Stjórnarfundir FsS 2020-2021

12. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

Uppsölum í Fljótshlíð, 5. okt 2021 kl 15


Mætt voru Björn B. Jónsson (BBJ) , Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal (AG) og þau Hallur Björgvinsson (HB) og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir (SJ) starfsmenn Skógræktarinnar.


Helsta efni fundarins var að ræða um samstarfið við Skógræktina og hvernig það er að þróast og einnig um stöðu skógarbændafélaganna og þar með LSE, og framtíðina innan Bændasamtakanna.


Björn B. Jónsson setti fundinn og bauð Sigríði Júlíu sérstaklega velkomna. Til hafði staðið að hún ásamt Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra kæmu á Skógardaginn sem félagið ætlaði að standa fyrir síðsumars, en þurfti að fresta í tvígang út af covid. Vonandi verður Skógardagurinn haldinn næsta vor.

BBJ segir að margt sé umhugsunarvert á breyttum tímum. Það þurfi að vera tenging milli félaganna og Skógræktarinnar. Vantanlega mun Hallur mæta á stjórnarfundi hjá okkur og er það liður í að auka samvinnuna og samstarfið.

SJ veltir fyrir sér hvert sé núna hlutverk stjórnar LSE, því stjórnin er enn til.

BBJ segir að LSE sé með kennitölu og það á hlut í Kolefnisbrúnni. Það þurfi því að vera stjórn áfram, það þarf að halda utan um fjármálin og að halda aðalfund, þrátt fyrir að félagið sé í raun skúffufyrirtæki. Þegar Búnaðarþing verður haldið, í febrúar, þá heldur skógardeildin aðalfund og kýs nýja stjórn. Ekki er búið að ákveða hvernig aðalfundur verður haldinn. Í raun þurfa að vera að lágmarki 300 félagar í BÍ.

SJ segir að það séu 625 þinglýstir samningar til.

BBJ: Eftir er að móta starf skógarbænda innan Bændasamtakanna. Við þurfum að átta okkur á hlutverki félagsins. Á félagið t.d. að koma inn í afurða og markaðsmál eða að sinna verktakamálum?

SJ; Það myndi gera öllum gott ef félagið kæmi inn í að koma á verktakamenningu.

BBJ; Það þarf að vera samráð við Skógræktina og marka stefnuna til næstu 20-30 ára hvað varðar verktakamál, gæðamál vegna umhirðu og ekki síst fræðslumál, nú þegar þau eru í miklu uppnámi vegna óvissu með framtíð Garðyrkjuskólans. Við þurfum að fara í þessa vinnu, að móta samvinnuna, starf og hlutverk.

SJ veltir fyrir sér, hvernig samvinnan verði, milli skógarbændafélaganna innan LSE. E.t.v. ætti öll stjórn félaganna að vera á Samráðsfundum Skógræktarinnar, en ekki bara formenn og varaformenn eins og nú er. Það myndi auka tengingu milli landshlutafélaganna.

BBJ telur að Samráðsfundir með því sniði myndu gera gagn, en veltir því fyrir sér hver verði samnefnari við alla aðila. Vísar hann í Swot greininguna sem gerð var áður en gengið var inn í BÍ.

Rætt um af hverju sumir vilja ekki ganga í Bændasamtökin.

Fólk spyr hvað það græði á því, og hvað með félagslega þáttinn?

HB spyr hvernig valið verði á aðalfund og í stjórn skógardeildarinnar. Félögin eru til en vantar tengingu inn í BÍ.

BBJ segir að tengingin geti ekki orðið í gegn um félögin, því hver og einn skógarbóndi þarf sjálfur að ganga í Bændasamtökin.

AG segir að margir skógarbændur hafi enga tengingu við BÍ, þekkja ekki kerfið, þekkja ekki báknið. Og spyrja, hvað á ég að gera í Bændasamtökin?

BBJ talar um kröfuna um að skógarþjónustan fari yfir í RML.

Einnig talar hann um hvernig samskiptin séu núna milli Skógræktarinnar og félaganna ,og hvað megi gera betur. Nefnir hann sem dæmi að að hann fái ófá símtöl frá fólki sem skilur ekki alveg uppgjörið við bændur.

