top of page

Skógrækt á tímum hnattrænnar hlýnunar

Tími 8:00

Tré eru langlífustu lífverur jarðarinnar. Til eru broddfurur sem hafa náð meira en 5000 ára aldri og ætlað er að rauðgrenitré eitt í Svíþjóð og einstaka græður nöturaspar í Klettafjöllum séu allt að 10.000 ára gamlar. Í Stöðvarfirði vex blæaspargræða á 40 hekturum lands sem líklega hefur tórt þar í aldir eða árþúsund. Ísland er einangrað land og eftir ísöld hefur verið þar einhæfur skógur. Nú er það að breytast með aukinni skógrækt. Við þær loftslagsbreytingar sem nú eru að verða þarf að huga að framtíðinni, bæði til að vernda megi þær tegundir sem hér hafa verið lengi og til að laga skógræktina að breyttu veðurfari. Á alþjóðlegum degi skóga vonar Skógrækt ríkisins að fólk hugsi hlýlega til skóganna og hvað þeir gefa okkur í formi andlegra og veraldlegra gæða. Á tímum hraðfara breytinga er ekki sjálfgefið að þeir standist allir álagið. Nauðsynlegt er að vinna að vernd, eflingu og sjálfbærri nýtingu þeirra svo þeir megi til frambúðar verða okkur til gagns og yndis.

bottom of page