Félag skógareigenda á Suðurlandi

Félag skógareigenda á Suðurlandi

Sæl verið þið.

Um hverja Jónsmessu förum við í heimsókn til skógarbónda.  

Við förum í þægilega göngu um skóginn hans og fáum að heyra söguna á bak við skóginn, sem alltaf er merkileg og skemmtileg.  Síðan er grillað og við borðum saman, drekkum ketilkaffi, spjöllum mikið og gjarnan er söngheftið með í för.

Jónsmessuferðina okkar verður 21. júní.  

Að þessu sinni heimsækjum við Guðmund A. Birgisson á Núpum, en skógræktin hans ber glöggt vitni mikils áhuga og mikillar natni við að rækta skóg.  Mæting er um kl. 19:00

Það væri mjög ánægjulegt ef þið munduð þiggja þetta góða boð og eiga með okkur góða og skemmtilega kvöldstund á fallegu júníkvöldi í fallegum skógi.

Bestu kveðjur,

f.h. stjórnar FsS,

María form.

Aðalfundur FsS-FRESTAÐ

Félag skógareigenda á Suðurlandi

Frestun Aðalfundar Félags skógareigenda á Suðurlandi

Komið þið sæl.Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi félagsins, sem boðaður var 28. mars. Vonandi verður ekki langt í að samskipti fólks og daglegt líf færist í eðlilegt horf og þá blásum við aftur til fundar.

Samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi, þá má vænta breytinga á veðri eftir 20. mars, við kjósum auðvitað að skilja það sem svo, að þann 20. mars muni vorið byrja að hreiðra um sig og taka yfirhöndina á tveimur til þremur vikum.Þangað til er góður tími til að fletta prentuðum bókum og vef bókum um sáningu, græðlinga, klippingar og allt það annað sem bíður okkar í vor. Það er góð grein eftir Guðríði Helgadóttur í Garðinum, frá febrúar 2011, sem gott er að renna yfir árlega...

Við ræktum skóg


Skógrækt er atvinnugrein
Þeim fer fjölgandi sem stunda skógrækt á Íslandi og ekki verður langt að bíða þess, að skógrækt verði aðal búgrein margra bænda. Skógarnir vaxa og víða er komið að grisjun. Atvinnugreinin skógrækt mun eflast og verða mikilvæg, innan fárra ára. Ungir hönnuðir munu vinna með handverksmönnum og litlum iðnfyrirtækjum að þróun og framleiðslu nytjavöru úr timbri. Stærri fyrirtæki munu sækjast eftir innlendu timbri og framleiða klæðningar, burðarbita, smáhýsi og jafnvel stærri byggingar. Þetta er ekki draumsýn, þetta er veruleiki. Það er að segja, ef rétt er á spilum haldið.


Varðandi opinbera styrki til skógræktar, virðast þeir ráðast af því, hversu mikið er afgangs í kassanum. Ef ekki væri hin margumtalaða loftslagsvá, væri líklega lítil áhersla lögð á sk...

Please reload

Lög félags skógareigenda á Suðurlandi

Lög afgreidd 15.mrs 2017

Lög Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS


1. grein
Félagið heitir Félag skógareigenda á Suðurlandi. Félagssvæði þess er Suðurland og Reykjanes.


2. grein
Heimilisfang þess og varnarþing er að Austurvegi 1, 800 Selfossi.


3. grein
Markmið félagsins eru:
a) Að vera samtök og málsvari þeirra, sem áhuga hafa á að vinna að skógrækt og ræktun
nytjaskóga á félagssvæðinu.
b) Annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við þá aðila sem félagsmenn
óska eftir og tilefni er til.
c) Að sjá til þess að félagsmenn eigi kost á fræðslu og leiðbeiningum í skógrækt eins og þörf
er á á hverjum tíma.
d) Að leita markaða fyrir skógarafurðir.


4. grein
Félagar geta þeir orðið sem eru eigendur og/eða ábúendur lögbýla og/eða jarðarhluta á Suðurlandi og
stunda hvers konar skógrækt á jörðum sínum. Eitt félagsgjald greiðist fyrir lögbýli og/eða jarðarhluta.


