top of page

Stjórnarfundir FSN- 2017

Helga Sigurrós Bergsdóttir

Fundur 1

2017-01-26

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi. Haldinn í Gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri þann 26. janúar 2017 kl. 14:00 Mætt voru : Baldvin Haraldsson, Davíð Herbertsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Helga Sigurrós Bergsdóttir og Sigurlína Jóhannesdóttir. Einnig sat Valgerður Jónsdóttir fundinn. Dagskrá: 1. Undirbúningur fyrir aðalfund félagsins Stefna að því að reyna að halda aðalfundinn á sama tíma og kynningarfund Skógræktarinnar. Ákveðið að halda fundinn á Löngumýri í Skagafirði miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 15:00. Senda út fundarboð í Björkinni og í tölvupósti til þeirra sem við höfum netfang hjá. Umræður um fundarstjóra og ritara. 2. Félagsgjald Samþykkt var á síðasta aðalfundi LSE að hækka hlut landshlutafélaganna til LSE eða 5.000 kr á jörð og 1.500 kr á hvern félagsmann. Þetta þýðir að við verðum að hækka félagsgjöldin hjá okkur. Nokkrar umræður urðu, okkur finnst þetta nokkuð mikil hækkun. Ákveðið var samt að leggja fram tillögu fyrir aðalafund um að hafa gjaldið 7.000 kr á jörð, 2.000 kr á félagsmann og 4.000 kr á samrekstraraðila ( gr.6 í lögunum) 3. Kosningar Davíð hefur setið tvö kjörtímabil og hyggst hætta og Sigrún hefur setið eitt tímabil og gefur kost á sér áfram í stjórn. 4. Lög félagsins Farið yfir lög félagsins og ákveðið var að leggja fram tillögur að nokkrum breytingum á þeim á aðalfundinum. Fyrirhugaðar tillögur verðar sendar út með fundarboð aðalfundar. Það skal áréttað að samkvæmt lögunum skulu tillögur frá félagsmönnum, berast a.m.k. mánuði fyrir aðalfund og skulu þær sendar út með fundarboði. 5. Erindi frá Bjarmari Freyr Erlingssyni Bjartmar situr í starfshópi (Aðalfundur LSE) um endurskoðun á hlutverki LSE í nýju umhverfi eftir sameiningu landshlutaverkefnanna undir Skógræktina og óskar eftir okkar sýn á hlutverk LSE, áherslur og stefnu. Nokkrir punkar teknir saman sem Lína sendir honum. 6. Erindi frá LSE LSE hefur kynnt aðildarfélögunum, að til umræðu sé að breyta aðalfundarformi samtakanna þannig að á aðalfundi samtakanna verði einungis fulltrúar frá aðildarfélögunum með atkvæðisrétt, en áfram verði fundurinn öllum félagsmönnum opinn. Því er beint til aðildarfélaganna að þau ræði þessa tillögu á meðal sinna félagsmanna. Skiptar skoðanir eru á þessum málum innan stjórnar Félags skógarbænda á Norðurlandi. Samþykkt að taka málið til umræðu á næsta aðalfundi félagsins. 7. Önnur mál: Valgerður ætlar að reynast okkur sama hjálparhellan og undanfarin ár, að setja upp Björkina, með fundarboði og tillögum að breytingum á lögunum, og kunnum við henni bestu þakkir fyrir að ljá okkur tíma sinn. Fundi slitið kl. 17:30 Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari.

Helga Sigurrós Bergsdóttir

Fundur 2

2017-03-15 Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.

Haldinn á Löngumýri í Skagafirði 15. mars 2017 að loknum aðalfundi.

Mætt voru : Baldvin Haraldsson, Birgir Steingrímsson , Sigrún Þorsteinsdóttir, SigurlínaJóhannesdóttir, Helga Bergsdóttir var fjarverandi.

Dagskrá: Stjórn skiptir með sér verkum.Sigurlína Jóhannesdóttir formaður, Sigrún Þorsteinsdóttir varaformaður, Helga Bergsdóttirritari, Birgir Steingrímsson gjaldkeri og Baldvin Haraldsson meðstjórnandi.

Fleira ekki gert og fundi slitið.Sigrún Þorsteinsdóttir, fundarritari

bottom of page