Verkefni mars mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur
Þegar snjórinn fer og veðrið fer að hlýna er upplagð að fara út í jólatrjáareitinn og athuga hvernig staðan er eftir veturinn. Upplagt er að skoða eldri plöntur til að athuga snjóbrot og annað sem þarf að laga. Hægt er að formklippa og klippa legginn um leið það er autt. Formklipping er gerð þegar trén eru komin í u.þ.b. 1 m hæð. Greni og þin er auðveldast að klippa inn í keiluform með hekkklippum. Greinar á furu er sverari og því auðveldari að klippa með handklippum. Fura er meira kúlulaga að formin og því breiðari miðað við greni og þin (Mynd 1). Leggurinn er klipptur til að auðvelda vinnuna þegar tími er komin til að höggva tréð. Hér eru neðstu greinarnar klipptar í burtu þannig að 10 til 15 neðstu cm leggsins séu greinlausir. Myndin hér að neðan er frá Noregi og sýnir hún reit með jallaþin. Öll trén á ákveðnum aldri verða klippt að neðan. Það auðveldur líka illgresiseitrun sem nánast alltaf er gerð með vélknúnu tæki.
Mynd 1. Grunnform af greni og þinur til vinstri sem eiga að hafa keiluform. Til hægri er grunnform af furu sem er meira kúlulaga. Í Noregi er Glyfosat (roundup) aðallega notað sem illgresiseyðir og MCPA gegn elftingu o.fl.. Sumir ræktendur vilja losna við allan samkeppnisgróður meðal annars til að minnka hættu á frostskemmdum. Glufosat var lengi talið meinlaus fyrir fólk og umhverfi en fleiri rannsóknir benda til að Glufosat geti verið krabbameinsvaldandi, sérstaklega við lágan styrkleika. Áhugasamir geta lesið meira í grein sem er aðgengileg á netinu (Glyphosate, pathway to modern diseases IV: cancer and related pathologies. Journal of biological physics and chemistry. January 2015).
Mynd 2. Reitur með fjallaþin frá Noregi. Neðstu greinar hafa verið fjarlægðar til að mynda legg. Fréttir um sölu jólatrjáa 2015 Sala íslensk ræktaðra jólatrjáa hefur aukist milli ára bæði hjá Skógrækt ríkisins og skógarbændum. Samtals voru selda 2098 tré 2015 (Tafla 1). Niðurstöður frá skógræktarfélögum eru ekki enn komnar en skv. upplýsingum frá Skógræktarfélagi Íslands var salan svipuð og 2014. Tafla 1. Sala jólatrjáa 2014 og 2015 hjá Skógrækt ríkisins, skógarbændum o.f. og bændum á Suðurlandi. Seldar tegundir voru stafafura (SF), rauðgreni (RG), sitkagreni (SG), blágreni (BG), fjallaþinur (FÞ) og óskilgreindar tegundir (ÓT). Upplýsingar frá Skógrækt ríkisins og LSE, febrúar 2015.
Aðili SF RG SG BG FÞ ÓT Alls
2014
Skógræktarfélög ?
Skógrækt ríkisins 311 494 84 416 100 1 1406
Skógarbændur o.fl 285 52 71 408
Bændur á Suðurlandi 17 3 20
Samtals 2014 596 546 84 504 103 1 1834
2015
Skógræktarfélög ?
Skógrækt ríkisins 520 405 70 452 85 4 1536
Skógarbændur o.fl 407 47 90 544
Bændur á Suðurlandi 19 3 22
Samtals 2015 927 452 70 561 2098
Þetta er lítil en samt mjög jákvæð þróun og á vonandi eftir að aukast enn frekar á komandi árum. Með aukinni umfjöllun í fjölmiðlum eins og var 2015 ásamt meiri fókus á sjálfbærni má vonast til að Íslenskir neytendur fá meiri áhuga og skilning á mikilvægi þess að kaupa okkar tré. Ef horft er til innflutnings erlendra jólatrjáa hefur þeim fækkað miðað við 2014. Hins vegar hefur magn innfluttra greina aukist milli ára (Mynd 3 og 4). Ef meðalvigt á innfluttu jólatré er 7 kg voru rúm 29.000 tré flutt til landsins skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það er þó ekki víst að öll hafi verið seld. Mynd 3. Innflutt jólatré frá Danmörku (grænar súlur). Mynd 4. Innflutt jólagreina frá Danmörk (gular súlur). (www.hagstofa.is gögn sótt 05.02.2016). Þegar horft er á innflutt gerviefni frá Kína sem tengist jólaskrauti og gervijólatrjám kemur í ljós að innflutningurinn hefur ekki verið meiri síðan 2010. Skv. tölum frá Hagstofu Íslands voru 2010 flutt til landslins 128.700 kg. Síðan dró töluvert úr innflutningnum en hann jókst aftur 2015 og var samtals 125.494 kg síðustu fjóra mánuði 2015 (Mynd 5). Samkvæmt könnun frá Carpacent var skipting milli notkunar gervijólatrjáa og lifandi jólatrjáa 2015 orðað eftirfarandi: „Nær 86% þeirra sem könnunin náði til eru með jólatré. Rúmlega 55% eru með gervitré en nær þriðjungur með lifandi tré. Fólk á aldrinum 40-50 ára er helst með jólatré en yngsti og elsti aldurshópurinn er síst með tré. Fólk með börn á heimilinu er líklegra en fólk sem býr án barna, bæði til að vera með jólatré og til að vera með lifandi tré” (www.capacent.is/um-capacent/frettir/2015/jolavenjur-islendinga-3/). Mynd 5. Innflutt jólaskraut og gervijólatré frá Kína í kílóum. Aðal innflutninginn fer fram í október (www.hagstofa.is gögn sótt 05.02.2016). Spurning er hvort það er í raun og veru glóra í að hamast við að framleiða jólatré á Íslandi þegar meiri hluti Íslendinga velja gervijólatré og hátt í 80% af þeim sem eru með lifandi jólatré eru með hinn danskan nordmannsþin? Að mínu mati er bara spurning um að bíða eftir næstu tískusveiflu og eftir að Glufosat verði bannað að nota við jólatrjáaræktun erlendis. Bara halda áfram að gróðursetja barrtré fyrir jólatré, að sinna trjánum og að læra á ræktunarferlið í ró og næði. Okkar tími mun koma! EM, 05.03.2016