top of page

Stjórnarfundir FsS 2020-2024

4. stjórnarfundur 2024

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

8. apríl 2024 kl. 20:00 – Teams


Mætt voru Björn B. Jónsson, Ragnheiður Aradóttir og Hrönn Guðmundsdóttir.

Björn setti fundinn kl. 20:00.


1. Frá því síðast

Fræðslufundur á Reykjum tókst vel, margir mættu eða um 40 manns og var almenn

ánægja með fundinn.


Fagráðstefna skógræktar, haldin af Landi og Skógum, var haldin 20. – 21. mars í

Hofi á Akureyri. Björn sat ráðstefnuna ásamt Hirti Jónssyni formanni SkógBí.


Uppbyggingarsjóður Suðurlands mun tilkynna um úthlutanir í hádeginu 9. apríl.

Stýrihópurinn sem settur var saman um verkefnið hefur fundað og einnig hefur verið

fundað með Eflu verkfræðistofu. Ef þetta gengur eftir á að fara á fullt í haust og

gerð verður skýrsla sem mun hjálpa við umsóknir úr stærri sjóðum á næsta ári.


Undirbúningshópur fyrir málþingið á Laugum í Sælingsdal í haust hefur fundað á

Teams. Undirbúningur gengur vel.


2. Nýtt gmail fyrir félagið

Ragnheiður stofnaði gmail fyrir félagið, netfangið er fskogsud@gmail.com. Ætlunin

er að stjórnin hafi aðgang að þessum reikningi og tölvupóstur á félagsmenn verður

framvegis sendur úr þessu netfangi.


3. Aðalfundur 4. maí 2024 á Hótel Stracta, Hellu

Björn er tilbúinn með dagskrá sem verður send út á næstu dögum.

Sólveig Pálsdóttir og Rafn A. Sigurðsson eiga að ganga úr stjórn. Sólveig er tilbúin

til að sitja áfram. Rafn er tilbúinn til að færa sig í varastjórn og Októ Einarsson hefur

lýst yfir áhuga á að koma í aðalstjórn. Rafn myndi koma í staðinn fyrir Þórarinn

Þorfinnsson í varastjórn. Aðrir verða áfram í sínum sætum.


Fundurinn stingur uppá að rætt verði við Agnesi Geirdal um að verða fundarstjóri og

að ritari verði Ragnheiður Aradóttir.


Gestir fundarins verða Ágúst Sigurðsson forstöðumaður Lands og Skóga og Hjörtur

Bergmann Jónsson formaður SkógBí.


Boðið verður upp á létta morgunhressingu á hótelinu.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:40

Ragnheiður Aradóttir

3. stjórnarfundur 2024

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

13. mars 2024 kl. 14:00 – Reykjum, Ölfusi


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. Frá Landi og Skógi mættu Hrefna Jóhannesdóttir, Hallur Björgvinsson og Jón Þór Birgisson. Einnig mætti nýr formaður SkógBÍ, Hjörtur Bergmann Jónsson.

Björn setti fundinn kl. 14:00.


1. Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Björn sótti um styrk hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands, en umsóknarfrestur rann út 5. mars sl. Sótt var um styrk upp á tvær og hálfa milljón fyrir þriggja ára verkefni um afurða- og markaðsmál, Úr skógi. Björn er búinn að tala við fjóra aðila um að koma í stýrihóp með sér um verkefnið. Stýrihópinn skipa, ásamt Birni, Hrefna

Jóhannesdóttir, sviðstjóri ræktunar og nytja hjá Landi og Skógi, Eva Björg Árnadóttir, sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar hjá LHÍ, Björk Gunnbjörnsdóttir, hönnuður og kennari og Alexandra Kjeld hjá verkfræðistofunni Eflu.


Verkefnið Úr skógi verður unnið í þremur þrepum á jafnmörgum árum:


Fyrsta árið:

Leitað verði að þeim vöruflokkum/úrvinnsluleiðum sem koma til greina í vinnslu skógarafurða.

Niðurstöður væntanlegra úrvinnsluleiða verði flokkaðar eftir:

a. Úrvinnsla úr timburbolum/timbri

b. Úrvinnsla úr verðminni bolum, greinum og afsagi á timbri

c. Úrvinnsla úr öðrum skógarafurðum eins og sveppum, laufi, berjum o.fl., jafnvel ferðaþjónustu.


Hver og ein skráning skal hafa stutta greinagerð um úrvinnsluleið og möguleika til árangurs í vinnslu við íslenskar aðstæður.

Að lokinni skráningu og flokkun verður gerð tafla með einkunargjöf á hverjum úrvinnslumöguleika fyrir sig, sem segir til um áherslu á frekari skoðun á framleiðslumöguleika vörunnar.

Skýrslugerð skal lokið fyrir miðjan janúar 2025. Stjórn FsS ákveður í byrjun febrúar 2025 með framhald verkefnisins.


Annað árið:

Þeir vöruflokkar sem fengu hæsta skor á fyrsta ári verkefisins verða skoðir frekar. Gerðir verða kostnaðar- og hagkvæmnisútreikningar á hverjum flokki/vöru fyrir sig. Taka skal til skoðunar hvort væntanleg vinnsla henti á Suðurlandi og hvort hráefni sé nægilegt til að hagkvæmni náist í úrvinnslu.


Þriðja árið:

Leita skal leiða til að finna áhugasama aðila til að setja af stað úrvinnslu á þeim skógarafurðum sem skoruðu hátt í hagkvæmisútreikningum eftir annað ár verkefnisins Úr skógi.


Björn hefur fundað með verkfræðistofunni Eflu, sem sér tækifæri í verkefninu. Einnig hafa komið fyrirspurnir frá Evrópu um hvort sótt verði um Evrópustyrki, en félagið er of lítið fyrir slíkt.

Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina, er sjóður á vegum Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknarfrestur rennur út 5. apríl og mun Björn sækja um styrk í samvinnu við Eflu. Þar eru hærri upphæðir og því kannski hægt að fá meira fé í verkefnið. Þetta er allt í ferli og verður vonandi að veruleika. Stýrihópurinn mun funda nánast eingöngu á netinu og á eftir að finna út verklag og skipuleggja starfið.


2. Fundir í Austur-Skaftafellssýslu

Fundir á vegum félagsins hafa ekki verið haldnir í Austur-Skaftafellssýslu síðan Suðurlandsskógar voru við lýði. Fyrirhugað var að halda fund 23. mars en hætt hefur verið við það. Í staðinn ætlar Björn að athuga hvort ráðgjafi Lands og Skógar fyrir austan, Kári Freyr Lefever, sé tilbúinn til að mæta með Birni á tvo fundi í Austur-Skaftafellssýslu. Einnig á að reyna að fá nýjan formann SkógBí, Hjört Bergmann Jónsson, til að koma á fundina. Stefnt er að því að halda tvo fundi um mánaðarmótin apríl/maí.


3. Fræðslu- og umræðufundur

Á fræðslu- og umræðufundinum í dag verða skógarbændur hvattir til að hugsa betur um skógana sína en of fáir bændur á Suðurlandi eru að hugsa um umhirðuþáttinn. Hallur Björgvinsson verður með fræðslu um umhirðu á fundinum og Jón Þór Birgisson fræðir félagsmenn um skráningu í Avensa. Hrefna Jóhannesdóttir frá Landi og Skógi mun einnig taka til máls á fundinum ásamt Birni Bjarndal.


4. Önnur mál

Aðalfundur FsS verður á Stracta á Hellu þann 4. maí nk. kl. 10. Hjörtur Bergmann Jónsson, formaður SkógBí, ætlar að mæta á fundinn og vera með innlegg, einnig ætir Ágúst Sigurðsson, forstjóri Lands og Skógar.


Björn spyr Hjört um taxtamálin. Samkvæmt Hirti tók Skógræktin að sér að vinna allt upp á nýtt (stokka upp) í taxtamálunum. Fulltrúi bændasamtakanna mun verða með í þessari vinnu. Það hefur ekki verið vinnumælt síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar og þá voru ekki allir vinnuliðir mældir.


Almennar umræður um umhirðu, uppkvistun og millibilsjöfnun. Munu bændur sinna þessu ef þeir fá ekki greitt fyrir það? Það hafa ekki allir efni á því og bændur eru misjafnlega staddir. Hrefna segir það eigi að vera sjálfsagt að fara út í skóg til að sinna skóginum. Þetta er spurning um að ávaxta þau verðmæti sem í skóginum

felast.


Björn tekur til máls: Á meðan Landshlutaverkefnin voru við lýði hittu skógarbændur oftsinnis þingmenn og ráðherra. Á hverju ári var farið í fjárlaganefnd til að tala máli skógarbænda og nytjaskógaræktar. Félögin fimm gerðu þetta saman og formaður Landssamtakanna dró vagninn. Eftir að Landshlutaverkefnin voru lögð niður tók Skógræktin þennan hluta að sér og skógarbændur misstu sambandið við ráðamenn. Bændur horfa nú á fjármagn til skógræktar lækka frá ári til árs. Það þarf að efla samtalið við Land og Skóg.


Hrefna segir að Land og Skógur sé að reyna að fóta sig í þessu. Haldnir séu árlegir samráðsfundir með félögunum en Hrefna lagði til að fundirnir yrðu fjórir á ári, á þriggja mánaða fresti. Þeir fundir eru haldnir á Teams og eru um klukkutíma langir. Hrefna segir fínt að fá Hjört inn sem formann því henni hafi gengið illa að fá Bændasamtölin til að skipuleggja fundi.Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13:50

Ragnheiður Aradóttir2. stjórnarfundur 2024

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

7. febrúar 2024 kl. 17:00 – Teams

Mætt voru Björn B. Jónsson, Ragnheiður Aradóttir, Agnes Geirdal, Hrönn Guðmundsdóttir og

Sólveig Pálsdóttir.

Björn setti fundinn kl. 17:12.


1. Deildarfundur SkógBÍ

Deildarfundir búgreina verða á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 12. febrúar

2024. Fulltrúar FsS verða Björn B. Jónsson, Hjörtur Bergmann Jónsson,

Ragnheiður Aradóttir og Kári Steinar Karlsson. Til vara eru Agnes Geirdal og

Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir. Hrönn Guðmundsdóttir sækir fundinn sem

stjórnarmaður í SkógBÍ.

Á fundinum verður kosinn nýr formaður SkógBÍ. Stjórn FsS tilnefnir Hjört Bergmann

Jónsson til formennsku í skógardeild bændasamtakanna.

Hrönn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið.


2. Fræðslu- og umræðufundur 9. mars 2024

Til stendur að halda fund/námskeið fyrir félagsmenn þann 9. mars nk. að Reykjum í

Ölfusi. Hallur Björgvinsson verður með erindi um umhirðu skóga og Jón Þór

Birgisson verður með erindi um skráningu í skógrækt. Björn hefur hug á að fá

Hrefnu Jóhannesdóttur til að koma og opna á almennar umræður á fundinum með

henni.


3. Aðalfundur FsS

Fundurinn ákvað að halda aðalfund FsS þann 4. maí 2024 kl. 10 á Stracta Hóteli á

Hellu. Boðið verður upp á morgunmat fyrir fundarmenn. Hugmyndir eru uppi um að

fá Ágúst Sigurðsson, nýjan forstjóra nýrrar stofnunar Lands og Skóga, til að sækja

fundinn og vera með erindi.

Sólveig Pálsdóttir og Rafn A Sigurðsson eiga að ganga úr stjórn. Sólveig gefur kost

á sér áfram í aðalstjórn. Rætt var um kandidata fyrir stjórnarsetu og Björn ætlar að

kanna málið.


4. Jónsmessuganga

Fundurinn ákvað að hafa næstu jónsmessugöngu í Haukadal í Biskupstungum.

Hugmyndir eru uppi um að bjóða Trausta Jóhannssyni skógarverði og Böðvari

Guðmundssyni, fyrrverandi skógarverði. Björn ætlar að hafa samband við þá.


5. Almennir fundir í Austur-Skaftafellssýlsu 23. mars 2024.

Fundurinn felur Birni að skoða möguleika með fundarstaði fyrir tvo fundi með

félagsmönnum í Austur- Skaftafellssýslu. Björn myndi sækja fundina ásamt að

minnsta kosti einum öðrum stjórnarmanni.


6. Afurða og markaðsmál

Björn fundaði með Trausta Jóhannssyni og Hreini Óskarssyni hjá Landi og Skógi.

Það er komin fram krafa um vottun á timbri og er vinna í gangi hjá þeim við að

koma þessu á. Vottunin verður vonandi tilbúin í haust.

Kaupendur að timbri á Suðurlandi hafa ekki fundist ennþá.

Björn fór á fund hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands (sass.is/uppbyggingarsjodur) á

dögunum því hann er með hugmynd fyrir umsókn úr sjóðnum. Frestur til að sækja

um styrk rennur út 5. mars nk. Hugmyndin gengur út á þriggja ára verkefni og

taldar eru góðar líkur á að umsókn verði samþykkt.

Stjórnin felur Birni að vinna málið áfram og klára umsókn hjá Uppbyggingarsjóði

Suðurlands um afurða- og markaðsmál.


7. Fræðsla á Reykjum

Björn fór á fund með Björgvini Eggertssyni og Guðríði Helgadóttur hjá

Garðyrkjuskólanum. Staðan er sú að framhaldsskólar hafa ekki leyfi til að halda úti

endurmenntun. Garðyrkjuskólinn á Reykjum má því ekki halda

endurmenntunarnámskeið fyrir skógarbændur eins og staðan er í dag. Búið er að

semja bréf sem sent hefur verið á Menntamálaráðherra til að fá undanþágu frá

þessum lögum en heimild er í lögum fyrir ráðherra til að veita undanþágu.

Námskeiðið Grænni Skógar II fór af stað í byrjun febrúar 2024. Grænni Skógar I og

Grænni skógar III eru á dagskrá á haustmánuðum 2024.


8. Kynningarmál

Fundurinn ýtir á Hrönn, Agnesi og Siggu Jónu að klára vinnu varðandi FB síðu

félgasins og framtíðarfyrirkomulag á henni.


9. Móttaka skógarfólks

11. – 17. september 2024 mun Björn taka á móti skógarfólki er hann tekur á móti

hópi stúdenda frá Umea í Svíþjóð. Fleiri áhugasamir aðilar erlendis eru reglulega

að leita til hans og biðja um að fá að koma. Björn mun leiða þennan hóp vítt og

breitt um Suðurlandið.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:10

Ragnheiður Aradóttir1. stjórnarfundur 2024

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

3. janúar 2024 kl. 20:00 – Teams


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Agnes Geirdal, Hrönn Guðmundsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.

Björn setti fundinn kl. 20:12.


1. Vetrarstarf FsS

Björn fékk tölvupóst frá Hlyni um Skóbí fund í febrúar á Hótel Berjaya í Vatnsmýri. Fyrir þátttakendur er ferðakostnaður greiddur og greitt er fyrir mat. Gisting á hótelinu verður á tilboðsverði.


Rætt var um möguleg formannsefni fyrir aðalfund Skóbí.


Björn er að fara að funda með Guðríði og Björgvini hjá Garðyrkjuskólanum á Reykjum, veit ekki hvert fundarefnið er.


Grænni skógar II eru að fara af stað, ef næg þátttaka fæst, og Björn ætlar að senda út tölvupóst á félagsmenn um þetta. Björn er einhvern næstu daga að fara að funda með Hreini Óskarssyni, sviðstjóra hjá Landi og Skógi, og ætlar að heyra í honum hvernig hann sér fyrir sér samvinnu félagsins (FsS) og Lands og Skógar. Björn mun einnig funda með Gunnlaugi Guðjónssyni sviðstjóra miðlunar og nýsköpunar hjá Landi og Skógi.


Björn er búinn að heyra í Hrefnu Jóhannesdóttur, sviðstjóra ræktunar og nytja hjá Landi og Skógi, hún til tilbúin að koma suður og hitta okkur hvenær sem er. Björn fær leyfi fundarins til að heyra í henni með fundartíma og ákveða tíma.


Björn rifjar upp að til stóð að endurvekja Facebook síðu félagsins, Hrönn, Agnes og Sigga Jóna ætla að koma með tilllögur um framtíðarfyrirkomulag síðunnar á næsta fundi.


Til stendur að halda fund/námskeið fyrir félagsmenn í mars. Hallur Björgvinsson hjá Landi og Skógi er tilbúinn með erindi um snemmgrisjun og samhengi upphafsþéttleika og umhirðu. Á sama fundi ætla Björn og Jón Þór að fjalla um skráningu gróðursetninga og mikilvægi góðrar skráningar.


