Handverksmenn leynast víða um land. Einar Halldórsson hefur unnið ýmislegt nytsamlegt og skemmtilegt úr lerki. Hér að neðan er frétt frá 2019 en heyrst hefur að hann sé enn að. Það er því um að gera að fara panta ef það á að ná inn í jólapakkann.
Einnig væri gaman að heyra frá fleiri handverksmönnum og koma þeim og þeirra handverki á framfæri. Látið mig endilega vita: Hlynur@bondi.is.
Handverkskarlar kunna margt
konur ekki síður
Jólin koma svei mér snart
svona tíminn líður
Frétt frá 2019
Ekki er slegið slöku við í smiðju Einars Halldórssonar á Egilsstöðum. Hér er á ferðinni ný vorulína, árgerð 2019.
Reglulegqa verða til nýjir bílar og ný farartæki í höndum Einars. Hér að neðan eru myndir af leiktækjum með útgáfudagsetningu samhliða. Allt úr lerkiskóginum heima.
Hér er Facebook síða Einars.
Laufabrauðspressur úr lerki, 12. mars 2019
Þetta sófaborð varð til í smiðju minni í vikunni – platan 32mm og 60cm – hæð 60 cm – kemur vel út
3.feb, Landrower og Pick Up bætist í hópinn
13.jan, Skildi þetta vera Scania eða MAN
3.jan. Traktorar og tengivagnar
19.feb Aspar-kommóður, L26 H21 D18
Comments