top of page

FSA Aðalfundargerð 2024

Funadargerð aðalfundar 2024

Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi haldinn á Eiðum fimmtudaginn 18. mars og hefst kl. 18:04 Mættir eru 34 félagar og tveir gestir, Hjörtur Bergman Jónsson form. skógardeildar B.Í. og Hlynur Gauti Sigurðsson sérfræðingur um umhverfismál hjá B.Í.


Dagskrá.

1. Fundur settur, lögmæti fundar kannað.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Endurskoðaðair reikningar lagðir fram.

4. Umræður um skýrslu og reikninga.

5. Inntaka nýrra félaga.

6. Félagsgjöld ársins ákveðin.

7. Tillaga um lagabreytingar.

8. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

9. Önnur mál.

10. Fundi slitið.


1.

Maríanna formaður setti fundinn og stakk upp á Bjarna G. Björgvinssyni sem fundarstjóra og Halldóri Sigurðssyni sem fundarritara og var það samþykkt.


2.

Fundarstjóri byrjaði á því að kanna lögmæti fundar og setja framhaldsaðalfund 2023 sem Maríanna sleit síðan formlega en honum hafði verið frestað vegna hugsanlegra breytinga á formi aðildar mismunandi búgreina að Búnaðarsambandi Austurlands. Að því búnu setti fundarstjóri aðalfund 2024 og gaf formanni orðið með skýrslu stjórnar.



Skýrsla stjórnar FsA í apríl 2024


Stjórn var óbreytt milli ára og hana skipuðu Maríanna Jóhannsdóttir, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Þórhalla Þráinsdóttir, Þorsteinn Pétursson og Halldór Sigurðsson. Varamenn eru Karl Jóhannsson og Lárus Heiðarsson.


Stóru verkefni félagsins eru annars vegar Skógardagurinn mikli sem haldinn var í Hallormsstaðaskógi 24. júní 2023 sem allt að 2000 manns sóttu. Það koma margir úr okkar samfélagi að skipulagningu og framkvæmd dagsins og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir sitt góða starf. Meðal nýbreytni á síðasta ári var aðkoma Náttúruskólans og mæltist það vel fyrir.


Hinn stóri viðburðurinn er Jólakötturinn sem á síðasta ári var haldinn í þéttbýlinu, í húsi Landsnets. Það var líklega sett nýtt met í aðsókn og samstarfið við Landsnet var mjög gott og vonandi verður hægt að halda Jólaköttinn aftur að ári á sama stað. Vinnuframlag félagsmanna FsA skiptir miklu máli og þeim sem komu að þeirri vinnu eru færðar þakkir fyrir.


Farin var hópferð á málþing skógarbænda sem haldið var á Varmalandi í Borgarfirði í október sl. Það var haldið í samstarfi skógarbændadeildar BÍ og félagsins á Vesturlandi. Málþingið var vel heppnað og fróðlegt og sama verður væntanlega um málþing sem er fyrirhugað á Vestfjörðum nk haust.


Fulltrúar frá FsA sem jafnframt eru í Bí fóru á deildarfund búgreinadeilda BÍ. Á fundinn fóru Halldór Sigurðsson, Þorsteinn Pétursson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Bjarni G. Björgvinsson og Óskar Bjarnason.


Jói Gísli lét af störfum sem stjórnarformaður LSE og um leið formaður í skógarbændadeild BÍ. Við þökkum honum fyrir mikið og gott starf fyrir skógarbændur.


Bjarni G. Björgvinsson er nú fulltrúi FsA í stjórn SkógBÍ og við óskum honum góðs gengis.

Frá okkur fóru tillögur fyrir deildafundinn: Annars vegar um eignarhald bænda á kolefnisbindingu í bændaskógrækt og hins vegar um Skógaskrá, þar sem skorað var á Land og skóg að fylgja því eftir að skógarskrá verði uppfærð og aðgengileg eins og lög gera ráð fyrir – lög nr. 33 frá 15. maí 2019, 8. grein.


