top of page
Auglýsingaskilti.gif

Sala og þjónusta

Tól, tæki, þjónusta og slíkt fyrir skógarbændur

Til sölu-/þjóustuaðila !!!

Allir þeir sölu- og þjónustuaðilar sem hafa eitthvað nytsamlegt fram að færa skógarbændum mega fá að auglýsa hér á síðu LSE. Þeir sem það gera leggja lítilræði til málanna.

Miðað er við að auglýsing standi í eitt ár.

Hafið samband við framkvæmdastjóra LSE í tölvupóstfangið hlynur@skogarbondi.is.

Einnig mega velunnar styrkja við útgáfu "við skógareigendur".

VORVERK.IS  JÓLA

Kæra skógarfólk og viðskiptavinir

 

Við vonum að sem flestir Íslendingar velji íslenskt jólatré á aðventunni, styðji um leið við innlenda skógrækt og hugi að kolefnissporinu.

VORVERK.IS leggur sig fram um að þjónusta skógargeirann og býður  TREKTAR og NET úr niðurbrjótanlegu efni  til að pakka jólatrjánum,

en athugið að við eigum takmarkað magn á lager.

VORVERK.IS  hefur opnað SÝNINGARSAL  og afgreiðslu að Þverholti 2, á neðri hæð í Kjarna, Mosfellsbæ.

Þar er opið hjá okkur  alla daga til jóla kl. 14.00–18.30  en vefverslunin er auðvitað opin allan sólarhringinn.

Vöruvalið er að aukast á VORVERK.IS og þar leynast ýmsar hugmyndir að  vönduðum og nytsömum JÓLAGJÖFUM. 

Við tökum vel á móti ykkur í Þverholtinu ef þið viljið skoða, prófa, máta eða einfaldlega spjalla.

 

Vinsamlega hafið samband við okkur í síma eða tölvupósti

ef einhverjar spurningar eru varðandi vörurnar, þjónustu eða frekari aðstoð.

 

Með kærri kveðju,

Hrefna, sími 665-7202 / hrefna@vorverk.is

Viðar, sími 665-7201 / vidar@vorverk.is                      1. des 2019

VORVERK.IS

Kæra skógarfólk

Nú líður senn að jólaundirbúningi í mörgum skógum landsins og vonandi að sem flestir velji íslenskt jólatré þetta árið sem einkennst hefur af umræðunni um kolefnisspor. Við hjá VORVERK.IS netverslun viljum þess vegna láta ykkur vita tímanlega af því að hjá okkur fást galvanhúðaðar pökkunartrektar fyrir jólatrén og pökkunarnet bæði hefðbundið og umhverfisvænna oxo-biodegradeable net sem brotnar hratt niður. Við viljum einnig segja ykkur frá því að við erum að hefja sölu á skógarvögnum og þar á meðal eru nettir vagnar frá BONNET fyrir sexhjól og fjórhól sem geta létt vinnuna við að sækja jólatré þar sem þeir henta til dæmis við útkeyrslu úr skógi við þröngar eða torfærar aðstæður.

FORPÖNTUN TIL 10.OKTÓBER

Vinsamlega hafið samband við Viðar (sími 665-7201 / vidar@vorverk.is) eða Hrefnu (sími 665-7202 / hrefna@vorverk.is) með spurningar eða óskir um frekari upplýsingar

                                                                                                                   29.8.2019

Kurlari á traktor

 

 

Dönsku TP kurlarnir hafa kurlað fyrir íslendinga í áratugi.

Ásafl hefur umboð fyrir TP kurlara á Íslandi.

giphy.gif

Keðjusagir

 

 

MHG hefur umboð fyrir Husqvarna keðjusagir, öryggisbúnað og aukahluti. 

bottom of page