SJ talar um þjónustukönnun sem gerð var. Eftir er að rýna hana betur. Einnig að skoða hvernig árið hefur verið og hvort þau geti bætt þjónustuna.

BBJ segir að ráðgjafaþjónustan skipti miklu máli og skógarbændur séu ánægðir með þjónustuna, en heimsóknir til bænda séu einn mikilvægastur þáttur í þjónustunni.

AG talar um nauðsyn endurmenntunar og að það vanti námskeið eins og Grænni skóga.

SJ; Grunnnámskeið er fyrir alla nýja aðila, líka við kynslóðaskipti. Í tíð Landshlutaverkefnanna var gerður samningur við LBHÍ um fræðslu. En nú sé fræðsla á vegum LBHÍ fyrir skógarbændur af skornum skammti.

BBJ; Grænni skógar 3 er tilbúið til kennslu, en tekst ekki að koma því af stað vegna óvissu með garðyrkjunám á Reykjum.

AG; Skógræktin þyrfti að beita sér og pressa á að leysa þessi vandamál.

SJ segir frá því að uppgjör verði fljótlega tengt við island.is.

BBJ þakkar Sigríði Júlíu kærlega fyrir komuna.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 16:40

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


11. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 30.9. 2021 kl 9


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal og Hallur Björgvinsson starfsmaður Skógræktarinnar.

Björn B. Jónsson setti fundinn


1) Undibúningur v fundarferða í næstu viku. Ýmislegt rætt. Fundarstjórar skipuleggja dagskrá og setja tímaramma. Hallur mun m.a. koma inn á kolefnisbindingu og Kolefnisbrúna. Ísólfur Gylfi segir Skógarsögu. Leshópar verða kynntir. Bændasamtökin munu senda 2 fulltrúa á hvern fund.


2) Fundur m. fulltrúa frá Skógræktinni. Sigríður Júlía frá Skógræktinni mun hitta stjórn að Uppsölum fyrir fundinn í Fljótshlíð.


3) Auglýsingar. Ekki tókst nógu vel til hjá „Dagskránni“ sem átti að birta auglýsingu um fundina, þar sem hún var ekki birt vegna mistaka starfsmanna. Ýmissa leiða er leitað til að koma auglýsingum á framfæri, bæði netið og fjölmiðlar. Ekki síst þarf að ná til bænda á Suðurlandi. ÍGP og BBJ semja fréttatilkynningu til fjölmiðla.Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 9:40


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir
10. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 1.9. 2021 kl 9:30


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal og Rafn A. Sigurðsson.

Björn B. Jónsson setti fundinn

1) Félagsgjöld voru ákveðin kr 10 þús á síðasta aðalfundi, en nú þarf ekki lengur að greiða hluta þeirra til LSE. Stjórn ákvað því að lækka gjaldið í 5 þúsund kr.


2) Skógarferð 8. september. Rætt um hvort eigi að fresta skógardeginum til næsta árs. Stjórnarmenn voru tvístígandi í þessu máli og rætt var fram og aftur um útfærslu og ýmsa möguleika. Ákveðið að fresta ferðinni til næsta vors.


3) Styrkur LSE til FsS. Samþykkt var á síðasta stjórnarfundi LSE að veita styrki til aðildarfélaganna. FsS mun fá 552 þús kr í styrk. Hann verður notaður til að efla allt starf félagsins.


4) Fundir í byrjun október. Formanni falið að gera 1. drög að dagskrá fundanna og auglýsinga vegna þeirra.


5) Leshópar. Þá þarf að kynna vel á fundunum og í auglýsingu til allra skógarbænda. Opnað verður fyrir skráningu í leshópana, á fundunum.


6) Skóg-BÍ.

Fyrsti fundur í Skógardeild BÍ var haldinn í síðustu viku, einnig var stjórnarfundur í LSE haldinn en þeim fundi var síðan frestað.