Félagið hefur gert athugasemdir við taxtaútreikninga mörg sl.ár og fyrir samráðsfund vegna taxta í bændaskógrækt ítrekaði FsA þá skoðun sína að fara þurfi ítarlega yfir þann grunn sem liggur til grunvallar töxtum í bændaskógrækt og lagði til að skipaður yrði starfshópur sem færi yfir þennan grundvöll og þróun síðustu ára. Við lögðum til að í starfshópnum ættu sæti einn frá Landi og skógi, einn frá skógarbændum og einn frá BÍ sem yrði formaður. Ég veit ekki annað en að farið hafi verið að þessari tillögu okkar.

Áfram er ágreiningur um girðingar og búfé. Þar koma margir að, bæði opinberir og einkaaðilar. Við fylgjumst með en getum ekki höggvið að þennan hnút. Ennþá eru reglurnar þannig að það þarf að girða í kringum trjáplöntur sem plantað er í samningum eins og gilda um bændaskógrækt. Við teljum að þetta verði ekki leyst nema með samtali milli þeirra sem eiga í hlut.


Félagið okkar er ásamt fleirum umsækjandi að styrk til Matvælasjóðs en umsóknin er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands, Matís, Líf- og vísindasjóðs Háskóla Íslands, Lands og skóga, Bæpndasamtaka Íslands, Slow Food auk FsA. Skógræktarfélag Íslands leiðir verkefið. Okkar þátttaka yrði aðallega í VÞ1 sem er:


Í verkþætti eitt verður efnt til almenns samráðs á öllum sviðum samstarfsaðila til að safna gögnum um núverandi þekkingu og starfshætti sem tengjast skógarmat á Íslandi. Helstu markhóparnir eru: skógarbændur/eigendur, skógræktarfélög/áhugafólk, matreiðslumeistarar og matvælaframleiðendur. Í lok sumars 2024 verður hleypt af stað landskönnun til að meta núverandi tínslu- og vinnsluaðferðir NWFPs og meta þarfir og væntingar til þróunar matarskógalíkansins. Hver samstarfsaðili mun nýta sitt tengslanet til að tryggja hámarks þátttöku. Sérstök áhersla verður lögð á Fljótsdalshérað þar sem skógarbændur og matvælaframleiðendur verða heimsóttir og tekin viðtöl og skógarnir heimsóttir. Í framhaldi af því verður efnt til hugarflugsfundar til að svara spurningunni Hvernig mun þinn matarskógur líta út?


Eitt mál hefur stjórnin ítrekað verið spurð um og það er kurlarinn. Saga þess máls er í stuttu máli sú að í desember 2015 sameinuðust Skógrækt ríkisins, Héraðsskógar og skógarbændur á Austurlandi, Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps og Sveinn Ingimarsson um kaup á kurlara. Á þeim tíma var gerður samningur um rekstur kurlarans og fleira. Við höfum oft rætt þessi mál og óskað eftir upplýsingum frá Skógræktinni sem hefur forsjá með kurlaranum en ekki orðið ágengt. Það verður fjallað nánar um þetta mál síðar á fundinum.


Það hefur verið talsverð umræða í stjórn um það hvernig við gætum eflt félagsmenn í skógræktarstarfinu og hér á eftir fáum við einmitt erindi frá Beggu á Hallormssað um matinn í skóginum.


Annað sem gert var til að efla félagsandann var skógarganga í boði Elvars, Gunnars og Brynjólfs Vignissona en þeir hafa ræktað sérstaklega skemmtilegan skóg og útbúið sælureit við Ekkjuvatn í Fellum. Við þökkum þeim kærlega fyrir góðar móttökur.


Jón Kristófer Arnarson hefur fallist á að halda fyrir okkur námskeið síðsumars eða í haust þar sem við lærum að útbúa sælureiti í skóginum. Ný stjórn tekur því verkefni vonandi fagnandi og auglýsir námskeiðið þegar þar að kemur.


