top of page

Aðalfundur LSE 2015

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda 2015 Haldinn á Hótel Stykkishólmi 2. – 3. október 2015 2 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda Dagskrá fundarins: Föstudagur 2. október Kl. 14.00 til 16:00 Aðalfundur LSE Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE. Kl. 14:15 Kosnir starfsmenn fundarins Kl. 14:20 Skýrsla stjórnar Kl. 14:30 Ávörp gesta Kl. 14:45 Umræða um skýrslu stjórnar Kl. 15:15 Mál lögð fyrir fundinn Kl. 15:45 Málum vísað til nefnda Kl. 16:00 Fundi frestað – kaffihlé Kl. 16:15 Málþing: Skógarnytjar á Vesturlandi / Úttekt á árangri í skógrækt hjá LHV. Kl. 16:15 Skógarnytjar á Fitjum – Hulda Guðmundsdóttir Kl. 16:35 Ilmkjarnolíur - unnar úr skóginum – Hraundís Guðmundsdóttir Kl. 16: 55 Kaffihlé Kl. 17:00 Kynning á gæða – og árangursmati LHV – Valgerður Jónsdóttir Kl. 17:30 Hópavinna um árangur í skógrækt, leiðir til úrbóta Kl. 18:15 Niðurstaða hópavinnunnar Kl. 18:45 Matarhlé. Fundi fram haldið. Kl. 20:00 Nefndarstörf Kl. 21:00 Ársfundur jólatrjáaræktenda Kl. 21:00 Ræktun fjallaþins sem jólatré á Íslandi - Brynjar Skúlason Kl. 21:20 Staðan í dag - Else Möller Kl. 21:40 Umræður og önnur mál Kl. 22:00 Fundi slitið Laugardagur 3. október Kl. 8:00 Morgunverður. Kl. 9:00 Framhald aðalfundar / nefndarstörf – nefndir skila áliti. Kl. 11:30 Kosningar: ➢ Formannskjör ➢ Fjórir menn í stjórn ➢ Fimm varamenn í stjórn ➢ Tveir skoðunarmenn og tveir til vara Kl. 12:00 Önnur mál. Kl. 12:30 Fundarlok. Kl. 12:30 Hádegisverður. Kl. 13:30 Sprotafyrirtækið Rootopia kynnir nýja tækni - Sigurbjörn Einarsson Vélvæðing framleiðslu lífefldra hnausplanta – hámarks lifun og snemmborinn æskuvöxtur. Kl. 14:00 Skógarganga Kl. 17:00 Komið í hús. Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda. 3 1. Setning aðalfundar. Formaður LSE, Jóhann Gísli Jóhannsson, setti fund og bauð gesti velkomna. 2. Kosning starfsmanna fundarins. Starfsmenn fundarins skipaðir; Guðbrandur Brynjúlfsson fundarstjóri og Þórunn Sveinbjörnsdóttir til aðstoðar, Freyja Gunnarsdóttir fundarritari og henni til aðstoðar Halla Guðmundsdóttir . Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár. 3. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE flutti fundinum kveðju Sighvats Þórarinssonar, sem ekki áttu heimangengt sem og kveðju Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Flutti Jóhann Gísli síðan skýrslu stjórnar og fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Skýrsla formanns fylgir fundargerð. Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri LSE fór yfir helstu störf framkvæmdastjóra frá síðasta aðalfundi og hvað væri framundan. Skýrsla framkvæmdastjóra fylgir fundargerð. María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2014. Niðurstöður rekstrarreiknings; Rekstrartekjur 13.331.547 Rekstrargjöld 13.560.962 Rekstrartap (356.878) Niðurstöður efnahagsreiknings; Eignir 3.480.668 Eigið fé 1.673.346 Eigið fé og skuldir 3.480.668 4. Ávörp gesta Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-og auðlindaráðherra ávarpaði fundinn. Sagðist vera ánægð með að fá að vera viðstödd og sagðist samtökin hafi eflst á undanförnum árum. Sagði LSE vera mikilvæg félagslega fyrir skógarbændur til að koma saman og ræða sín mál. Sagði umræðu um umhverfismál minna sig á umræðuna um jafnréttismál – umhverfismál væru lífsstíll líkt og jafnréttismál. Sagði frá því starfi sem hefur farið fram í ráðuneytinu um sameiningarmál, starfshópur sem var skipaður mælir með sameiningu en hópurinn er nýlega búin að leggja fram skýrslu. Ráðherra segir nauðsynlegt að þetta gerist fljótt, endurskoðun laga sé í gangi og úr verði ný stofnun og nýr forstjóri móti skipurit þeirrar stofnunar. Tryggt verði samráð við hvern landshluta og þar sagði ráðherra LSE hafi ríku hlutverki að gegna og að LSE þurfi að koma meira að stefnumótun og vera í forystu um úrvinnslu og markaðsmál á hverjum tíma. 4 Ræddi um fyrri tilraunir til sameiningar m.a. þegar það var í umræðunni að sameina Skógrækt ríkisins og Landgræðsluna. Ráðherra segir sameiningu framkvæmanlega og hægt að gera í góðri sátt. Vill að hún nái fram að ganga á þessu þingi en segir Alþingi hafa lokaorðið. Heildarendurskoðun á skógræktarlögum stendur yfir og verður lögð fram á vorþingi. Vonar ráðherra að nýja stofnunin verði sterk stjórnsýslustofnun. Ræddi um skógræktina sem atvinnugrein, greinin styrki búsetu í landinu, um sé að ræða fjölbreyttar nytjar m.a. orkulind, skjól og skógrækt hjálpar til við að ná settum markmiðum í