Huga þarf að aðalfundi félagsins í vor og finna stað fyrir hann. Aðalfundurinn verður haldinn í apríl. Björn mun skoða mögulegar staðsetningar fyrir hann og kostnað við það.Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:35

Ragnheiður Aradóttir


 

9. stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

13. desember 2023 kl. 20:15 – Teams


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Agnes

Geirdal og Hrönn Guðmundsdóttir.

Björn setti fundinn kl. 20:20.


1. Jólakveðjur

Félagið mun senda jólakveðjur í gegnum Útvarp Suðurlands og Bændablaðið.

Ennfremur mun formaður senda út tölvupóst til félagsmanna með jólakveðju.


2. Land og skógur – ný stofnun

Á nýlegum samráðsfundi Skógræktarinnar og félaga skógarbænda, sem Björn sótti,

var sagt frá ýmsum breytingum sem verða hjá nýrri stofnun eftir sameiningu

Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Hér eftir verða samráðsfundirnir fjórir á ári.

Ný svið verða til og önnur verða sameinuð. Björn telur að til verði ný og spennandi

stofnun fyrir skógarbændur.


3. Önnur mál

 Aðalfundur SkóBí verður haldinn 13. febrúar 2024. Fulltrúar FsS verða Björn

B. Jónsson, Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Ragnheiður Aradóttir og Kári

Steinar Karlsson. Til vara eru Agnes Geirdal og Hjörtur Jónsson. Hrönn

Guðmundsdóttir sækir fundinn sem stjórnarmaður í SkóBí.


 Jóhann Gísli Jóhannsson formaður SkóBí mun hætta formennsku og rætt

var um mögulega kandidata í formannssætið.


 Agnes spyr hvað sé að gerast innan SkóBí, til dæmis varðandi

Kolefnisbrúna. Varðandi Kolefnisbrúna þá er Gunnar Þorgeirsson, formaður

Bændasamtakanna, að koma inn í stjórn Kolefnisbrúarinnar sem fulltrúi

Bændasamtakanna.


 Sigga Jóna fór á aðalfund Landgræðslufélags Biskupstungna. Þar mættu

Garðar Þorfinnsson frá Landgræðslunni og Hreinn Óskarsson frá

Skógræktinni og voru með mjög fræðandi erindi um skógræktar- og

landgræðslumál og sameiningu stofnananna. Almennt var talað jákvætt um

lúpínu og landgræslu og gott hljóð í fólki.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:00

Ragnheiður Aradóttir8 stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

4. október 2023 kl. 20 – Teams


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sólveig Pálsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Agnes Geirdal og Rafn A. Sigurðsson.


Björn setti fundinn kl. 20:05.


1. Hauststarfið

a. Björn er búinn að vera á Teams fundum vegna málþingsins í Varmalandi um miðjan október. Matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir er búin að boða komu sína. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri mun einnig mæta sem og Ágúst Sigurðsson, væntanlegur forstöðumaður Lands og Skóga.

Skráning á málþingið er mjög góð og hallar í hundraðið.


b. Björn ætlaði að vera að sinna afurðamálum nú í haust en vegna ökklabrots hefur ekki orðið af því. Ætlunin er að hóa saman í hóp sem fer yfir afurðað og markaðsmálin en það mun dragast framyfir áramót.


c. Björn ætlar að heyra í þeim hjá Garðyrkjuskólanum til að finna einstakling/a sem geta verið með okkur á Snæfoksstöðum á viðburði sem félagið ætlar að halda þar. Það verður einskonar vinnustofa þar sem hægt verður að læra að búa til eitthvað fallegt fyrir jólin, úr afurðum úr skóginum. Þetta myndi vera sniðið að fjölskyldum með börn. Það er ekki komin dagsetning en þetta yrði í nóvember.


d. Fundur með Hrefnu Jóhannesdóttur, sem vera átti 29. september 2023, féll niður. Hrefna er tilbúin til að koma suður til að funda með stjórninni. Fundarefni verður meðal annars samstarf félagsins og Skógræktarinnar.

Stefnt er að því að halda þennan fund með henni í lok október en það á eftir að festa tíma. Boðað verður til örfundar með stjórn um miðjan október til að festa tíma og ræða um viðburðinn á Snæfoksstöðum (liður c).


e. Björn er búinn að sjá lista yfir skógarbændur með samning við Skógræktina hjá Halli Björgvinssyni. Á þeim lista eru nokkrir skógarbændur sem ekki eru í félaginu og er ætlunin að hafa samband við þá og fá þessa skógarbændur í félagið.


2. Önnur mál

Heyrst hefur að félagar okkar í Félagi skógarbænda á Austurlandi (FsA) séu að íhuga að leggja félagið niður í núverandi mynd en stofna í staðinn félagsskap með bændum úr öðrum búgreinum undir hatti Bændasamtakanna. Finna þarf nýjan formann fyrir stjórn búgreinadeildar skógarbænda hjá SkógBí þar sem Jóhann Gísli Jóhannsson ætlar að hætta.Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:45

Ragnheiður Aradóttir


 


7 stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

11. september 2023 kl. 17 – Teams


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ragnheiður Aradóttir,

Agnes Geirdal og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir.


Björn setti fundinn kl. 17:20.


1. Frá því síðast

a. Stjórn samþykkti í tölvupósti að greiða fyrir félagsmenn sem sækja Málþing skógarbænda í Varmalandi í Borgarfirði 14. október n.k. Kostnaður er 6000 kr. á hvern félagsmann.


b. Björn átti fund með Halli Björgvinssyni og Björgvini Eggertssyni, þeir eru sammála um að auka þarf samvinnu Garðyrkjuskólans á Reykjum, Skógræktarinnar og Félags skógareigenda á Suðurlandi í fræðslumálum. Grænni skógar I fer af stað á haustmánuðum, stefnt er að því að Grænni skógar II fari af stað eftir áramót og Grænni skógar III fara af stað að ári.


c. Björn og Hallur eru að fara yfir lista yfir félagsmenn Félags skógareigenda á Suðurlandi annarsvegar og lista yfir skógarbændur með samning við Skógræktina hinsvegar. Meiningin er að kanna hvort það séu skógarbændur á lista Halls sem eru ekki í félaginu og mögulega hringja í þá í framhaldinu og bjóða þeim í félagið.


d. Björn fundaði með Hreini Óskarssyni og Trausta Jóhannessyni um afurðamál.


e. Iðnaðarsýningin 2023 var haldin í Laugardalshöll dagana 31. ágúst til 2. september. Skógargeirinn tók sig saman með stuttum fyrirvara og skellti í bás með íslenskt timbur. Björn og Jóhanna stóðu vaktina einn dag og skynjuðu mikinn áhuga.


f. Skógardagur á Suðurlandi 23. ágúst þótti takast mjög vel, Björn hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð. Alls tóku 65 manns þátt í deginum. Stjórn þakkar sérstaklega ábúendum á Hrosshaga og Galtalæk í Biskupstungum fyrir góðar móttökur.


g. Björn er í undirbúningsnefnd fyrir Málþing skógarbænda í Varmalandi í Borgarfirði, margir fundir hafa verið haldnir og skráning er í fullum gangi. Verið er að vonast til að 60-70 manns mæti á Málþingið og árshátíð skógarbænda beint á eftir.


h. Margir hafa haft samband við Björn undanfarið til að leita ráða um allt mögulegt tengt skógrækt, bæði skógarbændur með samning við Skógræktina, sem og aðrir.


2. Tímasetningar stjórnarfunda

Stefnt er að því halda einn fund í mánuði. Björn leggur til að reglulegir fundir stjórnar verði fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 20 á Teams.


3. Fésbók og heimasíða

Hrönn, Agnes og Sigríður ætla að kafa ofan í þessi mál (sjá stjórnarfund 22. maí 2023) en ekki hefur gefist tími í það fram að þessu. Núna í framhaldinu ætla þær að funda um þetta.


4. Afurða- og markaðsmál

Skógarbændur, sem grisja skóga sína, hafa enga kaupendur að efni. Það er almennur vilji til að mynda starfshóp sem kafar ofan í þessi mál. Fundurinn samþykkir að koma á starfshópi með 5 – 7 aðilum, sem getur farið yfir þessi mál í vetur og verið kominn með tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfund félagsins næsta vor.


5. Málþing og árshátíð

Björn segir allt vera klárt fyrir málþingið sem og árshátíðina. Ekki er vitað um hve margir eru búnir að skrá sig.


6. Fundur með Hrefnu Jóhannesdóttur

Hrefna er tilbúin til að funda með okkur 29. september næstkomandi. Stefnt er að því að hafa fundinn á Selfossi þann dag kl. 14. Það á eftir að fá það staðfest.


7. Fjölgun félaga

Björn og Hallur ætla að skoða listana sína saman (sjá einnig lið 1c) og gefa sér haustið í þessa vinnu.


8. Önnur mál

Engin önnur mál.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:10

Ragnheiður Aradóttir


 

6. Stjórnarfundur


Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

3. ágúst 2023 kl. 20 – Teams


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og

Ragnheiður Aradóttir.


Björn setti fundinn.Skógardagur á Suðurlandi 23. ágúst 2023


> Fundurinn fór í gegnum dagskrána.


> Finna þarf staðgengil fyrir Gunnar Þorgeirsson, formann BÍ, sem ætlaði að mæta en kemst ekki. Niðurstaða fundarins var að tala við Eddu Oddsdóttur hjá Skógræktinni.


> Skráningar eru komnar af stað hjá Birni, skráningarfrestur var ákveðinn 18. ágúst.


> Tilboð í rútu er komið frá Guðmundi Tyrfingssyni, það miðast við 59 þátttakendur. Í fyrra, þegar hætta þurfti við ferðina vegna covid, var skráning komin í 70 manns en núna er vonast til að þátttakendur verði 40-50 manns.


> Boðsgestir verða félagar í Félagi skógarbænda á Suðurlandi, starfsfólk Skógræktarinnar á Suðurlandi, fulltrúar rannsóknarstöðvar á Mógilsá, verktakar í skógrækt, fulltrúar Garðyrkjuskólans/FsU á Reykjum, fulltrúar Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Landgræðslan, plöntuframleiðendur, fulltrúar SASS og uppbyggingarsjóðs Suðurlands, fulltrúar stjórnmálaflokka, fullltrúar náttúruverndar, þjónustuaðilar skógræktar, fulltúar kógræktarfélaga, fulltrúar Skógardeildar BÍ ásamt fjölmiðlum.


> Boðið verður upp á súpu frá Friðheimum, sódavatn, kaffi og kleinur.


> Í lok dagskrár er ætlunin að dreifa stefnu félagsins á alla þátttakendur


> Fjórða ágúst ætlar Björn að senda út boð á skógardaginn og svo mun hann senda út áminningu nokkrum dögum fyrir skógardaginn.Ákveðið að halda næsta stjórnarfund í byrjun september 2023

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:45

Ragnheiður Aradóttir 

5. Stjórnarfundur


Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

22. júní 2023 kl. 21 – Teams


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Ragnheiður Aradóttir.


Björn setti fundinn.


Skógarganga að Uppsölum í Fljótshlíð

Allt er að verða klárt, veðurspá er sæmileg,

Björn ætlar að senda ítrekun á alla félagsmenn og minna á gönguna.

Hrönn pantaði 150 kleinur, boðið verður upp á kaffi, kristal og safa.

Björn vonast til að 30 – 40 manns mæti.

Gangan verður að hámarki 1 klukkutími.


Greiðsla vegna stefnumótunarvinnu

Björn spyr Hrönn hvort heyrst hafi frá Andreu Rafnar

en Hrönn hefur ekkert heyrt og ekki er kominn reikningur.


Grein í Bændablaðinu

Björn skrifaði grein um ,,Fræ til framtíðar“ sem birtist í Bændablaðinu 22. júní 2023.

Björn vonast til að fá viðtal í næsta blaði.

Greinin sem birtist í Bændablaðinu:


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:10

Ragnheiður Aradóttir 

4. Stjórnarfundur


Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi, FsS,

Haldinn á Selfossi 20. mars 2023 kl 15:00


Mætt voru Björn B. Jónsson (BBJ), Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Sólveig Pálsdóttir, Rafn A. Sigurðsson og Agnes Geirdal. Gestur fundarins var Hallur Björgvinsson.


1) Stefna FsS. Björn formaður setti fundinn. Fyrri hluti fundarins fór í að ræða stefnu félagsins, en Andrea Rafnar var búin að senda okkur uppkast að samantekt á framtíðarsýn okkar eftir stefnumótunarvinnuna; Fræ til framtíðar. Fundarmenn fóru yfir textann, styttu og lagfærðu eitt og annað varðandi stefnuna. Hallur sat fyrri hluta fundarins með stjórn.


2) Aðalfundur. Undirbúningur fyrir aðalfund. Ákveðið að Agnes Geirdal verði fundarstjóri. Formaður og 1 meðstjórnandi eiga að ganga úr stjórn, þ.e. Björn B. Jónsson og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. Björn segist tilbúinn að halda áfram. Hann segist jafnframt gjarnan vilja að einhver yngri gefi kost á sér sem formanni, og hann þá stíga til hliðar. Sigríður J er tilbúin að hætta í meðstjórn, en er tilbúin að gefa kost á sér í varastjórn. Ragnheiður vill gefa kost á sér í meðstjórn. -- Stjórn er ekki með tillögur fyrir fundinn. -- Gestir fundarins verða Hrefna Jóhannesdóttir sviðsstjóri Skógræktarinnar og Hlynur Gauti Sigurðsson starfsmaður Bændasamtakanna. – Gjaldkeri upplýsir að reikningar félagsins séu komnir í endurskoðun. Allir sammála um að leggja ekki til hækkun á árgjaldi félagsins, sem er 5.000 kr. -- Eitt og annað rætt varðandi undirbúning fyrir fundinn.Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 17:30

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir
 

3. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 7. mars 2023 kl 21:30


Mætt voru Björn B. Jónsson (BBJ), Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Sólveig Pálsdóttir og Agnes Geirdal.


1) Fundur með Hrefnu Jóhannesdóttur. Tímasetning?

BBJ er búinn að ræða við Hrefnu og hún er áhugasöm um að koma á fund með stjórn FsS og bað okkur um tillögu að fundartíma. Ákveðið var að hafa það 1. valkost að fá hana á aðalfund 29. apríl. Þá gætu fleiri hitt hana og heyrt í henni. Gætum svo haft stuttan stjórnarfund á eftir með Hrefnu. 2. valkostur er 17. apríl síðdegis.


2) Búgreinaþing.

Agnes, Hrönn og Ragnheiður sögðu frá þinginu. Agnes: Þetta var fínn og málefnalegur fundur, hefði mátt vera lengri tími fyrir skógarbændur, við þurfum að tala saman og velta hlutunum fyrir okkur. Ekkert sérstakt kom fram. Agnes var fundarstjóri. -- BBJ heyrði í Þresti eftir fundinn, sem lýsti yfir áhyggjum af því að Skóg-BÍ nái ekki til allra skógarbænda. - Hrönn; Góð ræða hjá Þresti, var jákvæður og uppbyggilegur, var svolítið að brýna okkur. Nú sé verið að uppfæra rammasamninginn, þeim var sent bréf til umsagnar um það og hann fagnaði því, þetta væri í 1. sinn sem hann væri spurður álits. Tillaga frá stjórn FsS var samþykkt á þinginu. Breytingar urðu á stjórn Skóg-BÍ, þar sem Laufey Leifsdóttir og Dagbjartur Bjarnason komu ný inn í stjórn. - - Rætt var um að eftir sé að marka stefnu innan Bændasamtakanna, formaður Skóg-BÍ segir að Bændasamtökin muni gera það. Fundarmenn FsS voru ekki sáttir við þá hugmynd. Lauslega rætt um Kolefnisbrúna og framtíð hennar. - Hrönn; Ákveðið er að bjóða upp á fræðslu og rabbfund fyrir skógarbændur og árshátíð á eftir. Allir skógarbændur í LSE eru velkomnir. - BBJ: Bændasamtökin áttu að borga launakostnað þegar við gengum í BÍ, en það hefur ekki verið gert, heldur tekið af framlagi okkar í reksturinn. Skipa á samráðshóp til að fjalla um tryggingamál, m.a. vegna þessað skógrækt er ekki inni í almannatryggingum á Íslandi. Nú eru auknar líkur á að skattayfirvöld fari að skattleggja skóga. Skógarbændur þurfa að passa vel upp á að það fari rétta leið í gegn. Erfitt sé að setja verðmiða á skógana.


3) Fræðslufundur „Vorverkin í skóginum“.