3.

Þórhalla gjaldkeri fór yfir og skýrði reikninga. Velta hefur aukist milli ára og hagnaður ársins fyrir skatta var 842.764 kr og og eignir alls eru 6.842.153 kr en á móti koma skuldir 520.443 kr


4.

Ekki urðu umræður um skýrslu stjórnar og reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.


5.

Í félagið gengu Lilja Sigurðardóttir og Þórhallur Ásmundsson á Ormsstöðum og Sigfús Oddson og Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir búsett á Staffelli


6.

Stjórn leggur fram tillögu um óbreytt félagsgjöld 3.000 kr á býli og 1.500 kr. Pr. Félagsmann og var það samþykkt samhljóða.


7.

Engar tillögur lágu fyrir um lagabreytingar.


8.

Maríanna, Halldór og Þórhalla gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og nýtt fólk í stjórn var kjörið: Kjartan Glúmur Kjartansson, Lilja Sigurðardóttir og Sigfús Oddson. Til vara voru kjörin Vilhjálmur Karl Jóhannsson og Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir. Aðrar tillögur komu ekki fram um fólk í stjórn. Í nýrri stjórn eru Kjartan Glúmur Kjartansson, Lilja Sigurðardóttir, Sigfús Oddson, Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Þorsteinn Pétursson.

Skoðunarmenn voru endurkjörnir, þau Edda K. Björnsdóttir og Elvar Vignisson


9.

Því næst gaf fundarstjóri Hirti Bergman form. Skógardeildar B.Í. orðið. Hann sagði frá deildarfundi sem haldinn var 12. feb. s.l. þar sem hann tók við formennsku af okkar manni Jóhanni Gísla en aðrir í stjórn eru Bjarni G. Björgvinsson, Dagbjartur Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson og Laufey Leifsdóttir. Frá deildarfundinum komu tillögur er vörðuðu samtal við nýja stofnun Land og Skóg, stefnumörkun skógarbænda, Norðurlandasamstarf, næsta málþing skógarbænda sem haldið verður á Laugum í Sælingsdal, og viðurkenningu á eign skógarbænda á kolefnisbindingu í eldri skógum. Guðmundur Aðalsteinsson spurði um CE vottanir á timbri, Björn Ármann um kolefnisbindingu, Unnar Elísson um vottanir í skógrækt, Magnús Karlsson um Kolefnisbrúar verkefnið í Butru, Halldór Lagði áherslu á framvindu Kolefnisbrúar. Jóhann Þórhallsson bauð Hjört velkominn til starfa fyrir skógarbændur og Jóhann Gísli fór lítillega yfir málefni Kolefnisbrúarinnr.


Halldór rakti málefni viðarkurlara sem Fsa á ásamt Landi og Skógi bf. Fljótsdalshrepps og Sveini Ingimarssyni og keyptur var 2015. Ekki hefur gengið vel að fá uppgjör frá Skógræktinni yfir rekstur kurlarans. Miklar umræður urðu um málið sem lauk með samþykkt eftirfarandi tillögu.


Aðalfundur Félags skógarbænda á austurlandai haldinn á Eiðum fimmtudaginn 18. Apríl 2024 felur stjórn félagsins að ganga eftir uppgjöri á rekstri viðarkurlara sem félagið á hlut í. Land og skógur sér um uppgjörið samkvæmt 2.gr. samnings um kaup og rekstur kurlara sem eigendur undirrituðu 14. des. 2015


Að lokum flutti Bergrún Arna Þorsteinsdóttir erindi,,Matarkistan í skóginum” Þar fór hún yfir berjatínslu og sultugerð auk annar afurða sem nýta má til matar. Má þar nefna sveppi, lauf, sprota og jafnvel börk.



Fleira ekki gert, fundi slitið kl 21:26

Halldór Sigurðsson fundarritari.





Comments


bottom of page