loftslagsmálum. Ráðherra sér mörg tækifæri framundan m.a. í jólatrjáaræktun. Ráðherra sagðist vonast til að geta hækkað fjárframlög til skógræktar eitthvað. Hvatti ráðherra bændur til að koma sínum ábendingum á framfæri m.a. til landskipulagsnefndar. Sameiginlegt verkefni stjórnvalda og bænda að virðiskeðjan sé heil og sterk. Þakkaði ráðherra fyrir að ávarpa fundinn og óskaði skógarbændum farsældar í störfum sínum. Á heimasíðu umhverfis-og auðlindaráðuneytis má finna ræðu ráðherra í heild sinni á eftirfarandi vefslóð: http://www.umhverfisraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar-sm/nr/2807 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands kvaddi sér hljóðs undir þessum lið og færði fundinum kveðju stjórnar og starfsmanna BÍ. Vill velta uppi hugmyndum um frekara samstarf BÍ og skógarbænda. Fór yfir tillögur frá Búnaðarþingi fyrr á árinu er vörðuðu m.a. vegakerfi, raforku og ljósleiðara. Þingið samþykkti breytingar á samþykktum BÍ m.a. Búnaðarþing færi fram annað hvert ár héðan í frá. Einnig hefðu verið samþykktar breytingar á samþykktum um aðild að BÍ. Búnaðarsamningur verði rammasamningur fyrir landbúnaðinn í heild og svo verði undirsamningar t.d. um skógrækt. Umfangsmesta verkefnið framundan sagði Sindri vera gerð nýrra búvörusamninga, sérstaklega í ljósi breyttra tollalaga. Viðræður hafa verið á milli BÍ og skógarbænda um hvernig samstarf þessar aðila er og verður. Sagði stöðu skógræktar aðeins aðra en annarra búgreina þar sem meirihluti fjárframlaga greinarinnar komi frá Umhverfisráðuneyti. Nefndi Sindri skýrslu starfshóps umhverfisráðuneytis um sameiningarmálin. Sagði allt skipta máli t.d. áherslur skógarbænda í skipulagsmálum varðandi búvörusamning. Lagði áherslu á að skógrækt innan landshlutaverkefnanna væri landbúnaður og ætti heima í búvörusamningi en sagði skógarbændur þurfa að ræða þetta og móta skýra sýn. LSE er aðili að BÍ og hann vonaðist til áframhaldandi samstarfi og sagði dyr BÍ alltaf standa opnar fyrir skógarbændum. Þröstur Eysteinsson fulltrúi Skógræktar ríkisins færði fundinum kveðjur skógræktarstjóra. Sagði áhugaverða tíma framundan í skógræktargeiranum og nefndi þar til skýrsluna um sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefnanna. Hvatti fólk til að hugsa og vinna í samræmi við að af þessari sameiningu yrði. Sagði hann margt í skýrslunni vera komið frá skógareigendum og sagði það til fyrirmyndar um það hvernig eigi að beita sér til að koma að stefnumótun sinna mála. Sagðist ekki hafa áhyggjur af því að peningar sem nú færu til LHV færi eitthvað annað innan nýrra stofnunar því það væri áhugi allra að halda áfram að rækta upp nytjaskóga. Orðin ný stofnun, nýjar áherslur sagði Þröstur vera ákveðnar klisjur sem næstum því yllu grænum bólum því aldrei kæmi fram hvað þetta nýja á að vera. Það kæmi t.d ekki fram í starfi starfshópsins um sameiningu. Vonar að það standi sem ráðherra sagði áðan að það komi frekari fjármagn til skógræktar. Erfiðar spurningar sem vakna ef á að gera eitthvað nýtt – hvað á að hætta sem er gamalt. 5 Nóg vinna framundan við að svara þessum spurningum og spennandi tímar framundan í vetur við þessa vinnu. Þakkaði fyrir og sagði þetta eiga eftir að koma vel út fyrir alla. 5. Umræður um skýrslu stjórnar Björn Bj. Jónsson kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. Þakkaði stjórn gott starf á árinu og framkvæmdastjóra fyrir gott samstarf en skrifstofur þeirra eru hlið við hlið. Á stundu eins og aðalfundi hugsar Björn um tímamót, ár sé síðan síðast og verið sé að horfa til næsta árs. Það sem stóð uppúr á starfsárinu hjá Birni var náttúruverndarviðurkenningin sem hann var viðstaddur fyrir nokkrum dögum en viðurkenninguna fengu skógarfólk. Sagði hann það stórkostlegt og hljóta að vera skýr skilaboð frá ráðherra. Sagðist hafa verið rogginn þegar hann sat meðal náttúruverndarmanna og fann hlýjuna til skógarfólksins. Bað um útskýringu á óinnheimtum félagsgjöldum upp á 3 milljónir. María E. Ingvadóttir svaraði því til að félagsgjöld frá tveimur félögum hafi komið inn í janúar 2015 og hluti af þessum lið í reikningunum væru styrkur frá ríkinu. Reikningar samtakanna bornir upp og samþykktir samhljóða. 