Rætt um fyrirhugaðan fund sem haldinn verður 18. mars, þar sem Brynjar Skúlason mun flytja fyrirlestur um „Áburðargjöf og erfðaefni í skógrækt“. Einnig mun Björn formaður FsS vera með stuttan pistil.


4) Stefna FsS.

Heildarstefnan hefur verið sett í 1 skjal. Andrea Rafnar hefur í samvinnu við Björn yfirfarið og lagfært stefnuna. Nú þarf stjórnin að gefa sér góðan tíma til að lesa yfir og skrifa hjá sér athugasemdir. Stefnt er að næsta stjórnarfundi 20. mars kl 15, þar sem við getum yfirfarið skjalið og unnið saman að lokastefnu. Einnig þarf þá að undirbúa aðalfund félagsins. BBJ segir að setningin „að efla samtök skógarbænda á landsvísu“ standi aðeins í honum. Veltir fyrir sér hvort það sé þá innan Bændasamtakanna, eða hvernig það verði. Ræddi um það mikla starf sem unnið var innan LSE og segist sannfærður um að við hefðum ekki komist eins langt á sínum tíma ef ekki væri fyrir LSE. Sumir hafa velt því fyrir sé hvort við ættum kannski heima í Skógræktarfélagi Íslands.


5) Önnur mál.

Sólveig sagði frá því að hún hafi ákveðið að fara ekki á aðalfund LSE, sem hún þó hefði viljað. Ekki var ljóst hvort fundurinn yrði á undan eða eftir Búgreinaþinginu, þannig að ekki var auglýst nein ákveðin tímasetning á fundinum. Svo var hún bara ekki viss um hvort hún gæti talað og sagt sína skoðun. Hún lenti í því að á teams fundi sem haldinn var 23. jan. til undirbúnings fyrir búgreinaþingið og aðalfund LSE, að komast ekki inn á fundinn. Allir í stjórn voru boðaðir á hann og allir sem voru skráðir í Bændasamtökin. Sólveig er ekki í BÍ, og velti þvi fyrir sér hvort hún hafi þess vegna ekki komist inn á fundinn. Henni þótti þetta slæmt og jafnframt spyr hún hvort aðalfundur LSE hafi verið löglega boðaður. – Hrönn ætlar að skoða það. Agnes tók undir efasemdir um að fundurinn hefði verið löglega boðaður.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 22:50

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir 

2. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi, FsS,

Teams” fjarfundur 2. febrúar 2023 kl 20


Mætt voru Björn B. Jónsson (BBJ), Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Sólveig Pálsdóttir og Agnes Geirdal.


1

Frá því síðast. Formaður setti fundinn og ræddi um hvað hefði gerst frá síðasta fundi. Teams fundur var haldinn á vegum Skóg-BÍ, 23. janúar fyrir skógarbændur á Suðurlandi v.undirbúnings fyrir Búgreinaþing BÍ. Ákveðið hefur verið að eftirtaldir fulltrúar muni mæta á Búgreinaþingið, auk Hrannar Guðmundsdóttur, sem er í stjórn Skóg-Bí: Agnes Geirdal, Hjörtur Jónsson, Kári Steinar Karlsson og Ragnheiður Aradóttir.


Nú er ljóst að Brynjar Skúlason mun verða með fyrirlestur á fræðslufundi FsS þann 18. mars nk. Hann hefur sinnt ýmsum áhugaverðum tilraunum undanfarið, eins og með mismunandi áburðartegundir og tilraun með mismunandi trjátegundir, eins og hengibjörk, degli, furu o.fl tegundir. Ákveðið að tengja starf leshópanna við fræðslufundinn, því næsti leshópafundur átti að vera sameiginlegur og með fyrirlesara.


2

Búgreinaþing verður haldið 22. febrúar. Einnig verður aðalfundur LSE haldinn sama dag.

Ein tillaga liggur fyrir frá stjórn FsS, sem Hrönn okkar fulltrúi í stjórn Skóg-Bí mun leggja fram.

Fram kom í umræðum að einhverjir skógarbændur á landinu, muni hafa hug á að Bændasamtökin taki yfir nytjaskógrækt af Skógræktinni, telji jafnvel að það sé okkur í hag. Flestir fundamenn töldu það af og frá, töldu það frekar valda skaða og vera mikla afturför. Formaður BBJ segist skíthræddur við þetta, skógarbændur séu með alveg sér samning við ríkið sem er einstakur samborið við önnur lönd.

Fundarmenn telja að þar með verði skógarbændur t.d. að greiða fullt gjald fyrir ráðgjafaþjónustu, einnig að skv núverandi samningum eigi skógarbændur að fá greitt fyrir umhirðu, en þurfi að sækja um slíka styrki. Þeir og einnig styrkir vegna slóðagerða og girðinga, verði væntanlega úr sögunni ef af þessari breytingu verði. Hætta er á að allt slíkt verði þurrkað út með einu pennastriki.

Agnes spyr hvort virkilega sé hægt að skutla okkur þarna inn eins og ekkert sé.

Fram kom að Búgreinaþingið sé opið öllum skógarbændum sem eru í BÍ.

Þá var rætt um aðalfund LSE. Nauðsynlegt sé að gefa fundinum góðan tíma. Og að auglýsa hann fyrir öllum félögum. LSE er ennþá til.


3

Önnur mál. Rætt lauslega um undirbúning fyrir aðalfund. Einnig um þörf á fundi um afurða og markaðsmál.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 21:00

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir 

1. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi, FsS,

Teams” fjarfundur 12. janúar 2023 kl 21.


Mætt voru Björn B. Jónsson (BBJ), Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Sólveig Pálsdóttir og Agnes Geirdal.

1

Björn setti fund og sagði frá því sem gerst hefur frá síðasta fundi:

- Hrönn sá um að senda jólakveðjur frá stjórn til félagsmanna.

- BBJ var boðaður á fund með Eflu, Skógræktinni, Límtré o.fl. sem hafa unnið að verkefni þar sem könnuð er hagkvæmni í þurrkun á timbri.

- BBJ sendi tölvupóst, rétt fyrir áramót, til skógarbænda f.h. félagsins og minnti á að sækja um til Skógræktarinnar, um plöntuúthlutun og greiðslu vegna stígagerða og girðinga. Björn segist hugsi yfir því að skógarbændur séu ekki með það á hreinu að þeir þurfi að sækja um til Skógræktarinnar, því sumir sendu honum tölvupóst, eða hringdu, og héldu að þeir ættu að sækja um hjá honum. Agnes spyr; þarf ekki Skógræktin að skoða verkferla úr því fólk er ekki með það á hreinu hvernig og hvar á að sækja um.

- BBJ sagði frá því að öll skógarbændafélögin, ásamt Skóg-BÍ sendu ráðherra bréf varðandi fyrirhugaða sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar (sbr síðustu fundargerð). Ráðherra svaraði bréfinu og ætlar að koma því í vinnslu að skógarbændur sitji ekki eftir í þessum efnum.

- Grein var í síðasta Bændablaði eftir Guðmund Sigurðsson, þar sem m.a. kemur fram að eftir sameiningu við Bændasamtökin þá koma samtökin fram fyrir hönd skógarbænda gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir hönd þeirra. Er þetta talið upp í greininni sem einn af ávinningum af veru skógarbænda í Bændasamtökunum. Ýmsir hafa haft samband við BBJ og spurt hvort þetta sé virkilega rétt sem fram kemur í grein Guðmundar. Hann hefur svarað því til að þetta sé rétt, enda vitnar Guðmundur í samþykktir BÍ á heimasíðu samtakanna.

- BBJ bætti því við að sunnlenskum skógarbændum í Skóg-Bí hafi fjölgað lítillega, svo og á landsvísu, þó mest á Norðurlandi.

- Nokkrir úr stjórn FsS fóru að útför Maríu E. Ingvadóttur, fyrrverandi formanns FsS, sem gerð var frá Digraneskirkju.

- Sagði frá heimasíðu www.treprox.eu sem er nokkurn veginn tilbúin, en til stendur að kynna síðuna á aðalfundi FsS í apríllok.

- Eitt og annað rætt í sambandi við viðarvinnslu og tengd mál.

BBJ sagði frá því að timburverð hafi hækkað og nú er hætt að flytja inn eldivið, og vilja verslanir m.a. kaupa eldivið frá Skógræktarfélagi Árnesinga. Etv. er því möguleiki fyrir skógarbændur að selja timbur til þeirra sem eru að vinna eldivið.

- Agnes spyr um stöðu mála hjá Kvistabæ varðandi eignahald. BBJ upplýsti að Agnes og Guðmundur sem rekið hafa Kvistabæ, ásamt fjölskyldu, hafi keypt aðra aðila út og séu einu eigendurnir.


2

Stefnumörkun, framhald vinnunnar. Rætt um að klára vinnu við stefnumörkun félagsins. Síðan verður tekin umræða um framhaldið, m.a. hvað ætlum við að gera við stefnumökunina og hvernig verður unnið eftir henni.


3

Árið 2023. Það sem er framundan:

a) Fræðslufundur „Vorverkin í skóginum“ verður á Hótel Selfossi 18. mars kl 10-12. Kaffi og létt morgunverðar- bakkelsi. Ekki er komið á hreint með fyrirlesara.

b) Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi, verður laugardaginn 29. apríl að Snæfoksstöðum í Grímsnesi kl 10. Ný stefna FsS verður kynnt á fundinum.

c) Jónsmessugangan verður 25. júní kl 14. Gengið verður um skóginn hjá Steinunni og Ísólfi Gylfa að Uppsölum í Fljótshlíð.

d) Skógardagur FsS. Rútuferð um uppsveitir Árnessýslu miðvikudaginn 23. ágúst kl. 9-17.


4

Fréttapóstur. Rætt um þörf á að gefa út „Skógarpóst“ í líkingu við þann sem María og meðstjórnendur hennar gáfu út á sínum tíma. Þar væri t.d. hægt að minna á þessar dagsetningar hér að ofan.


5

Fundur með Hrefnu Jóhannesdóttur. Hrefna ætlar að koma á fund með stjórn, reynum að finna tíma sem hentar henni vegna suðurferðar.


6

Önnur mál. BBJ talar um að nú þegar við leggjum inn í árið 2023, þá þyki honum mest spennandi að vinna að úrvinnslumálum.

- Sólveig sagði frá þeim tímamótum að hún hefði í fyrsta sinn selt torgjólatré, en það var 6,8 m hátt. Einnig seldi hún 30 jólatré. Stjórn fagnar þessum tímamótum.

- Agnes ræddi um grisjunarnámskeið/ keðjusagarnámskeið. Henni þykir þörf á að finna tíma fyrir námskeið þannig að henti fleirum.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 22:00

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir 


12. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 6. desember 2022 kl 20:30


Mætt voru Björn B. Jónsson (BBJ), Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Rafn A. Sigurðsson, Agnes Geirdal og Ragnheiður Aradóttir.

Björn formaður setti fund.


1) Stefnumörkun, kynningarfundur á Hótel Selfoss 5. des. s.l. Framhald vinnu.

BBJ hefur fengið góð viðbrögð frá félagsmönnum eftir fundinn og eru menn ánægðir með stefnumótunarvinnuna. Hann ætlar að biðja Andreu að taka lykilatriðin, stefnuna sjálfa út úr skjalinu. Það væri gott að leggja það fyrir næsta stjórnarfund, og þegar stefnan verður fullunnin frá hendi Andreu og stjórnar, þarf að dreifa henni til allra félagsmanna fyrir aðalfund.


2) Samráðsfundur með Skógræktinni.

Hrönn og Björn sátu fundinn. Sigríður Júlía var að kveðja og Hrefna Jóhannesdóttir að taka við. BBJ fagnar því að fá Hrefnu þarna inn. Hún hefur það til brunns að bera að vera mjög stór skógarbóndi og hefur góða yfirsýn yfir það sem er að gerast hjá Skógræktinni í dag. Einnig þekkir hún þessi mál út frá sveitarstjórnarmálum. Hennar fyrra starf var auglýst og var sunnlendingurinn Páll Sigurðsson ráðinn.

BBJ gerði athugasemd við hækkun námskeiðsgjalda um 240 % hjá Landbúnaðarháskólanum. Fínar umræður um hitt og þetta.

Agnes spyr til hvers þessi fundur sé. BBJ; Skógræktarlögin segja að þetta samráð þurfi að vera.


3) Fundur með þingmönnum og ráðherra, einnig fundur í stjórn Skóg-Bí.

BBJ: Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður bauð til fundar um málefni skógarbænda á Suðurlandi. BBJ, Hrönn og Sigurður Jónsson mættu á fundinn. Svandís matvælaráðherra kom inn á fundinn og átti stuttan fund með okkur. BBJ benti á að skógarbændur hafi ekki lengur beint samband við ráðuneytið eins og var, núna fer allt í gegn um BÍ eða Skógræktina. Tengslin sem voru séu rofin. Svandís sýndi þessu máli áhuga og lagði til að öll skógarbændafélög skrifuðu bréf þar sem þau óskuðu eftir því að með nýrri stofnun (Skógræktarinnar og Landgræðslunnar) yrði komið á betra sambandi. Ef af sameinignu verður þarf þetta að vera skýrt. Það þarf að taka upp beint samband, Svandís vill fá þetta mál beint til sín. Þarna er möguleiki að skógarbændur geti á ný haft áhrif á sín mál, á sinn ráðherra. Við fögnum þessu. Agnes spyr hvernig sá fulltrúi yrði valinn. BBJ segir að það sé ekkert vitað. Gott að setjast niður og ræða þessi mál. Búið er að semja bréfið.


Hrönn, sagði frá nýafstöðnum fundi hjá Skóg-BÍ. Þar kom fram að skógrækt sé sterkur þráður í öllum búgreinum. Deildin okkar þyrfti að fá peninga í verkefni sem þarf að sinna. BBJ bætir við; það sem hefur farið mest fyrir brjóstið á honum sé að fjármunum sem átti að nota í ýmis verkefni eins og afurða-og markaðsmál, hafi verið varið í rekstur eins og launagreiðslur vegna deildarinnar. Það hefur verið staðfest að svo sé. Fyrir síðasta aðalfund LSE, þar sem var samþykkt að ganga í Bændasamtökin, var því lofað að þessum peningum yrði varið í verkefni eins og afurða-og markaðsmál. Þannig var á sínum tíma skilgreint í ráðuneytinu að verja ætti þessum fjármunum. Hrönn spurði um þetta á fundinum og það var staðfest. En fram kom að þá var reiknað með fleiri félagsgjöldum, en ekki margir skógarbændur hafa gengið í BÍ. BBJ segir það sitja í sér varðandi fjármálin að við áttum að fá 14 millj á ári sem við höfum ekki fengið.


4) Jólakveðja.

Samþykkt að senda jólakveðjur í Bændablaðið og útvarpið.


5) Fjármál FsS.

Gjaldkeri upplýsti að hún sé nýlega búin að senda út rukkanir um árgjöld. Mest allt sé komið.


6) Fjölgun félaga.

Ritari sagði frá fjölgun félaga, sem eru þá núna orðnir 202.


7) Framundan árið 2023.

BBJ hefur óskað eftir fundi með Hrefnu Jóhannesdóttur og hefur hún áhuga á að koma og hitta okkur. Stefnt að stjórnarfundi á Selfossi, þegar hún hefur tök á að koma.

Til athugunar er hvort hægt verði að halda aðalfund FsS, laugard 29. apríl t.d. á Snæfoksstöðum.

Formanni falið að kanna það, einnig að kanna möguleika hvað varðar Jónsmessugöngu næsta sumar.

Enn er stefnt að Skógardegi, sem átti að vera síðsumars 2020. Eins og er stefnir stjórn á að halda hann miðvikud 23. ágúst 2023.


8) Fræðslumál.

Hrönn situr í nefnd varðandi framtíð Garðyrkjuskólans að Reykjum.

Einnig hefur BBJ fundað með Gurrý og Björgvini varðandi fræðslu fyrir félagsmenn FsS. Olga Lísa skólameistari Fsu er mjög áhugasöm að eitthvað verði gert. Ákveðið var að halda Garðyrkjuskólanum alveg óbreyttum í vetur. Hrönn segir að vonandi verði e-ð að frétta í næstu viku. Einnig er búið að funda með Gunnari formanni BÍ v fræðslumálanna.


9) Lok TreProX

BBJ var formaður starfshóps TreProX, en hætti þegar hann hætti hjá Skógræktinni. Hann var svo beðinn um að koma aftur í hópinn. Nú er allt á lokametrunum og verður skýrslu skilað í næstu viku. Einnig er verið að klára heimasíðuna, þar verður mikill fróðleikur, flott síða m.a. með hátt í 40 fyrirlestra um gæðamál timburs og nýútkoma bók um gæði timburs. Hann hvetur menn til að skoða þessa síðu www.treprox.eu .