Einungis 52 skógarbændur hafa skráð sig í BÍ, og komu fram áhyggjur af því hvað verður ef mjög fáir munu skrá sig. AG spyr hvað muni gerast ef þetta virkar ekki. BBJ telur að þá komi til greina að endurreisa LSE.

BBJ: LSE á í raun að vera til áfram, og þá sem nokkurskonar „skúffufélag“, en spurning hvort ekki þurfi þá ný lög fyrir félagið. Það þarf að vera til stjórn og halda ársfundi til að halda utan um þá peninga og eignir sem eru til. Því miður er ekki kominn neinn kraftur í að byggja upp innra starfið hjá Skógardeild BÍ og lítið farið að gera í félagskerfinu. Einnig velti BBJ fyrir sér hvort rétt sé að stjórn deildarinnar eigi að vera 3ja manna eða 5-6 manna. Enn séu margir lausir endar sem ekki er farið að ræða. SJS spyr um heimasíðuna og BBJ segir að það sé verið að vinna í því að halda henni opinni.


7) Önnur mál.

Engin önnur mál.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 10:30


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir9. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 5.8.2021 kl 20


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. Agnes Geirdal og Ísólfur Gylfi Pálmason boðuðu forföll.


Björn setti fundinn


Einungis eitt mál á dagskrá, rætt um hvort fresta eigi fyrirhuguðum Skógardegi/skógarferð 9. ágúst nk.


Allir voru sammála um að fresta Skógardeginum. Ekki sé forsvaranlegt í ljósi ástandsins vegna Covid að fara í ferð með 60 manns í rútu. Þó svo öllum smitvörnum hefði verið við komið og farið í tveimur rútum.


Ferðinni er frestað til fimmtudagsins 9. september með fyrirvara um hvort lykilfólk komist þann dag.

Tilkynning mun verða send út með góðum fyrirvara.Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20:15


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir8. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 26.7.2021 kl 9.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Rafn A Sigurðsson og Agnes Geirdal. Ísólfur Gylfi Pálmason boðaði forföll.


Björn setti fundinn

1) Undirbúningur fyrir Skógardaginn 9. ágúst. Rætt um ýmis praktísk atriði sem þarf að huga að varðandi undirbúning. Nú þegar hafa 44 skráð sig í ferðina, þar af um 25 skógarbændur. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, þurfum við að passa vel upp á grímuskyldu og að hafa sprittbrúsa. Einnig þarf að vera rúmt í rútunum.

Samþykkt að athuga með kaup á hátalara og míkrafón, sem er hentugra en gjallarhorn, en eitthvað slíkt er nauðsynlegt og væri oft gott að félagið myndi eiga sjálft.


2) Önnur mál. Búið er að ganga frá pöntunum á fundaraðstöðu fyrir fræðslufundi sem stjórn ætlar að halda í byrjun október. Þeir verða:

4. okt á Götum í Mýrdal kl 5

4. okt á Hótel Klaustri kl 8

5. okt í Goðalandi Fljótshlíð kl 5

5. okt á Hótel Selfossi kl 8

Þessa daga verður m.a. kynning á leshópunum og skráning hefst í þá.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 9:45


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


7. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

haldinn á Selfossi 25. júní 2021 kl 10:10


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Rafn A. Sigurðsson. Sólveig Pálsdóttir var þátttakandi rafrænt, á fundinum.

Björn setti fundinn.

1) Jónsmessuganga. Gangan er fyrirhuguð 27. júni nk, og verður að Bugum í Ölfusi, í landi Aðalsteins Sigurgeirssonar. Rætt um útfærslu og praktísk mál varðandi veitingar.


2) Skógardagur 9. ágúst. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Sigríður Júlía sviðsstjóri skógarþjónustu munu heimsækja FsS í ágúst og hefur stjórn skipulagt ferð með þeim um uppsveitir Árnessýslu. Ýmsum gestum sem tengjast skógrækt og skógarþjónustu, fulltrúum stjórnmálaflokkanna og ekki síst hinum almenna félagsmanni í FsS er boðið í ferðina. Rætt um undirbúning og útfærslu á skógardeginum.