6. Mál lögð fyrir fundinn. Fundarstjóri fór yfir framlagðar tillögur og bauð aðilum tillagna að gera nánari grein fyrir þeim. Jóhann Gísli Jóhannsson fylgdi tillögum stjórnar LSE úr hlaði: Tillaga nr. 1 Stjórn LSE leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2016 verði 3000 krónur á hverja jörð og 1000 krónur á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda er 1. júní. Greinargerð Þessi tillaga felur í sér innheimtu félagsgjalda með sama sniði og samþykkt var á síðasta aðalfundi, en þá var tekið upp nýtt fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda. Með þessu nýja fyrirkomulagi á innheimtu árgjalda, eitt gjald á hverja jörð og eitt gjald á hvern skráðan félagsmann, má færa fyrir því rök að verið sé að jafna rétt skráðra eigenda að skógarjörðum og taka af allan vafa um réttmæti félagsmanna til fundarsetu á aðalfundi LSE með fullum réttindum. Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 2 Aðalfundur LSE haldinn í Hótel Stykkishólmi 2. og 3. október 2015 skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneytið að standa vörð um sérstöðu landshlutaverkefnanna (LHV) í væntanlegri sameiningu skógræktar (Skógrækt ríkisins og LHV) í eina stofnun. Fundurinn leggur áherslu á að fjármagn til nýskógræktar verið tryggt í minnst fimm ára í senn vegna gróðursetningar og umhirðu skóga. Greinargerð 6 Landshlutaverkefnin (LHV) hafa hvert á sínu svæði byggt upp staðbundna þekkingu á staðháttum í því nærsamfélagi sem þau starfa í. Þessi þekking er gríðarlega mikilvæg og má ekki tapast ef af sameiningu verður. Skógrækt sem atvinnugrein er ung og enn í mótun. Tryggt sé fjármagn til uppbyggingu hennar bæði sem hráefni fyrir skógariðnað og úrvinnslu skógarafurða. Að tryggja fjármagn til minnst fimm ára er verið að auka stöðuleika í plöntuframleiðslu og möguleika á að gera áætlanir um umhirðu skóga til lengri tíma. Það fjármagn sem varið er til skógræktar er fjárfesting til frambúðar í afurðum og lífsgæðum sem samfélagið allt nýtur góðs af. Vísað til sameiningarnefndar Tillaga nr. 3 Aðalfundur LSE haldinn í Hótel Stykkishólmi 2. og 3. október skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið að gera samning við LSE til minnst 5 ára um fjármagn til að auka verðmæti skóga með fjölbreyttri nýtingu, úrvinnslu og markaðsmála. Gera þannig Landssamtökum skógeigenda kost á að byggja upp skógarauðlind og standa að öflugri verðmætasköpun til framtíðar á sjálfbæran hátt. Vísað til allsherjarnefndar Sæmundur Þorvaldsson fylgdi tillögu frá Jónu Valgerði Kristjánsdóttur úr hlaði sem hljóðar svo: Tillaga nr. 4 Fundurinn beinir því til stjórnar LSE að fara þess á leit við Fjármála-og efnahagsráðuneytið að sá tími sem hægt er að nýta skattalegt tap vegna skógræktar sé lengdur úr 10 árum í a.m.k. 20 ár. Reglan sem kveður á um þetta er í 31. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Greinargerð: Með óbreyttum lögum um yfirfæranlegt tap af rekstri liggur það ljóst fyrir að þeir skógarbændur sem eru ekki í öðrum rekstri en skógrækt missa það skattalega tap sem nýtist á milli ára, ef það er aðeins nýtanlegt frá síðustu 10 árum. Ég tel ekki hægt að reikna með neinum tekjum af skógrækt fyrr en í fyrsta lagi eftir 20 ár frá gróðursetningu. Hins vegar geta þeir sem eru í blönduðum rekstri á sömu kennitölu fært tapið á milli rekstrareininga yfir á efnahagsreikning. Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 5 Sigrún Þorsteinsdóttir fylgdi tillögu frá Félagi skógareiganda á Norðurlandi úr hlaði: Tillaga frá stjórn FSN til aðalfundar LSE í Stykkishólmi dagana 2. og 3. október 2015. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi dagana 2. og 3. október 2015 leggur áherslu á að fjármagn til nýskógræktar verði aukið og að fagleg þjónusta við skógarbændur verði ekki skert frá því sem nú er. Fundurinn beinir því til Umhverfis- og auðlindaráðherra að við hugsanlegar breytingar á stofnanauppbyggingu skógargeirans verði áhersla lögð á að fjármagn til nýskógræktar verði tryggt og gróðursetningar auknar að nýju. Greinargerð: Svo sem öllum er kunnugt, hefur fjármagn til landshlutaverkefna í skógrækt verið skorið umtalsvert niður á síðustu árum. Landsfundur LSE í Stykkishólmi 2. og 3.oktober skorar á umhverfisráðherra að 7 tryggja nægjanlegt fjármagn til reksturs starfsstöðva í hverjum landshluta og að fagleg þjónusta sérfræðinga við skógarbændur verði ekki skert. Tryggja þarf fjármagn til nytjaskógræktar svo uppbygging atvinnugreinarinnar sé tryggð. Vísað til sameiningarnefndar Tillaga nr. 6 Hrönn Guðmundsdóttir kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2016: Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2016 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Breyting Rekstrartekjur: Áætlun Áætlun frá fyrra ári Félagsgjöld 1.000.500 882.000 1.110.000 1.495.000 2.500.000 2.500.000 0% Styrkir vegna Árs skóga 1.793.400 0 0 0 