10) Stjórnarfundir.

Ákveðið að næsti stjórnarfundur verði fimmtud 5. jan kl 20.00


11) Önnur mál.

Agnes þakkar Birni fyrir dugnað í sínu formannsstarfi. Tekið var undir það. Hún leggur til að stjórnin fari saman út að borða, t.d. í febrúar.

BBJ ræddi um að hann hafi áhuga á að fara um Austur Skaftafellssýslu og hitta skógarbændur þar. Sagði að gaman yrði ef einverjir kæmust með honum.

Ritari lagði til að flytja elstu fundargerðarbókina á Héraðsskjalasafnið, en hún og fleiri skjöl, eru geymd á skrifstofu Skógræktarinnar á Selfossi.


Björn þakkar fyrir góðan fund


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 21:40

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir
11. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 1. nóvember 2022 kl 20:15


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Rafn A. Sigurðsson, Agnes Geirdal og Ragnheiður Aradóttir.


1. Stefnan. Talsverð vinna hefur verið við stefnumótun félagsins. Nú er hún á lokametrunum. Ýmsir góðir punktar hafa komið fram og hafa stjórnarmenn smá svigrúm til að koma með fleiri athugasemdir, áður en skjalið fer í lokayfirlestur og frágang. Skjalið mun verða sent út til félagsmanna á fimmtudaginn.


2. Fundur 5. nóvember. Rætt um fyrirhugaðan kynningar- og fræðslufund á laugardaginn kemur.3. Samráðsfundur Skógræktarinnar er fyrirhugaður 14. nóvember n.k. Þar mun aðallega verða rætt um fyrirhugaða sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Þá mun Hrefna Jóhannesdóttir, nýr sviðsstjóri Skógrætarinnar verða kynnt.


4. Fundur með Hrefnu Jóhannesdóttur, nýjum sviðsstjóra Skógræktarinnar. Björn formaður er búinn að ræða við Hrefnu og líkur eru á að hún muni funda með stjórn eftir áramót. Hugsanlega mun Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna einnig vera í sambandi eða koma að fundi með stjórn.


5. Fræðslumál. Garðyrkjuskólinn á Reykjum stefnir að námskeiðum fyrir skógarbændur. Einnig hefur LBHÍ auglýst námskeið í skógrækt.


6. Önnur mál. Rætt um fyrirhugaða sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Björn formaður hefur áhyggjur af því að hróflað verði við bændaskógrækt í nýrri stofnun. - Þá ræddi Björn um fundinn á laugardaginn. Sér hann fyrir sér að innan fárra ára verði félagið búið að ráða starfsmann í hlutastarf í vinnu.Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 21:15

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir10. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 12. október 2022 kl 21:30


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Ragnheiður Aradóttir.


1) Frá því síðast. Frekar lítið hefur gerst frá síðasta fundi. Fresta þurfti kynningarfundi vegna stefnumótunar félagsins. Formaður átti fund með Guðríði Helgadóttur og Björgvini Eggertssyni hjá Garðyrkjuskólanum/Fsu. Í athugun er hvort hægt verði að koma af stað fræðslupökkum fyrir skógarbændur á næstunni, þar er um að ræða Grænni skóga 1 og 2.

2) Stefnumótun FsS. Andrea náði ekki að klára að vinna stefnumótun félagsins í tíma, þannig að fresta þurfti kynningarfundinum sem átti að vera 8. október. Hann verður haldinn 5. nóvember á Hótel Selfoss.

3) Landbúnaðarsýning. Hlynur Gauti hefur sent út póst og beðið félaga að ath hvort einhver gæti verið í bás Kolefnisbrúarinnar á Landbúnaðarsýningunni. Lítillega rætt um það.

4) Fræðslufundir. Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi að halda fræðslufund, almennan félagsfund í nóvember. En vegna þess að kynningarfundur v stefnumótunarinnar verður ekki fyrr en í nóvember, þá þótti stjórn það ekki ganga upp. Hins vegar mun formaður kanna hvort hægt verði að fá fyrirlesara sem myndi flytja erindi í lok kynningarfundarins, þann 5. nóv.

5) Annað. Samráðsfundur með Skógræktinni verður fljótlega. Sigríður Júlía hefur látið af störfum sem fagstjóri Skógræktarinnar en Hrefna Jóhannesdóttir á Silfrastöðum er tekin við því starfi. Rætt um að reyna að fá Hrefnu í heimsókn til stjórnar.

Næsti stjórnarfundur verður á Teams þriðjud. 1. nóvember kl 20:15


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl rúmlega 22

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir9. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

haldinn á Selfossi 1. september 2022 kl 9:00


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Rafn A. Sigurðsson, Agnes Geirdal, Hallur Björgvinsson og Andrea Rafnar. Ragnheiður boðaði forföll.


Björn setti fund og bauð alla velkomna.


Aðal efni fyrri hluta fundarins, er áframhaldandi stefnumótunarvinna með Andreu. Einnig sat Hallur fundinn, fyrri hlutann. Seinni hlutinn var eingöngu stjórnarfundur.


Björn sagði frá því að hætt væri við málþing og árshátíð skógarbænda á landsvísu, sem vera átti í Reykholti í Borgarfirði 22. okt nk.


Einnig kom hann með þær gleðifréttir að Fsu/Garðyrkjuskólinn á Reykjum, hafi ákveðið að hefja endurmenntun fyrir fólk í græna geiranum og þá m.a. fyrir skógarbændur.


Andrea tók við stjórninni og nú var unnið með Framtíðarsýn félagsins. Hvernig sjáum við FsS fyrir okkur árið 2050.


Fundarmenn fóru í hugarflug, og margt kom fram. Andrea skráði það allt niður og mun það birtast síðar.


Þá er eftir að hugsa betur um hver GILDI félagsins eigi að vera. Stjórnarmenn hafa áður komið með yfir 30 tillögur/hugmyndir að gildum, en munu nú hugsa það betur fyrir næsta fund.


Ákveðið að við höldum okkur við að kynningarfundur á stefnumótun FsS, verði á Hótel Selfossi 8. okt nk.


Annar fundur verður síðan með Andreu eftir fundinn 8.október.


Seinni hluti fundarins, stjórnarfundur, hófst kl 11:45


Björn fór yfir starf félagsins í sumar og hvað framundan er.


Formaður mun f.h. FsS taka á móti 2 hópum nú í september. Fyrst mun Björn taka á móti finnskum ráðgjöfum í skóginum í Hrosshaga, þann 9. september þar sem þeir verða fræddir m.a. um bændaskógrækt.


Þá hefur FsS skipulagt skógarprógramm fyrir sænska nemendur úr Háskólanum í Umeå, dagana 15. – 18. september. Nokkrir aðilar innan skógargeirans munu taka á móti hópnum, auk þess sem formaður mun ferðast með hópnum um uppsveitir.


Þá fór formaður sl. mánudag í ferð um uppsveitir Árnessýslu með eiganda Artic Pland slf, til að kynna fyrir honum möguleika á nýtingu á íslensku timbri til margs konar nota.


Jónsmessuganga skógarbænda í Þórsmörk gekk vel. Rúmlega 40 manns tóku þátt í ferðinni, enda þótt nokkrir sem höfðu skráð sig, komust ekki með vegna Covid. Hallur Björgvinsson, Hálfdán Ómar á Ytra-Seljalandi, Ásgeir í Stóru-Mörk og Hreinn Óskarsson sáu um leiðsögn í ferðinni, sem tókst vel í alla staði.


Rætt um að gott væri að ákveða fljótlega Jónsmessugöngu næsta árs, stað og stund.


Ákveðið að Skógardagur sem frestað var sl sumar, verði haldinn með svipaðri dagskrá í maí-júní 2023.

Stefnt að því að halda fræðslufund fyrir félagsmenn líklega 12. nóvember.


Ákveðið að miða við að stjórnarfundir verði 1. miðvikudaga í hverjum mánuði, og jafnvel oftast á Teams, því það hefur komið vel út. Næsti fundur verður 5. okt kl 20.


Vinna þarf að því að koma upp virkari fésbókarsíðu, því sú sem við erum með er lokuð og það kemur ekki nógu vel út, og allt of fáir eru þar inni.


Sólveig spyr hvað hafi komið upp á og hvers vegna hafi verið hætt við málþingið 22. okt. Björn útskýrði að þar hefðu nokkur atriði komið til. M.a. kom í ljós að verð í gistingu var of há og vestlendingar töldu að áhættan væri of mikil fyrir FsV ef skráningar yrðu fáar. Einng telja nokkrir formenn skógarbændafélaga að samkomur sem þessar eigi að vera í nafni Skóg-BÍ.


Ákveðið hefur verið að 12. ágúst verði skógarganga í Borgarfirði sem vestlendingar muni sjá um. Gangan mun verða opin fyrir öllum skógarbændum á landinu.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 12:30


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


8. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 23.5.2022 kl 20:00


Mætt voru

Björn B. Jónsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Rafn A. Sigurðsson.


Björn B. Jónsson setti fundinn


1) Skipun embætta innan stjórnar FsS. Hrönn gefur kost á sér áfram sem gjaldkeri og Sigríður gefur kost á sér sem ritari. Hvoru tveggja var samþykkt.


2) Jónsmessuganga. Upp hefur komið hugmynd um að fara inn í Þórsmörk. Björn hefur skoðað ýmsa möguleika síðustu daga varðandi nánara skipulag. Farið verður sunnudaginn 26. júní. Gert er ráð fyrir að fara með rútu kl 8 að morgni frá Reykjavík og vera komin til baka kl 9 að kvöldi. Fararstjóri verður Hreinn Óskarsson, en hann er sérfræðingur í gróðurfari Þórsmerkur.


3) Fréttir af Skóg-Bí. Björn hefur undanfarið mætt á 2 teamsfundi og sagði frá þeim. Annar þeirra var aukafundur í LSE. 1 tillaga lá fyrir þeim fundi og var hún samþykkt. Hún fjallaði um að ef LSE yrði lagt niður, þá færu eigur félagsins til skógarbændafélaganna. Hrönn sagði að næsti stjórnarfundur Skóg-BÍ sá áætlaður næsta miðvikudag.


4) Önnur mál. Leshópar eru að fara af stað fljótlega.

Halda þarf næsta stjórnarfund fyrir Jónsmessugönguna. Einnig var ákveðið að halda stjórnarfundi 2. miðvikud. í hverjum mánuði kl 20. Sá fyrsti verður í ágúst.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20:30

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir7. Stjórnarfundur/vinnufundur

Vinnufundur stjórnar Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS ásamt gestum,

haldinn á Selfossi 19.maí kl 9:00


Mætt voru; Björn B Jónsson, Sigríður J. Sigurfinnsd. Sólveig Pálsd. Agnes Geirdal og Rafn A. Sigurðsson. Einnig Andrea Rafnar, Hallur Björgvinsson og Gunnar Sverrisson. Ragnheiður var í sambandi með fjarfundarbúnaði og Hrönn boðaði forföll.

BBJ setti fund, sem er eingöngu vinnufundur með Andreu vegna stefnumótunarvinnu. Stjórnarfundur hefur verið boðaður næsta mánudagskvöld á teams, því stjórn á eftir að skipta með sér verkum ofl.

BBJ byrjaði á hugarflugi og fór yfir stöðuna hvað varðar samskipti FsS og Skógræktarinnar og ýmsa fleiri þætti hvað varðar stöðu félagsins, hlutverk o.fl.

Andrea tók við og stýrði umræðunni. Til að byrja með, í beinu framhaldi af hugleiðingum Björns, um stöðu félagsins gagnvart Skógræktinni. Síðan tók við vinna við að yfirfara og ræða ýmsa þætti sem fram komu á vinnufundi með leshópum, þegar þeir fóru af stað.

Ákveðið að vinnufundur stjórnar með Andreu vegna stefnumörkunar verði 1. setember n.k. klukkan 9:00 á Selfossi og síðan fundur með skógarbændum um stefnumörkun 29. september (1. okt til vara).


Fundi slitið kl 11:30

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


6. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 25.4.2022 kl 17


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal, Andrea Rafnar og Hallur Björgvinsson. Hrönn Guðmundsdóttir boðaði forföll.

1) Stefnumótun og aðalfundur

Björn og Andrea ræddu það sem kom út úr fundinum með leshópunum. Andrea mun kynna það á aðalfundinum nk föstudag. Hún nefnir verkefnið „Fræ til framtíðar“ og voru allir ánægðir með það.

BBJ leggur til að við frestum því fram á haustið eða síðsumars, að vinna áfram að stefnumótun félagsins. Nú er komið að annatíma hjá skógarbændum. Samþykkt.

Rætt um að stjórn hittist um miðjan ágúst, og farið verði dýpra yfir það sem komið er, áður en það verður kynnt fyrir félagsmönnum.

AR segir að við þurfum trúlega að hittast 1-3 sinnum og móta stefnuna, þurfum að fara vel yfir þetta áður en það verður kynnt fyrir félagsmönnum.

Stefnt verður að næsta stjórnarfundi 19. maí kl 9:00.

ÍGP spyr hve miklu sé nú þegar búið að kosta til þessarar vinnu. Svarið er að það er um helmingur af því sem áætlað er að eyða í þetta verkefni.

BBJ. Gaman væri ef komin yrði nokkuð góð beinagrind að stefnunni í haust, þannig að hægt yrði að kynna hana, þegar skógarbændur af landinu öllu munu hittast í október.

Ekki gafst tími til að yfirfara nákvæmlega hvern lið sem kom fram á fundi með leshópunum, en þeir sem eru með punkta, munu senda þá til Andreu.

2) Skógardagur

Ákveðið að stefna að því að skógardagur og ferðalag, sem var frestað sl ár, verði síðsumars eða í haust.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 17:30

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir5. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 19.4.2022 kl 15


Mætt voru Björn B. Jónsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal og Andrea Rafnar. Hrönn Guðmundsdóttir boðaði forföll.

Björn B. Jónsson setti fundinn og bauð Andreu Rafnar velkomna á fundinn. Þegar leshópunum var komið af stað, þá var vinnufundur með stjórn og þátttakendum í leshópunum. Andrea er búin að taka saman það sem kom út úr þeirri vinnu. Hún vinnur nú við að taka saman fyrstu drög að framtíðar stefnu FsS til stjórnar félagsins.

Boðað verður til nýs stjórnarfundar mánudaginn 25. apríl, þar sem farið verður yfir drögin. Hallur Björgvinsson hjá Skógræktinni verður boðaður á þann fund.

Rætt var lítilega um stefnuna og hvað hún mun innihalda.

Samþykkt að fresta frekari umræðu fram til næsta stjórnarfundar FsS.

Fundi slitið kl 15:30

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


4. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 10.4.2022 kl 17.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir.

Tæknileg vandamál komu upp hjá Sólveigu og Agnesi með fundinn og Ísólfur Gylfi boðaði forföll.

Björn setti fundinn, sem var eingöngu undirbúningur fyrir aðalfund félagsins.

1) Lagabreytingar. Eftir vinnufund stjórnar með Andreu Rafnar, í febrúar sl , kom fram þörf á lítils háttar lagabreytingum. Samþykkt að senda þær tillögur með aðalfundarboði.

2) Stefnumótunarvinnan. Andrea mun kynna stefnumótunarvinnuna á aðalfundinum, stjórn þarf að fara yfir þau atriði með Andreu. Reynum að halda stjórnarfund, með hrenni, 19. apríl, ef það gengur upp.

3) Tillögur fyrir aðalfund. Stjórn ákvað að leggja 2 tillögur fyrir aðalfund. A) Að hvetja félaga til að mæta á málþing og árshátíð á Vesturlandi 22. okt nk. B) Að skora á menntamálaráðherra að tryggja framtíð Garðyrkjuskólans að Reykjum.

4) Fundarstjóri og fundarritari. Ekki er alveg frágengið hver verður fundarstjóri, en ritari félagsins mun sjá um að rita aðalfundargerð.

5) Stjórnarkjör. Þetta ár á Hrönn ganga út úr stjórn, hún gefur kost á sér til áframhaldandi starfa. Ísólfur Gylfi hefur óskað eftir að ganga úr stjórn, en hann var kosinn fyrir ári síðan, til 3ja ára. Kjósa þarf því um 1 aðalmann til 2ja ára og annan til 3ja ára. Agnes gefur kost á sér áfram i varstjórn, á fundinum kom ekki fram með aðra varamenn, hvort þeir gefi kost á sér áfram.

6) Önnur mál. Á aðalfundinum mun Hallur Björgvinsson segja frá því helsta frá Skógræktinni.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 17:30

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir
3. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS

Vinnufundur haldinn á Selfossi 11. febrúar 2022 kl. 13.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal og Andrea Rafnar.

