Aðalfundur LSE 2014

August 30, 2014

PDF

 

 

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda
2014
Haldinn í Miðgarði í Skagafirði
29. og 30. ágúst 2014
2
Sautjándi aðalfundur Landssamtaka skógareigenda
haldinn að Miðgarði í Skagafirði, dagana 29. og 30. ágúst 2014.
Dagskrá fundarins:
Föstudagur 29. ágúst
Kl. 16:30 Aðalfundur LSE settur.
Kl. 16:45 Kosnir starfsmenn fundarins.
Kl. 16:45 Skýrsla stjórnar.
Kl. 17:15 Ávörp gesta.
Kl. 17:45 Umræða um skýrslu stjórnar.
Kl. 18:10 Mál lögð fyrir fundinn.
Kl. 18:30 Skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda.
Kl. 19:00 Fundi frestað – kvöldmatur
Kl. 20:00 til 22:00 Nefndarstörf
Kl. 20:00 Ársfundur jólatrjáaræktenda
Kl. 20:00 Jólatrjáaræktun á ökrum – staðan 2014. Else Möller
Kl. 20:20 Getur lífræn áburðargjöf við gróðursetningu bætt lifun og vöxt skógarpl. Else
Möller
Kl. 20:40 Kynning á jólatrjáaræktun á akri í Prestbakkakoti. Sólveig Pálsdóttir
Kl. 20:40 Umræður
Laugardagur 30. ágúst
Kl. 8:00 Morgunverður.
Kl. 9:00 Framhald nefndarstarfa.
Kl. 10:00 Framhald aðalfundar – nefndir skila áliti.
Kl. 12:00 Kosningar:
➢ Formannskjör
➢ Fjórir menn í stjórn
➢ Fimm varamenn í stjórn
➢ Tveir skoðunarmenn og tveir til vara
Kl. 12:30 Önnur mál.
Kl. 13:00 Fundarlok.
Kl. 13:00 Hádegisverður.
Kl. 14:00 Ferð í skóg.
Kl. 17:00 Komið að Varmahlíð.
Kl. 19:00 Fordrykkur.
Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda. 
3
1 Setning aðalfundar.
Formaður FSN, Páll Ingvarsson, setti fundinn, bauð gesti velkomna. Hann nefndi skagfirska
og eyfirska styrktaraðila fundarins og þakkaði þeim stuðning við skógarbændur. Páll gaf svo
orðið til Jóhanns Gísla Jóhannssonar formanns LSE.
Minning Sigurðar Blöndal
Sigurður Blöndal, skógtæknifræðingur og fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum 26.
ágúst sl. .Jóhann Gísli bað fundargesti að minnast Sigurðar með því að rísa úr sætum.
2 Kosning starfsmanna fundarins.
Starfsmenn fundarins skipaðir;
Rögnvaldur Ólafsson fundarstjóri og Sigríður Bjarnadóttir til aðstoðar, Bergþóra Jónsdóttir
fundarritari og henni til aðstoðar Helga Bergsdóttir.
Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.
3 Skýrsla stjórnar, framkvæmdastjóra og kolefnisnefndar
Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE flutti fundinum kveðjur Jóhanns Þórhallssonar
formanns á Austurlandi. Eldgosið í Holuhrauni veldur bændum á Austurlandi áhyggjum og
ákváðu þeir vegna þess að flýta leitum. Jóhann formaður ásamt fleiri skógarbændum á
Austurlandi komust því ekki á fundinn.
Jóhann Gísli Jóhannsson flutti síðan skýrslu stjórnar þar sem hann fór yfir starf samtakanna
síðasta starfsár. Skýrsla formanns fylgir fundargerð.
Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri LSE, bætti við skýrslu stjórnar:
Hrönn flutti kveðju frá Sigurði Inga Jóhannessyni, umhverfis- og auðlindaráðherra og
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ráðuneytum hans, sem ekki komust til fundarins.
Hrönn flutti þau skilaboð hans að erindi LSE um samstarfssamning milli samtakanna og
ríkisvaldsins verði unnið frekar og afgreitt á næsta ári.
Hrönn sagði Jóhann Gísla hafa staðið við kosningaloforð sitt um að mæta á aðalfundi félaga
skógarbænda. Formaður mætti á alla aðalfund félaganna nema hjá Félagi skógarbænda á
Vestfjörðum en hann komst ekki sökum anna.
Hrönn segir verkefni haustsins vera að LSE fái fasta staðsetningu í ráðuneyti. Það sé óþolandi
að LSE lendi alltaf á milli ráðuneyta. Minnti hún okkur á blaðið „Við skógarbændur“ sem er
metnaðarfullt og gott blað og hvatti skógarbændur að dreifa því sem víðast. Í blaðinu eru
margar fróðlegar greinar og góð og jákvæð kynning á skógrækt í landinu.
Hrönn Guðmundsdóttir flutti síðan ársskýrsla framkvæmdastjóra Landssamtaka
skógareigenda 2013. Skýrsla framkvæmdastjóra fylgir fundargerð.
Björn Ármann Ólafsson, formaður kolefnisnefndar, fjallaði um skýrslu kolefnisnefndar. Hann
vitnaði m.a. í fund með Huga Ólafssyni þar sem hann talaði um skuldbindingar Íslands á
alþjóðavettvangi. „Íslendingar hafa skuldbundið sig til þess skv. Kyoto að stórefla skógrækt
og fáum við meiri peninga út á það.“ Björn minnist á markaði kolefnisbindingar í ræðu sinni
og segir að talað sé um að 3 tegundir markaða hafi áhrif á innri markað með kolefnisbindingu.
Hann segir ráðuneytið vilji meina að hagsmunir skógarbænda og ríkisins fari saman í
sambandi við eignarhald á kolefnisbindingu. 
4
4 Nefndir
Fundarstjóri tilkynnti að kjörbréfanefnd taki til starfa eftir fundinn og skili af sér í fyrramálið.
5 Ávörp gesta
Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri hjá skógrækt ríkisins, kvaddi sér hljóðs og minntist Sigurðar
Blöndal og sagði frá samskiptum þeirra í skógræktinni. Hann vitnaði m.a. í skrif Sigurðar og
umræður þeirra um tjávöxt og hæð trjáa og sagði stefna í að hæstu tré á Íslandi verði á árunum
2025-2030 orðin 30m há. Þröstur talaði um hve skógarnir stækki og trén hækki og að oft sé
vandkvæðum bundið að koma efni út úr skógum landsins þar sem flutningsvagnar séu svo
litlir. „Skógarnir vaxa hraðar og eru stærri en við höldum.“ Þröstur sagði að markaðsmál,
úrvinnslumál, útdráttur og flutningur til kaupenda sé það sem við höfum verið að læra
undanfarið og þar munum við auka við reynslu okkar. Hann nefndi að ákveðins misskilnings
hafi gætt á ráðstefnunni fyrr í dag þ.e. að not timburs sé fjölbreytt og brennsla sé ekki óæðri
notkun en hvað annað. Hann sagði ekki öll tré verðmæt og allt í lagi sé að eitthvað af efninu
liggi í skóginum. Þröstur fjallaði um heilbrigði skóganna s.s. sveppafár og ryð og nefndi að á
Íslandi væri búið að festa kaup á skógarhöggsvél.
Í lokin bar Þröstur fundinum kveðju frá skógræktarstjóra Jóni Loftssyni og sagði Jón og sig
óska þess að fundarmenn eigi góðan fund.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður á Mógilsá, þakkaði fundarboðið og flutti kveðju
samstafsmanna sinna sem oft eru í meiri samvinnu við skógarbændur en hann. „Sameinaðir
stöndum við og sundraðir föllum við“ vitnaði Aðalsteinn þar í Guðríði Helgadóttur, fyrr í
dag, sem hafi þá draumsýn að skógrækt verði efld og þá þurfum við ekki bara fjárhagslegan
stuðning heldur líka móralskan. Hann sagði skógrækt hljóta jákvæð viðhorf í nýlegri
þingsályktun sem atvinnugrein og sem styrking byggða. Aðalsteinn taldi okkur geta verið
jákvæð og bjartsýn hvar sem við erum í kerfi skógræktar landsmanna.
Björgvin Eggertsson, verkefnastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands, lýsti ánægju sinn með að fá
að vera á þessum fundi. Hann ræðir um menntun og að þekkingarstigið aukist í skógræktinni
og nefndi sérstaklega verkefnið „Kraftmeiri skóga“ sem héldu sinn lokfund í dag.
Hann bar fundinum kveðju rektors, Björns Þorsteinssonar, sem fagnar verkefninu „Kraftmeiri
skógar.“ Björgvin bar einnig kveðjur starfsmanna LBHÍ og vitnaði í lokin í vísu sem Davíð
Herbertsson „skaut“ á Gurrý, Guðríði Helgadóttur, fyrr í dag. En ráðstefnan í dag hófst á því
að 5 konur töluðu hver eftir aðra.
Og Davíð kvað:
Eins og góður gróðrarskúr
græðir samkvæmt vonum.
Fróðleikurinn flæddi úr
föngulegum konum.
Björgvin svaraði Davíð og kvað:
Í skógi bónda líður best
bardúsar við trén.
Af fróðum konum fær þó mest
fiðring í hnén.
5
Björgvin skaut svo annarri vísu á Davíð frá Gurrý:
Skógarbóndinn skyldu rækir
skundar fund á glaður.
Fræðslustund hjá frúnum sækir
fer svo upptendraður.