Styrkir vegna Við skógareigendur 0 650.000 515.000 952.500 800.000 900.000 13% Búnaðargjald 440.686 470.799 501.815 421.011 550.000 500.000 -9% Kraftmeiri skógar 0 5.173.509 0 4.963.036 2.000.000 0 -100% Aðrar tekjur 60.000 0 0 2.000.000 500.000 2.000.000 300% Vaxtatekjur 59.160 72.496 129.660 27.404 80.000 80.000 0% Verkefnasamningur við ríkið 4.000.000 3.400.000 3.000.000 3.500.000 6.000.000 4.000.000 -33% Tekjur samtals 7.353.746 10.648.804 5.256.475 13.358.951 12.430.000 9.980.000 -20% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 771.487 978.972 849.488 1.048.067 800.000 800.000 0% Stjórnar- og fundarkostnaður 995.909 1.043.842 1.058.488 472.000 1.300.000 1.300.000 0% Ráðstefnur og námskeið 21.000 29.000 0 72.223 80.000 80.000 0% Sérfræðiþjónusta 226.809 645.274 0 0 400.000 0 -100% Rekstur skrifstofu og laun 2.151.810 3.122.298 5.463.580 7.275.938 5.606.286 7.000.000 25% Kostnaður vegna Árs skóga 1.805.674 45.296 0 0 Blaðaútgáfa 565.655 887.124 961.308 599.403 950.000 950.000 0% Erlent samstarf 107.732 94.967 0 0 0 0% Heimasíða 0 535.634 448.995 0 300.000 50.000 -83% Kraftmeiri skógar / verkefni 0 0 2.457.729 4.093.331 2.000.000 0 -100% Annar kostnaður 13.795 89.133 0 0 0 0 Vaxta- og bankakostnaður 17.925 13.223 50.365 154.867 30.000 30.000 0% Gjöld alls 6.677.796 7.484.763 11.289.953 13.715.829 11.466.286 10.210.000 -11% Hagnaður ársins 675.950 3.164.041 -6.033.478 -356.878 963.714 -230.000 -124% Handbært fé í árslok 4.043.485 7.549.867 1.796.352 651.188 1.614.902 1.384.902 -14% Tillaga nr. 7 Lúðvíg Lárusson fylgdi eigin tillögu úr hlaði: 8 Fundurinn ályktar að fela LSE það hlutverk að gera drög að og skipuleggja skógræktarsvæði á þjóðlendum Íslands í samvinnu við umsjónaraðila þeirra að því marki sem hægt er enda sameign allrar þjóðarinnar. Í þessu getur falist að hvetja landsmenn og áhugamannasamtök til að græða þjóðlendurnar skógum og auka verðmæta þeirra. Greinargerð: Þar sem þjóðlendur eru sameign landsmanna getur skógræktarstarf þar orðið að arðbærri stóriðju þar sem kostnaður við landleigu eða eign jarða til skógræktar er oft mjög hár. Með þessu gætu lífeyrissjóðir og aðrir fjársterkir aðilar hrundið í framkvæmd skógræktarátaki víða þar sem þjóðlendur eru og orðið heilbrigðasta stóriðja landsins um langan aldur. Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 8 Tillaga frá starfshópi um jólatrjáaræktun: „Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldin í Stykkishólmi beinir því til Umhverfisráðherra og stjórna Landshlutabundnu skógræktarverkefnanna að ræktun jólatrjáa verði styrkt undir merkjum verkefnanna um allt að 50% af kostnaði.“ Greinargerð: Markmið tillögunnar er að gera auka markaðshlutdeild íslenskra jólatrjáa og gera framleiðsluna sjálfbæra á 12 árum sem er u.þ.b. ein ræktunarlota. Innlend framleiðsla jólatrjáa nær einungis að sinna um 25% af eftirspurn og ekkert sem bendir til að framleiðslan aukist á næstu árum nema eitthvað markvisst verði gert. Tímabundinn stuðningur við ræktun jólatrjáa, t.d. til næstu 12 ára, gæti tryggt þessa búgrein til framtíðar. Landshlutabundin skógræktarverkefni eru með fagþekkingu og starfsemi sem þarf, til að aðstoða áhugasama jólatrjáaræktendur að ná árangri gegnum áætlanagerð, ræktunarfræðslu, útboð á plöntum og úttekt á árangri. Núverandi skógræktendur hafa reynslu, land og skjól til að takast á við jólatrjáarækt. Eðlilegt er að þeir sem sýnt hafa frumkvæði í jólatrjáarækt s.s. skógræktarfélög og skógarbændur njóti forgangs til að byrja með og gerðar verði sérstakar áætlanir og samningar um þessa ræktun. Æskilegt (eða mikilvæg) er að í jólatrjáaverkefnið komi sérstakt nýtt fjármagn til að ekki sé gengið á þá skógrækt sem fyrir er“. Vísað til allsherjarnefndar 7. Skipað í málefnanefndir og málum vísað til þeirra. Fjárhagsnefnd -Formaður; Hraundís Guðmundsdóttir Allsherjarnefnd – Formaður; Agnes Geirdal Sameiningarnefnd– Formaður; Edda Kr. Björnsdóttir Kjörbréfanefnd: - Formaður; Guðmundur Sigurðsson 8. Fundi frestað, kaffihlé. Frá kaffi og fram að því matarhléi fór fram Málþing þar sem m.a. annars var unnið í hópavinnu um árangur í skógrækt og leiðir til úrbóta. 9. Nefndarstörf 9 10. Framhald aðalfundar, nefndir skila áliti. Kjörbréfanefnd: - Formaður; Guðmundur Sigurðsson Formaður kjörbréfanefndar fór yfir störf nefndarinnar og las upp þá sem eru kjörgengir. Fjárhagsnefnd -Formaður; Hraundís Guðmundsdóttir Tillaga nr. 