
BORAGARFIRÐI
Hótel
Málþing skógarbænda
Hótel Varmalandi Borgarfirði
14.okt 2023
Matur úr skóginum
Umhirða skógarins






Samstarfsaðilar





Styrkaraðilar


Kæri lesandi
Skógarbændur munu halda málþing að Hótel Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 14. október nk.. Umfjöllunarefni þingsins eru matur úr skóginum og umhirða í skógi.
Málþingið er haldið af Félögum skógarbænda og búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ.
Samstarfsaðilar eru Skógrækin, Skógræktarfélag Íslands, Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólinn og Garðyrkjuskólinn/FSU.
Um kvöldið verður árshátíð skógarbænda
sem Félag skógarbænda á Vesturlandi hafa veg og vanda af.
Málþing skógarbænda er angi af Degi landbúnaðains BÍ
> Dagur landbúnaðarins er haldinn víðsvegar um Íslands sama dag <
Fjöldi fróðra og frambærilegra fyrirlesara úr ýmsum áttum hafa tekið vel í að halda erindi.
Kostnaður
Málþing
6000 kr > Málþing -Innifalið: Málþing og súpa í hádeginu og kaffiveitingar
Árshátíð
10.900 kr > Kvöldverður -Innifalið 3 rétta máltíð. Hótelið tekur við séróskum við pöntun.
Gisting
43.000 kr > Tvær nætur (fös>lau>sun) fyrir einstakling, með morgunmat
49.000 kr > Tvær nætur (fös>lau>sun) fyrir hjón, með morgunmat
26.000 kr > Ein nótt (lau>sun) fyrir einstakling, með morgunmat
29.000 kr > Ein nótt (lau>sun) fyrir hjón, með morgunmat
Síðasti skráningardagur þátttöku er 1. október.
Skráning hér neðar
Greiðslur fara fram í gegnum Hótel Varmaland.
Sími / Tel. (354) 419 5000
www.hotelvarmaland.is
info@hotelvarmaland.is
Frekari upplýsingar gefa:
Hlynur Gauti Sigurðsson: hlynur@bondi.is / s 7751070
Guðmundur Sigurðsson: furutun@simnet.is / s 8626361
Dagskrá -með fyrirvara um breytingar
Titill erindis Fyrirlesari Titlll fyrirlesara
09:30 Hús opnar
10:00 Setning fundar Jóhann Gísli Jóhannsson Formaður Skógardeildar BÍ
10:10 Ávarp Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra
10:20 Þankaflug frá Þresti Þröstur Eysteinsson Skógræktarstjóri
10:40 BÍ, -starf í þágu bænda Gunnar Þorgeirsson Formaður BÍ
11:00 kaffi -20min
11:20 Skógarsveppir Bjarni Diðrik Sigurðsson LBHI
11:40 Matur úr skógi Elisabeth Bernard Skógræktarfélag Íslands
12:00 hádegi -60min
13:00 Hlynsýróp Edda Guðmundsdóttir Skógarbóndi
13:20 Hunang Agnes Geirdal Skógarbóndi
13:40 Hvað hefur maturinn þinn borðað? Cornelis Aart Meijles Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins -RML
14:00 Vænt af skjóli skóga Eygló Björk Ólafsdóttir Móðir Jörð og formaður VOR
14:20 Skjól, korn og framtíðin Egill Gautason LBHI
14:40 kaffi -30min
15:10 Hagaskógrækt Jóhann F. Þórhallsson Skógarbóndi
15.30 Viður og umhirða Lárus Heiðarsson Skógarbóndi og Skógræktin
15:50 Iðn og viður Eiríkur Þorsteinsson Trétæknir
16:10 Umhirða og undanfari Björgvin Eggertsson Garðyrkjuskólinn/FSU
16:30 Samantekt
16:40 Skógarganga
> Árshátíð skógarbænda

Yfirlitsmynd. Varmaland í Borgarfirði. Skammt frá Baulu (sjoppunni við hringveginn).

Vegalegnd: Reykjavík - Varmaland er 100 km sem er um 1,5 kls akstur.
Útgefið efni frá fyrirlesurum
Þröstur Eysteinsson
https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/skyr-skograektarstefna
Elisabeth Bernard
Skógræktarfélagi Íslands
https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/bragdgod-bubot
Eygló Björk Ólafsdóttir
Móðir Jörð / skógarbóndi í Vallanesi
https://www.bbl.is/folk/lif-og-starf/orkuskipti-i-vallanesi
https://www.bbl.is/skodun/a-faglegum-notum/raektunarmenning-og-akuryrkja
Egill Gautason
Agnes Geirdal
Bíflugna- og skógarbóndi á Galtarlæk
Jóhann F. Þórhallsson
Sauðfjár- og skógarbóndi á Brekkugerði
https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir
/skogurinn-skjol-fyrir-lambfe-a-vorin-og-fullnaegir-thorf-fyrir-girdingastaura
Lárus Heiðarsson
Skógræktarráðunautur og skógarbóndi á Droplaugarstöðum
https://www.bbl.is/folk/lif-og-starf/gaeti-aukid-gaedi-jardvegs-til-langframa
Eiríkur Þorsteinsson
Trétæknir hjá Trétækniráðgjöf sf.
https://www.bbl.is/skodun/lesendaryni/islenskt-timbur-i-svansvottadar-byggingar
Fyrir fyrirlesara
Tími:
Viðmiðunartími fyrir hvern og einn fyrirlesara er 20 mínútur
- 15 mínútur í framsögu
- 2 mínútur í pásur
- 3 mínútur í fyrispurnir
Skilvirkni fyrirlesturs:
Reynum að afmarka erindin kjarnyrt að viðfangsefninu sem kostur er.
Viðmið, þumalputtaregla = 10 glærur 20 mínútur 30 punkta letur.
Veggspjöld:
Tekið er fagnandi við veggspjöldum. Gott væri að vita af því með fyrirvara.
Síðast var Málþing skógarbænda haldið á Hótel Kjarnalundi 12.október 2019
Frétt af málþingi má sjá HÉR.
Videokynning fyrirlesara (Youtube-myndbönd: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 )