3) Skógardeild BÍ. Nokkur óvissa er með hvernig skógarbændur muni ganga inn í Bændasamtökin. Formanni falið að óska eftir fundi með fráfarandi stjórn LSE eða nýrri stjórn Búgreinadeildar BÍ.


4) Félagsfundir í haust. Þá er loks að styttast í fundarferð stjórnar sem hefur dregist út af covid. Stefnt er að fundarferð fyrstu vikuna í október.

Fundir verða 4. október á Klaustri og í Vík, en 5. október á Hvolsvelli og Selfossi.


5) Leshópar, skipulag o fl. Skógræktendum sem eru í Félagi skógareigenda á Suðurlandi, verður boðin þátttaka í leshópum í haust. Í boði er eftirfarandi þema fyrir leshópana;

1. áhugasamir um skjólbeltarækt

2. þeir sem eru í nytjaskógrækt og með samning við Skógræktina

3. þeir aðrir félagsmenn FsS sem eru með skógrækt


6) FsS – hlutverk, starfið, áherslur mm. Rætt um þessa þætti. Nú er félagsstarf skógareigenda á tímamótum og því þarf að skerpa á starfinu. Á hvað skal leggja áherslur, hvernig getum við komið hinum faglega þætti skógræktar betur inn í starf okkar t.d. hvað varðar gæðamál og afurðamál.


7) Ársreikningur FsS 2020. Reikningurinn er tilbúinn og verður sendur út í næstu viku. Í kjölfarið verða félagsgjöld 2021 send út.


8) Nýjir félagar. Formanni falið að kanna með hvaða hætti nýjum skógarbændum verði boðin félagsaðild að FsS.


9) Önnur mál. Rætt um heimasíðu LSE og þar með heimasíðu okkar félags FsS.

Stefnt er að næsta stjórnarfundi í lok júlí.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 11:40

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


6. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 3.6.2021 kl 17.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Agnes Geirdal.


Björn setti fundinn.

1) Reikningar félagsins 2021. Hrönn fór yfir reikninga félagsins sem nú eru tilbúnir til endurskoðunar. Hún baðst á ný afsökunar á þeim mistökum og misskilningi sem olli því að þeir voru ekki tilbúnir á réttum tíma og fór yfir ástæður þess. Stjórn mun skrifa undir reikninga eftir helgi.


2) Jónsmessuganga/göngur. Stjórn er sammála um að stefna að 1 góðri Jónsmessugöngu í stað þess að halda nokkrar smærri eins og stefnt hefur verið að vegna covid samkomutakmarkanna. Rætt um nokkra mögulega staði og líklegt að gangan verði sunnudaginn 27. júní.


3) Aðalfundur LSE. Björn, Sigríður og Agnes fóru á fundinn og sögðu frá honum. Þar var samþykkt að ganga í Bændasamtökin, og það mun leiða til gjörbreytts hlutverks LSE. Stjórn samþykkir að félagsgjöld fyrir 2021 verði lækkuð um 6500 kr frá því sem hefði átt að vera vegna þessara breytinga.


4) Skógardagur í ágúst. Skógræktarstjóri og sviðsstjóri skógarþjónustu, hafa óskað eftir að fá að koma í heimsókn til okkar í ágúst. Björn leggur til að gera mikið úr deginum. Fara í ferð um uppsveitir Árnessýslu og bjóða félagsmönnum og ýmsum gestum sem tengjast starfi skógarbænda. Það var samþykkt og stefnt að fimmtudeginum 5. ágúst.


5) Önnur mál. A) Landsáætlun í skógrækt var lítillega rædd, Björn hefur kynnst sér hana og sagði sína skoðun, honum líst mjög vel á hana.

B) Agnes talaði um þörf á umræðu um framtíð FsS. Rætt um að halda 1 fund þar sem eingöngu yrði rætt um það.

C) Lítillega rætt um fyrirhugaða fundarferð í haust og á hvaða stöðum ætti að halda fundi.

D) Stefnt er að næsta stjórnarfundi í júní, en að enginn fundur verði í júlí.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 18


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


5. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 30.4.2021 kl 9 árdegis.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason.