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi 2. og 3. október 2015, leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2016 verði 3000 krónur á hverja jörð og 1000 krónur á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda er 1. júní. Greinargerð: Þessi tillaga felur í sér innheimtu félagsgjalda með sama sniði og samþykkt var á síðasta aðalfundi, en þá var tekið upp nýtt fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda. Með þessu nýja fyrirkomulagi á innheimtu árgjalda, eitt gjald á hverja jörð og eitt gjald á hvern skráðan félagsmann, má færa fyrir því rök að verið sé að jafna rétt skráðra eigenda að skógarjörðum og taka af allan vafa um réttmæti félagsmanna til fundarsetu á aðalfundi LSE með fullum réttindum.“ Samþykkt með meirihluta atkvæða gegn einu. Tillaga nr. 4 Fundurinn beinir því til stjórnar LSE að fara þess á leit við Fjármála-og efnahagsráðuneytið að sá tími sem hægt er að nýta skattalegt tap vegna skógræktar sé lengdur úr 10 árum í a.m.k. 20 ár. Reglan sem kveður á um þetta er í 31. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Greinargerð: Með óbreyttum lögum um yfirfæranlegt tap af rekstri liggur það ljóst fyrir að þeir skógarbændur sem eru ekki í öðrum rekstri en skógrækt missa það skattalega tap sem nýtist á milli ára, ef það er aðeins nýtanlegt frá síðustu 10 árum. Ekki hægt að reikna með neinum tekjum af skógrækt fyrr en í fyrsta lagi eftir 20 ár frá gróðursetningu. Hins vegar geta þeir sem eru í blönduðum rekstri á sömu kennitölu fært tapið á milli rekstrareininga yfir á efnahagsreikning. Nefndin vísar þessari tillögu til stjórnar til frekari úrvinnslu. Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 9 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi 2. og 3. október 2015, leggur til að árslaun formanns stjórnar verði kr. 160.000. Laun annara stjórnarmanna verði óbreytt, gjaldkeri kr. 95.000 og aðrir stjórnarmenn kr. 84.000. Greinargerð: Þrátt fyrir neikvæða niðurstöðu fjárhagsáætlunar er nauðsynlegt að hækka laun formanns vegna fyrirhugaðrar sameiningar innan skógræktargeirans“ Samþykkt samhljóða Nokkrir komu með athugsemdir og ábendingar við tillöguna eins og hún kom úr nefnd. Nefndin fór yfir tillöguna og kom hún til afgreiðslu á ný. Tillaga nr. 6 10 Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2016 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Breyting Rekstrartekjur: Áætlun Áætlun frá fyrra ári Félagsgjöld 1.000.500 882.000 1.110.000 1.495.000 2.500.000 2.500.000 0% Styrkir vegna Árs skóga 1.793.400 0 0 0 Styrkir vegna Við skógareigendur 0 650.000 515.000 952.500 800.000 900.000 13% Búnaðargjald 440.686 470.799 501.815 421.011 550.000 500.000 -9% Kraftmeiri skógar 0 5.173.509 0 4.963.036 2.000.000 0 -100% Aðrar tekjur 60.000 0 0 2.000.000 500.000 2.000.000 300% Vaxtatekjur 59.160 72.496 129.660 27.404 80.000 80.000 0% Verkefnasamningur við ríkið 4.000.000 3.400.000 3.000.000 3.500.000 6.000.000 4.000.000 -33% Tekjur samtals 7.353.746 10.648.804 5.256.475 13.358.951 12.430.000 9.980.000 -20% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 771.487 978.972 849.488 1.048.067 800.000 800.000 0% Stjórnar- og fundarkostnaður 995.909 1.043.842 1.058.488 472.000 1.300.000 1.300.000 0% Ráðstefnur og námskeið 21.000 29.000 0 72.223 80.000 80.000 0% Sérfræðiþjónusta 226.809 645.274 0 0 400.000 0 -100% Rekstur skrifstofu og laun 2.151.810 3.122.298 5.463.580 7.275.938 5.606.286 7.000.000 25% Kostnaður vegna Árs skóga 1.805.674 45.296 0 0 Blaðaútgáfa 565.655 887.124 961.308 599.403 950.000 950.000 0% Erlent samstarf 107.732 94.967 0 0 0 0% Heimasíða 0 535.634 448.995 0 300.000 50.000 -83% Kraftmeiri skógar / verkefni 0 0 2.457.729 4.093.331 2.000.000 0 -100% Annar kostnaður 13.795 89.133 0 0 0 0 Vaxta- og bankakostnaður 17.925 13.223 50.365 154.867 30.000 30.000 0% Gjöld alls 6.677.796 7.484.763 11.289.953 13.715.829 11.466.286 10.244.000 -11% Hagnaður ársins 675.950 3.164.041 -6.033.478 -356.878 963.714 -264.000 -127% Handbært fé í árslok 4.043.485 7.549.867 1.796.352 651.188 1.614.902 1.350.902 -16% Athugasemd frá nefnd; Nefndin vill benda á að verið er að samþykkja fjárhagsáætlun sem sýnir tap án þess að geta bent á kostnaðarliði til lækkunar. Þar sem eigið fé er enn jákvætt er lagt til að áætlunin sé samþykkt. Samþykkt samhljóða Margrét Guðmundsdóttir sagði frá því að nefndinni þætti leitt að samþykkja áætlun sem er í tapi. Hún sagði það kannski hvetjandi fyrir formann með hækkuð laun að fá inn tekjur til að samtökin séu rekin með hagnaði. Björn Ármann Ólafsson bendir á að áætlunin er ekki að búa til tap heldur er verið að ráðstafa eigin fé frá fyrri árum. Björn Bj. Jónsson bendir á að búið sé að samþykkja tillögu sem breyti áætluninni og athugasemd sé ekki rétt orðuð og því þurfi tillagan að fara til nefndar á ný. Það var samþykkt. 