top of page

Aðalfundur FSV 2022


Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi.

5. apríl 2022

Haldið í hótel Hamri í Borgarfirði.

Fundarstjóri: Guðmundur Sigurðsson.

Ritari: Sigurkarl Stefánsson.


KL 17:00 Bergþóra Setti fundinn og fól stjórnina í hendur Guðmundar.




1 ) Venjuleg aðalfundarstörf:

i) Skýrsla formanns, Bergþóra Jónsdóttir:

Gleðilegt að vera mætt hér saman. Þrátt fyrir faraldur tókst að halda ýmsum föstum liðum s.s. heimsóknum til nokkurra skógarbænda og tókum á móti gestum. Talsverð verkefni hjá stjórninni t.d. vegna inngöngu skógarbænda í BÍ. Aðalfundur LSE (Landsambands Skógarbænda) ákvað inngöngu í BÍ þannig að skógarbændur verði eins konar deild í BÍ ( SkógBÍ). Skógarbændur hafa þó ekki fjölmennt í BÍ t.d. einungis 27 félaga okkar gengu í BÍ fyrir áramót. Guðmundur Sigurðsson hefur tekið við sem fulltrúi okkar af Guðmundi Rúnari Vífilssyni.

Áhugi á skógrækt er mikil í samfélaginu en líka úrtöluraddir. Sjálfbærni og kolefnisbinding eru lykilorð. Á nýafstaðinni fagráðstefnu kom fram að skógarþekja nær nú 2% af landinu. Þar bar kolefnisbindingu í jarðvegi á góma, dróna notkun til skógmælinga o.fl.

Fastir liðir í dagatalinu eru t.d. Afmælishittingur 23.júní, sumarferð-síðla sumars og árshátíð LSE. Stefnt er að árshátíðinni á Vesturlandi í umsjón okkar í haust laugardaginn 22. Október í Reykholti.


ii) Reikningar, Laufey Hannesdóttir Gjaldkeri:

Gjöld heldur minni en í fyrra ( ekki lengur félagsgjöld til LSE ) þannig að hagnaður var um 600 þúsund. Eigur um 1.3 milljónir, félagið stendur vel þannig að allt hótelið í Reykholti var pantað.

Skoðunarmenn samþykktu reikningana:

Bergþóra benti á greiðslu frá LSE sem að hluta til okkar við kostnað að halda aðalfundinn ( sem var lítill fundur í skugga Covid, en vinnan talsverð) restin ætluð er til að gera góða hluti s.s. halda námskeið, vinna í kynningarmálum o.fl.

Reikningar samþykktir


iii) Kosningar til stjórnar: Núverandi stjórn og varastjórn gefa kost á sér aftur. Og var klappað fyrir fulltrúunum Bergþóra, Laufey, Sigurkarl,í aðalstjórn

Guðmundur Rúnar Vífilsson, Jakob Kristjánsson og Þröstur Theodórsson sem varamenn.

Skoðunarmenn Guðmundur Sigurðsson og Haraldur Magnússon voru líka endurkosnir


2) Gestir;

i) Reynir Kristinsson ; Skógarbóndi og stjórnarformaður Kolviðar. Kolviður er 15 ára, búinn að sanna ýmsa hluti en sitthvað þó sem þarf að skýra.

Fimm svæði, Reykholt, Skálholt, Úlfljótsvatn, Geitasandur og Húsavík. Hagaðilar t.d. Skógræktarfélag Íslands og kaupendur kolefnisbindingar, fræðingar, verktakar og vottunaraðilar. Hann lýsti tímalínunni þar sem m.a. er staðlað mat eftir 5 ár og 1. Mæling eftir 15 ár. Verið er að vinna í því að fá þetta ferli vottað. Ýmsar flækjur í kerfinu. Um 100 fyrirtæki eru að binda á vegum Kolviðar, um 170 hafa komið við sögu. Uppsöfnuð binding frá 2007-2021 um 150.000 tonn, í samræmi við kolefnisreikni skógræktarinnar.

Ýmis sölukerfi möguleg og milliliðir til í að ná í hluta af kökunni. En sum kerfi skoða litla landeigendur og hagkvæmni þeirra.

Reynir birti erlenda samanburðarlista : Carbon Credit Pricing By Type; Wind, Landfill, Tree Planting….

Við þurfum að vera í samræmi og samkeppni við aðra heimshluta. Kolviður er í um 3000 ISK/ Kolefniseiningu. Kolviður er ekki hagnaðardrifinn sjóður. Eins og er þá fá landeigendur bara einhverja upphæð í byrjun, síðan ekki söguna meir. Þó svo að með núverandi svæði eru landeigendur aðllega; ríkið, sveitarfélög og kirkjan sem hver um sig hefur ekki fengi svo til ekki neitt fyrir afnot svæðanna. Mesti kostnaðarhlutarnir eru plöntukaup , flutningur, áburður, flutningur+gróðursetningin, síðan kosta jarðvinnsla, mælingar, vottanir( sem þurfa að vera alþjóðlega viðurkenndar), markaðsmál og stjórnun restina.