Í lok máls síns vitnaði Björgvin í Sigvalda heitinn Ásgeirsson og sagði „Sigvaldi talaði
stundum um að nauðsynlegt væri að skilja eftir óplöntuð svæði hér og þar í skóginum,
svokölluð ástarrjóður. Þetta þótti mönnum ávallt skondið á sínum tíma. En í dag væru þessi
ástarrjóður farin að verða notuð meira og meira ef snúið er út úr orðum Þrastar sem sagði að
mikið sveppafár hafi herjað á birkiskógana þetta sumarið og að aldrei hefur ryðið meira í
íslenskum skógum en þetta sumarið.“
Þórhallur Bjarnason, formaður Bændasamtaka Íslands, flutti fundinum kveðjur frá
Bændasamtökum Íslands. Hann fjallaði um fjölbreytt verkefni sem koma fyrir aðalfund
bændasamtakanna, Búnaðarþing, s.s. málefni búgreinafélaga og hagsmunafélaga eins og LSE.
Hann segir yfirvofandi að Bændasamtökin verði frjáls samtök sem þurfi að innheimta sín
árgjöld sjálf, þ.e. verði ekki á fjárlögum. Samtökin verði fljótlega komin með sínar
samþykktir sem frjálst félag. „Það þyki ekki góð stjórnsýsla að hagsmunafélag sé að úthluta fé
s.s. beingreiðslum, það mun flytjast til opinberra stofnanna.“ Þórhallur telur Bændasamtökin
geta gert margt fyrir skógarbændur. Nefndi hann í því sambandi loftslagsmál og mikilvægi
þess að standa vörð um framleiðslu í landbúnaði, mikilvægi menntunar og rekstrarstöðu
Landbúnaðarháskóla Íslands sem sé bændastétt mikilvægur.
6 Reikningar félagsins
María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2013.
Niðurstöður rekstrarreiknings;
Rekstrartekjur 5.126.815
Rekstrargjöld 11.239.588
Rekstrartap 6.112.773
Niðurstöður efnahagsreiknings;
Eignir 3.378.314
Eigið fé 2.030.224
Eigið fé og skuldir 3.378.314
Reikningar félagsins og skýrsla stjórnar tekin til umræðu.
Hrönn skýrir 4,8 milljón kr. greiðslur frá Kraftmeiri skógum.
Fundarstjóri tilkynnti að reikningum verði vísað til fjárhagsnefndar og teknir til afgreiðslu á
morgun.
6
7 Mál lögð fyrir fundinn
Fundarstjóri lýsti eftir málum fyrir fundinn bauð aðilum tillagna að gera nánari grein fyrir
þeim.
Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE ber upp tillögur stjórnar um lagabreytingar sem
sendar voru út til félaga með tilskildum fyrirvara.
Tillaga nr. 1 – frá stjórn LSE
Lög LSE – Landssamtaka skógareigenda
1. gr.
Félagið heitir Landssamtök skógareigenda, skammstafað LSE. Heimili þess og varnarþing er
heimili formanns hverju sinni.
Merki (logo) félagsins er þrír grænir fletir á hvítum grunni, sem merkir samfellu skóga. Nafn
samtaka er undir í svörtu letri. Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368.
2. gr.
Félagið er landssamtök félaga skógarbænda. Skógarbóndi telst hver sá sem uppfyllir skilyrði
3. greinar samþykkta Bændasamtaka Íslands1
og í atvinnuskyni stundar skógrækt til einhverra
nota, s.s. fjölbreytts skógariðnaðar, ferðaþjónustu, útivistar eða landgræðslu.
3. gr.
Tilgangur samtakanna er:
1. Að sameina alla skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök.
2. Að bæta aðstöðu skógræktar sem atvinnugreinar í sem víðustum skilningi, bændastéttinni
til hagsbóta.
3. Að vera samtök og málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum.
4. Að annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við opinbera aðila eða aðra
þá sem þeir óska. Einnig við hliðstæð samtök erlendis.
5. Að hvetja til rannsókna og fræðslu atvinnugreininni til hagsbóta.
6. Að leita leiða til að koma afurðum skógarins í verð.
4. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna og skal haldinn fyrir 1. nóvember ár
hvert. Aðalfund skal boða fyrir 10 júní ár hvert til stjórna aðildarfélaganna. Aðalfundur er
löglegur sé löglega til hans boðað með minnst 14 daga fyrirvara. Stjórn samtakanna getur
boðað til aukafundar þegar hún telur ástæðu til og aukafund skal halda ef þriðjungur
félagsmanna æskir þess. Aðalfund sitja með fullum réttindum allir félagsmenn sem hafa greitt
félagsgjald til LSE sem ákveðið er á aðalfundi.

1. 3. grein Aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og
stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota enda séu þeir aðilar að þeim félögum og
félagasamtökum sem talin eru í 2. grein. Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda búrekstur í
eigin nafni eða annarra.
Bændum, sem hætt hafa búskap vegna aldurs eða heilsubrests, skal heimil áframhaldandi þátttaka í
viðkomandi félagi með fullum félagsréttindum, hafi þeir áfram búsetu á hlutaðeigandi félagssvæði.
Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig
eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda,
framleiðsla og þjónusta.
7
Lögaðilar svo sem einkahlutafélög, félagsbú eða sameignarfélög geta einnig talist Félagar að
LSE samkvæmt þessari grein.
Á aðalfundi skal stjórn leggja fram til umræðu og samþykktar:
1. Skýrslu um störf samtakanna á sl. ári.
2. Endurskoðaða reikninga fyrir sl. almanaksár.
3. Fjárhagsáætlun og tillögur um starfsemi samtakanna á næsta ári.
5. gr.
Stjórn LSE skipa fimm menn einn frá hverju félagssvæði kosnir á aðalfundi leynilegri
kosningu og skulu allir félagsmenn vera í kjöri. Eigi skal sami maður sitja í stjórn nema átta ár
samfellt. Fyrst skal kosinn formaður í beinni kosningu. Fái enginn meira en helming greiddra
atkvæða skal kosið aftur bundinni kosningu milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Ef
jafnt verður að nýju skal hlutkesti varpað.
Síðan skal kjósa fjóra meðstjórnendur. Náist ekki niðurstaða um hverjir séu rétt kjörnir
stjórnarmenn í einni umferð kosninga, skal kosið aftur bundinni kosningu milli þeirra sem
jafnir eru. Sé jafnt að nýju skal hlutkesti varpað. Síðast fimm til vara. Stjórnin skiptir með sér
verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda svo fljótt sem kostur er.
Tveir skoðunarmenn og tveir til vara skulu kosnir til eins árs.
Heimilt er að skipa uppstillinganefnd vegna kosninga á aðalfundi, enda hafi fundarstjórum
borist tillaga um slíkt í upphafi fundar. Uppstillinganefnd skal skipuð þremur
aðalfundarfulltrúum og skal hún skila inn tillögum um jafn marga einstaklinga og kjósa skal,
að öðrum kosti telst tillagan ekki gild.
Stjórn samtakanna fer með málefni samtakanna á milli aðalfunda. Stjórnin heldur skrá yfir
félaga og skal hún liggja frammi á aðalfundi.
Hún má ekki skuldbinda samtökin fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum
aðalfundar. Formaður skal sjálfkjörinn sem fulltrúi á búnaðarþing.
6.gr.
Stjórn Landssamtaka skógareigenda getur veitt viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu
skógareigenda. Viðurkenningarnar skulu byggðar á reglugerð sem stjórnin semur og er
samþykkt af aðalfundi LSE.
7. gr.
Lög þessi öðlast gildi með samþykkt stofnfundar samtakanna. Tillögur til lagabreytinga skulu
berast stjórn samtakanna eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund og skulu þær sendar út með
fundarboði. Til að breyta lögum þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi2
.
8. gr
Verði landssamtökin lögð niður taka Bændasamtök Íslands eignir þeirra til varðveislu á
verðtryggðum reikningi uns önnur hliðstæð samtök hafa verið stofnuð og gera kröfu í eignir
þeirra fyrri.“

2 Stofnfundur LSE var haldinn 28. júní 1997 á Hallormsstað.
Lögum LSE var breytt á aðalfundi samtakanna 2008 og 2013 
8
Reglugerð um heiðursviðurkenningar LSE
1. grein
Stjórn LSE getur kosið heiðursfélaga. Heiðursfélögum skal við hátíðlega athöfn afhent
skrautritað heiðursfélagaskjal LSE áritað af stjórn, sem er æðsta viðurkenning samtakanna.
Heiðursfélaga skal aðeins tilnefna þá sem hafa unnið áralangt heillaríkt starf fyrir
skógareigendur og gegnt veigamiklu ábyrgðarhlutverki fyrir landssamtökin. Þessa sæmd má
einnig sýna merkum brautryðjendum skógareigenda. Tilnefndur heiðursfélagi skal hafa hlotið
gullmerki LSE.
2. grein
Gullmerki LSE er næstæðsta sæmdarviðurkenning LSE. Viðtakandi verður að hafa unnið í
mörg ár árangursríkt starf fyrir skógareigendur t.d. verið a.m.k. 6 ár í stjórn LSE eða
einstaklingi sem starfað hefur a.m.k. í aldarfjórðung til heilla fyrir skógareigendur. Veita skal
þessa viðurkenningu við sérstök tækifæri t.d. afmæli einstaklings eða skógarbændafélags,
Stjórn LSE veitir gullmerki LSE.