11 Eftir athugasemdir og ábendingar var fjárhagsáætlunin yfirfarin af fjárhagsnefndinni sem og athugasemdin sem fylgdi henni og lögð fram á ný. Allsherjarnefnd – Formaður; Agnes Geirdal Tillaga nr. 3 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi 2. og 3. október 2015, skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið að gera samning við LSE til minnst 5 ára um fjármagn til að auka verðmæti skóga með fjölbreyttri nýtingu, úrvinnslu og til markaðsmála. Gefa þannig Landssamtökum skógeigenda kost á að byggja upp skógarauðlind og standa að öflugri verðmætasköpun til framtíðar á sjálfbæran hátt.“ Samþykkt samhljóða Anna Guðmundsdóttir vildi bæta einu orði við og það var gert. Guðbrandur Brynjúlfsson benti líka á orðalagsbreytingu sem var samþykkt. Tillaga nr. 7 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi 2. og 3. október 2015, hvetur Skógrækt ríkisins til að skipuleggja og nýta skógræktarsvæði á þjóðlendum Íslands í samvinnu við umsjónaraðila þeirra að því marki sem hægt er enda sameign allrar þjóðarinnar. Í þessu getur falist að hvetja landsmenn og áhugamannasamtök til að græða þjóðlendurnar skógum þar sem því verður við komið og að auka verðmæta þeirra. Greinargerð: Þar sem þjóðlendur eru sameign landsmanna getur skógræktarstarf þar orðið að arðbærri stóriðju þar sem kostnaður jarðarkaupa til skógræktar er of hár til að arðbærni takist. Með þessu gætu fjárfestar og stór samtök ásamt Skógrækt ríkisins hrundið í framkvæmd skógræktarátaki víða þar sem þjóðlendur eru hagkvæmar og orðið heilbrigðasta stóriðja landsins um langan aldur.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 8 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi 2. og 3. október 2015, beinir því til Umhverfisráðherra og stjórna Landshlutabundnu skógræktarverkefnanna að ræktun jólatrjáa verði styrkt undir merkjum verkefnanna sem felst meðal annars í ráðgjöf og utanumhaldi.“ Greinargerð: Markmið tillögunnar er að auka markaðshlutdeild íslenskra jólatrjáa og gera framleiðsluna sjálfbæra á 12 árum sem er u.þ.b. ein ræktunarlota. Innlend framleiðsla jólatrjáa nær einungis að sinna um 25% af eftirspurn og ekkert sem bendir til að framleiðslan aukist á næstu árum nema eitthvað markvisst verði gert. Tímabundinn stuðningur við ræktun jólatrjáa, t.d. til næstu 12 ára, gæti tryggt þessa búgrein til framtíðar. Landshlutaverkefni í skógrækt eru með fagþekkingu og starfsemi sem þarf, til að aðstoða áhugasama jólatrjáaræktendur að ná árangri gegnum áætlanagerð, ræktunarfræðslu, útboð á plöntum og úttekt á árangri. Núverandi skógræktendur hafa reynslu, land og skjól til að takast á við jólatrjáarækt. Eðlilegt er að þeir sem sýnt hafa frumkvæði í jólatrjáarækt og skógarbændur njóti forgangs til að byrja með og gerðar verði sérstakar áætlanir og samningar um þessa ræktun. Mikilvægt er að í jólatrjáaverkefnið komi sérstakt nýtt fjármagn til að ekki sé gengið á þá skógrækt sem fyrir er.“ Samþykkt samhljóða 12 Daníel Þórarinsson, Valgerður Jónsdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Björn Bj. Jónsson komu öll með athugasemdir eða fyrirspurnir um orðalag. Agnes Geirdal útskýrði orðalag en einnig var tveimur orðum breytt í tillögunni. Sameiningarnefnd– Formaður; Edda Kr. Björnsdóttir Tillaga nr. 2 og tillaga nr. 5 voru í meginatriðum/efnisatriðum samhljóða og voru sameinaðar í eftirfarandi tillögu í meðförum nefndarinnar: ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi 2. og 3. október 2015, skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneytið að sjá til þess að fjármagn til nýskógræktar verði aukið og að fagleg þjónusta við skógarbændur verði efld frá því sem nú er, ef af sameiningu Skógræktar ríkisins og LHV verður. Greinargerð: Landshlutaverkefnin (LHV) hafa hvert á sínu svæði byggt upp staðbundna þekkingu í því nærsamfélagi sem þau starfa í. Þessi þekking er gríðarlega mikilvæg og má ekki tapast ef af sameiningu verður. Skógrækt sem atvinnugrein er ung og enn í mótun. Tryggja þarf að fjármagn til uppbyggingar hennar, bæði sem hráefni fyrir skógariðnað og úrvinnslu skógarafurða, skerðist ekki. Það fjármagn sem varið er til skógræktar er fjárfesting til frambúðar í afurðum og lífsgæðum sem samfélagið allt nýtur góðs af og hjálpar Íslandi að standa við skuldbindingar sínar í samningum um loftslagsmál.