Skógargöngur með Skógræktinni
Bréf frá Sigríði Júlí Brynleifsdóttur Góðan daginn kæru skógarbændur, Ég ætla að byrja á að þakka ykkur öllum fyrir frábært starf í vor/sumar. Þolinmæði, seigla, jákvæðni og bjartsýni eru orð sem lýsa ykkur best. Plöntur fóru að berast á dreifingarstöðvar í maí en fljótlega kom í ljós skemmdir á plöntum vegna kulda í vor, þá tóku við þurrkar víða um land sem gerðu alla mjög óörugga með næstu skref. Samt sem áður hefur tekist að tæma dreifingarstöðvar, gróðursetningum lokið og