3. grein
Reglugerð þessi öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt á ársfundi LSE.
Tillaga nr. 2 - frá stjórn LSE
Aðalfundur LSE haldinn að Miðgarði í Skagafirði 29.-30. ágúst 2014 mælist til þess að
aðildarfélög LSE samræmi lög sín, eins og hægt er, og aðlagi að lögum LSE.
Greinargerð
Öllum aðildarfélögum LSE ber að starfa eftir lögum LSE og þurfa að gæta þess að aðlaga sín
lög að lögum LSE, ef þörf er á. Einnig er brýnt að lög aðildarfélaganna séu samræmd svo
allir félagsmenn LSE sitji við sama borð og starfi eftir sama lagaramma.
Vísað til laganefndar
Tillaga nr. 3 - frá stjórn LSE
Stjórn LSE leggur til að árgjald til LSE 2015 verði 2.000 kr. á hvern félagsmann.
Framkvæmdastjóri sendir reikning fyrir félagsgjöldum til stjórnar aðildarfélaganna í byrjun
árs og eindagi reikningsins verður 1. júní ár hvert.
Greinargerð
Miðað við núverandi fyrirkomulag á innheimtu árgjalda, þar sem hver skógarjörð greiðir eitt
gjald, má færa rök fyrir því að hver skógarjörð hafi aðeins eitt atkvæði á aðalfundi LSE svo
fulls samræmis sé gætt milli félagsmanna miðað við árgjald, óháð fjölda eignaraðila hverrar
skógarjarðar. Stjórn LSE leggur til að þessu verði breytt á þann veg að árgjald til LSE verði
framvegis innheimt á hvern félagsmann. Með því er ætlunin að taka af allan vafa um
réttmæti félagsmanna til fundarsetu á aðalfundi LSE, með fullum réttindum.
Vísað til fjárhagsnefndar
9
Tillaga 4 - frá stjórn LSE
,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn að Miðgarði í Skagafirði 29. og 30. ágúst
2014 fagnar þeim ummælum umhverfis- og auðlindaráðherra að ríkisstjórnin ætli að beita sér
fyrir aukinni skógrækt. Skorar fundurinn á ráðherra að fylgja nú þegar eftir ummælum sínum
og berjast fyrir auknu fjármagni til skógræktar svo framfylgja megi lögum nr. 95 frá 2006
um landshlutaverkefni í skógrækt, þar sem segir m.a.: „ Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt
að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis neðan 400 metra yfir
sjávarmáli.“
Greinargerð
Fagna ber því ef sjá má fyrir endann á áralöngum samdrætti í framlögum ríkisins til
skógræktar. Sá samdráttur sem verið hefur undanfarin ár mun í framtíðinni bitna á
úrvinnsluþáttum skógræktarinnar. Skógrækt sem atvinnugrein er ung og enn í mótun. Því er
mikilvægt að fjármagn sé tryggt til uppbyggingu hennar bæði sem hráefni fyrir skógariðnað
en ekki síður til að byggja upp úrvinnsluþætti fyrir skógarafurðir. Minnkandi fjárveiting
undanfarinna ára hefur bitnað mjög á þessum þáttum og ekki fylgt eftir þeirri metnaðarfullu
framtíðarsýn sem sett er fram í lögum nr.95 frá 2006 um landshlutaverkefni í skógrækt.
Skógrækt sem slík er mikilvægur þáttur í að byggja upp vistkerfi landsins ásamt því að gera
landið og samfélagið sjálfbært. Með skógrækt er þannig verið að skapa mun víðtækari
auðlind heldur en einungis timburnytjar. Það fjármagn sem varið er til skógræktar er
fjárfesting til frambúðar í afurðum og lífsgæðum sem samfélagið allt nýtur góðs af. Vissulega
er skjótfenginn gróði ekki í boði en langtímaávöxtun er trygg. Vegna þess er brýnt að
opinberir aðilar standi þétt að baki skógræktinni og tryggi nægt fjármagn til uppbyggingar
atvinnugreinarinnar.
Vísað til allsherjarnefndar
Tillaga nr. 5 - frá stjórn LSE
Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn að Miðgarði í Skagafirði 29-30 ágúst 2014
skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að sjá til þess að möguleikar til skógræktar á
bújörðum verði tryggðir við gerð Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Greinargerð.
Skógrækt á bújörðum er ein grein landbúnaðar. Víða er skógrækt eina varanlega
jarðvegsverndin og um leið trygg aðferð við geymslu lands fyrir aðra ræktun, s.s
matvælaframleiðslu, í framtíðinni. Skógrækt er afturkræf framkvæmd, sem skilar landinu mun
frjósamara og betur föllnu til annarrar ræktunar eftir að skógur hefur verið felldur. Aukin
skógrækt bætir meðal annars búsetuskilyrði á landinu með því að skapa ný störf.
Í kafla 3.2.4 í drögum að Landsskipulagsstefnu í valkosti A segir að stefnan styðji við
landbúnað og þar með búsetuskilyrði í dreifbýli. Hún styður einnig við sveigjanleika og
þanþol gagnvart umhverfisbreytingum.
Samkvæmt stefnunni segir að skógrækt skuli vera með skipulögðum hætti og unnið verði eftir
skógræktaráætlunum. Skógarbændur sem rækta skóga undir merkjum landshlutaverkefnanna,
vinna eftir skógræktaráætlun sem inniheldur grunnupplýsingar um náttúrufar, landslag,
menningarminjar og fl. Skógræktarsvæðið er flokkað eftir þeim upplýsingum og á grundvelli
þeirra upplýsinga verða til ræktunareiningar með ólíkar áherslur og markmið á mismunandi
svæðum. Gerð er tillaga að framkvæmdum sem taka tillit til umhverfis samtímis því að
framleiðsla og arðsemi skógarins er hámörkuð.
Gæta þarf þess að rýra ekki möguleika bænda á að nýta land sitt á sem hagkvæmastan hátt í
sátt við umhverfið, með því að setja þeim allt of stífar skorður um hvar og hvað megi rækta.
Vísað til allsherjarnefndar
10
Tillaga 6 – frá LSE
Aðalfundur Landssamtakaskógareigenda haldinn í Miðgarði í Skagafirði dagana 29-30 ágúst
samþykkir að LSE gerir þá kröfu að öll landshlutaverkefnin í skógrækt sinni lögboðinni
skyldu sinni um að veita framlög til skjólbeltaræktunar á lögbýlum, (sbr. lög nr. 95/2006, 2
mgr., 3.gr.) og skorar á stjórnir og framkvæmdastjóra LHV, að þau samræmi aðkomu
verkefnanna að þessum málaflokki, hvað varðar réttindi, þjónustu og styrkveitingar vegna
skjólbeltaræktar, með það að markmiði að efla skjólbeltaræktun á landsvísu.
Greinargerð:
Eins og staðan er í dag er allnokkur munur á þjónustu og framlögum verkefnanna í
skjólbeltarækt. Það þýðir í raun mismunun á réttindum landeigenda(lögbýla) eftir búsetu, sem
getur ekki talist ásættanleg staða.
Þörf er á að samhæfa þetta á landsvísu, með áherslu á þrjú atriði:
1. Samræma réttindin til að rækta skjólbelti með framlögum frá LHV
2. Samræma þjónustuna sem verkefnin veita í skjólbeltarækt
3. Samræma framlögin/styrkupphæðir sem verkefnin veita til skjólbeltagerðar
Markmið samræmingarinnar er að allir hafi aðgang að faglegri ráðgjöf, og sambærilegum
stuðningi LHV til að koma upp skjólbeltum, og stuðla þannig að aukinni skjólbeltaræktun á
landsvísu.
Aukin skjólbeltarækt er, eins og skógrækt, mikilvægur þáttur í hagkvæmari landnýtingu. Hún
getur bætt aðstæður til ræktunar og annarrar starfsemi, og styður þannig jafnt við hefðbundin
landbúnað, skógrækt, garðyrkju, ferðaþjónustu og ýmsa aðra starfsemi.
Með aukinni þátttöku landeigenda í sveitum landsins í skjólbeltarækt, skapast einnig breiðari
samstaða um samspil hefðbundins landbúnaðar, skjólbelta og ýmis konar skógræktar , svo
sem akurskóga, beitarskóga, hefðbundinna viðarframleiðsluskóga o.s.frv. Slík samstaða er
mikilvæg til að ná fram skynsamlegri umræðu um nýtingu landsins, og getur vegið þungt í
þeim ólgusjó hugmynda sem nú er víða haldið á lofti um strangar og oft íþyngjandi flokkanir
lands í skipulagsreglum.
Vísað til allsherjarnefndar
Tillaga 7 - frá stjórn LSE
Fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2015
(Félagsgjöld miðast við 3.000kr. sem ákveðin voru á síðasta ári.)
Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2015
2011 2012 2013 2014 2015 Breyting
Rekstrartekjur: Áætlun Áætlun frá fyrra ári
Félagsgjöld 1.000.500 882.000 1.110.000 1.460.000 1.800.000 23,3%
Styrkir vegna Árs skóga 1.793.400 0 0 0
Styrkir, Við skógareigendur 0 650.000 515.000 600.000 800.000 33,3%
Búnaðargjald 440.686 470.799 501.815 500.000 500.000 0,0%
Kraftmeiri skógar 0 5.173.509 0 5.000.000 2.000.000 -60,0%
Aðrar tekjur *1 60.000 0 0 0 500.000 100,0%
Vaxtatekjur 59.160 72.496 129.660 70.000 80.000 14,3%
Verkefnasamningur við ríkið 4.000.000 3.400.000 3.000.000 3.000.000 6.000.000 100,0%
Tekjur samtals 7.353.746 10.648.804 5.256.475 10.630.000 11.680.000 9,9%
11
Rekstrargjöld:
Kostnaður vegna aðalfundar 771.487 978.972 849.488 900.000 900.000 0,0%
Stjórnar- og fundarkostnaður 995.909 1.043.842 1.058.488 800.000 1.200.000 50,0%
Ráðstefnur og námskeið 21.000 29.000 1.364.379 50.000 80.000 60,0%
Sérfræðiþjónusta 226.809 645.274 0 300.000 400.000 33,3%
Rekstur skrifstofu og laun *2 2.151.810 3.122.298 4.748.955 6.700.000 5.606.286 -100,0%
Kostnaður vegna Árs skóga 1.805.674 45.296 0 0
Blaðaútgáfa 565.655 887.124 961.308 800.000 950.000 18,8%
Erlent samstarf 107.732 94.967 0 100.000 -100,0%
Heimasíða 0 535.634 448.995 0 450.000 100,0%
Kraftmeiri skógar / verkefni 0 0 1.807.975 965.000 2.000.000 107,3%
Annar kostnaður 13.795 89.133 0 0
Vaxta- og bankakostnaður 17.925 13.223 50.365 15.000 50.000 233,3%
Gjöld alls 6.677.796 7.484.763 11.289.953 10.630.000 11.636.286 9,5%
Hagnaður ársins 675.950 3.164.041 -6.033.478 0 43.714
Handbært fé 31.12. 4.043.485 7.549.867 1.796.352 1.796.352
*1 geri ráð fyrir síðasta hluta styrks frá framleiðnisjóð
*2 Miðað við 80% laun
Vísað til fjárhagsnefndar
Tillaga 8 - frá kolefnisnefnd
17. aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði í Skagafirði dagana 29-30.ágúst 2014 samþykkir:
Að hvetja skógarbændur að leita leiða til að finna kaupendur að kolefnisbindingu, t.d. gegnum
umboðsaðila. Má til dæmis gera það með kvöð þinglesinni á viðkomandi skógræktarjörð til
ákveðins aðila til að selja tiltekið magn af kolefnisbindingu á vissu tímabili.
LSE komi að málinu með því að standa að baki bændum og hugsanlegum umboðsaðila við að
fá staðfest þá bindingu sem átt hefur sér stað á tiltekinni skógræktarjörð.
Vísað til kolefnisnefndar
Tillag 9 - frá Lúðvíg Lárussyni
Lúðvíg Lárusson skorar á aðalfund LSE 2014 að taka afstöðu með og krefst viðurkenningar á
eignarrétti skógarbænda á kolefnisbindingu trjáa á jörðum þeirra sem hluta af
stjórnarskrárbundnum rétti eigenda skv. Stjórnarskárétti eigenda og skv.
Mannréttindaákvæðum Evrópuráðsins fyrstu grein.
Greinargerð:
Eignarréttur er skýlaust ákvæði á Íslandi og í Evrópurétti.
Vísað til kolefnisnefndar
12
Tillaga 10 - frá Birni B. Jónssyni
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði Skagafirði 29. og 30. ágúst 2014 skorar á atvinnuvegaog
nýsköpunarráðuneytið að endurskoða hlut eyðibýla í jarða- og lögbýlisskrám og samræma
þannig skráningu lögbýla í opinberum skrám.
Greinagerð
Ekki virðist vera samræmi á milli hvaða búskapur er stundaður á lögbýlum til að viðkomandi
jörð geti kallast í ábúð. Eyðibýli kallast bújörð (tún og fasteignir) sem ekki er í ábúð og er
ekki nýtt lengur til búskapar af eiganda (s.b. frjálsa alfræðiritið Vikipendia).
Samkvæmt jarðalögum frá 2004 er eyðijörð skilgreind sem „jörð sem ekki hefur verið setin í
fimm ár eða lengur án tillits til þess hvort hún er lögbýli eða ekki, nema sveitarstjórn og
jarðeigandi hafi samþykkt að ábúanda sé ekki skylt að búa á jörð“.
Ljóst má vera að skógrækt á jörðum kallar oft á tíðum á mikla umsetningu og ekki viðunandi
að viðkomandi lögbýli falli sjálfkrafa undir orðið eyðibýli í jarða- og lögbýlisskrám.
Vísað til allsherjarnefndar
Tillaga 11 – frá FSA
Aðalfundur félags skógarbænda á Austurlandi haldinn á Breiðdalsvík 23.3 2014 skorar á
stjórn og framkvæmdastjóra LSE að beita sér fyrir því að framkvæmdastjórar
landshlutaverkefnanna og Ríkiskaup framfylgi stöðlum um plöntur sem verkefnin kaupa.“
Vísað til allsherjarnefndar
Tillaga 12 – frá FSA
Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi haldinn í Kaupfélaginu á Breiðdalsvík 23.
mars 2014 skorar á ríkisstjórn Íslands að stórauka fjárveitingar til landshlutaverkefnanna í
skógrækt.
Greinagerð.
Fjárveitingar til skógræktar hafa verið skornar niður um liðlega 40% að raunvirði og á það
jafnt við landshlutaverkefni í skógrækt, Skógrækt ríkisins og aðra skógræktaraðila. Í 1. gr.
laga um landshlutaverkefni segir: „Í því skyni að skapa skógarauðlind á Íslandi, rækta
fjölnytjaskóga og skjólbelti, treysta byggð og efla atvinnulíf, skal eftir því sem nánar er
ákveðið í fjárlögum hverju sinni veita fé til verkefna í skógrækt sem bundin eru við sérstaka
landshluta. Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af
flatarmáli láglendis neðan 400 m yfir sjávarmáli.“ 5% af landi neðan 400 m hæðar yfir sjó
eru samtals 214.000 hektarar. Árið 2010 voru 576 skógarbændur með samning við
landshlutaverkefni í skógrækt um 48.100 hektara lands. Þá var búið að gróðursetja í 18.400
hektara af þessu landi. Byggðamarkmið verkefnanna hafa náðst og nánast öll framleiðsla og
vinna við skógræktina er í hinum dreifðu byggðum. Atvinnusköpun í landshlutaverkefnum í
skógrækt fyrir árin 2001–2010 hafa verið metin og á þessu tímabili voru á ári hverju að
meðaltali 81 launað ársverk auk um 50 óbeinna ársverka í nærsamfélaginu. Þar að auki
skiluðu skógarbændur um 20 ársverkum í ólaunaðri sjálfboðavinnu við ræktun sína. Ljóst er
að tækifæri til fjölþættrar atvinnuuppbyggingar í skógrækt eru mikil. Mikil verðmæti eru
fólgin í þeirri reynslu og þekkingu sem til staðar er í landshlutaverkefnunum sem nýta mætti
betur með aukinni starfsemi.
Hraða þarf endurreisn skógarauðlindar á Íslandi í þágu lands og þjóðar. Samkvæmt
skógræktarstefnu sem gefin var út og kynnt í febrúarmánuði 2013, er markmiðið að tífalda
þekju skóga fyrir aldamótin 2100, þannig að skógar Íslands vaxi úr núverandi 1,2% í a.m.k.
12% af flatarmáli Íslands. Í stefnunni er áhersla lögð á að auka skógrækt þar sem viðarnytjar
eru meðal markmiða og að tryggja að umfang, framleiðsla og gæði skógarauðlindarinnar geti
staðið undir arðbærum nytjum. Ná skuli sem mestum ávinningi af stækkandi skógarauðlind 
13
Íslands á sjálfbæran hátt, ýta undir þróun úrvinnsluiðnaðar og samþætta skógrækt öðrum
landnýtingarkostum og atvinnugreinum. Í skógræktarstefnunni er einnig fjallað um nauðsyn
þess að efla rannsóknir og þróunarstarf í skógrækt.
Vísað til allsherjarnefndar
Tillaga 13 - frá stjórn LSE
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði 29. - 30.ágúst 2014 leggur til að fjárhagsnefnd geri
tillögur að launum stjórnarmanna LSE fyrir árið 2015.
Vísað til fjárhagsnefndar
Tillaga 14 – frá Maríu E. Ingvadóttur
Tillaga um breytingu á 5. gr. laga LSE
Stjórn LSE skipa fimm formenn aðildarfélaga LSE. Fimm varamenn eru tilnefndir af
aðildarfélögunum, einn frá hverju þeirra. Stjórnin skiptir árlega með sér verkum formanns,
varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.
Stjórn LSE fer með málefni LSE á milli aðalfunda. Stjórnin má ekki skuldbinda LSE
fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum aðalfundar.
Formaður er fulltrúi LSE á Búnaðarþingi.
Fundarstjóri vísar ekki tillögu Maríu til nefndar og vísar til 7. greinar laga LSE. En þar segir
m.a. að tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn samtakanna eigi síðar en mánuði fyrir
aðalfund og skulu þær sendar út með fundarboði.