Kolviður miðar við ,,Væntar einingar“ en ekki ,,rauneiningar“ Talsvart þrefað um hvort þetta sé raunbinding, þar eru mjög skiptar skoðanir í samfélaginu og meðal vísindamanna. En bindingin tekur langan tíma. Talað er um tryggingareiningar til að koma til móts við óvissu s.s. afföll… Skógarbóndinn á skóginn þegar upp er staðið.

Kolefniseiningar eru að hækka í verði.

Play, býður farþegum sínum að kolefnisjafna flug með samningu við danska aðila!

Framboð á plöntum lítur vel út í framtíðinni.

Möguleg svæði eru t.d. á Mosfellsheiði og undir Esjunni. Einnig er Kolviður opinn fyrir samningum við landeigendur hvar sem er á landinu.

Talsverðar umræður, t.d. um friðað land, þátttöku almennra starfsmanna í gróðursetningu… Skógrækt er ,,profession“ ! Ef það á að skila góðum árangri. Þá ætti að vera upplagt að semja við skógarbændur um ýmsa vinnu.

Nokkur samkeppni er milli Skógræktarinnar og Kolviðar um viðskiptavini, en líka nokkur munur á aðstöðu. Reynir vill samvinnu þessara aðila.


ii) Hlynur Gauti Sigurðsson; Kolefnisbrúin: Stofnsett fyrir um einu ári í eigu LSE (51%) og BÍ (49%). Hlynur nefnir að samvinna hafi verið við Kolvið.

Ferill: 1)Meðlimur í B‘I 2: Rækt- áætl 3) Vottun 4) Framkvæmdir….

Í FJÁRMÖGNUN -er leitað til fjárfesta sem greiða stofnkostnað og fá samning um vottaðar kolefniseiningar. Fjárfestar eru þá að styðja við bændur. Fjárfestar fá endurgreitt þegar afurðir skógar eru söluhæfar. Samningar geta verið mismunandi. Bóndinn er ekki endilega að biðja um að rækta skóg heldur sá sem ,,mengar“ og þarf að kaupa bindingu.


Kolefnisbrúin er ætluð til að styðja við bændur , einkum þá sem eru í öðrum búskap líka og búa á sínum jörðum. Stuðningur þarf líka að vera í formi ráðgjafar.

Hægt er að nýta svæði sem samningar eru um og skipulag frá landshlutaskógarverkefnunum, en á eftir að planta í. Þá þarf að breyta samningum og vera í raun í tveimur kerfum.

Skógarbóndinn ber mikla ábyrgð á velferð skógarins.

Samningstími er FLJÓTANDI

CO2 reiknir sýnir að AÖ bindir ~28 tonn/ha á 50 árum

Reynir bendir á kostnað, Hver borgar áætlanir, skipulag, vottanir, skráningar ……? Þetta þarf að liggja fyrir, t.d. að þetta taki ekki of langan tíma, og forsendur geta breyst með tímanum.

Stofnkostnaður getur verið mjög breytilegur eftir aðstæðum. Allir þættir í skógræktarkeðjunni ættu að hafa góða afkomu.

Margrét; Margir skógarbændur eiga langt í land með að klára sína ræktun. Af hverju er það sem búið er að planta ekki með í Kolefnisbrúnni?

Og að Kolefnisbrúin sé tengipunktur (eins og banki) þannig að það skipti ekki máli fyrir skógarbóndann fyrir hverja er verið að planta.

Hlynur svarar að fyrri spurningin hafi oft komið upp en margt er óljóst. Mikill breytileiki geti verið t.d í árangri…. En með þá síðari sé málið einmitt svona.

Spurt var um vottun, Svarað að það komi að allmörgum árum liðnum.

Bergþóra spyr; eru mörg fyrirtæki að bíða eftir að fá möguleika um bindingu? Svar, Já áhugi er allavega mikill og samkeppni er í gangi og er alþjóðleg.

Kolefnisbrúin þarf líka að standa sig svo bændur snúi sér ekki eitthvað annað.

Valdimar bendir á að margir erlendir aðilar leita eftir landi og tækifærum og hafi iðulega samband við skógræktina.

Lárus: Ekki hægt að selja erlendis skóga sem eru, því það er status quo [kyrrstaða] . Þetta snýst um að selja breytingar.

Hlynur; þetta er í mikilli mótun, margir ásælast land-en milliliðir vilja fá mikið fyrir sinn snúð?