Björn setti fund. Fór hann yfir ýmsa þætti í starfi félagsins og af hverju við viljum marka okkur stefnu.

- Við viljum gefa okkur góðan tíma í vinnuna, hvar viljum við vera eftir t.d. 20 ár 30 ár ?

- Nytjaskógrækt á Íslandi er u.þ.b. 30 ára og var hún frumkvöðlastarf unnin af bændum.

- Félagskerfi skógarbænda í landinu er á tímamótum og því viljum við grípa inn í núna.

- Sumir skógarbændur eru hættir að hugsa um gróðursetningar og komnir í umhirðu skóga og farnir að huga að úrvinnslu.

- Við viljum, á einhverjum tímapunkti, kynna þessa stefnumótun fyrir félögum annars staðar á landinu.

- Við miðum við að stefnumótunina verði hægt að kynna fyrir félagsmönnum á aðalfundi FsS sem er fyrirhugaður 29. apríl nk.

- Hallur Björgvinsson fulltrúi frá Skógræktinni vill vera með okkur og taka þátt í þessari vinnu.

- Markaðssetja þarf skógana sem fjölskyldufyrirtæki/skógafyrirtæki.

- Björn mun senda fundarmönnum heimsíður norrænu skógarsamtakanna til að menn geti áttað sig á og séð fyrirmyndir að framtíðarformi félagasamtaka skógarbænda á Íslandi.


Andrea fór yfir áætlun um hvernig við munum vinna að stefnumótuninni.

Síðan byrjuðu stjórnarmenn þá vinnu, og hófst hún með hugmyndaflæði um gildi félagsins og tilgang/markmið. Einnig Svót-greiningu um styrkleika/veikleika og tækifæri/ógnir.


Rætt um hvenær verði hægt að koma leshópum af stað, en það hefur dregist vegna covid og nú sem stendur er mikill ófriður af veðri og færð. Ákveðið að láta fólk vita af þvi, að þeir fari sem fyrst af stað, eða um leið og aðstæður leyfa.

Stjórn hefur áhuga á að heimsækja og skoða hinn nýja Kvistabæ.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 16

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


2. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 7.2.2022 kl 17


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Agnes Geirdal.

1) Auglýsing frá Kolviði. Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðar, hefur óskað eftir að komast í tengingu við landeigendur og skógræktarfólk á Suðurlandi. Hann sendi ritara nýlega bréf þess efnis. Stjórn samþykkti að áframsenda bréfið á netfangalista FsS og ritara falið að sjá um það.

2) Start á leshópum. Vegna covid hefur dregist að koma leshópum af stað. Rætt um hvort við ættum að stefna á byrjun mars. Stutt er í næsta stjórnarfund, vinnufund sem verður næsta föstudag og verður þetta þá rætt betur.

3) Aðalfundur FsS. Stefnt er að því að halda aðalfund 29. apríl kl 15 á Reykjum í Ölfusi.

4) Fjámál FsS og uppfært félagatal. Rætt um fjárhag félagsins, en hann er nokkuð góður. Einnig um undirbúning vegna aðalfundar, eins og t.d. hvort þörf sé á lagabreytingum. Til að byrja með tekur Björn að sér að lesa yfir lögin og senda til stjórnarmanna ef einhverjar hugmyndir kvikna um breytingar á lögunum. Stjórnarmenn eru langt komnir með að yfirfara félagatalið, en þvi hefur verið skipt á milli manna.

5) Teams fundur með Gunnari formanni BÍ og Hlyni Gauta starfsmanni BÍ, þann 14. febr nk. Stjórn BÍ býður félögum í búgreinadeild skógarbænda til tölvufundar og fagnar aðild skógarbænda að nýrri skógardeild BÍ. Björn hvatti stjórnarmenn til að mæta á fundinn.

6) Búgreinaþing BÍ. 3 mars nk. Ekki er enn ákveðið hvort fundurinn verði líka á netinu. Fram kom að mörgum stjórnarmönnum finnist lítið lýðræði og margt óljóst varðandi uppbyggingu kerfisins og val á þingfulltrúum.

7) Önnur mál. Aðeins rætt um fyrirhugaðann vinnufund með Andreu Rafnar, nk föstudag.


Fundi slitið kl 18

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


1. Stjórnarfundur 2022

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 5.1.2022 kl 14


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal, Hallur Björgvinsson og Andrea Rafnar.

Björn B. Jónsson setti fundinn og bauð sérstaklega velkomin þau Hall Björgvinsson frá Skógræktinni og Andreu Rafnar, en hún hefur aðstoðað ýmsa aðila við að móta sína framtíðar stefnu. Það er einmitt aðal og eina efni fundarins; að byrja að ræða og vinna að mótun framtíðarstefnu fyrir Félag skógareigenda á Suðurlandi.

Björn óskaði öllum gleðilegs árs og þakkaði fyrir liðið ár. Hann fór lauslega yfir síðustu verkefni stjórnar. Björn sagði frá því að honum þætti betra að hafa fulltrúa frá Skógræktinni með okkur, taldi gott að Skógræktin væri upplýst um starfsemi félagsins. Einnig kynnti hann félagið og uppbyggingu LSE, ásamt öðrum þáttum skógræktarstarfsemi á Íslandi fyrir Andreu. Einnig var Agnes búin að vera í sambandi við Andreu og hefur kynnt félagið fyrir henni. Stjórn hefur rætt og haft áhuga á að fá óháðan aðila til að vinna markmiðasetningu fyrir félagið til framtíðar. Og þetta er fyrsti fundur með Andreu til að kanna hvort hún vilji og geti unnið með okkur að því.

AR: Markmiðasetning er hluti stefnumótunar sem og mótun framtíðarsýnar, hlutverks og markmiða. Lokaafurð stefnumótunarvinnunnar er síðan aðgerðaáætlun sem sýnir hvaða aðgerða þarf að grípa til til að ná markmiðum og framtíðarsýn. Í aðgerðaáætlun kemur fram hver á að gera hvað, hvenær og hvernig.

BBJ: Ein hugmynd er að nýta leshópana, sem fara af stað þegar covid leyfir, fá hópana til að vera með í hugarflæði og stefnumótun. Það eru um 30 manns skráðir í leshópana. Síðan ættu að verða fundir með félögunum.

AR: Hún myndi halda svokallaða „brainstorming“ fundi, eða hugarflæði, þar sem allir skrifa niður sínar hugmyndir og hún síðan vinna úr því.

BBJ: Við þurfum að skoða dáldið hver stefnan hefur verið á norðurlöndunum. Kynna okkur þau mál betur. Spá í hvað við viljum ganga langt. Félag eins og Sötra í Svíþjóð er t.d. með 3000 manns í vinnu.

AR: Þurfum við ekki að hittast, hún og stjórnin og taka 1 fund í hugarflæði, þessi hópur? Það væri kannski gott að byrja þar.

Félagar tóku vel í þessa hugmynd.

AR: Félög kosta oft miklu til í svona vinnu, en svo gerist ekkert í framhaldinu. Því er eftirfylgni stefnumótunarvinnunnar einn mikilvægasti hluti hennar, ef eftirfylgnin er ekki í lagi er allt unnið fyrir gýg.

Rætt var um starf félaganna í öðrum landshlutum. Félögin vinna ekki öll á sama máta. Sum hafa einbeitt sér meira að kjarabaráttunni. En menn voru sammála um að svona stefnumótun þarf að vinna á landsvísu og gott væri að hafa samband við hin félögin seinna meir.

HB: Einnig er mikið að gerast í skógræktarfélögunum út um allt.

BBJ: Öll félögin innan LSE eru búin að samþykkja að á haustin verði fræðsludagur og síðan árshátíð í framhaldi. Næsta haust gætum við hugsanlega kynnt þessa vinnu okkar, og jafnvel sagt frá henni á aðalfundinum í vor.

Rætt var um kostnað við vinnu Andreu, hún ætlar að leggja fram hugmyndir að kostnaði til formanns og gjaldkera til að byrja með.

Stefnum á stjórnarfund eftir hálfan mánuð, þar sem tekin veður ákvörðun um hvort Andrea verði ráðin í þetta verkefni. Ef svo yrði, verður stefnt að vinnufundi með Andreu þann 11. febrúar.

Fundi slitið kl 15

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir 

14. Stjórnarfundur

Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 17.12.2021 kl 10


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal.

Björn B. Jónsson setti fundinn

1) Frá því síðast. Skógræktin er nú komin aftur í Landbúnaðarráðuneytið og stjórn fagnar því.

2) Fundur formanna skógarbændafélaga. Björn sagði frá því að formenn allra skógarbændafélaganna hafa nýlega haldið 2 teams fundi. M.a. var eftirfarandi samþykkt og bókað: „Árlegur hittingur skógarbænda. Samþykkt að halda málþing skógarbænda og árshátíð, þriðju helgina í október ár hvert. Vesturland byrjar á næsta ári, síðan Vestfirðir, Norðurland, Austurland og að lokum Suðurland árið 2026 áður en nýr hringur verður farinn. Samþykkt að allar stjórnir bóki um þessa samþykkt á sínum fundum.“ Stjórn fagnar þessari ákvörðun.

3) Skipulag til framtíðar. Núverandi stjórn nýrrar skógar-búgreinadeildar mun leggja tillögu fyrir búgreinaþing í byrjun mars um hvort ný stjórn verði skipuð 3 eða 5 mönnum. Stjórn ræddi um hvort væri betra, en ákvað að taka aðra umræðu um málið á nýju ári.

Rætt um fyrirhugaða stefnumótun/markmiðasetningu fyrir FsS. Agnes sagði frá undirbúningsvinnu sinni, og að hún hefur talað við Andreu Rafnar um það hvort hún hugsanlega myndi taka að sér vinnu við stefnumótunina. Hún mun væntanlega vera með okkur á næsta stjórnarfundi í byrjun janúar til að skoða þetta mál betur með okkur. Einnig var rætt um að slík vinna þyrfti að fara fram á landsvísu.

4) Nafnið á félaginu. Í ljós hefur komið að þó félaginu hafi fyrir all mörgun árum verið breytt úr Félagi skógarbænda á Suðurlandi yfir í Félag skógareigenda á Suðurlandi, þá hafi sú breyting ekki náð áfram í kerfinu, þannig erum við skógarbændur hjá Þjóðskrá og Skattinum, þó í lögum félagsins standi skógareigendur. Fundarmenn voru sammála um að breyta nafninu aftur í Félag skógarbænda á Suðurlandi, en til þess þarf lagabreytinu. Samþykkt að endurskoða lög félagsins.

5) Uppfært félagatal. Vinna stendur yfir við að lagfæra félagatalið og bæta inn í skráningu eftir þörfum.

6) Samráðsfundur Skógræktar og skógarbænda 15. des sl. Sagt frá nýrri reglugerð um viðhald á girðingum, en nú fá skógarbændur aftur greitt fyrir viðhaldsvinnu. Einnig var rætt um Kolefnisvottun, ekki síst á eldri skógræktarjörðum. Þröstur Eysteinsson sagði að það væri mikið að gerast í þessum málum og hröð þróun í vottunarmálum eldri skóga. Sigríður Júlía sagði frá þjónustukönnun Skógræktarinnar. Einnig var rætt um plöntumál og þær góðu fréttir hafa nýlega komið að Finnar hafi loks náð talsverðu af lerkifræi. Reyna á að fjölga þessum samráðsfundum.

7) Jólakort. Nú er komið úr prentun jólakort sem stjórn mun senda félagsmönnum, með fallegri mynd eftir Agnesi Geirdal.

8) Stjórnarfundur SkógBÍ. Stjórnarfundur skógardeildar var í síðustu viku. Mörg mál voru rædd, og mörg mál þarf að ræða á næstu vikum og mánuðum. T.d. hvað verði um LSE, en samtökin eiga sannanlega helmingshlut í Kolefnisbrúnni og því ekki hægt að stinga því bara ofan í skúffu, þó hlutverk þess sé ekki orðið mikið. Ekki hafa margir skógarbændur gengið í Bændasamtökin, og er spurning hvað gerist og hvernig hlutirnir þróast ef ekki fjölgar í þeirra hópi.

9) Næsti fundur og önnur mál. Lítillega rætt um síðustu fundargerð. Næsti fundur ákveðinn 5. janúar nk kl 13, annað hvort Teams fundur eða í fundarsal BSSL á Selfossi.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 11:20


Sigríður J. SigurfinnsdóttirStjórnarfundur


13. Stjórnarfundur


Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 11.11. 2021 kl 10:00


Mætt voru Björn B Jónsson, Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Sólveig Pálsdóttir, Agnes Geirdal og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð


1. a. Frá síðast. Búið er að fresta málþingi um kolefnisbrúna og árshátíð skógarbænda um óákveðinn tíma. Lítið er að gerast í nýrri skógardeild BÍ og hefur BBJ óskað eftir fundi í deildinni eða í stjórn LSE en ekki hefur orðið við því fyrr en nú, en búið er að boða til örfundar til að taka fyrir erindi frá Skógræktinni er varðar viðhaldssktyrk girðinga til skógarbænda.

b. Seint og illa gengur að auka inngöngu skógareigenda að bændasamtökunum, en einungis eru 12 sunnlenskir skógareigendur skráðir í BÍ, sem skógarbændur af 198, sem eru skráðir í FsS.

c. BBJ ásamt fleirum sem tengdust stjórn FsS fóru á fund bændasamtakanna, sem haldinn var á Hótel Selfossi í október síðastliðinn. Þar var farið inn á félagsaðild og störf deilda innan BÍ, en þar kom fram að ekki er gert ráð fyrir neinu fjármagni til handa deildum úr sameiginlegum sjóði BÍ og eru fulltrúar deildanna að mestu ólaunaðir.

c. BBJ hefur óskað eftir fundi með formönnum Félaga skógarbænda á landsvísu og verður sá fundur fimmtudaginn 18. nóv.

d. Rætt var um eflingu félagsstarfsins og mikilvægi þess að skógareigendur vissu af félaginu okkar og lagði Agnes Geirdal til að stjórnin sendi jólakort á alla félagsmenn. Sigríði Jónínu var falið að heyra í prentsmiðju varðandi prentun jólakorta með fallegum texta og undirskrift stjórnarinnar og fá tilboð í verkið. Agnes tekur að sér að sjá um listræna hlið málsins.

e. Félagatal FsF er að nálgast 200 félaga. Lagt var til að stjórnin færi yfir félagatalið og lagfærði villur þar sem við sjáum. BBJ byrjar og lætur ganga til næsta og þannig koll af kolli. Félagtalið endar svo hjá SJS sem kemur leiðréttingunum inn í félagatalið. Einnig var lagt til að stjórnarmenn fari yfir nafnaskrá félagatalsins og bjóði þeim sem eru vinir þeirra á fésbókinni að gerast aðilar að síðu FsS á Facebook. Gott væri ef hver stjórnarmaður setti tvær fréttir af skógræktinni sinni á síðuna okkr til að halda henni lifandi og skemmtilegri.

2. Fjárhagur FsS. HG fór yfir stöðu fjármála félagsins en staðan er fín. Rukkun félagsgjalda gengur vel og einungis 20 félagar sem eiga eftir að greiða.

3. Leshópar. Nú þegar eru 36 einstaklingar búnir að skrá sig í leshópa. Eftir er að fá endanlega staðfestingu frá fimm aðilum þannig að búið er að manna 3 hópa. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er búið að fresta því að hóparnir fari af stað fram í byrjun febrúar. Stefnt er að því að boða alla hópana á fund í sal BsS fimmtudaginn 3. febrúar þar sem þeim verður startað af stað, hópstjóri kynntur til sögunnar og aðilar fái kynningu á Skógræktinni. Fyrsti hópur mætir kl 16, næsti kl. 17, og svo þriðji kl 18.

BBJ sendir hugmynd að skiptingu félaga niður í leshópa.

Hópstjórar verða Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir og Agnes Geirdal. Grein um leshópana birtist væntanlega í næsta Bændablaði. Það gæti kveikt í fleirum að taka þátt í leshópum

4. Stefnumörkun FsS til framtíðar. Mikilvægt er að Félag skógareigenda á Suðurlandi marki sér stefnu um hlutverk félagsins til framtíðar. AG kom með tillögu að spurning þess efnis verði löggð fyrir leshópana og málin rædd. BBJ lagði til að AG ræddi við hugsanlegan verkefnastjóra fyrir næsta stjórnarfund sem verður í desember. Stefnt er að því að vera búin að móta drög að stefnumótun FsS og kynna á næsta aðalfundi FsS.