Tillaga 15 - frá Eddu Björnsdóttur
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði Skagafirði 29. og 30. ágúst 2014 skorar á umhverfis- og
auðlindaráðherra að ákveða undir hvaða ráðuneyti málefni LSE skulu vistuð:
Greinagerð:
Aðalfundur LSE telur alveg óviðunandi að Landssamtök skógareigenda séu ekki höfð með í
ráðum þegar málefni skógareigenda eru til umræðu eða ákvarðana innan stjórnsýslunnar. Bent
skal á að nú þegar eru um 600 jarðir með skógræktarsamninga og sjá því skógareigendur um
stóran hluta nýplöntunar og umhirðu skóga á Íslandi. Það er orðið mjög brýnt að finna LSE
stað innan stjórnasýslunnar.
Vísað til allsherjarnefndar
8 Skipað í málefnanefndir og málum vísað til þeirra.
Fundarstjóri les upp nefndaskipan fundarmanna. Þeir sem óska þess að starfa í annarri nefnd
en þeir hafa verið skráðir í er frjálst að skipta um nefnd.
Allsherjarnefnd – Formaður; Oddný Bergsdóttir
Fjárhagsnefnd – Formaður; Hörður Harðarson
Kjörbréfanefnd – Formaður; Hraundís Guðmundsdóttir
Kolefnisnefnd – Formaður; Björn Ármann Ólafsson
Laganefnd – Formaður; Þórarinn Svavarsson
14
9 Fundi frestað, kvöldverðarhlé
10 Nefndarstörf
11 Framhald aðalfundar, nefndir skila áliti.
Kjörbréfanefnd – Guðmundur Sigurðsson
Farið yfir hverjir eru mættir af kjörgengnum félagsmönnum.
Samþykkt: Þeir fulltrúar sem staðfestu viðveru með handauppréttingu, borið upp til
samþykktar.
Fjárhagsnefnd – Formaður; Hörður Harðarson
Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar
Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2015
2011 2012 2013 2014 2015 Breyting
Rekstrartekjur: Áætlun Áætlun frá fyrra ári
Félagsgjöld 1.000.500 882.000 1.110.000 1.460.000 1.800.000 23,3%
Styrkir vegna Árs skóga 1.793.400 0 0 0
Styrkir, Við skógareigendur 0 650.000 515.000 600.000 800.000 33,3%
Búnaðargjald 440.686 470.799 501.815 500.000 500.000 0,0%
Kraftmeiri skógar 0 5.173.509 0 5.000.000 2.000.000 -60,0%
Aðrar tekjur *1 60.000 0 0 0 500.000 100,0%
Vaxtatekjur 59.160 72.496 129.660 70.000 80.000 14,3%
Verkefnasamningur við ríkið 4.000.000 3.400.000 3.000.000 3.000.000 6.000.000 100,0%
Tekjur samtals 7.353.746 10.648.804 5.256.475 10.630.000 11.680.000 9,9%
Rekstrargjöld:
Kostnaður vegna aðalfundar 771.487 978.972 849.488 900.000 900.000 0,0%
Stjórnar- og fundarkostnaður 995.909 1.043.842 1.058.488 800.000 1.200.000 50,0%
Ráðstefnur og námskeið 21.000 29.000 1.364.379 50.000 80.000 60,0%
Sérfræðiþjónusta 226.809 645.274 0 300.000 400.000 33,3%
Rekstur skrifstofu og laun *2 2.151.810 3.122.298 4.748.955 6.700.000 5.606.286 -100,0%
Kostnaður vegna Árs skóga 1.805.674 45.296 0 0
Blaðaútgáfa 565.655 887.124 961.308 800.000 950.000 18,8%
Erlent samstarf 107.732 94.967 0 100.000 -100,0%
Heimasíða 0 535.634 448.995 0 450.000 100,0%
Kraftmeiri skógar / verkefni 0 0 1.807.975 965.000 2.000.000 107,3%
Annar kostnaður 13.795 89.133 0 0
Vaxta- og bankakostnaður 17.925 13.223 50.365 15.000 50.000 233,3%
Gjöld alls 6.677.796 7.484.763 11.289.953 10.630.000 11.636.286 9,5%
Hagnaður ársins 675.950 3.164.041 -6.033.478 0 43.714
Handbært fé 31.12. 4.043.485 7.549.867 1.796.352 1.796.352
Tillögur frá fjárhagsnefnd
15
*1 geri ráð fyrir síðasta hluta styrks frá framleiðnisjóð
*2 Miðað við 80% laun
Samþykkt samhljóða
Kolefnisnefnd – Formaður; Björn Ármann Ólafsson
Tillaga nr. 1
17. aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði í Skagafirði dagana 29-30.ágúst 2014 samþykkir:
Að hvetja skógarbændur til að leita leiða til að finna kaupendur að kolefnisbindingu, t.d.
gegnum umboðsaðila um sölu heimildanna. Má til dæmis gera það með því að þinglýsa kvöð
á viðkomandi skógræktarjörð til handhafa um heimild til að selja ákveðið magn af
kolefnisbindingu á tilteknu tímabili.
LSE komi að málinu með því að standa að baki bændum og hugsanlegum umboðsaðilum
þeirra við að fá staðfesta þá kolefnisbindingu sem átt hefur sér stað á skógræktarjörðinni á
tilteknu tímabili.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 2
17. aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði í Skagafirði dagana 29-30.ágúst 2014 krefst
viðurkenningar stjórnvalda á eignarrétti skógarbænda á kolefnisbindingu trjáa á jörðum sínum
sem stjórnarskrárbundinna réttinda samkvæmt 72.gr. stjórnarskrárinnar og
mannréttindaákvæðum Evrópuráðsins fyrstu grein.
Stjórn LSE finni leið til að framfylgja þessari kröfu.
Samþykkt samhljóða
Allsherjarnefnd – Formaður; Oddný Bergsdóttir
Tillaga nr. 1 – Allsherjarnefnd leggur tillöguna fram óbreytta.
,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn að Miðgarði í Skagafirði 29. og 30. ágúst
2014 fagnar þeim ummælum umhverfis- og auðlindaráðherra að ríkisstjórnin ætli að beita sér
fyrir aukinni skógrækt. Skorar fundurinn á ráðherra að fylgja nú þegar eftir ummælum sínum
og berjast fyrir auknu fjármagni til skógræktar svo framfylgja megi lögum nr. 95 frá 2006
um landshlutaverkefni í skógrækt, þar sem segir m.a.: „ Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt
að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis neðan 400 metra yfir
sjávarmáli.“
Greinargerð
Fagna ber því ef sjá má fyrir endann á áralöngum samdrætti í framlögum ríkisins til
skógræktar. Sá samdráttur sem verið hefur undanfarin ár mun í framtíðinni bitna á
úrvinnsluþáttum skógræktarinnar. Skógrækt sem atvinnugrein er ung og enn í mótun. Því er
mikilvægt að fjármagn sé tryggt til uppbyggingu hennar bæði sem hráefni fyrir skógariðnað
en ekki síður til að byggja upp úrvinnsluþætti fyrir skógarafurðir. Minnkandi fjárveiting
undanfarinna ára hefur bitnað mjög á þessum þáttum og ekki fylgt eftir þeirri metnaðarfullu
framtíðarsýn sem sett er fram í lögum nr.95 frá 2006 um landshlutaverkefni í skógrækt.
16
Skógrækt sem slík er mikilvægur þáttur í að byggja upp vistkerfi landsins ásamt því að gera
landið og samfélagið sjálfbært. Með skógrækt er þannig verið að skapa mun víðtækari
auðlind heldur en einungis timburnytjar. Það fjármagn sem varið er til skógræktar er
fjárfesting til frambúðar í afurðum og lífsgæðum sem samfélagið allt nýtur góðs af. Vissulega
er skjótfenginn gróði ekki í boði en langtímaávöxtun er trygg. Vegna þess er brýnt að
opinberir aðilar standi þétt að baki skógræktinni og tryggi nægt fjármagn til uppbyggingar
atvinnugreinarinnar.
samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 2 – Breytingartillaga allsherjarnefndar.
Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn að Miðgarði í Skagafirði 29-30 ágúst 2014
skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að sjá til þess að möguleikar til skógræktar á
bújörðum verði tryggðir í Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Takmarkanir á skógrækt verði að byggjast á traustum og vel rökstuddum ástæðum þannig að
landeigendur geti nýtt eignarlönd sín í góðri sátt við umhverfi sitt, sér og samfélaginu til
framþróunar.
Greinargerð.
Skógrækt á bújörðum er ein grein landbúnaðar. Víða er skógrækt eina varanlega
jarðvegsverndin og um leið trygg aðferð við geymslu lands fyrir aðra ræktun, s.s
matvælaframleiðslu, í framtíðinni. Skógrækt er afturkræf framkvæmd, sem skilar landinu mun
frjósamara og betur föllnu til annarrar ræktunar eftir að skógur hefur verið felldur. Aukin
skógrækt bætir meðal annars búsetuskilyrði á landinu með því að skapa ný störf.
Í kafla 3.2.4 í drögum að Landsskipulagsstefnu í valkosti A segir að stefnan styðji við
landbúnað og þar með búsetuskilyrði í dreifbýli. Hún styður einnig við sveigjanleika og
þanþol gagnvart umhverfisbreytingum.
Samkvæmt stefnunni segir að skógrækt skuli vera með skipulögðum hætti og unnið verði eftir
skógræktaráætlunum. Skógarbændur sem rækta skóga undir merkjum landshlutaverkefnanna,
vinna eftir skógræktaráætlun sem inniheldur grunnupplýsingar um náttúrufar, landslag,
menningarminjar og fl. Skógræktarsvæðið er flokkað eftir þeim upplýsingum og á grundvelli
þeirra upplýsinga verða til ræktunareiningar með ólíkar áherslur og markmið á mismunandi
svæðum. Gerð er tillaga að framkvæmdum sem taka tillit til umhverfis samtímis því að
framleiðsla og arðsemi skógarins er hámörkuð.