5. grein
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn eigi síðar en 1. júní ár hvert og til hans boðað
með sannanlegum hætti með minnst 10 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans
boðað. Stjórn félagsins getur boðað til félagsfundar þegar hún telur ástæðu til þess og/eða 1/3 hluti
félagsmanna æskir þess. Skal þá boðað til hans með sama hætti og til aðalfundar.
Verkefni aðalfundar skal vera:
1) Leggja fram skýrslu stjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum félagsins til samþykktar.
2) Kosning stjórnar.
3) Kosning fulltrúa í stjórnir, ráð og félagasamtök sem félagið er aðili að hverju sinni.
4) Aðalfundur ákveður árgjöld félagsins.
5) Önnur mál


6. grein
Aðalstjórn félagsins skipa 5 félagsmenn og 3 til vara og fer hún með framkvæmdastjórn félagsins á milli
aðalfunda. Stjórnin má ekki skuldbinda félagið fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum
aðalfundar. Kosningar skulu vera skriflegar og leynilegar og uppástungur því aðeins leyfðar að fundurinn
samþykki.
a) Kjósa skal formann sérstaklega til þriggja ára í senn.
b) Aðra aðalmenn skal kjósa sameiginlegri kosningu og skiptir stjórn með sér verkum að
öðru leyti. Kjörtímabilið er 3 ár.
c) Ritari gegnir stöðu varaformanns.
d) Kjósa skal 3 varamenn til eins árs í senn.
e) Skoðunarmenn eru tveir og tveir til vara kjörnir til eins árs í senn.


7. grein
Ákvörðun um slit félagsins er tekin á aðalfundi, með einföldum meirihluta atkvæða og renna þá eignir
félagsins, ef einhverjar eru, til málefna er samræmast tilgangi félagsins.


8. grein
Lög þessi tóku gildi með samþykki aðalfundar 28.03.1998 og síðari breytingum frá 23. apríl 2010, 5. maí
2012 og 21. apríl 2018. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins fyrir 1. mars. Tillögur til
lagabreytinga skulu sendar út með boðun aðalfundar. Til breytinga á lögum þessum þarf minnst 2/3 hluta
atkvæða á aðalfundi.
 

Stjórn FsS

kjörin á aðalfundi 6. apríl 2019.

María E. Ingvadóttir

Formaður

Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir

Ritari

Októ Einarsson

Gjaldkeri

Hannes Lentz

Meðstjórnandi

Sigurður Karl Sigurkarlsson

Meðstjórnandi

Hrönn Guðmundsdóttir

Varastjórn

Sigríður Hjartar

Varastjórn

Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir

Varastjórn

Please reload

Skráðir félagar: 232

Fjöldi jarða: 194

Fjöldi Sveitafélaga: 19 

október 2018

Fundargerðir á Suðurlandi

25.11.2017

5.5.2012

Please reload

Um FsS

Félag skógareigenda á Suðurlandi FsS er hagsmunafélag skógarbænda og félagssvæðið er Suðurland, frá Reykjanesskaga til Hornafjarðar. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og hafa samskipti við yfirvöld um málefni félagsins, stuðla að fræðslu til félagsmanna og nýjum leiðum til nýtingar skógarafurða.

FsS er málsvari þeirra sem hafa áhuga á skógrækt og bættri stöðu skógræktar sem atvinnugreinar. Sambærileg félög starfa í öðrum landshlutum og regnhlífarsamtök þeirra eru Landssamtök skógareigenda LSE. Félagið tilnefnir einn mann í stjórn Landssamtaka skógareigenda, en það starfar líkt og önnur búgreinasamtök. Landssamtökin eru félagar í Bændasamtökum Íslands og eiga fulltrúa á Búnaðarþingi.

Við hvetjum alla skógarbændur á Suðurlandi til að ganga í félagið. Við hvetjum einnig skógarbændur til að taka þátt í félagsstörfum og skemmtiferðum á vegum félagsins. Upplýsingar um félagsfundi og aðra atburði á vegum félagsins er að öllum jafnaði komið á framfæri við félagsmenn með tölvupósti. Fundargerðir birtast á heimasíðunni, skogarbondi.is

Nánari upplýsingar veitir María E. Ingvadóttir í síma 895 8835, eða í tölvupósti á netfangið mariaei@simnet.is

Með skógarkveðju,

Félag skógareigenda á Suðurlandi

Merki félags skógareigenda á Suðurlandi

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089