top of page

Skógarganga FsS 25. júní 2023 – Uppsölum, Fljótshlíð

Skógarganga Félags skógareigenda á Suðurlandi, FsS 25. júní 2023 kl. 14 – Uppsölum, Fljótshlíð


Skógarganga Félags skógareigenda á Suðurlandi fór fram að Uppsölum í Fljótshlíð 25. júní 2023 í mikilli rigningu. Mæting var framar vonum miðað við veður, eða um 20 manns.


Gestgjafar voru hjónin Ísólfur Gylfi Pálmason og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir. Steinunn stýrði stuttri göngu um skógræktina að Uppsölum og lýsti því sem fyrir augu bar. Gangan var skemmtileg og fróðleg. Vöxtur skógarins er mikill og áhugavert að sjá ýmsar trjátegundir í góðum vexti, til dæmis ask, gullregn og súluösp.


Að göngu lokinni leitaði hópurinn skjóls í gamla fjósinu að Uppsölum, sem hefur verið gert upp á smekklegan hátt og mátti sjá mikið af skemmtilegum munum. Gestir gæddu sér á kaffi, safa og kleinum.


FsS þakkar kærlega fyrir góðar móttökur.



Skógarganga FsS 25.06.23
.pdf
Download PDF • 456KB

bottom of page