast. Stjórnin skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi. Tveir skoðunarmenn og varamenn þeirra skulu kosnir árlega. Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda. Hún má ekki skuldbinda félagið fjárhagslega umfram það, sem fram kemur í samþykktum aðalfundar. Stjórnin heldur skrá yfir félaga og skal hún liggja frammi á aðalfundi. Skuldi félagsmaður árgjald liðins árs, missir hann réttindi sín í félaginu. Til þess að öðlast þau á ný, skal viðkomandi greiða skuld sína.

 


7. grein.
Lög þessi öðlast gildi með samþykkt stofnfundar félagsins. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund og skulu þær sendar út með fundarboði. Til að breyta lögum, þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi.

 

 


Upphafleg lög voru samþykkt á stofnfundi félagsins í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit þann 26. nóvember 1997.
Breytingar voru gerðar á 3. gr. á aðalfundi 1998, á 6. gr á aðalfundi 1999 og aftur á 6. gr. á aðalfundi 2011.
Ofangreind lög samþykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Löngumýri í Skagafriði þann 15.mars 2017

bottom of page