“ Samþykkt samhljóða Þröstur Eysteinsson tjáði sig um orðalag í tillögunni og sagði það ekki nægilega sterkt. Var orðalagi breytt í samræmi við ábendingu Þrastar. Tillaga, samin í sameiningarnefnd: ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Stykkishólmi 2. og 3. október 2015, felur stjórn LSE að gæta áfram hagsmuna skógareigenda í því samrunaferli sem lagt er til að verði í Greinargerð starfshóps um sameiningu verkefna á sviði skógræktar, 24.09.2015. Ennfremur leggur fundurinn áherslu á að stjórnin hafi samráð við ráðuneytið um kynningu í félögum skógarbænda.“ Samþykkt samhljóða Björn Bj. Jónsson bað alla fundarmenn að kynna sér skýrslu starfshópsins vegna sameiningar. Sagði það nauðsynlegt fyrir alla að lesa skýrsluna því mikið væri í húfi fyrir skógareigendur og mikilvægt að standa vel að þessu máli. Frumkvæðið yrði að koma úr hópi skógareigenda, stjórnir félaga yrðu að setjast niður og skoða hvernig þeirra nærsamfélag getur haft áhrif varðandi þessi mál. Edda Kr. Björnsdóttir tók undir orð Björns og brýndi skógarbændur sem aldrei fyrr að taka þátt í umræðunni, koma sínu á framfæri því það þyrfti að vinna hörðum höndum að því að láta rödd skógareiganda heyrast í stjórnsýslunni. 11. Kosningar. Formannskjör: 13 Fundarstjóri lýsti eftir tillögum að framboðum til formanns til viðbótar við framboð sitjandi formanns. Engin mótframboð komu og telst Jóhann Gísli Jóhannsson því sjálfkjörinn í embætti formanns. Fjórir menn í stjórn: Fundarstjóri lýsti eftir tillögum um aðalmenn. Anna Ragnarsdóttir fulltrúi Norðurlands í stjórn LSE var sú eina af sitjandi aðalmönnum sem ekki var í framboði. Fram kom tillaga um Agnesi Guðbergsdóttur, Hróarsstöðum sem aðalmann frá félaginu á Norðurlandi. Fundarstjóri lýsti Agnesi sjálfkjörna í þar sem fleiri tillögur komu ekki fram. Fimm varamenn í stjórn Varamenn voru allir í kjöri en fram kom tillaga að varamanni fyrir Norðlenginga, Sigrúnu Þorsteinsdóttur og fór fram kosning milli hennar og sitjandi varmanns Arnþórs Ólafssonar. Kosning fór svo að Sigrún fékk 31 atkvæði, Arnþór 26 atkvæði, auðir seðlar voru 5 og ógildir 1. Fundarstjóri lýsti Sigrúnu réttkjörna sem varamann. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Skoðunarmenn tilnefndir Jóhanna H. Sigurðardóttir og Anna Björgvinsdóttir. Lýst rétt kjörnar. Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga. Varaskoðunarmenn tilnefndir Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Jónsson. Lýst rétt kjörnir. 12. Önnur mál. Anna Guðmundsdóttir talað fyrir hönd ritnefndar blaðsins Við skógareigendur. Sagði það hafa verið skemmtilegt að sitja í ritnefnd og nú væri komið að síðasta blaði núverandi ritnefndar og lýsti hún eftir efni í blaðið. Hvatti hún einnig fyrirtækjaeigendur og aðra sem aðstöðu hafa til að kaupa auglýsingar og styrktarlínur. Jón Zimsen tók undir orð Önnu um auglýsingar og styrktarlínur og brýndi viðstadda til að kaupa styrktarlínur til að styðja við blað skógareigenda. Björn Ármann Ólafsson kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. Vildi hann ræða þær miklu breytingar sem framundan eru í sameiningarmálum. Sagði hann skógarbændur þurfi að brýna vopnin til að á þá verði hlustað en hans reynsla í að fá áheyrn hjá því opinbera væri ekki góð. Bændur fengu áheyrn en það væri ekki tekið mark á neinu sem þeir segðu. Leggur til að koma saman á sérstakt málþing þar sem vopnin væru brýnd, eina þema fundarins væru hvað skógareigendur vilja sjá í þessum sameiningarmálum. Skógarbændur þyrftu að vera tilbúnir að takast á við sameiningu ef til hennar kemur. Þórunn Sveinbjarnardóttir kom með brýningu um að skógareigendur þyrftu að vera duglegir að tala vel um skóginn, kynna hvaða áhrif skógur hefur á fólk til heilsubótar og kynna afurðir sem koma úr 14 og af skógunum. Kom með blaðagrein sem fjallaði um það að skógur bætir geð, greinin fjallaði um erlendar rannsóknir sem sýna það að skógur sannanlega bætir geð. Lúðvíg Lárusson sagðist vera mikill áhugamaður um kolefnismál og hafa verið að reyna að fá háskólamenn til að gera verkefni um kolefnisbindingu en enginn hefði bitið á krókinn enn. Hann sagði frá því að hann ætti fund með Dr. Aðalheiði Jóhannsdóttur varðandi hvort einhver sem stundar LL.M nám, sem er nám í lagadeild Háskóla Íslands í umhverfis-og auðlindarétti, biti á öngulinn um verkefni um kolefnisbindingu. Ef ekki þá væri næsta ráð að fara sjálfur í þetta nám og gera kolefnisbindingunni skil Sigrún Grímsdóttir bar kveðju Erlings Ingvarssonar sem komst ekki til fundar vegna veikinda. Björn Bj. Jónsson