Ekki fleira gert

HG12. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

Uppsölum í Fljótshlíð, 5. okt 2021 kl 15


Mætt voru Björn B. Jónsson (BBJ) , Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal (AG) og þau Hallur Björgvinsson (HB) og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir (SJ) starfsmenn Skógræktarinnar.


Helsta efni fundarins var að ræða um samstarfið við Skógræktina og hvernig það er að þróast og einnig um stöðu skógarbændafélaganna og þar með LSE, og framtíðina innan Bændasamtakanna.


Björn B. Jónsson setti fundinn og bauð Sigríði Júlíu sérstaklega velkomna. Til hafði staðið að hún ásamt Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra kæmu á Skógardaginn sem félagið ætlaði að standa fyrir síðsumars, en þurfti að fresta í tvígang út af covid. Vonandi verður Skógardagurinn haldinn næsta vor.

BBJ segir að margt sé umhugsunarvert á breyttum tímum. Það þurfi að vera tenging milli félaganna og Skógræktarinnar. Vantanlega mun Hallur mæta á stjórnarfundi hjá okkur og er það liður í að auka samvinnuna og samstarfið.

SJ veltir fyrir sér hvert sé núna hlutverk stjórnar LSE, því stjórnin er enn til.

BBJ segir að LSE sé með kennitölu og það á hlut í Kolefnisbrúnni. Það þurfi því að vera stjórn áfram, það þarf að halda utan um fjármálin og að halda aðalfund, þrátt fyrir að félagið sé í raun skúffufyrirtæki. Þegar Búnaðarþing verður haldið, í febrúar, þá heldur skógardeildin aðalfund og kýs nýja stjórn. Ekki er búið að ákveða hvernig aðalfundur verður haldinn. Í raun þurfa að vera að lágmarki 300 félagar í BÍ.

SJ segir að það séu 625 þinglýstir samningar til.

BBJ: Eftir er að móta starf skógarbænda innan Bændasamtakanna. Við þurfum að átta okkur á hlutverki félagsins. Á félagið t.d. að koma inn í afurða og markaðsmál eða að sinna verktakamálum?

SJ; Það myndi gera öllum gott ef félagið kæmi inn í að koma á verktakamenningu.

BBJ; Það þarf að vera samráð við Skógræktina og marka stefnuna til næstu 20-30 ára hvað varðar verktakamál, gæðamál vegna umhirðu og ekki síst fræðslumál, nú þegar þau eru í miklu uppnámi vegna óvissu með framtíð Garðyrkjuskólans. Við þurfum að fara í þessa vinnu, að móta samvinnuna, starf og hlutverk.

SJ veltir fyrir sér, hvernig samvinnan verði, milli skógarbændafélaganna innan LSE. E.t.v. ætti öll stjórn félaganna að vera á Samráðsfundum Skógræktarinnar, en ekki bara formenn og varaformenn eins og nú er. Það myndi auka tengingu milli landshlutafélaganna.

BBJ telur að Samráðsfundir með því sniði myndu gera gagn, en veltir því fyrir sér hver verði samnefnari við alla aðila. Vísar hann í Swot greininguna sem gerð var áður en gengið var inn í BÍ.

Rætt um af hverju sumir vilja ekki ganga í Bændasamtökin.

Fólk spyr hvað það græði á því, og hvað með félagslega þáttinn?

HB spyr hvernig valið verði á aðalfund og í stjórn skógardeildarinnar. Félögin eru til en vantar tengingu inn í BÍ.

BBJ segir að tengingin geti ekki orðið í gegn um félögin, því hver og einn skógarbóndi þarf sjálfur að ganga í Bændasamtökin.

AG segir að margir skógarbændur hafi enga tengingu við BÍ, þekkja ekki kerfið, þekkja ekki báknið. Og spyrja, hvað á ég að gera í Bændasamtökin?

BBJ talar um kröfuna um að skógarþjónustan fari yfir í RML.

Einnig talar hann um hvernig samskiptin séu núna milli Skógræktarinnar og félaganna ,og hvað megi gera betur. Nefnir hann sem dæmi að að hann fái ófá símtöl frá fólki sem skilur ekki alveg uppgjörið við bændur.

SJ talar um þjónustukönnun sem gerð var. Eftir er að rýna hana betur. Einnig að skoða hvernig árið hefur verið og hvort þau geti bætt þjónustuna.

BBJ segir að ráðgjafaþjónustan skipti miklu máli og skógarbændur séu ánægðir með þjónustuna, en heimsóknir til bænda séu einn mikilvægastur þáttur í þjónustunni.

AG talar um nauðsyn endurmenntunar og að það vanti námskeið eins og Grænni skóga.

SJ; Grunnnámskeið er fyrir alla nýja aðila, líka við kynslóðaskipti. Í tíð Landshlutaverkefnanna var gerður samningur við LBHÍ um fræðslu. En nú sé fræðsla á vegum LBHÍ fyrir skógarbændur af skornum skammti.

BBJ; Grænni skógar 3 er tilbúið til kennslu, en tekst ekki að koma því af stað vegna óvissu með garðyrkjunám á Reykjum.

AG; Skógræktin þyrfti að beita sér og pressa á að leysa þessi vandamál.

SJ segir frá því að uppgjör verði fljótlega tengt við island.is.

BBJ þakkar Sigríði Júlíu kærlega fyrir komuna.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 16:40

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


11. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 30.9. 2021 kl 9


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal og Hallur Björgvinsson starfsmaður Skógræktarinnar.

Björn B. Jónsson setti fundinn


1) Undibúningur v fundarferða í næstu viku. Ýmislegt rætt. Fundarstjórar skipuleggja dagskrá og setja tímaramma. Hallur mun m.a. koma inn á kolefnisbindingu og Kolefnisbrúna. Ísólfur Gylfi segir Skógarsögu. Leshópar verða kynntir. Bændasamtökin munu senda 2 fulltrúa á hvern fund.


2) Fundur m. fulltrúa frá Skógræktinni. Sigríður Júlía frá Skógræktinni mun hitta stjórn að Uppsölum fyrir fundinn í Fljótshlíð.


3) Auglýsingar. Ekki tókst nógu vel til hjá „Dagskránni“ sem átti að birta auglýsingu um fundina, þar sem hún var ekki birt vegna mistaka starfsmanna. Ýmissa leiða er leitað til að koma auglýsingum á framfæri, bæði netið og fjölmiðlar. Ekki síst þarf að ná til bænda á Suðurlandi. ÍGP og BBJ semja fréttatilkynningu til fjölmiðla.Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 9:40


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir
10. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 1.9. 2021 kl 9:30


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal og Rafn A. Sigurðsson.

Björn B. Jónsson setti fundinn

1) Félagsgjöld voru ákveðin kr 10 þús á síðasta aðalfundi, en nú þarf ekki lengur að greiða hluta þeirra til LSE. Stjórn ákvað því að lækka gjaldið í 5 þúsund kr.


2) Skógarferð 8. september. Rætt um hvort eigi að fresta skógardeginum til næsta árs. Stjórnarmenn voru tvístígandi í þessu máli og rætt var fram og aftur um útfærslu og ýmsa möguleika. Ákveðið að fresta ferðinni til næsta vors.


3) Styrkur LSE til FsS. Samþykkt var á síðasta stjórnarfundi LSE að veita styrki til aðildarfélaganna. FsS mun fá 552 þús kr í styrk. Hann verður notaður til að efla allt starf félagsins.


4) Fundir í byrjun október. Formanni falið að gera 1. drög að dagskrá fundanna og auglýsinga vegna þeirra.


5) Leshópar. Þá þarf að kynna vel á fundunum og í auglýsingu til allra skógarbænda. Opnað verður fyrir skráningu í leshópana, á fundunum.


6) Skóg-BÍ.

Fyrsti fundur í Skógardeild BÍ var haldinn í síðustu viku, einnig var stjórnarfundur í LSE haldinn en þeim fundi var síðan frestað.

Einungis 52 skógarbændur hafa skráð sig í BÍ, og komu fram áhyggjur af því hvað verður ef mjög fáir munu skrá sig. AG spyr hvað muni gerast ef þetta virkar ekki. BBJ telur að þá komi til greina að endurreisa LSE.

BBJ: LSE á í raun að vera til áfram, og þá sem nokkurskonar „skúffufélag“, en spurning hvort ekki þurfi þá ný lög fyrir félagið. Það þarf að vera til stjórn og halda ársfundi til að halda utan um þá peninga og eignir sem eru til. Því miður er ekki kominn neinn kraftur í að byggja upp innra starfið hjá Skógardeild BÍ og lítið farið að gera í félagskerfinu. Einnig velti BBJ fyrir sér hvort rétt sé að stjórn deildarinnar eigi að vera 3ja manna eða 5-6 manna. Enn séu margir lausir endar sem ekki er farið að ræða. SJS spyr um heimasíðuna og BBJ segir að það sé verið að vinna í því að halda henni opinni.


7) Önnur mál.

Engin önnur mál.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 10:30


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir9. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 5.8.2021 kl 20


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Sólveig Pálsdóttir. Agnes Geirdal og Ísólfur Gylfi Pálmason boðuðu forföll.


Björn setti fundinn


Einungis eitt mál á dagskrá, rætt um hvort fresta eigi fyrirhuguðum Skógardegi/skógarferð 9. ágúst nk.


Allir voru sammála um að fresta Skógardeginum. Ekki sé forsvaranlegt í ljósi ástandsins vegna Covid að fara í ferð með 60 manns í rútu. Þó svo öllum smitvörnum hefði verið við komið og farið í tveimur rútum.


Ferðinni er frestað til fimmtudagsins 9. september með fyrirvara um hvort lykilfólk komist þann dag.

Tilkynning mun verða send út með góðum fyrirvara.Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 20:15


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir8. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

“Teams” fjarfundur 26.7.2021 kl 9.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Rafn A Sigurðsson og Agnes Geirdal. Ísólfur Gylfi Pálmason boðaði forföll.


Björn setti fundinn

1) Undirbúningur fyrir Skógardaginn 9. ágúst. Rætt um ýmis praktísk atriði sem þarf að huga að varðandi undirbúning. Nú þegar hafa 44 skráð sig í ferðina, þar af um 25 skógarbændur. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu, þurfum við að passa vel upp á grímuskyldu og að hafa sprittbrúsa. Einnig þarf að vera rúmt í rútunum.

Samþykkt að athuga með kaup á hátalara og míkrafón, sem er hentugra en gjallarhorn, en eitthvað slíkt er nauðsynlegt og væri oft gott að félagið myndi eiga sjálft.


2) Önnur mál. Búið er að ganga frá pöntunum á fundaraðstöðu fyrir fræðslufundi sem stjórn ætlar að halda í byrjun október. Þeir verða:

4. okt á Götum í Mýrdal kl 5

4. okt á Hótel Klaustri kl 8

5. okt í Goðalandi Fljótshlíð kl 5

5. okt á Hótel Selfossi kl 8

Þessa daga verður m.a. kynning á leshópunum og skráning hefst í þá.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 9:45


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


7. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS,

haldinn á Selfossi 25. júní 2021 kl 10:10


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Rafn A. Sigurðsson. Sólveig Pálsdóttir var þátttakandi rafrænt, á fundinum.

Björn setti fundinn.

1) Jónsmessuganga. Gangan er fyrirhuguð 27. júni nk, og verður að Bugum í Ölfusi, í landi Aðalsteins Sigurgeirssonar. Rætt um útfærslu og praktísk mál varðandi veitingar.


2) Skógardagur 9. ágúst. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Sigríður Júlía sviðsstjóri skógarþjónustu munu heimsækja FsS í ágúst og hefur stjórn skipulagt ferð með þeim um uppsveitir Árnessýslu. Ýmsum gestum sem tengjast skógrækt og skógarþjónustu, fulltrúum stjórnmálaflokkanna og ekki síst hinum almenna félagsmanni í FsS er boðið í ferðina. Rætt um undirbúning og útfærslu á skógardeginum.


3) Skógardeild BÍ. Nokkur óvissa er með hvernig skógarbændur muni ganga inn í Bændasamtökin. Formanni falið að óska eftir fundi með fráfarandi stjórn LSE eða nýrri stjórn Búgreinadeildar BÍ.


4) Félagsfundir í haust. Þá er loks að styttast í fundarferð stjórnar sem hefur dregist út af covid. Stefnt er að fundarferð fyrstu vikuna í október.

Fundir verða 4. október á Klaustri og í Vík, en 5. október á Hvolsvelli og Selfossi.


5) Leshópar, skipulag o fl. Skógræktendum sem eru í Félagi skógareigenda á Suðurlandi, verður boðin þátttaka í leshópum í haust. Í boði er eftirfarandi þema fyrir leshópana;

1. áhugasamir um skjólbeltarækt

2. þeir sem eru í nytjaskógrækt og með samning við Skógræktina

3. þeir aðrir félagsmenn FsS sem eru með skógrækt


6) FsS – hlutverk, starfið, áherslur mm. Rætt um þessa þætti. Nú er félagsstarf skógareigenda á tímamótum og því þarf að skerpa á starfinu. Á hvað skal leggja áherslur, hvernig getum við komið hinum faglega þætti skógræktar betur inn í starf okkar t.d. hvað varðar gæðamál og afurðamál.


7) Ársreikningur FsS 2020. Reikningurinn er tilbúinn og verður sendur út í næstu viku. Í kjölfarið verða félagsgjöld 2021 send út.


8) Nýjir félagar. Formanni falið að kanna með hvaða hætti nýjum skógarbændum verði boðin félagsaðild að FsS.


9) Önnur mál. Rætt um heimasíðu LSE og þar með heimasíðu okkar félags FsS.

Stefnt er að næsta stjórnarfundi í lok júlí.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 11:40

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


6. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 3.6.2021 kl 17.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Agnes Geirdal.


Björn setti fundinn.

1) Reikningar félagsins 2021. Hrönn fór yfir reikninga félagsins sem nú eru tilbúnir til endurskoðunar. Hún baðst á ný afsökunar á þeim mistökum og misskilningi sem olli því að þeir voru ekki tilbúnir á réttum tíma og fór yfir ástæður þess. Stjórn mun skrifa undir reikninga eftir helgi.


2) Jónsmessuganga/göngur. Stjórn er sammála um að stefna að 1 góðri Jónsmessugöngu í stað þess að halda nokkrar smærri eins og stefnt hefur verið að vegna covid samkomutakmarkanna. Rætt um nokkra mögulega staði og líklegt að gangan verði sunnudaginn 27. júní.


3) Aðalfundur LSE. Björn, Sigríður og Agnes fóru á fundinn og sögðu frá honum. Þar var samþykkt að ganga í Bændasamtökin, og það mun leiða til gjörbreytts hlutverks LSE. Stjórn samþykkir að félagsgjöld fyrir 2021 verði lækkuð um 6500 kr frá því sem hefði átt að vera vegna þessara breytinga.


4) Skógardagur í ágúst. Skógræktarstjóri og sviðsstjóri skógarþjónustu, hafa óskað eftir að fá að koma í heimsókn til okkar í ágúst. Björn leggur til að gera mikið úr deginum. Fara í ferð um uppsveitir Árnessýslu og bjóða félagsmönnum og ýmsum gestum sem tengjast starfi skógarbænda. Það var samþykkt og stefnt að fimmtudeginum 5. ágúst.


5) Önnur mál. A) Landsáætlun í skógrækt var lítillega rædd, Björn hefur kynnst sér hana og sagði sína skoðun, honum líst mjög vel á hana.

B) Agnes talaði um þörf á umræðu um framtíð FsS. Rætt um að halda 1 fund þar sem eingöngu yrði rætt um það.

C) Lítillega rætt um fyrirhugaða fundarferð í haust og á hvaða stöðum ætti að halda fundi.

D) Stefnt er að næsta stjórnarfundi í júní, en að enginn fundur verði í júlí.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 18


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


5. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 30.4.2021 kl 9 árdegis.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason.

Björn setti fundinn.


1) Farið yfir aðalfundinn og stjórn skiptir með sér verkum.

Nokkur vandkvæði virtust vera í upphafi aðalfundar. Ljóst var að ekki væri hægt að bera fram reikninga, vegna mistaka við uppsetningu þeirra og baðst Hrönn innilegrar afsökunar á því, en hún er að vinna í reikningunum, en það dregst örlítið vegna veikinda endurskoðanda sem er til aðstoðar. Þeir verða sendir út um leið og hægt verður. Hreinn sá um að boða teamsfund fyrir aðalfund en fundarboðið var ekki virkt í tölvum fólks. Hann sendi nýtt fundarboð á síðustu stundu og vonandi að sem flestir hafi þar með komist inn á fundinn. Fundarritari skráði nöfn þeirra sem mættu og hefur vonandi náð öllum nöfnum réttum.

