top of page

Ný stjórn hjá FSA

Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi var haldinn á Eiðum í kvöld, 18.apríl. Óvenjulegt við þessa kvöldstund var að aðalfundi síðasta árs 2023 var slitið áður en kom að aðalfundi 2024, en óvanalegt er að fundi sé slitið ári eftir að hann hófst. Þessu fékk fundarstjórinn, Bjarni Björgvinsson að gera og gerði það með glæsibrag.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Maríanna formaður fór yfir yfirgripsmikla skýrslu stjórnar, þar sem t.a.m. var tæpt á tillögum um kolefniaeignahald frá deildarþingi BÍ. Einnig var komið inn á tillögu ekki náði að koma inn á deildarfundinn og snéri að lögum um skógrækt frá 2019 og í lið 8. (sjá neðar)

Nánar verður vikið að skýrslu stjórnar í fundargerð þegar þar að kemur.


Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður Skóg BÍ, hélt erindi.


Halldór Sigurðsson kynnti tillögu um rekstur og mögulega endursölu á kurlara sem félagið á í sameiningu við aðra.


Bergrún Þorsteinsdóttir fór í lokin með erindi um mat úr skóginum.


Veitingar voru með allra besta móti, en boðið var upp á alvöru kótelettur og viðeigandi meðlæti og eftirrétt sem ekki var af lakara taginu, peruterta.


Skemmtileg tímamót voru á fundinum þegar fyrsti, annar og þriðji (núverandi) formenn skógarbænda á landsvísu hittust.







Tillaga

Rýna þarf í greinabálk og óska emda við Land og skóg.


Skógar landsins.

8. gr.

Skógaskrá.

Skógræktin skal halda skógaskrá yfir alla skóga landsins og kjarr. Skógar sem njóta sérstakrar verndar, sbr. 61. gr. laga um náttúruvernd, skulu vera hluti af skógaskrá. Skógaskrá skal að lágmarki innihalda upplýsingar um staðsetningu skóga og kjarrs, ytri mörk þeirra, flatarmál, eignarhald, kolefnisforða og trjátegundir. Skrána skal uppfæra og birta á a.m.k. fimm ára fresti. Tryggja skal að upplýsingar úr skógaskrá séu aðgengilegar almenningi. Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um vinnulag, birtingu og efni skógaskrár.

Skógræktinni er heimil umferð um land, óháð eignarhaldi, til mælinga og úttekta í tengslum við gerð skógaskrár.



Fundargerð FSA

Fundargerð frá aðalfundi Fsa 2024
.pdf
Download PDF • 49KB

Fyrirlestur Hjartar

SkógBÍ_Aðalfundir skógarbænda 2024
.pdf
Download PDF • 5.19MB


Maríanna fer yfir skýrslu stjórnar.


Ný stjórn FSA (n), fráfrandi (f) og verandi stjórnarliðar (v)

Fremri röð: Halldór Sigurðsson (f), Lilja Sigjarðardóttir (n) og Þorsteinn Pétursson (v)

Aftari röð: Maríanna Jóhannsdóttir (f), Þórhalla Sigmundsdóttir (f), Aníta Mjöll Ásgeirsdóttir (n-varastjórn) og Sigfús Jörgen Oddson (n).

Á mynd vantar: Vigdísi Sigbjörnsdóttur (v), Kjartan Glúm (n) og Karl Jóhannsson (v) í varastjórn.


Hjörtur, Edda og Jóhann Gísli, hafsmunafélög íslenskra skógarbænda á landsvísu frá upphafi standa saman.






bottom of page