Hvenær fer þetta að virka spyr Bergþóra? Hlynur svarar:Fyrstu landeigendur eru að fara af stað- en vottun ekki komin- ,,sá sem vill fá kaffi kemur með bolla og nær sér í kaffið-þegar þarf að votta – þá þarf að vinna í því“.

Ygg( Yggdrasill) og Gold standard eru dæmi um svona kerfi.




iv) Valdimar Reynisson: Skógræktarrráðgjafi á Vesturlandi. Staðan 2022

133 samningar gildir á V landi (voru 127) Eins er ásókn í skjólbelta og skjóllunda samninga.

Plöntur , Skógræktin kaupir ~6 milljónir plantna. Talsverður niðurskurður m.v. eftirspurn M.a. á lerki öspum og greni. Gert ráð fyrir plöntun um 1 millj á V landi aðeins minna en S land. Aðrir landshlutar minni. V land í vexti. Óvissuþættir talsverðir s.s. útkoman í gróðrarstöðvum. Vantar framleiðendur, áhugasamir aðilar eru að spá..

Flutningsgeta betri en fyrr= betri og hraðari dreifing.

Aukin ungskógarumhirða á komandi árum. Væntanlega aukning á frystum plöntum, sparar það ýmislegt. Lerki greni fura og birki má allt frysta. Kannski verður frystigeymsla til miðlunar í Hvammi?

Ellert Arnar flytur sig innan Skógræktar í Hekluskóga, Hafnarskóga og Hólasand. Hraundís kemur aftur inn í ráðunautastarf. Helena Marta Stefánsdóttir byrjar sem ráðgjafi 1. maí.



3) Önnur mál:

i) Hlynur ræddi ýmsilegt s.s.: Framtíðarsýn, viðarstaðla, Te Prox, nýjan vef :kolefnisbrúin.is, bændablaðið- hvetur skógarbændur: takið upp penna og skrifið frétt.


Um BÍ og Skógarbændur ( SKóg BÍ) [ Punktar Laufeyjar] Samþykkt á Búgreinarþingi 2022:Vægi félagsmanna í hverri búgrein skal vigtað út frá hlutfalli skráðrar veltu hvers félagsmanns í viðkomandi búgrein, þannig að hver félagsmaður getur einungis talist samtals einu sinni . Þetta er erfitt fyrir skógarbændur þar sem veltan kemur seinna! En skógarbændur leggja mikið til allra bænda með sinni kolefnisbindingu! ( Velta = tekjur, rekstur = bæði kostnaður og tekjur-ólíkar forsendur skógarbænda og annarra bænda). Þetta þarf allt að skoða. Í BÍ eru 2989 félagar, en í SkógBÍ 177.


EN þessi samþykkt gerir skógarbændur mjög atkvæðalitla innan BÍ. Kannski ætti að breyta þessari samþykkt og miða við rekstur en ekki veltu.



Innritun í BÍ: Hlynur og Bergþóra; Gengur misjafnlega, en virðist vera að lagast.


Næstu þrír liðir hafa verið nefndir áður á fundinum

ii) Afmælisfundur FsV-auglýst eftir gestgjafa- skógarbónda á svæðinu sem býður félagsmönnum til sín 23. Júní.

v) Sumarferð- oft fljótlega eftir verslunarmannahelgi-enn opið.


vi) Árshátíð Landsambands Skógarbænda-Reykholt_ Gísli Einarsson veislustjóri.


vii) Bergþóra :Á íbúaþingi um brothættar byggðir í Dölum bar skógrækt talsvert á góma og talin ein af helstu vaxtarsprotum svæðisins.


viii) Í ljósi góðrar fjárhagsstöðu félagsins leggur Laufey gjaldkeri að félagsgjald verði óbreytt frá síðasta ári eða 4000 kr. Samþykkt með lófataki.




ix) Laufey Hannesdóttir: Segir frá kurlaramálum og öðru:

Við þurfum að finna út hvað við gerum við allan þennan skóg. Hvað kostar að leigja ,,alvöru kurlara“ Dæmi um kurlara ( tegund: Farmi eða KP) hjá Sindra í Laufskálum í Stafholtstungum tekur boli að þvermáli~ 26 cm .Leigan kostar 28.000kr/ klst m traktor og vélamanni

En 30.000 kr/ dag ( án VSK) ef leigt án traktors og vélamanns. Þar við getur bæst flutningskostnaður á framkvæmdasvæði. Þarna gæti verið möguleiki á samvinnu nokkurra skógarbænda.

Sindri er líka með alvöru flettisög sem er í eigu Einifellskóga ehf ( Sigrún Ása Sturludóttir og Þór) hún er líka til leigu. Rafmagnsdrifin þarf 3 fasa rafmagn.


Guðmundur fundarstjóri þakkar stjórninni fyrir störfin.


Bergþóra sleit fundi kl 21:08










bottom of page