top of page

Stjórnarfundir FSN- 2018

Sfjórnarfundur FSN

Fundur 1

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.

Haldinn í Gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri, 10. janúar 2018 kl.14:30

Mætt voru : Baldvin Haraldsson, Birgir Steingrímsson gjaldkeri, Sigrún Þorsteinsdóttir varaformaður, Sigurlína Jóhannesdóttir formaður, Helga Bergsdóttir ritari. Valgerður Jónsdóttir sat einnig fundinn að beiðni formanns.

Dagskrá: 1. Aðalfundur FSN Stjórnarmenn voru sammála um að halda fundinn 22. mars n.k. kl. 15:00 og að velja staðsetningu á eystri hluta félagssvæðisins. Sigurlína tekur að sér að finna fundarstað, og gekk hún í það strax á fundinum. (11. janúar var búið að staðfesta fundarhald við rekstraraðila Hótel Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd) Samþykkt að Helga verði ritari á fundinum en Lína finnur fundarstjóra. Ákveðið að bjóða nýráðnum framkvæmdastjóra LSE, Hlyn Gauta Sigurðssyni og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur sviðsstjóra skógaauðlindasviðs, til fundarins. Fræðsluerindi ca 20 mín. - Valgerður Jónsdóttir, verkefnisstjóri fjölgunarefnis. Athuga með að auglýsa fundinn í Sjónhorninu í Skagafirði, etv í útvarpi, og jafnvel hjá N4 á Akureyri, jafnframt með útgáfu á Björkinni, fésbók og á heimasíðu LSE.

2. Innheimta félagsgjalda Innheimta hefur gengið þokkalega,en eiga þó nokkrir eftir að greiða og óvíst er um nokkra aðila sem ekki hafa greitt lengi. Helga sendi Birgi nýtt skjal með upplýsingum um skil til LSE.

3. Aðalfundur og síðasti stjórnarfundur LSE Sigrún skýrði frá síðasta aðalfundi LSE sem haldinn var að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, einnig skýrði hún frá efni stjórnafundar LSE. Þar kom helst fram að aðildarfélög geta sótt um styrk til undirbúnings, vegna fyrirhugaðrar afurðastöðva. fjármundi þessir komi frá ríkinu. Fram kom að búið sé að veita einn styrk til slíkar verkefna. Stjórnin var sammála um að frekari upplýsinga væri þörf, t.d. vegna forms umsóknar, tímaramma, um styrkina og fjárhæðir hverju sinni, hvaða kröfur væru settar um styrkveitingu, framkvæmd og síðan eftirfylgni með fjármálum sem úthlutað væru. Sigrún aflar frekari upplýsinga um þetta.

4. Skógarganga 2018 Sigurlína athugar með staðsetningu á eystri hluta svæðisins, upp kom tillaga um dagsetningar 21. eða 28.júní

5. Aðalfundu LSE 2019 Félagið á að sjá um undirbúning aðalfundar LSE árið 2019, svo huga þarf að staðsetningu en síðasti fundur á félagssvæðinu var haldinn í Skagafirði, en stefnt er að því að halda fundinn í byrjun okóber.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30

 

Stjórnarfundur FSN

Fundur 2​​

Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi.

Stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Norðurlandi haldinn í Gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri kl.14:00 23.nóvember 2018.

Mætt voru: Sigurlína J. Jóhannesdóttir, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, Baldvin Haraldsson og Birgir Steingrímsson. Helga Bergsdóttir var fjarverandi. Einnig sat Valgerður Jónsdóttir fundinn.

Dagskrá: 1. Undirbúningur fyrir samráðsfund með Skógræktinni, LSE og formannafundi.

2. Undirbúningur fyrir aðalfund LSE 11.-13.oktober 2019 Rætt var um punkta/ dagskrárliði sem formaður hafði fengið sent frá framkvæmdarstjóra LSE fyrir væntanlegan fund. Niðurstöður tillagna sem voru samþykktar á síðasta aðalfundi LSE og sitthvað sem brennur á fólki í samskiptum við Skógræktina. Meðal annars ræddum við um hugsanlegan verkefnaflutning frá Skógræktinni til LSE en á aðalfundinum kom fram tilaga um að kanna það. Stjórn FSN telur að ekki sé tímabært að huga að þessu og fer formaður með þá niðurstöðu á fundina. Einnig var rætt um framkvæmdaleyfisskyldu í skógrækt og mismunandi afgreiðslur sveitafélaga, nauðsyn þess að samræma vinnureglur sé þess nokkur kostur en ljóst er að það verður erfitt verkefni. Á okkar svæði bætast alltaf við nýir skógarbændur og rætt var um hvernig best væri að ná til þeirra og fá þá í félagið okkar. Ákváðum að senda næstu Björkina til allra skógarbænda á svæðinu. Aðalfundur LSE á næsta ári. FSN sér um að halda aðalfundinn 2019 og verður hann haldinn 11.-13. október á Hótel Kjarnalundi í Kjarnaskógi við Akureyri. Sigurlína og Sigrún eru búnar að fara og skoða staðinn og lýst nokkuð vel á. Við ræddum ýmis atriði í undirbúningi fundarins munum fara í undirbúninginn eftir áramót.

bottom of page