Samþykkt samhljóða
Anna Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og telur að viðbótin feli í sér að takmarkanir verði.
Sæmundur Þorvaldsson sagði vinnu vera í gangi um landsskipulagsstefnu.
Lúðvig tók til máls og ræddi um sjálfræði skógarbænda um staðsetningu skóga.
Tillaga nr. 3 – Allsherjarnefnd leggur tillöguna fram óbreytta en leggur til að setningu í
greinargerð verði sleppt.
Aðalfundur Landssamtakaskógareigenda haldinn í Miðgarði í Skagafirði dagana 29-30 ágúst
samþykir að LSE gerir þá kröfu að öll landshlutaverkefnin í skógrækt sinni lögboðinni skyldu
sinni um að veita framlög til skjólbeltaræktunar á lögbýlum, (sbr. lög nr 95/2006 , 2 mgr.,
3.gr.) og skorar á stjórnir og framkvæmdastjóra LHV, að þau samræmi aðkomu verkefnanna 
17
að þessum málaflokki, hvað varðar réttindi, þjónustu og styrkveitingar vegna
skjólbeltaræktar, með það að markmiði að efla skjólbeltaræktun á landsvísu.
Greinargerð:
Eins og staðan er í dag er allnokkur munur á þjónustu og framlögum verkefnanna í
skjólbeltarækt. Það þýðir í raun mismunun á réttindum landeigenda(lögbýla) eftir búsetu, sem
getur ekki talist ásættanleg staða.
Þörf er á að samhæfa þetta á landsvísu, með áherslu á þrjú atriði:
1. Samræma réttindin til að rækta skjólbelti með framlögum frá LHV
2. Samræma þjónustuna sem verkefnin veita í skjólbeltarækt
3. Samræma framlögin/styrkupphæðir sem verkefnin veita til skjólbeltagerðar
Markmið samræmingarinnar er að allir hafi aðgang að faglegri ráðgjöf, og sambærilegum
stuðningi LHV til að koma upp skjólbeltum, og stuðla þannig að aukinni skjólbeltaræktun á
landsvísu.
Aukin skjólbeltarækt er, eins og skógrækt, mikilvægur þáttur í hagkvæmari landnýtingu. Hún
getur bætt aðstæður til ræktunar og annarrar starfsemi, og styður þannig jafnt við hefðbundin
landbúnað, skógrækt, garðyrkju, ferðaþjónustu og ýmsa aðra starfsemi.
Með aukinni þátttöku landeigenda í sveitum landsins í skjólbeltarækt, skapast einnig breiðari
samstaða um samspil hefðbundins landbúnaðar, skjólbelta og ýmis konar skógræktar , svo
sem akurskóga, beitarskóga, hefðbundinna viðarframleiðsluskóga o.s.frv
samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 4 – Breytingartillaga allsherjarnefndar
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði Skagafirði 29. og 30. ágúst 2014 skorar á atvinnuvegaog
nýsköpunarráðuneytið að endurskoða skráningu eyðibýla í jarða- og lögbýlisskrám.
Greinagerð
Ekki virðist vera samræmi á milli hvaða búskapur er stundaður á lögbýlum til að viðkomandi
jörð geti kallast í ábúð. Eyðibýli kallast bújörð (tún og fasteignir) sem ekki er í ábúð og er
ekki nýtt lengur til búskapar af eiganda (s.b. frjálsa alfræðiritið Vikipendia).
Samkvæmt jarðalögum frá 2004 er eyðijörð skilgreind sem „jörð sem ekki hefur verið setin í
fimm ár eða lengur án tillits til þess hvort hún er lögbýli eða ekki, nema sveitarstjórn og
jarðeigandi hafi samþykkt að ábúanda sé ekki skylt að búa á jörð“.
Ljóst má vera að skógrækt á jörðum kallar oft á tíðum á mikla umsetningu og ekki viðunandi
að viðkomandi lögbýli falli sjálfkrafa undir orðið eyðibýli í jarða- og lögbýlisskrám.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 5 – Breytingartillaga allsherjarnefndar
„Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði Skagafirði 29. og 30. ágúst 2014 skorar á stjórn og
framkvæmdastjóra LSE að beita sér fyrir því að framkvæmdastjórar landshlutaverkefnanna og
Ríkiskaup framfylgi stöðlum um gæði og heilbrigði plantna sem verkefnin kaupa“
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 6 – Allsherjarnefnd leggur til að tillagan falli inn í tillögu nr. 4 frá stjórn LSE.
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði Skagafirði 29.og 30. Ágúst 2014 skorar skorar á
ríkisstjórn Íslands að stórauka fjárveitingar til landshlutaverkefnanna í skógrækt.
18
Greinagerð.
Fjárveitingar til skógræktar hafa verið skornar niður um liðlega 40% að raunvirði og á það
jafnt við landshlutaverkefni í skógrækt, Skógrækt ríkisins og aðra skógræktaraðila. Í 1. gr.
laga um landshlutaverkefni segir: „Í því skyni að skapa skógarauðlind á Íslandi, rækta
fjölnytjaskóga og skjólbelti, treysta byggð og efla atvinnulíf, skal eftir því sem nánar er
ákveðið í fjárlögum hverju sinni veita fé til verkefna í skógrækt sem bundin eru við sérstaka
landshluta. Í hverju landshlutaverkefni skal stefnt að ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af
flatarmáli láglendis neðan 400 m yfir sjávarmáli.“ 5% af landi neðan 400 m hæðar yfir sjó
eru samtals 214.000 hektarar. Árið 2010 voru 576 skógarbændur með samning við
landshlutaverkefni í skógrækt um 48.100 hektara lands. Þá var búið að gróðursetja í 18.400
hektara af þessu landi. Byggðamarkmið verkefnanna hafa náðst og nánast öll framleiðsla og
vinna við skógræktina er í hinum dreifðu byggðum. Atvinnusköpun í landshlutaverkefnum í
skógrækt fyrir árin 2001–2010 hafa verið metin og á þessu tímabili voru á ári hverju að
meðaltali 81 launað ársverk auk um 50 óbeinna ársverka í nærsamfélaginu. Þar að auki
skiluðu skógarbændur um 20 ársverkum í ólaunaðri sjálfboðavinnu við ræktun sína. Ljóst er
að tækifæri til fjölþættrar atvinnuuppbyggingar í skógrækt eru mikil. Mikil verðmæti eru
fólgin í þeirri reynslu og þekkingu sem til staðar er í landshlutaverkefnunum sem nýta mætti
betur með aukinni starfsemi.
Hraða þarf endurreisn skógarauðlindar á Íslandi í þágu lands og þjóðar. Samkvæmt
skógræktarstefnu sem gefin var út og kynnt í febrúarmánuði 2013, er markmiðið að tífalda
þekju skóga fyrir aldamótin 2100, þannig að skógar Íslands vaxi úr núverandi 1,2% í a.m.k.
12% af flatarmáli Íslands. Í stefnunni er áhersla lögð á að auka skógrækt þar sem viðarnytjar
eru meðal markmiða og að tryggja að umfang, framleiðsla og gæði skógarauðlindarinnar geti
staðið undir arðbærum nytjum. Ná skuli sem mestum ávinningi af stækkandi skógarauðlind
Íslands á sjálfbæran hátt, ýta undir þróun úrvinnsluiðnaðar og samþætta skógrækt öðrum
landnýtingarkostum og atvinnugreinum. Í skógræktarstefnunni er einnig fjallað um nauðsyn
þess að efla rannsóknir og þróunarstarf í skógrækt.
Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi haldinn í Kaupfélaginu á Breiðdalsvík 23.
mars 2014 skorar á ríkisstjórn Íslands að stórauka fjárveitingar til landshlutaverkefnanna í
skógrækt.
Samþykkt samhljóða
Tillaga 7
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði Skagafirði 29. og 30. ágúst 2014 skorar á umhverfis- og
auðlindaráðherra að beina því til ráðuneyta sinna að hafa fullt samráð við LSE þegar
ákvarðanir verða teknar um málefni skógræktar í landinu. Jafnframt beinir fundurinn því til
ráðherra, að við breytingar á stjórnarráðinu verði öll málefni skógræktar vistuð í sama
ráðuneyti.
Greinagerð
Aðalfundur LSE telur alveg óviðunandi að Landssamtök skógareigenda séu ekki höfð með í
ráðum þegar málefni skógareigenda eru til umræðu eða ákvarðanna innan stjórnsýslunnar.
Bent skal á að nú þegar eru um 600 jarðir með skógræktarsamninga og sjá því skógareigendur
um stóran hluta nýplöntunar og umhirðu skóga á Íslandi. Það er orðið mjög brýnt að finna
LSE stað innan stjórnasýslunnar.
Samþykkt samhljóða
19
Laganefnd – Formaður; Þórarinn Svavarsson
Tillaga nr. 1 - Laganefnd leggur tillöguna fram óbreytta
Aðalfundur LSE haldinn að Miðgarði í Skagafirði 29.-30. ágúst 2014 mælist til þess að
aðildarfélög LSE samræmi lög sín, eins og hægt er, og aðlagi að lögum LSE.
