Félag skógareigenda á Suðurlandi

Margt breytist í íslenskri sveit á þriðjungi úr öld. Gróðurfar, landbúnaður, áherslur í skógrækt og veðurfar sveiflast til.

Undir lok níunda áratugarins var talsvert kaldara veðurfar en nú er. Mörgum þótti því fráleitt að hefja skógrækt á þeim tíma.   En ábúendur á bæjunum Hrosshaga, Spóastöðum og Galtalæk í Biskupstungum létu það ekki stöðva sig og hófu nytjaskógrækt árið 1989. Það eru því liðin 30 ár síðan.

Eftirtaldir aðilar hafa staðið að eða standa núna að skógrækt á jörðunum: Í Hrosshaga voru það Helgi Guðmundsson, Margrét Sverrisdóttir, Gunnar Sverrisson og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. Á Spóastöðum Þorfinnur Þórarinsson, Áslaug Jóhannesdóttir, Ingvi Þorfinnsson, Þórarinn Þorfinnsson og Hildur María Hilmarsdóttir. Á Galtalæk Njörður Ó. Geirdal, Sigurbjörg Snorradóttir, Agnes Geir...

November 6, 2019

Félag skógareigenda á Suðurlandi
 
Heimsókn í Guðmundarlund, laugardaginn 9. nóvember kl. 11.00
 
Næsta laugardag, þann 9. nóvember, kl. 11, munu skógarbændur á Suðurlandi heimsækja Guðmundarlund, í Kópavogi, sem flestir hafa heyrt af.
Við munum hittast við grillhúsið, en færa okkur svo að móttökuhúsinu, sem er aðeins innar en grillhúsið.  Þar verður sögð saga staðarins, sem er bæði löng og merkileg, en síðan rölt um þetta mjög svo áhugaverða og fallega svæði.

Boðið verður upp á samlokur og kaffi.
 

Guðmundarlundur er í Kópavogi.  Ef ekið er í átt að Kórnum, íþróttahúsinu, þá er þar, suður af, hesthúsahverfið Heimsendir og enn sunnar er Guðmundarlundur, en afleggjarinn þangað er merktur.
Þeir sem koma að austan, fara til vinstri út af hringtorginu við Rauðavatn og svo aftur til vinstri við Ö...

Jónsmessuhátíð á Snæfoksstöðum


Sunnudaginn 23. júní kl. 14 til kl. 17, höldum við Skógarhátíð á Jónsmessu á Snæfoksstöðum, skógarsvæði Skógræktarfélags Árnesinga við Biskupstungnabraut.
Allir velkomnir í línudansinn, það verður tálgað í tré, rennibekkurinn ræstur, skoðunarferðir farnar um skóginn, heitt verður á grillinu, bakaðar lummur og ýmislegt fleira spennandi.
Kl. 19 verður árleg Jónsmessuganga skógarbænda, létt gönguferð og síðan verður grillað og sungið saman.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Félag skógareigenda á Suðurlandi.


 

Please reload

Lög félags skógareigenda á Suðurlandi

Lög afgreidd 15.mrs 2017

Lög Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS


1. grein
Félagið heitir Félag skógareigenda á Suðurlandi. Félagssvæði þess er Suðurland og Reykjanes.


2. grein
Heimilisfang þess og varnarþing er að Austurvegi 1, 800 Selfossi.


3. grein
Markmið félagsins eru:
a) Að vera samtök og málsvari þeirra, sem áhuga hafa á að vinna að skógrækt og ræktun
nytjaskóga á félagssvæðinu.
b) Annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við þá aðila sem félagsmenn
óska eftir og tilefni er til.
c) Að sjá til þess að félagsmenn eigi kost á fræðslu og leiðbeiningum í skógrækt eins og þörf
er á á hverjum tíma.
d) Að leita markaða fyrir skógarafurðir.


4. grein
Félagar geta þeir orðið sem eru eigendur og/eða ábúendur lögbýla og/eða jarðarhluta á Suðurlandi og
stunda hvers konar skógrækt á jörðum sínum. Eitt félagsgjald greiðist fyrir lögbýli og/eða jarðarhluta.