Ísólfur Gylfi leggur áherslu á að koma þurfi reikningum sem fyrst réttum frá okkur í stjórn. Ákveðið að sama verkaskipting verði í stjórn og hefur verið sl ár. Hrönn er gjaldkeri, Sigríður ritari og Ísólfur Gylfi og Sólveig meðstjórnendur.


2) Starfið framundan. Rætt um hvort eigi að halda eina Jónsmessugöngu eins og venjulega eða halda sig við nokkrar litlar. Þetta er aðeins óljóst vegna sóttvarnareglna, en ákvörðun um þetta verður tekin um miðjan maí. Rætt um að við þurfum að sinna öllum félagsmönnum, líka þeim sem eru lengst í austri, þeir hafa margir ekki tekið mikinn þátt í starfinu, etv vegna fjarlægðar. Stjórn vonast til að hægt verði að fara í fundarferðir í lok ágúst eða byrjun sept. Einnig er stefnt að því að þá verði hægt að kynna og undirbúa leshópana.


3) Landsáætlun í skógrækt. Skógræktin er með nýja landsáætlun og þarf stjórnin öll að lesa hana og kynna sér.


4) Aðalfundur LSE. Nú er stefnt að aðalfundi LSE 15. maí nk. Enn er óljóst hvernig form verður á fundinum, en líklegast þykir að einungis nokkrir fulltrúar megi koma frá hverju félagi, gætu orðið 8 manns frá okkur. Aðal mál fundarins mun verða atkvæðagreiðsla um inngöngu í Bændasamtökin. Sólveigu finnst fráleitt að fáir fulltrúar fái að kjósa um þetta mikilvæga mál, og er ósátt við að þetta sé gert á þessum tíma. Ísólfur Gylfi telur að við höfum ekki aðra möguleika en inngöngu í BÍ. Björn segir að FsS sé eina skógarbændafélagið sem hafi gert athugasemdir og spurt spurninga um fyrirhugaða inngöngu í BÍ. Strax eftir helgi munu koma nánari upplýsingar um aðalfundinn.


5) Önnur mál. Hrönn spyr um Kolefnisbrúna. Björn svarar, þar eiga LSE og BÍ sitt hvor 50%, og það jákvæða er að LSE muni áfram verða eigendur að henni. Ekki verði hægt að taka það af skógarbændum, þeir eiga hana áfram hvort sem þeir ganga í Bændasamtökin eða ekki. Það verður kannski eina hlutverk LSE, etv auk félagslega þáttarins í samtökum skógareigenda.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 10


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


4. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 30.3.2021 kl. 15


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Rafn A. Sigurðsson. Ísólfur Gylfi var fjarverandi.


Björn setti fundinn.

Aðal efni fundarins er að undirbúa aðalfund félagsins, sem fyrirhugaður er laugardaginn 17. apríl kl 10.

Upphaflega stóð til að fundurinn yrði með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó yrði hann einnig sendur út á Teams fyrir þá sem ekki treysta sér til að mæta. En í ljósi nýjustu fjöldatakmarkana, er líklegra að hann verði eingöngu á Teams, nema breyting verði aftur á sóttvarnareglum og fjöldinn megi fara upp í 50 manns.


Stjórn fór yfir fyrirhugaða dagskrá aðalfundarins.

Ísólfur Gylfi og Sólveig eiga að ganga úr stjórn. Gefa þau bæði kost á sér áfram.

Björn sagði frá og skýrði eftirfarandi:

1) Bændasamtökin ákváðu á Búnaðarþingi nýlega að breyta samtökunum, og ljóst að skógræktardeild verður stofnuð innan þeirra, óháð því hvað við viljum eða segjum. Þetta mun verða betur kynnt á aðalfundi FsS og síðan á aðalfundi LSE, sem er fyrirhugaður 24. apríl nk., þar sem kosið verður um tillöguna.

Því er ljóst að ef þetta verður fellt á aðalfundi LSE þá verður samt til skógardeild. Og ef þetta verður samþykkt, verður LSE lagt niður 2022. Hætta er á að talsverður hluti skógareigenda verði ekki í landssamtökunum, á hvorn veginn sem þetta fer.


Umræður um málið, en fram kom hjá Sólveigu að hún sé ekki sátt við inngöngu í Bændasamtökin.


2) Björn hefur fundað með Skógræktinni, Skógræktarfélagi Árnesinga, Límtré og Eflu þar sem rætt hefur verið um vinnu í afurða- og markaðsmálum sem snúa m.a. að þurrkun á timbri á Suðurlandi. Hugmyndin er að sækja um styrk til Evrópusambandsins á næsta ári til þessarar vinnu.


Rætt áfram um fyrirhugaðan aðalfund FsS.

Stjórn ákvað að leggja til óbreytt árgjald fyrir næsta ár.

Rætt um starfsáætlun FsS fyrir næsta ár, sem verður lögð fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar FsS fylgir með þessari fundargerð.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 16:10.


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


Aðalfundur FsS DRÖG AÐ FUNDARBOÐUN:


Félags skógareigenda á Suðurlandi heldur aðalfund sinn á netinu (teamsfundur) laugardaginn 17. apríl n.k. klukkan 10:00.

Fundarstjóri verður Hreinn Óskarsson og mun hann senda fundarboð á Teams nokkrum dögum fyrir fundinn.

Dagskrá:

1. Fundarsetning.

2. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins

3. Kosningar.

- Tveir fulltrúar í stjórn félagsins. Ísólfur Gylfi Pálmason og Sólveig Pálsdóttir eiga að ganga úr stjórn, en þau gefa bæði kost á sér áfram. Aðrir sem vilja gefa kost á sér í stjórn láti formann FsS vita fyrir aðalfund 17. apríl nk. , bjorn@bjarndal.is.

- 3 varafulltrúar í stjórn

- Skoðunarmenn reikninga

- Tilnefning fulltrúa í stjórn LSE

4. Árgjald félagsins

5. Hugsanleg innganga í Bændasamtók Íslands. (Hlynur Gauti Sigurðsson)

Umræður

6. Kynning á skýrslu Skógarfangs- Horft fram á við (Björn B. Jónsson)

7. Kynning á Kolefnisbrúnni (Hlynur Gauti Sigurðsson)

8. Stafsáætlun FsS fyrir starfsárið 2021 til 2022

9. Umræður og önnur mál

10. Fundarslit


3. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 19.3.2021 kl 17


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Rafn A. Sigurðsson. Ísólfur Gylfi Pálmason kom síðar inn á fundinn.

Björn setti fundinn.


1) Aðalfundur FsS. Rætt um aðalfund Félags skógareigenda á Suðurlandi. Stefnt á að hann verði laugard, 17. Apríl, en eftir er að ákveða staðsetningu. Reynt verður að streyma frá fundinum. Hugsanlega koma formaður eða framkvæmdastjóri LSE og segja frá fyrirhugaðri inngöngu í Bændsamtökin.


2) Málefni Garðyrkjuskólans. Að öllum líkindum mun Garðyrkjuskólinn að Reykjum, fara undir stjórn FSu á næstunni. Margt er þó enn óljóst og staðan er erfið. Skólinn að Reykjum hefur haldið utan um grunnnám í skógrækt og því skiptir þetta máli fyrir skógarbændur. Sigurður Sigursveinsson vinnur að þessum tilflutningi.


3) Innganga í BÍ. Nú er að verða nokkuð ljóst hvernig fyrirkomulagið verður. Stjórn mun fá kynningarefni þar um á næsta stjórnarfundi, eða fyrr. Í nýjum bændasamtökum verður sérstök skógardeild. Formaður segir að einu áhyggjurnar séu, hvað verði um þá skógarbændur sem ekki munu ganga í BÍ. Rafn spyr hvort rætt hafi verið um hvort félögin geti gengið inn í samtökin sem slík, í stað einstaklinga. Það hefur verið rætt en því var alfarið hafnað.


4) Aðalfundur LSE. Líklega verður aðalfundur LSE haldinn á Hótel Hamri við Borgarnes, síðla í apríl. Þar mun fara fram atkvæðagreiðsla um inngöngu skógarbænda í BÍ.


5) Starfið framundan. Rætt um hvernig stjórn ætlar að koma starfi félagsins af stað á ný, en vegna covid hefur allt almennt félagsstarf legið niðri í heilt ár. Tímabært er t.d. orðið að koma leshópum af stað, e.t.v. í ágúst. Rætt um hvernig Jónsmessugangan gæti orðið. Etv. verða nokkrar göngur t.d. 2-4 í stað einnar, vegna fjöldatakmarkana.


6) Önnur mál. Reyna á að fá einhvern af nýjum eigendum Kvista til að segja frá starfseminni þar og stöðu mála.


Næsti stjórnarfundur er ákveðinn fimmtudaginn 25. mars kl 16:30 á Selfossi.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 17:45


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


2. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 4.2.2021 kl 10:00.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason. Auk þess gestur fundarins, Jóhann Gísli Jóhannsson.Björn setti fundinn og bauð gest okkar Jóhann Gísla Jóhannsson formann LSE sérstaklega velkominn.


Aðal efni fundarins er að ræða um hugsanlega inngöngu skógareigenda, LSE í Bændasamtök Íslands. Jóhann Gísli (JG) fræddi stjórn um stöðuna, ferlið sem búið er og það sem framundan er.


Stjórn FsS bað (á stjórnarfundi 3.12.2020) LSE um að fengið yrði mat sérfræðings til að greina kosti og galla sameiningar. LSE varð við þeirri beiðni stjórnar og er SWOT skýrsla nú komin út og stjórnarmenn hafa skoðað hana. Því var gott að fá JG á fundinn til að spyrja hann nánar um ýmis atriði.


Hætta er á að við förum klofin inn í BÍ, ef ekki næst samstaða meðal skógarbænda, Það verður sérstök skógardeild í Bændasamtökunum, og Landssamtök skógareigenda í þeirri mynd sem það er í dag, mun leggjast niður.


JG. Það hafa verið miklar viðræður sl mánuði, og hlutirnir hafa tekið breytingum, en nú virðist ýmislegt vera að skýrast. T.d. hvað það þýði að vera deild inni í kerfinu. Við komum til með að hafa vald yfir okkar hlutum eins og verið hefur og munum að mörgu leyti halda áfram að starfa svipað og í dag.


BÍ hefur samþykkt að árgjald skógareigenda verði 15 þús fyrstu 3 árin, en mun síðan hugsanlega hækka í samræmi við gjöld annarra félagsmanna. BÍ mun leggja til að fulltrúar okkar í stjórn skógardeildar BÍ dreifist um landið, einn landshluti getur ekki orðið alls ráðandi.


Búnaðarþing verður líklega 22. mars og eftir það þurfa félög skógareigenda og LSE að kynna málið fyrir sínu fólki.


Spurningar og umræða: Hvað gerist ef Búnaðarþing samþykkir ekki inngöngu okkar? Hvernig skynjið þið anda skógarbænda í þessu máli? Margir eru hræddir um að hin almenni skógarbóndi vilji ekki ganga í Bændasamtökin, því árgjaldið verði of hátt, sérstaklega fyrir þá sem eru með litlar eða engar tekjur af skóginum.


JG. Ef Búnaðarþing samþykkir ekki inngönguna, þá þyrfti að semja um fjármagnið af rammasamningnum. En okkur finnst vera frekar mikil jákvæðni fyrir þessu. Í sambandi við litlu skógarbændurna vona ég að það verði þannig að það verði einhver gulrót að lokum þannig að fólk vilji vera þarna inni, sjái sér hag í því.


Sp. og umr: Endurtekið í umræðunni, að stjórnarmenn eru hræddir um að einhverjir vilji ekki vera þarna inni, og jafnvel að helmingur eða fleiri skógareigendur verði ekki með. Þá verði skógarbændur mjög klofnir. Mikilvægt sé einmitt að ná samstöðu. Og enn mikilvægara verður nú að fara í fundarherferð út til félaganna, eins og staðið hefur til. Það hefur dregist út af Covid, en vonandi getur orðið af því þegar fer að vora.


Við þurfum að vera áberandi á Búnaðarþingi, því ef skógareigendur taka fullan þátt og stór hluti skráir sig í BÍ, þá verðum við áberandi og fjölmenn þar. Mikið tækifæri í skógrækt er í kolefnismálum, og yrði það styrkur skógareigenda innan BÍ.


JG. Við munum halda því fjármagni sem við höfum, ein breytingin er að framkvæmdastjórinn, Hlynur Gauti mun færast frá að starfa fyrir LSE og yfir í Bændasamtökin. Þar munu framkvæmdastjórar stundum vinna þvert á búgreinar.

Sp og umr: Líklega mun þessi breyting verða tækifæri fyrir skógareigendafélögin. Við þurfum þá að endurskoða starfsemina og laga hana að breyttu umhverfi. Eitt af því sem kom fram er að við þurfum að rífa upp gleðina í starfinu og samskiptum okkar. Eitt og annað hefur breyst við sameiningu Landshlutaverkefnanna og Skógræktarinnar, þar á meðal félagsstarfið. Og óhjákvæmilega verða áfram breytingar ef af inngöngu í BÍ verður. Við þurfum að leggja á það áherslu að njóta þess betur að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman, bæði að halda fræðslufundi og skemmtanir.

- Næsta mánudag verður stjórnarfundur LSE. Þar verður áframhald á vinnu við samninga við BÍ. Samþykkt í stjórn að Björn B Jónsson, okkar fulltrúi haldi áfram þessari vinnu.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 11:20. Þökkuðum gesti okkar, Jóhanni Gísla fyrir komuna.


Sigríður J. Sigurfinnsdóttir


1. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 8.1.2021 kl 10:00.


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Agnes Geirdal.

Björn setti fundinn.


1. Ný Bændasamtök.

Rætt um hugsanlega inngöngu LSE í Bændasamtökin. Stjórn þykir vanta samantekt á kostum og göllum sameiningarinnar, en sú vinna er farin af stað hjá LSE. Eftirfarandi bókun var samþykkt og formanni FsS falið að fylgja þessu eftir:

„Áskorun á stjórn Landssamtaka skógareigenda.

Stjórn Félags skógareigenda á Suðurlandi skorar á stjórn Landssamtaka skógareigenda að fresta öllum viðræðum við Bændasamtök Íslands um inngöngu LSE í bændasamtökin og niðurlagningu Landssamtaka skógareigenda í þeirri mynd sem þau eru rekin í dag. Viðræður verði upp teknar þegar samkomubanni verður aflétt vegna Covid 19.

Greinagerð.

Með öllu er útilokað í dag, vegna Covid 19, að funda með skógareigendum þar sem kynntar eru hugmyndir um inngöngu LSE í bændasamtökin og kannaður áhugi félagsmanna á breyttu félagskerfi skógarbænda á Íslandi. Mikilvægt er að í samræðum skógareigenda geti komið fram hver vilji félagsmanna er til inngöngu í BÍ.”


2. Klasi um úrvinnslu.

Nú er komin út skýrslan “Horft fram á við í afurða og markaðsmálum skóga”,

en hvað með framhaldið? Formaður kynnti hugmynd að stofnun klasa um nýtingu skógarafurða. Óformlegar viðræður nokkurra aðila hafa farið fram um slíkan klasa.


3. Garðyrkjustöðin Kvistar hefur verið seld. Kaupendur sem er hópur nokkurra aðila mun taka við stöðinni 1. mars nk.


4. Kolefnisbrúin.

Bændasamtökin vilja koma að stofnun hlutafélags um Kolefnisbrú.5. Samráðsfundir LSE.

Næsti samráðsfundur Skógræktarinnar hefur verið boðaður 14. jan. nk. Varaformaður FsS er boðaður á hann sem fulltrúi FsS, en formaður er eins og kom fram á síðasta stjórnarfundi í raun fulltrúi LSE.


6. Önnur mál.

a) Hrönn ræddi um félagsgjöldin, og hvernig eigi að haga greiðslum til LSE. Einhver mistök urðu þegar hún sendi út rukkun um félagsgjöld, þannig að hjón fengu bæði rukkun í sumum tilvikum. Það verður leiðrétt.

b) Áframhald varð á umræðum um Bændasamtökin og aðild að þeim.

· Lístu margir yfir áhyggjum af því hvað verði um skógarbændur og samtök þeirra.

· Hvernig á að leggja LSE niður? Lög LSE eru ekki skýr hvað það varðar. Það er mikið mál að leggja niður félag.

· Hefur verið tekið saman hve margir myndu hugsanlega ganga í BÍ? Fundarmenn telja að það vanti mikið upp á að allir skógarbændur geri það, einungis hluti þeirra.