Björn setti fundinn.


1) Farið yfir aðalfundinn og stjórn skiptir með sér verkum.

Nokkur vandkvæði virtust vera í upphafi aðalfundar. Ljóst var að ekki væri hægt að bera fram reikninga, vegna mistaka við uppsetningu þeirra og baðst Hrönn innilegrar afsökunar á því, en hún er að vinna í reikningunum, en það dregst örlítið vegna veikinda endurskoðanda sem er til aðstoðar. Þeir verða sendir út um leið og hægt verður. Hreinn sá um að boða teamsfund fyrir aðalfund en fundarboðið var ekki virkt í tölvum fólks. Hann sendi nýtt fundarboð á síðustu stundu og vonandi að sem flestir hafi þar með komist inn á fundinn. Fundarritari skráði nöfn þeirra sem mættu og hefur vonandi náð öllum nöfnum réttum.

Ísólfur Gylfi leggur áherslu á að koma þurfi reikningum sem fyrst réttum frá okkur í stjórn. Ákveðið að sama verkaskipting verði í stjórn og hefur verið sl ár. Hrönn er gjaldkeri, Sigríður ritari og Ísólfur Gylfi og Sólveig meðstjórnendur.


2) Starfið framundan. Rætt um hvort eigi að halda eina Jónsmessugöngu eins og venjulega eða halda sig við nokkrar litlar. Þetta er aðeins óljóst vegna sóttvarnareglna, en ákvörðun um þetta verður tekin um miðjan maí. Rætt um að við þurfum að sinna öllum félagsmönnum, líka þeim sem eru lengst í austri, þeir hafa margir ekki tekið mikinn þátt í starfinu, etv vegna fjarlægðar. Stjórn vonast til að hægt verði að fara í fundarferðir í lok ágúst eða byrjun sept. Einnig er stefnt að því að þá verði hægt að kynna og undirbúa leshópana.


3) Landsáætlun í skógrækt. Skógræktin er með nýja landsáætlun og þarf stjórnin öll að lesa hana og kynna sér.


4) Aðalfundur LSE. Nú er stefnt að aðalfundi LSE 15. maí nk. Enn er óljóst hvernig form verður á fundinum, en líklegast þykir að einungis nokkrir fulltrúar megi koma frá hverju félagi, gætu orðið 8 manns frá okkur. Aðal mál fundarins mun verða atkvæðagreiðsla um inngöngu í Bændasamtökin. Sólveigu finnst fráleitt að fáir fulltrúar fái að kjósa um þetta mikilvæga mál, og er ósátt við að þetta sé gert á þessum tíma. Ísólfur Gylfi telur að við höfum ekki aðra möguleika en inngöngu í BÍ. Björn segir að FsS sé eina skógarbændafélagið sem hafi gert athugasemdir og spurt spurninga um fyrirhugaða inngöngu í BÍ. Strax eftir helgi munu koma nánari upplýsingar um aðalfundinn.


5) Önnur mál. Hrönn spyr um Kolefnisbrúna. Björn svarar, þar eiga LSE og BÍ sitt hvor 50%, og það jákvæða er að LSE muni áfram verða eigendur að henni. Ekki verði hægt að taka það af skógarbændum, þeir eiga hana áfram hvort sem þeir ganga í Bændasamtökin eða ekki. Það verður kannski eina hlutverk LSE, etv auk félagslega þáttarins í samtökum skógareigenda.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 10


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


4. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 30.3.2021 kl. 15


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Rafn A. Sigurðsson. Ísólfur Gylfi var fjarverandi.


Björn setti fundinn.

Aðal efni fundarins er að undirbúa aðalfund félagsins, sem fyrirhugaður er laugardaginn 17. apríl kl 10.

Upphaflega stóð til að fundurinn yrði með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó yrði hann einnig sendur út á Teams fyrir þá sem ekki treysta sér til að mæta. En í ljósi nýjustu fjöldatakmarkana, er líklegra að hann verði eingöngu á Teams, nema breyting verði aftur á sóttvarnareglum og fjöldinn