5. grein
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins og skal haldinn eigi síðar en 1. júní ár hvert og til hans boðað
með sannanlegum hætti með minnst 10 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans
boðað. Stjórn félagsins getur boðað til félagsfundar þegar hún telur ástæðu til þess og/eða 1/3 hluti
félagsmanna æskir þess. Skal þá boðað til hans með sama hætti og til aðalfundar.
Verkefni aðalfundar skal vera:
1) Leggja fram skýrslu stjórnar ásamt endurskoðuðum reikningum félagsins til samþykktar.
2) Kosning stjórnar.
3) Kosning fulltrúa í stjórnir, ráð og félagasamtök sem félagið er aðili að hverju sinni.
4) Aðalfundur ákveður árgjöld félagsins.
5) Önnur mál


6. grein
Aðalstjórn félagsins skipa 5 félagsmenn og 3 til vara og fer hún með framkvæmdastjórn félagsins á milli
aðalfunda. Stjórnin má ekki skuldbinda félagið fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum
aðalfundar. Kosningar skulu vera skriflegar og leynilegar og uppástungur því aðeins leyfðar að fundurinn
samþykki.
a) Kjósa skal formann sérstaklega til þriggja ára í senn.
b) Aðra aðalmenn skal kjósa sameiginlegri kosningu og skiptir stjórn með sér verkum að
öðru leyti. Kjörtímabilið er 3 ár.
c) Ritari gegnir stöðu varaformanns.
d) Kjósa skal 3 varamenn til eins árs í senn.
e) Skoðunarmenn eru tveir og tveir til vara kjörnir til eins árs í senn.


7. grein
Ákvörðun um slit félagsins er tekin á aðalfundi, með einföldum meirihluta atkvæða og renna þá eignir
félagsins, ef einhverjar eru, til málefna er samræmast tilgangi félagsins.


8. grein
Lög þessi tóku gildi með samþykki aðalfundar 28.03.1998 og síðari breytingum frá 23. apríl 2010, 5. maí
2012 og 21. apríl 2018. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins fyrir 1. mars. Tillögur til
lagabreytinga skulu sendar út með boðun aðalfundar. Til breytinga á lögum þessum þarf minnst 2/3 hluta
atkvæða á aðalfundi.
 

Stjórn FsS

kjörin á aðalfundi 6. apríl 2019.

María E. Ingvadóttir

Formaður

Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir

Ritari

Októ Einarsson

Gjaldkeri

Hannes Lentz

Meðstjórnandi

Sigurður Karl Sigurkarlsson

Meðstjórnandi

Hrönn Guðmundsdóttir

Varastjórn

Sigríður Hjartar

Varastjórn

Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir

Varastjórn

Please reload

Skráðir félagar: 232

Fjöldi jarða: 194

Fjöldi Sveitafélaga: 19 

október 2018

Fundargerðir á Suðurlandi

25.11.2017

5.5.2012

Please reload

Um FsS

Félag skógareigenda á Suðurlandi FsS er hagsmunafélag skógarbænda og félagssvæðið er Suðurland, frá Reykjanesskaga til Hornafjarðar. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og hafa samskipti við yfirvöld um málefni félagsins, stuðla að fræðslu til félagsmanna og nýjum leiðum til nýtingar skógarafurða.

FsS er málsvari þeirra sem hafa áhuga á skógrækt og bættri stöðu skógræktar sem atvinnugreinar. Sambærileg félög starfa í öðrum landshlutum og regnhlífarsamtök þeirra eru Landssamtök skógareigenda LSE. Félagið tilnefnir einn mann í stjórn Landssamtaka skógareigenda, en það starfar líkt og önnur búgreinasamtök. Landssamtökin eru félagar í Bændasamtökum Íslands og eiga fulltrúa á Búnaðarþingi.

Við hvetjum alla skógarbændur á Suðurlandi til að ganga í félagið. Við hvetjum einnig skógarbændur til að taka þátt í félagsstörfum og skemmtiferðum á vegum félagsins. Upplýsingar um félagsfundi og aðra atburði á vegum félagsins er að öllum jafnaði komið á framfæri við félagsmenn með tölvupósti. Fundargerðir birtast á heimasíðunni, skogarbondi.is

Nánari upplýsingar veitir María E. Ingvadóttir í síma 895 8835, eða í tölvupósti á netfangið mariaei@simnet.is

Með skógarkveðju,

Félag skógareigenda á Suðurlandi

Merki félags skógareigenda á Suðurlandi

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089