top of page

Rammasamningur
 

Undirritaðir aðilar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) kt. 710812-0120 og Bændasamtök Íslands (BÍ) kt. 631294-2279 gera með sér svohljóðandi:

 

SAMKOMULAG

um verkefni vegna skógarafurða samkvæmt 12. gr. rammasamnings um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins (búnaðarlagasamnings) frá 19. febrúar 2016 með síðari breytingum og búnaðarlaga nr. 70/1998.  Jafnframt er vísað til ákvæðis um loftslagsmál í 2. gr. samkomulags um endurskoðun rammasamnings frá 4. febrúar 2021.

1. gr

Markmið verkefnisins

Markmið verkefnisins samkvæmt samkomulagi þessu er að auka virði skógarafurða, efla áframvinnslu, vöruþróun, kolefnisbindingu, tryggja nægt framboð hráefnis og hámarka arðsemi skógræktar sem atvinnugreinar.

 

​2. gr

Um verkefnið

Til að uppfylla markmið verkefnisins mun BÍ leggja áherslu á eftirfarandi atriði:

 • Standa vörð um og efla íslenska nytjaskógrækt, skjólbeltarækt og stuðla að fræðslu og kynningu á þeim tækifærum sem felast í skógrækt

 • Koma á stöðugu framboði af innlendum skógarafurðum, þar á meðal kolefnisbindingu í skógum, hvetja til aukinnar notkunar á efni úr íslenskum viði og ýta undir þróun úrvinnsluiðnaðar

 • Aðilar að samkomulaginu eru sammála um að búgreinadeild skógarbænda innan BÍ annist framkvæmd þess fyrir hönd samtakanna. Fulltrúi deildarinnar undirritar samkomulagið í ljósi þess.

 

3. gr

Hlutverk BÍ

Hlutverk BÍ er að nýta framlag skv. 4. gr. til að standa straum af kostnaði við eftirfarandi verkefni:

 • Fræða bændur um þau tækifæri sem felast í skógrækt og hvetja þá til að nýta þau.

 • Hvetja skógarbændur til að sinna ræktun sinni vel.

 • Samstarf við Skógræktina og skógarbændur um nákvæma viðarmagnsúttekt í hverjum landshluta og raunhæfa spá um það viðarmagn sem fellur til á næstu áratugum. Slík vinna er forsenda fyrir áframhaldandi verkefnum á sviði úrvinnslu og markaðssetningar skógarafurða.

 • Leggja grunn að þróun, framleiðslu og söluferli fjölbreyttra skógarafurða og efla menntun, hönnun,  framleiðsluferli og markaðssetningu. Meta m.a. hvaða leiðir eru hagkvæmar.

 • Gera ítarlega markaðsgreiningu og kanna samkeppnishæfni við innflutta vöru.

 • Safna upplýsingum á einn stað um nýtanlegt magn viðar sem liggur fyrir og hvar hægt er að nálgast efnið.

 • Vinna skýrslur um gang verkefnisins.

 • Vinna að kolefnisjöfnun íslensks landbúnaðar með öðrum búgreinum.

​4. gr

Hlutverk ANR

Hlutverk ANR er að greiða til BÍ umsamdar fjárhæðir eins og þær eru tilgreindar í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins (fjárlagaliður 04-811-12140)

​5. gr

Greiðslur og greiðslutilhögun

Heildarfjárhæð vegna verkefnisins er tilgreind í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins fyrir árin 2017-2026. Samkomulag þetta nær til framlaga samkvæmt rammasamningi á árunum 2022-2026 sbr. 40. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, sem taka mið af verðlagsuppfærslu skv. 19. gr. rammasamnings.

Þann 15. janúar á hverju ári greiðist 80% af árlegum framlögum og eftirstöðvar 20% þann 1. desember sama ár við skil BÍ á ársskýrslu.

Allur kostnaður BÍ, hverju nafni sem hann nefnist, er innifalinn í þeim greiðslum sem ANR skal inna af hendi samkvæmt samkomulagi þessu. ANR greiðir ekki dráttarvexti ef greiðslur dragast og greiðslur bera hvorki vexti né verðtryggingu.

ANR skal leggja fjárhæðir samkvæmt samkomulagi þessu inn á bankareikning í Arion banka nr. 0311-26-60. Reikningseigandi er Bændasamtök Íslands, kt. 631294-2279.

​6. gr

Upplýsingagjöf

ANR skal hafa aðgang að öllum upplýsingum um framgang verkefnisins hvenær sem þess er óskað. Skila skal til ANR árlegri skýrslu um verkefnið, eigi síðar en 1. desember, sbr. 5. gr. og skal kostnaðaryfirlit fylgja skýrslunni þar sem kostnaður er sundurliðaður á einstaka verkþætti. Í öllum niðurstöðum verkefnisins skal koma fram að verkefnið hafi verið styrkt af opinberu fé.

 

​7. gr

Gildistími

Samkomulag þetta gildir frá 1. janúar 2022 til 31. desember 2026.

 

​8. gr

Vanefndir

Verði BÍ staðin að verulegum vanefndum við framkvæmd samkomulags þessa getur ANR frestað greiðslum eða stöðvað þær.

 

9. gr​

Ýmis ákvæði

Samkomulagið er undirritað rafrænt af til þess bærum forsvarsmönnum samningsaðila auk fulltrúa búgreinadeildar skógarbænda innan BÍ og hver varðveitir rafrænt eintak af því.

 

Reykjavík, xx.xx2021

 • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiBændasamtök Íslands

 • Búgreinadeild skógarbænda innan BÍ

 • Búgreinadeild skógarbænda innan BÍ

bottom of page