Greinargerð
Öllum aðildarfélögum LSE ber að starfa eftir lögum LSE og þurfa að gæta þess að aðlaga sín
lög að lögum LSE, ef þörf er á. Einnig er brýnt að lög aðildarfélagana séu samræmd svo allir
félagsmenn LSE sitji við sama borð og starfi eftir sama lagaramma.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 2 – Tillögur laganefndar að lagabreytingum
„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Miðgarði í Skagafirði 29. og 30.
ágúst 2014 samþykkir eftirfarandi breytingar á lögum samtakanna. „
1. gr.
Félagið heitir Landssamtök skógareigenda, skammstafað LSE. Heimili þess og varnarþing er
heimili formanns hverju sinni.
Merki (logo) félagsins er þrír grænir fletir á hvítum grunni, sem merkir samfellu skóga. Nafn
samtaka er undir í svörtu letri. Litirnir í merkinu eru pantone 343,356,368.
2. gr.
Félagið er landssamtök félaga skógarbænda. Skógarbóndi telst hver sá sem uppfyllir skilyrði
3. greinar samþykkta Bændasamtaka Íslands3
og í atvinnuskyni stundar skógrækt til einhverra
nota, s.s. fjölbreytts skógariðnaðar, ferðaþjónustu, útivistar eða landgræðslu.
Samþykkt samhljóða
3. gr.
Tilgangur samtakanna er:
1. Að sameina alla skógarbændur landsins í ein búgreinasamtök.
2. Að bæta aðstöðu skógræktar sem atvinnugreinar í sem víðustum skilningi, bændastéttinni
til hagsbóta.
3. Að vera samtök og málsvari þeirra sem stunda skógrækt á bújörðum.
4. Að annast samskipti og samningagerð fyrir hönd félagsmanna við opinbera aðila eða aðra
þá sem þeir óska. Einnig við hliðstæð samtök erlendis.
5. Að hvetja til rannsókna og fræðslu atvinnugreininni til hagsbóta.
6. Að leita leiða til að koma afurðum skógarins í verð.
Samþykkt samhljóða
4. gr.

1 3. grein Aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og
stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota enda séu þeir aðilar að þeim félögum og
félagasamtökum sem talin eru í 2. grein. Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda búrekstur í
eigin nafni eða annarra.
Bændum, sem hætt hafa búskap vegna aldurs eða heilsubrests, skal heimil áframhaldandi þátttaka í
viðkomandi félagi með fullum félagsréttindum, hafi þeir áfram búsetu á hlutaðeigandi félagssvæði.
Undir búrekstur fellur hvers konar búfjárrækt, jarðrækt, skógrækt, garðrækt og ylrækt. Einnig
eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafiska, nýting hlunninda,
framleiðsla og þjónusta.
20
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna og skal haldinn fyrir 1. nóvember ár
hvert. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað með tölvupósti eða öðrum
sambærilegum hætti með minnst 14 daga fyrirvara.
Stjórn samtakanna getur boðað til aukafundar þegar hún telur ástæðu til og aukafund skal
halda ef þriðjungur félagsmanna æskir þess. Aðalfund sitja með fullum réttindum allir
félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald til LSE sem ákveðið er á aðalfundi.
Lögaðilar svo sem einkahlutafélög, félagsbú eða sameignarfélög geta einnig talist félagar að
LSE samkvæmt þessari grein..
Á aðalfundi skal stjórn leggja fram til umræðu og samþykktar:
1. Skýrslu um störf samtakanna á sl. ári.
2. Endurskoðaða reikninga fyrir sl. almanaksár.
3. Fjárhagsáætlun og tillögur um starfsemi samtakanna á næsta ári.
Samþykkt samhljóða
5. gr.
Stjórn LSE skipa fimm menn einn frá hverju félagssvæði kosnir á aðalfundi leynilegri
kosningu og skulu allir félagsmenn vera í kjöri. Eigi skal sami maður sitja í stjórn nema átta
ár samfellt.
Fyrst skal kosinn formaður í beinni kosningu. Fái enginn meira en helming greiddra atkvæða
skal kosið aftur bundinni kosningu milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu. Ef jafn verður
að nýju skal hlutkesti varpað.
Síðan skal kjósa fjóra meðstjórnendur. Náist ekki niðurstaða um hverjir séu rétt kjörnir
stjórnarmenn í einni umfer kosninga, skal kosið aftur bundinni kosningu milli þeirra sem
jafnir eru. Sé jafnt að nýju skal hlutkesti varpað. Síðast skal kjósa fimm til vara/varamenn,
einn frá hverju félagssvæði.
Stjórnin skiptir með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda svo fljótt
sem kostur er.
Tveir skoðunarmenn og tveir til vara skulu kosnir til eins árs.
Heimilt er að skipa uppstillinganefnd vegna kosninga á aðalfundi, enda hafi fundarstjórum
borist tilaga um slíkt í upphafi fundar. Uppstillinganefnd skal skipuð þremur
aðalfundarfulltrúum og skal hún skila inn tillögum um jafn marga einstaklinga og kjósa skal,
að öðrum kosti telst tillagan ekki gild.
Stjórn samtakanna fer með málefni samtakanna á milli aðalfunda. Stjórnin heldur skrá yfir
félaga og skal hún liggja frammi á aðalfundi.
Hún má ekki skuldbinda samtökin fjárhagslega umfram það sem fram kemur í samþykktum
aðalfundar.
Formaður er fulltrúi samtakanna á Búnaðarþingi.
Bókun: Túlkun fundarins er að varaformaður tekur sæti formanns á Búnaðarþingi
Bókunin og grein 5 samþykkt samhljóða í heild sinni
21
6.gr.
Stjórn Landssamtaka skógareigenda getur veitt viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu
skógareigenda. Viðurkenningarnar skulu byggðar á reglugerð sem stjórnin semur og er
samþykkt af aðalfundi LSE.
7. gr.
Lög þessi öðlast gildi með samþykkt stofnfundar samtakanna. Tillögur til lagabreytinga skulu
berast stjórn samtakanna eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund og skulu þær sendar út með
fundarboði. Til að breyta lögum þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi4
.
8. gr
Verði landssamtökin lögð niður taka Bændasamtök Íslands eignir þeirra til varðveislu á
verðtryggðum reikningi uns önnur hliðstæð samtök hafa verið stofnuð og gera kröfu í eignir
þeirra fyrri.“
Fundarstjóri ber upp lögin í heild sinni og þau eru samþykkt samhljóða.
Reglugerð um heiðursviðurkenningar LSE
1. grein
Stjórn LSE getur kosið heiðursfélaga. Heiðursfélögum skal við hátíðlega athöfn afhent
skrautritað heiðursfélagaskjal LSE áritað af stjórn, sem er æðsta viðurkenning samtakanna.
Heiðursfélaga skal aðeins tilnefna þá sem hafa unnið áralangt heillaríkt starf fyrir
skógareigendur og gegnt veigamiklu ábyrgðarhlutverki fyrir landssamtökin. Þessa sæmd má
einnig sýna merkum brautryðjendum skógareigenda. Tilnefndur heiðursfélagi skal hafa hlotið
gullmerki LSE.
2. grein
Gullmerki LSE er næstæðsta sæmdarviðurkenning LSE. Viðtakandi verður að hafa unnið í
mörg ár árangursríkt starf fyrir skógareigendur t.d. verið a.m.k. 6 ár í stjórn LSE eða
einstaklingi sem starfað hefur a.m.k. í aldarfjórðung til heilla fyrir skógareigendur. Veita skal
þessa viðurkenningu við sérstök tækifæri t.d. afmæli einstaklings eða skógarbændafélags,
Stjórn LSE veitir gullmerki LSE.
3. grein
Reglugerð þessi öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt á ársfundi LSE.
Fjárhagsnefnd – Formaður; Hörður Harðarson

2 Stofnfundur LSE var haldinn 28. júní 1997 á Hallormsstað.
Lögum LSE var breytt á aðalfundi samtakanna 2008, 2013 og 2014
22
Tillaga nr. 1- Breytingartillaga fjárhagsnefndar.
Stjórn LSE leggur til að árgjald til LSE 2015 verði 2500 kr. á hvern félagsmann.
Framkvæmdastjóri sendir reikning fyrir félagsgjöldum til stjórnar aðildarfélaganna í byrjun
árs og eindagi reikningsins verður 1. júní ár hvert.
Greinargerð
Miðað við núverandi fyrirkomulag á innheimtu árgjalda, þar sem hver skógarjörð greiðir eitt
gjald, má færa rök fyrir því að hver skógarjörð hafi aðeins eitt atkvæði á aðalfundi LSE svo
fulls samræmis sé gætt milli félagsmanna miðað við árgjald, óháð fjölda eignaraðila hverrar
skógarjarðar. Stjórn LSE leggur til að þessu verði breytt á þann veg að árgjald til LSE verði
framvegis innheimt á hvern félagsmann. Með því er ætlunin að taka af allan vafa um
réttmæti félagsmanna til fundarsetu á aðalfundi LSE, með fullum réttindum.
Brynjar Skúlason lagði fram breytingartillögu um að breytingartillagan verði tekin út.
Guðmundur Sigurðsson tók undir tillögu Brynjars.
María Ingvadóttir tók til máls og skýrði frá að á Suðurlandi sé árgjald á jörð 5.000 og af því
fái LSE 3.000.
Fundarhlé
Umræðu um 1. tillögu fjárhagsnefndar haldið áfram.
Fundarstjóri leggur fram breytingartillögu frá Bergi Torfasyni að árgjald verði 3000 kr. af
jörð og hver félagsmaður greiði 500 kr.
