Kjörin á aðalfundi apríl 2024
Félagið vann að framgangi lagasetningar, sem byggði á þeirri reynslu sem fékkst við Fljótsdalsáætlun og var í raun öflugur þrýstihópur sem vann að því markmiði, sem náðist með stofnun Héraðsskóga .
Í upphafi var mörkuð sú stefna að staðið skyldi faglega að plöntuframleiðslu og að verkefnið notaði einungis gæðaplöntur. Því var Gróðrarstöðin Barri hf. stofnuð, en Félag skógarbænda á Héraði á þar rúmleg þriðjung. Nú starfar Barri hf. í nýrri aðstöðu sem byggð var upp á Valgerðarstöðum í Fellum og var formlega tekin í notkun 12. mars síðastliðinn. Þar sem er glæsilegasta aðstaða landsins til plöntuframleiðslu, með frystigeymslum fyrir skógarplöntur.
Um miðjan desember var haldinn jólamarkaður hjá Barra hf. þar sem skógarbændur buðu jólatré til sölu, handverksfólk mætti með sína framleiðslu, boðið upp á lifandi tónlist að ógleymdri hangikjötskeppni, keppt var um sæmdarheitið “Kjötkrókur Austurlands” þar sem gæði hangikjöts frá 10 einstaklingum voru lögð í dóm gesta sem voru fjölmargir (nánar á heimasíðu Barra h.f – barri.is)
Skógarbændur á Héraði eru stoltir af því að hafa verið í fararbroddi bændaskógræktar frá stofnun félagsins og vonandi getum við haldið áfram að bera uppi merki skógræktar í atvinnuskyni á Íslandi.
Í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Héraðs og austurlandsskóga hefur, Félag skógarbænda á Héraði staðið fyrir Skógardeginum mikla sem, nú verður haldinn í Mörkinni á Hallormsstað, fjórða árið í röð og bjóðum við alla
velkomna til okkar21.júní n.k.
Eftir að Landsamtök skógareigenda vöru stofnuð, höfum við gert okkur far um að sækja alla aðalfundi LSE, með sem flestum félögum. Í þessum ferðum okkar förum við gjarnan einhverja útúrdúra, skoðum landið okkar, skemmtum okkur og eflum félagsandann.
Við gerum okkur far um að sjá jákvæðu hliðarnar á tilverunni og vonandi verður svo áfram.
F.h. stjórnar Félags Skógarbænda á Héraði.
Þorsteinn Pétursson Víðivallagerði Fljótsdal.
Lög Félags skógarbænda á Austurlandi
1. grein
Félagið heitir Félag skógarbænda á Austurlandi, skammstafað FSA. Félagssvæðið er Austurland. Heimili þess og varnarþing er á félagssvæði FSA.
2. grein
Tilgangur félagsins er:
• að efla nytjaskógrækt á Austurlandi sem búgrein og gæta hagsmuna jarðeigenda og ábúenda sem eru í félaginu og stunda nytjaskógrækt
• að veita félagsmönnum fræðslu og upplýsingar um sem flesta þætti nytjaskógræktar og nýjungar sem verða á því sviði
• að kynna félagsmönnum það sem gagn má hafa af trjárækt, auk timburframleiðslu, sem aukið gætu þá atvinnu sem skóglendi og vistkerfi þess veitir.
3. grein
Félagar geta þeir orðið sem stunda nytjaskógrækt sem búgrein á lögbýli. Greitt er eitt árgjald á hvert býli til félagsins og félagar greiða annað árgjald. Árgjöld eru ákveðin á aðalfundi. Skuldlaus félagi hefur atkvæðisrétt.
4. grein
Félagsfundir eru haldnir þegar stjórn þykir ástæða til, eða þegar fimmti hluti fullgildra félaga æskir þess. Þeir skulu boðaðir með 2ja sólarhringa fyrirvara minnst og eru löglegir sé löglega til þeirra boðað.
5. grein
Aðalfundur er æðsta vald félagsins. Með viku fyrirvara fyrir lok apríl ár hvert boðar stjórn aðalfund með rafrænum hætti og telst hann lögmætur sé hann löglega boðaður.
Á dagskrá fundarins eru þessir liðir:
1. Fundur settur. Lögmæti fundar kannað.
2. Skýrsla stjórnar frá síðasta aðalfundi.
3. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir.
4. Inntaka nýrra félaga.
5. Félagsgjöld ársins ákveðin.
6. Lagabreytingar, hafi komið fram formlegar tillögur þar um og kynntar með fundarboði.
7. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
8. Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.
9. Önnur mál.
10. Fundi slitið.
6. grein
Stjórn félagsins skipa 5 menn og 2 til vara.Kosið er til hennar úr hópi félaga. Hún skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnin fer með framkvæmdastjórn félagsins milli aðalfunda.
7. grein
Stjórn FSA er heimilt að leggja fyrir aðalfund tillögu að útnefningu heiðursfélaga í Félagi skógarbænda á Austurlandi. Þeir greiða ekki árgjald og mega ekki vera fleiri en 3 samtímis.
8. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á lögmætum aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.
(Lög félagsins eftir samþykktar breytingar á aðalfundi 2016)
Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368