· Rætt um hvort væri rétt að senda þessar hugmyndir til almennra félagsmanna til kynningar, en stjórn vantar sjálfa skýrari skilgreiningar á kostum og göllum, og óskar eftir þeim frá óháðum aðila. Þá væri hægt að kynna þetta fyrir félagsmönnum. Stjórn óskar eftir að fá formann LSE, Jóhann Gísla á fund til að fara yfir þessi mál.Næsti fundur er áætlaður 4. febrúar kl 10.


Fleira ekki rætt, fundi slitið

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir
 


4. Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 3.12.2020 kl 10:00.

Mætt voru

Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason.

Björn setti fundinn.


1. Jólatrjáasala. Skógarbændur hafa verið að selja jólatré úr skógum, og þá helst furur. Stjórn óskar eftir skýrari leiðbeiningum hjá Skógræktinni um það hvort og hve mikið skógarbændur mega selja. Vísað til samráðsfundar með Skógræktinni.


2. Ný bændasamtök. Stjórn fór yfir nýjar tillögur Bændasamtakanna um sameiningu búgreinafélaganna og að LSE verði deild innan BÍ. Stjórn FsS þykir margt óljóst og þörf á að skoða málið miklu betur. T.a.m. hvað þýðir þetta peningalega fyrir venjulegan skógarbónda, hvernig yrði deildin skipuð og sömuleiðis var rættum hvað verður um skjólbeltabændur í nýju fyrirkomulagi? Eins var rætt um þá hættu að ákvarðanataka um málefni skógarbænda á eftir að fjarlægjast og ekki fyrirséð hvort skógarbændur geti komið að lokaákvörðun um einstök mikilvæg mál eins og verið hefur.


Eftirfarandi er bókað: “Stjórn telur mjög óljóst hvaða hag LSE hafi af því að ganga í Bændasamtökin og telur þörf á að fá sérfræðing til að meta kosti og galla þess. Sérfræðimat þyrfti að vinna hratt og vera lokið 20. janúar 2021.”


3. Breyttar uppgjörsreglur hjá skógarbændum. Skógræktin er að undirbúa nýjar uppgjörsreglur fyrir skógarbændur sem taka mið af Stafrænu Íslandi. Nýjar uppgjörsreglur taka gildi 1. janúar 2022, en kynning fer fram á næsta ári.


4. Samtal FsS við Skógræktarfélag Árnesinga. Formaður Skógræktarfélags Árnesinga og Björn B Jónsson formaður FsS hafa rætt um aukið samstarf í markaðs og afurðamálum, sem er sameiginlegt hagsmunamál beggja aðila.


5) Afmæli Skógræktarfélags Íslands. Í tilefni af 90 ára afmæli félagsins sendi stjórn FsS, Skógræktarfélaginu styrktarlínu í Skógræktarritið.


6) Fésbókarsíða FsS er orðin til og nú þurfa allir að vera duglegir að nota hana.


7) Ný skýrsla um afurða- og markaðsmál. Út er komin skýrslan “Horft fram á við í afurða- og markaðsmálum skóga” sem teymishópurinn Skógarfang hefur unnið að sl. 3 ár á vegum LSE og Skógræktarinnar. Hún mun verða aðgengileg á skogarbondi.is. Einnig er komið út rit um “Gæðafjalir, viðskiptaflokkun á timbri” sem er að finna á www.treprox.eu og hægt að hlaða bókinni niður endurgjaldslaust.


8) Kolefnisbrúin. Mikill áhugi er á verkefninu og margir skógarbændur eða tilvonandi skógarbændur á Suðurlandi hafa sótt um þátttöku í tilraunaverkefni Kolefnisbrúarinnar.


9) Greiðsla vegna aksturs stjórnarmanna. Lagt til að þeir stjórnarmenn sem þurfa að keyra langar leiðir á fundi fái greiðslu fyrir akstur. Stjórn samþykkir að félagið borgi 50 kr /km umfram 30 km vegalengd að heiman og á fundarstað.


10) Samráðsfundir LSE. Stjórn leggur til að varaformaður FsS sitji samráðsfundi yfirstjórnar Skógræktarinnar, stjórnar LSE og formanna aðildarfélaganna, þar sem það fer saman að formaður FsS er einnig í stjórn LSE.


11) Önnur mál.

A) Farið yfir stöðuna á félagatali og störf gjaldkera nú í lok árs.

B) Samþykkt að senda jólakveðju til félagsmanna á Rúv, einnig í pósti og á fésbók.

C) Fundarferð verður vonandi í vor, auka þarf tengingu við félagsmenn.

Stefnt að næsta stjórnarfundi 7. janúar.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 11:20

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir3. Stjórnarfundur ​​

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, “Teams” fjarfundur 1.10.2020 kl 9 árdegis


Mætt voru Björn B. Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Agnes Geirdal og Rafn A. Sigurðsson


1. Frestun aðalfundar LSE

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er nokkuð óljóst hvenær aðalfundur LSE verður haldinn og hafa nokkrar tillögur komið fram. Stjórn LSE stefnir að því að halda hann í nóvember. Önnur hugmynd er að eingöngu örfáir fulltrúar komi frá hverju aðildarfélagi til að afgreiða aðalfundarstörf sem nauðsynleg eru. Í gær kom síðan tillaga frá Félagi skógareigenda á Austurlandi um að fresta honum um 1 ár og halda 2 fundi að ári. Stjórn mun velta fyrir sér hugmyndum að tillögum fyrir fundinn á næstunni, eða þegar að fundinum kemur.


2. Kolefnisbrúin

Rætt um þetta nýja verkefni sem er komið á fljúgandi siglingu. Mikið er búið að vinna í því og góð viðbrögð hjá landeigendum. Fyrirtækið kemur til með að sjá um kaup og sölu, og jafnframt að fá skóga vottaða hjá þar til bærum vottunaraðilum. E.t.v. munu þeir skógarbændur sem þegar eru með samning geta selt kolefnisbindingu, þannig að þetta verkefni er mjög áhugavert fyrir skógareigendur.


3. Fundir FsS í október

Fræðslu og kynningarfundir sem stjórn ætlaði sér að vera með á Suðurlandi í október verður frestað um tíma vegna covid. Stjórn mun taka stöðuna þegar fer að vora og reyna að halda fundi þá ef ástandið verður betra í þjóðfélaginu.


4. Heimsókn til Aðalsteins Sigurgeirssonar út í Ölfus

Stjórn stefnir áfram á að heimsækja Aðalstein á næstunni, en mun gæta fyllstu varúðar vegna aðstæðna.


5. Fjármál og félagatal

Loksins er prókúra Hrannar komin í gegn og hún getur farið að sinna verkefnum gjaldkera. Netfangalisti félaga er orðinn nokkuð réttur.


6. Fréttir af LSE

Björn upplýsti stjórn um ýmis mál. Skógræktin er heldur að draga úr greiðslum vegna ýmissa þátta sem þó eiga að vera inni, eins og t.d. fyrir áburðargjöf á eldri gróðursetningar. Annað mál er viðhald á girðingum og er lögfræðingur að athuga það mál fyrir skógarbændur.Verkefni sem ekki hefur fengist fjármagn í en hefur verið rætt, er að opna vefsvæði eða heimasvæði þar sem hver skógarbóndi getur haft aðgang að öllum upplýsingum um sína jörð, trjátegundir í reitum o.s.frv. Alltaf er verið að ræða taxta og girðingamál. Það er stefnt að því að halda stóra ráðstefnu um girðingamál.


7. Fésbókarsíða FsS

Agnes Geirdal er búin að opna fésbókarsíðu fyrir félagið og var rætt um hana. Ákveðið að hún verði eingöngu fyrir félagsmenn FsS.


8. Önnur mál

Næsti stjórnarfundur verður haldinn 5. nóvember.


Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 10

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir2. Stjórnarfundur ​​

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS, haldinn á Selfossi, 17.08.2020 kl 10:15

Mætt voru Björn B. Jónsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Hrönn Guðmundsdóttir, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Rafn A. Sigurðsson

Björn setti fundinn og Sigríður las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt. Ákveðið að nefndarmenn hafi 2 daga til að gera athugasemdir við fundargerðir þegar þær hafa verið sendar út.

1. Skógargangan að Núpum í sumar Mikil ánægja var með skógargönguna, skógurinn að Núpum er fjölbreyttur og sérstaklega skemmtilegt að sjá hve mikið er af Hlyn. Stjórnin vill leggja það til við forsvarsmenn Skógræktarinnar að skógarbændum verði boðið upp á úrval ýmissa trjátegunda, t.d að þeir geti fengið 1 bakka á ári af ýmsum „sjaldgæfari“ tegundum. Allir voru sammála um að skógargöngur eigi áfram að vera eitt af verkefnum okkar og við þurfum að hafa hugann við það hvar næsta skógarganga ætti að verða, gott að ákveða það fljótlega eftir áramót.

2. Fjármál Hrönn er að vinna að því að virkja prókúruna.

3. Félagatal Björn var búinn að sjá af hverju voru mistök í skráningu netfanga og hefur leiðrétt þau að mestu. Stjórn skipti á milli sín að yfirfara félagatalið betur. Talsverð fækkun hefur verið í félaginu sl ár og gæti það stafað af því að ekki er lögð jafnmikil áhersla á skjólbelti og áður. Stjórn FsS telur að Skógræktin þyrfti að auka skjólbeltarækt aftur og koma henni í fyrra horf. Einnig ætlar stjórnin að skoða sérstaklega hvort ekki séu áhugasamir einstaklingar sem stunda annars konar skógrækt en nytjaskógrækt, sem hefðu áhuga á að ganga í félagið og að starfa með því. Ritari heldur utan um félagatalið og þarf að fá að vita um allar breytingar.

4. Starfið framundan a) Fundir Stefnt er að því að halda opna fundi í hverri sýslu fyrir skógarbændur og aðra áhugasama. Auglýstur verður „Umræðufundur um skógrækt – opinn öllum áhugasömum um skógrækt“. Reynt verður að halda þessa fundi eftir miðjan október. b) Heimasíðan Heimasíða FsS er vistuð hjá heimasíðu LSE. Þar setjum við inn fundargerðir, fréttir og af starfi okkar. Heimasíðan þarf að vera lifandi og við þurfum að koma henni á framfæri. c) Fésbók Stefnum að því að opna fésbókarsíðu FsS. d) Leshópar Björn lýsir yfir áhuga sínum á að FsS stofni leshópa. Hægt væri að kynna þá á fundunum í október. Hámark 12 manns yrðu í hverjum hóp og gott væri að hafa bókina „Kraftmeiri skógur“ til að styðjast við. Hópunum yrði væntanlega skipt þannig að áhugasamir um t.d. skjólbeltarækt yrðu saman í hóp, þeir sem væru í nytjaskógrækt saman og þeir sem væru með skógrækt í smærri stíl o.s.frv. Leshópar yrðu einungis fyrir félagsmenn í FsS.

5. Aðalfundur LSE Áætlað er að halda aðalfund LSE að Hamri við Borgarnes 2.-4. okt nk. Nokkur óvissa er með fundarhöld vegna Covid. Björn ætlar að leggja það til í stjórn LSE að eingöngu muni mæta ca 5 fulltrúar frá hverju félagi. Ákveðið að styrkja þá sem fara á fundinn á svipaðan hátt og verið hefur.

6. Elmia Wood Á 4ra ára fresti er stór tækjasýning í skógrækt, í suður Svíþjóð, Elmia Wood. Björn hefur tekið að sér, f.h. LSE að skipuleggja hópferð á næstu sýningu, sem verður 17.-19. maí 2021.

7. Úrvinnslumál - Kvistar Rætt um framtíð garðyrkjustöðvarinnar á Kvistum. Stjórn vonast til að þar verði áframhaldandi plöntuframleiðsla.

8. Jólamarkaður Rætt um möguleika á hvort félagið gæti hugsanlega haldið jólamarkað, þar sem skógarbændur gætu komið sínum afurðum í sölu, í stíl við jólamarkaðinn í Heiðmörk. Ekki er gert ráð fyrir að jólamarkaður verði á þessu ári, en félagsmenn þurfa að ræða þessa hugmynd.

9. Stjórnarfundir FsS Samþykkt að halda stjórnarfundi kl 9:00 árdegis fyrsta fimmtudag í mánuði, oftast gert ráð fyrir að funda á netfundum.

10. Önnur mál Björn var spurður um sitt álit á því hvernig Skógræktin virkaði, varðandi samskipti við skógarbændur, samanborið við Landshlutaverkefnin áður. Hann telur að sameiningin hafi ekki tekist eins vel að öllu leyti og hann vonaðist til, m.a. vegna þessa að boðleiðirnar eru oft of langar. Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 12. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir

1. Stjórnarfundur ​​nýrrar stjórnar

Stjórnarfundur nýrrar stjórnar FsS, haldinn á Selfossi 21. júní 2020 kl 17:30

Mætt voru Björn B. Jónsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Hrönn Guðmundsdóttir og Sólveig Pálsdóttir og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir var tengd við fundinn með síma.

Björn setti fundinn. 1. Skipting innan stjórnar. Stjórn skipti með sér verkum þannig að Hrönn er gjaldkeri, Sigríður er ritari og Ísólfur Gylfi og Sólveig meðstjórnendur. Þau síðast nefndu eru kosin til 1 árs, Hrönn 2ja ára og Sigríður til 3ja ára.

2. Tilkynning til skattstjóra um breytingu á stjórn. Ný stjórn og varastjórn, ásamt meirihluta fyrri stjórnar þarf að skrifa undir „Tilkynningu um breytingu á stjórn“ sem verður send skattstjóra. Hrönn tekur að sér að safna undirskriftum og koma þeim til skila.

3. Prókúra. Hrönn er nýr gjaldkeri og verður því prókúruhafi FsS.

4. Félagatal. Formanni og ritara falið að yfirfara félagatal.

5. Varastjórn. Samþykkt að varamenn fái alltaf fundarboð og hafi möguleika á að mæta á fundi, þó ekki sé ætlast til þess, nema þeir þurfi að mæta vegna forfalla einhvers. Einnig að þeir fái fundargerðir sendar.

6. Skógarganga á Núpum. Skógarganga verður að kvöldi þessa dags að Núpum í Ölfusi í boði skógarbænda þar, Guðmundar og Unnar. Gangan hefst kl 19:00, áætluð 1 og ½ tíma ganga, og síðan sér stjórn FsS um að grilla pylsur. Ísólfur Gylfi kemur með gítar og söngskrá er tilbúin.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 18:00. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir

 

1. Stjórnarfundur ​​2020

Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, haldinn 3.mars 2020 að Víðihvammi 10, Kópavogi, klukkan 16:00.

Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Hannes Lentz, Hrönn Guðmundsdóttir, Októ Einarsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Sigurður Karl Sigurkarlsson.

1. Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt samhljóða og án athugasemda.

2. Starfið framundan: Þann 6. mars mun FsS heimsækja verksmiðju Límtrés á Flúðum kl. 17:00. Þaðan verður haldið að Efra-Seli í Hrunamannahreppi, þar sem snæddur verður kvöldverður að loknum almennum félagsfundi Í boði FsS. Gengið var frá dagskrá fyrir félagsfundinn.

3. Viðhorfskönnun fyrir félagsmenn í FsS var kynnt. Októ og Bjarnheiður útbjuggu könnunina og fundurinn samþykkti að leggja hana fram á félagsfundinum á Efra-Seli og hafa í framhaldi umræður um fyrirhugaða könnun sem send verður til allra meðlima FsS.

4. Skv. landslögum þarf að skrá raunverulega eigendur FsS í Fyrirtækjaskrá. Gengið var frá eyðublöðum fyrir slíka skráningu og þau undirrituð af fundarmönnum.

5. Ákveðið var að halda aðalfund FsS að Reykjum 28. mars n.k. Leitað hefur verið til Ólafs Oddssonar um að halda fræðsluerindi í tengslum við aðalfundinn. Að loknum aðalfundarstörfum verður boðið upp á heimsókn í fyrirtækið Pure North Recycling, áður Fengur. Pure North Recycling hyggst endurnýta allt plast sem fellur til á landinu í framtíðinni.

6. Rætt var um kosningu nýrra félagsmanna til stjórnarsetu. Enginn af núverandi fulltrúum í aðalstjórn FsS gefur kost á sér til endurkjörs. Það þarf að kjósa formann til tveggja ára; tvo stjórnarmenn til eins árs; einn stjórnarmann til tveggja ára; og einn stjórnarmann til þriggja ára.

7. Jónsmessuferð félagsins í ár verður að Núpum í Ölfusi 21. júní. Mæting að Núpum er kl. 19:00.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 18:00.

Fundarritari Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir

 


bottom of page