Anna Guðmundsdóttir spyr ef um hlutafélag sé að ræða, greiðir þá hver hluthafi 500 kr. ?
Freyr Erlingsson spyr „hverjir hafa atkvæðisrétt ? „
Fram kom að það væru skráðir félagsmenn sem hafi greitt árgjald.
Páll Ingvarsson kvaddi sem hljóðs og sagði að hjá FSN detti félagsmenn sjálfkrafa út ef þeir
skulda félagsgjöld 3 ár í röð.
Bergur Torfason kvaddi sér hljóðs og leggur til að félagsgjald á jarðir verði 4.000 kr.
Fundarstjóri vísar málinu til fjárhagsnefndar fram yfir kosningar.
Tillaga nr. 2 - Hörður kynnir tillögu fjárhagsnefndar
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði 29.-30. ágúst 2014 leggur til að fjárhagsnefnd geri
tillögur að launum stjórnarmanna LSE fyrir árið 2015.
Fjárhagsnefnd leggur til að stjórnarlaun fyrir starfsárið 2014-2015 verði:
• Formaður 150.000 kr.
• Aðrir stjórnarmenn 100.000 kr.
Fundarstjóri gerir athugasemdir við að starfsárið sé 2014-2015, það eigi að vera almanaksár
því það er reikningsárið.
Björn tekur til máls og leggur áherslu á að rætt sé um fjárhagsárið 2015.
Edda tekur til máls. Tók undir orð Björns.
Fundarstjóri vísar tillögunni aftur til fjárhagsnefndar
23
Tillaga fjárhagsnefndar með breyttu ártali.
Aðalfundur LSE haldinn í Miðgarði 29.-30. ágúst 2014 leggur til að fjárhagsnefnd geri
tillögur að launum stjórnarmanna LSE fyrir árið 2015.
Fjárhagsnefnd leggur til að stjórnarlaun fyrir árið 2015 verði:
• Formaður 150.000 kr.
• Aðrir stjórnarmenn 100.000 kr.
Samþykkt samhljóða
Tillaga nr. 3
Laun stjórnarmanna fyrir árið 2014 verði óbreytt eins og þau voru 2013 sem ákveðið var á
aðalfundi 2012. Formaður fái 126.000 kr. gjaldkeri 95.000 kr. og aðrir stjórnarmenn 84.000
kr.
Samþykkt samhljóða
Ársreikningur 2013
Fjárhagsnefnd leggur til að ársreikningur 2013 verði samþykktur eins og hann var kynntur á
fundinum í gær.
Samþykkt samhljóða
12 Kosningar
Kosning formanns.
Fundarstjóri lýsti eftir tillögum og gaf kost á framboðsræðum.
Jóhann Gísli Jóhannsson gefur áfram kost á sér í formannssætið.
Kosningar fóru svo: Jóhann Gísli Jóhannsson hlaut 52 atkvæði og 3 aðrir hlutu samtals 8
atkvæði.
Kosning annarra aðalmanna í stjórn.
Kjósa skal 1 af hverju félagssvæði. Fundarstjóri gefur kost á framboðsræðum.
Bergþóra Jónsdóttir aðalmaður Vesturlands biðst undan kjöri.
Hraundís Guðmundsdóttir Rauðsgili Borgarfirði býður sig fram sem aðalmann fyrir
Vesturland.
María E. Ingvadóttir gefur kost á sér áfram fyrir Suðurland.
Anna Ragnarsdóttir gefur áfram komst á sér fyrir Norðurland.
Jóhann Björn Arngrímsson tilkynnir að Sighvatur Þórarinsson gefi áfram kost á sér fyrir
Vestfirði.
Kosningar fóru svo:
Hraundís Guðmundsdóttir hlaut 56 atkvæði
Sighvatur Þórarinsson hlaut 56 atkvæði
Anna Ragnarsdóttir hlaut 52 atkvæði
María Ingvadóttir hlaut 35 atkvæð
Kosning varamanna í stjórn.
24
Austurland, Björn Ármann Ólafsson
Suðurland, Sigríður Hjartar.
Vesturland, Bergþóra Jónsdóttir
Vestfirðir, Jóhann Björn Arngrímsson
Norðurland, Arnþór Ólafsson
Kjör skoðunarmanna
Aðalmenn voru kjörnir Anna Björgvinsdóttir og Jóhanna H. Sigurðardóttir
Varamenn voru kjörnir Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Jónsson.
13 Framhald aðalfundar
María Ingvadóttir kvaddi sér hljóðs og fór með vísu
Rögnvaldur ræður okkur frá
að rækta skóg í túni
puntur, snarrót og sinan grá
sýnist honum fögur þótt fúni
Í fögrum skógi er gott í skjóli
og skógur er aðalprýði á hverju byggðu bóli.
14 Nefndir skila áliti - framhald
Tillaga nr. 1- Hörður Harðarson kynnti breytingartillögu fjárhagsnefndar.
Stjórn LSE leggur til að árgjald til LSE 2015 verði 3000 kr. á hverja jörð og 1.000 á hvern
félagsmann. Framkvæmdastjóri sendir reikning fyrir félagsgjöldum til stjórnar
aðildarfélaganna í byrjun árs og eindagi reikningsins verður 1. júní ár hvert.
Greinargerð
Miðað við núverandi fyrirkomulag á innheimtu árgjalda, þar sem hver skógarjörð greiðir eitt
gjald, má færa rök fyrir því að hver skógarjörð hafi aðeins eitt atkvæði á aðalfundi LSE svo
fulls samræmis sé gætt milli félagsmanna miðað við árgjald, óháð fjölda eignaraðila hverrar
skógarjarðar. Stjórn LSE leggur til að þessu verði breytt á þann veg að árgjald til LSE verði
framvegis innheimt á hvern félagsmann. Með því er ætlunin að taka af allan vafa um
réttmæti félagsmanna til fundarsetu á aðalfundi LSE, með fullum réttindum.
Samþykkt samhljóða
Hörður Harðarson skýrir breytingartillögu laganefndar að fjárhagsáætlun 2015
Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2015
2011 2012 2013 2014 2015 Breyting
Rekstrartekjur: Áætlun Áætlun frá fyrra ári
Félagsgjöld 1.000.500 882.000 1.110.000 1.460.000 2.500.000 23,3%
Styrkir vegna Árs skóga 1.793.400 0 0 0
Styrkir, Við skógareigendur 0 650.000 515.000 600.000 800.000 33,3%
Búnaðargjald 440.686 470.799 501.815 500.000 550.000 0,0%
Kraftmeiri skógar 0 5.173.509 0 5.000.000 2.000.000 -60,0%
Aðrar tekjur *1 60.000 0 0 0 500.000 100,0%
Vaxtatekjur 59.160 72.496 129.660 70.000 80.000 14,3%
25
Verkefnasamningur við ríkið 4.000.000 3.400.000 3.000.000 3.000.000 6.000.000 100,0%
Tekjur samtals 7.353.746 10.648.804 5.256.475 10.630.000 12.430.000 9,9%
Rekstrargjöld:
Kostnaður vegna
aðalfundar
Stjórnar- og fundarkostnaður 771.487 978.972 849.488 900.000 800.000 0,0%
Ráðstefnur og námskeið 995.909 1.043.842 1.058.488 800.000 1.300.000 50,0%
Sérfræðiþjónusta 21.000 29.000 1.364.379 50.000 80.000 60,0%
Rekstur skrifst og laun *2 226.809 645.274 0 300.000 400.000 33,3%
Kostnaður vegna Árs skóga 2.151.810 3.122.298 4.748.955 6.700.000 5.606.286 -100,0%
Blaðaútgáfa 1.805.674 45.296 0 0
Erlent samstarf 565.655 887.124 961.308 800.000 950.000 18,8%
Heimasíða 107.732 94.967 0 100.000 -100,0%
Kraftmeiri skógar /
verkefni 0 535.634 448.995 0 300.000 100,0%
Annar kostnaður 0 0 1.807.975 965.000 2.000.000 107,3%
Vaxta- og bankakostnaður 13.795 89.133 0 0
Gjöld alls 17.925 13.223 50.365 15.000 30.000 233,3%
Hagnaður ársins 6.677.796 7.484.763 11.289.953 10.630.000 11.466.286 9,5%
Handbært fé 31.12. 675.950 3.164.041 -6.033.478 0 963.714
4.043.485 7.549.867 1.796.352 1.796.352
*1 geri ráð fyrir síðasta hluta styrks frá framleiðnisjóð
*2 Miðað við 80% laun
Samþykkt samhljóða
Fundarstjóri ber upp tillögu að fundarstjóri og ritarar fái að ganga frá fundargerð sem síðan
verður sett inn á netið.
Samþykkt samhljóða
15 Önnur mál
Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi ritnefndar „Við skógareigendur“ kynnti málefni er varða efni
blaðsins og tilgang þess. Það hafi komið fyrir að greinar sem birtast eigi í blaðinu hafi birst í
öðrum blöðum áður en Við skógareigendur komi út. Gæta þess að semja við greinahöfunda að
birta ekki greinar sínar annarsstaðar fyrr en okkar blað er komið út.
16 Aðalfundi slitið
Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE slítur fundi og þakkar kosningu, bíður Hraundísi
velkomna í stjórn og þakkar starfsmönnum fundarins.
Bergþóra Jónsdóttir Helga Bergsdóttir
 (sign) (sign)
26

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089