top of page

Nytjaskógrækt á beru landi

Tími 6:30

Alþjóðlegur dagur skóga er föstudaginn 21 mars 2014. Í tilefni dagsins hefur Skógrækt ríkisins sett saman myndskeið með ljósmyndum og fróðleik um nytjaskógrækt á beru landi. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að rækta timburskóga á íslenskum eyðimörkum og fá veruleg verðmæti úr skóginum eftir 50-80 ár. Í stað eyðisanda á láglendi, sem ná yfir um 12% landsins, getum við fengið dýrmætt skóglendi. Einn hektari sem nú gefur af sér einn til tvo þúsundkalla á ári með sauðfjárbeit gæti gefið af sér tvær milljónir eftir 50 ár ef ræktuð er alaskaösp. Skógrækt bætir landið, skapar atvinnu, treystir búsetu, byggir upp sjálfbær vistkerfi, vinnur gegn landeyðingu, jarðvegstapi og uppblæstri. Sveiflum haka og ræktum nýjan skóg!

bottom of page