vildi þakka fyrir það að LSE treysti honum fyrir því að leiða verkefnið Kraftmeiri skógur. Hann hafði verið hikandi í byrjun að fara af stað með svona stórt verkefni á Íslandi en það tókst vel og Björn þakkar skógareigendum fyrir þátttökuna. Þakkar líka Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) fyrir frábært samstarf í þessu verkefni en LBHÍ var ábyrgðaraðili gagnvart Evrópusambandinu sem styrkti verkefnið. Sagðist hlakka til að grúska í niðurstöðum/svörum hópanna sem ræddu árangur í skógrækt og leiðir til úrbóta á málþingi sem haldið var seinnipart föstudagsins. Sagðist hafa tekið eftir því að meiri fræðsla var nefnd sem eitt af því sem fólk vildi þegar verið var að kynna niðurstöður hópanna og í því sambandi vildi hann benda stjórn LSE á að það eru til peningar en það þarf að sækja þá t.d. í Evrópusamstarfi. Í lokin ræddi hann aðeins brennandi áhugamál, sveppasmit í skógi. Skorar á skógareigendur að hafa það á hreinu að það sé sveppasmit í skógunum. Koma slíku smiti í skógana ef það vantar. Þakkaði fyrir frábæran fund. Jóhanna Sigurðardóttir þakkaði fyrir góðan fund. Sagðist þó helst viljað sleppa einum lið en það eru stjórnarkosningar. Helst vill hún að formenn félaga sætu sjálfkrafa í stjórn með sterka varamenn. Vill að formenn og þar með stjórnarmenn séu valdir heima í héraði. Í stað stjórnarbrölts væri þá kannski frekar að heyra frá formönnum eða varaformönnum um það hvað er að gerast í félögunum. Sigurbjörg Snorradóttir tók undir með Jóhönnu varðandi kjör stjórnarmanna þ.e. að formenn félaga sitji í stjórn LSE Edda Kr. Björnsdóttir óskaði nýrri stjórn til hamingju. Tekur undir orð BAÓ um miklar breytingar framundan. Með sína mikla reynslu í stjórnarapparatinu í farteskinu segist hún sennilega bara gerast pírati. Segir sama og BAÓ að bændur fái áheyrn en það sé ekki hlustað, það sé erfitt að sækja fjármagn og það sé líka leiðinlegt, lobbýismi sé leiðinlegur. Brýnir fundarmenn að fara heim í hérað og ræða málin. Aldrei að gefast upp. Maríanna Jóhannsdóttir formaður Félags skógarbænda á Austurlandi þakkaði góðan aðalfund og bauð fundarmenn velkomna austur á land að ári. Hrönn Guðmundsdóttir kom með nokkur praktísk atriði varðandi það sem væri á dagskrá að formlegum aðalfundi loknum. Sagði ritnefnd blaðsins Við skógareigendur vera á staðnum og tilbúna til að taka við beiðnum um styrktarlínu eða auglýsingar. Þakkaði fyrir góðan fund. Guðmundur Sigurðsson sagði fundarmönnum frá útivistinni sem tekur við þegar fundi lýkur en um þá dagskrá og árshátíð skógarbænda sér Félag skógarbænda á Vesturlandi. 15 Fundarstjórar þökkuðu góðan fund. 13. Aðalfundi slitið. Formaður, Jóhann Gísli Jóhannsson, ræddi aðeins þau atriði sem komu fram undir önnur mál m.a. um málþing og Evrópuverkefni. Sagði stjórnina hlusta á raddir félagsmanna og starfa að þessum málum. Farið yrði í það á næstu dögum að leita eftir því við ráðuneyti að kynna skýrslu starfshóps um sameiningu. Þakkaði Birni Bj. Jónssyni og hópnum sem stýrðu Kraftmeiri skógar verkefninu en eftir það lægi mikið efni. Þakkaði Önnu og Arnþóri setu í stjórn og bauð Agnesi og Sigrúnu velkomnar til starfa. Þakkaði verkefnisstjórum fyrir að stýra verkefnahópum sem störfuðu utan aðalfundardagskrá, sagði það nýbreytni sem væri sennilega komin til að vera. Biður um kveðjur til Erlings Ingvarssonar frá fundinum. Þakkaði góðan fund, þakkaði fyrirlesurum og gestum sem sátu fundinn og starfsmönnum, Vestlendingum góðan viðurgjörning, óskaði fundarmönnum góðrar heimferðar og sagði fundi slitið. Freyja Gunnarsdóttir Halla Guðmundsdóttir (sign) (sign) Skýrsla formanns LSE á aðalfundi í Stykkishólmi 2.-3. október 2015 Litið yfir farinn veg Stjórn LSE hefur fundað átta sinnum yfir árið og setið fundi með ráðamönnum og starfsfólki ráðuneyta um málefni skógræktar, úrvinnslu skógarafurða og fleiri verkefni sem viðkoma LSE. Auk þess hefur stjórnin fundað með framkvæmdastjórum landshlutaverkefna og formönnum aðildarfélaga og telur mikilvægt að gera það árlega. Einnig mætti formaður eða framkvæmdastjóri á aðalfundi félaganna og gerðum grein fyrir starfi LSE og til að hlusta á áherslur félaganna í starfinu Samþykkt var á stjórnarfundi að stofna til samstarfs um úrvinnslu afurða og uppbyggingu afurðastöðva í hverjum landshluta með aðildarfélögunum. Ákveðið var að veita aðildarfélögum styrk upp á fimmhundruð þúsund krónur til að standa undir kostnaði við undirbúning þessa samstarfs, svo sem að sækja um styrk til verkefnisins og ráðgjöf vegna þess. Á Austurlandi er þessi uppbygging komin af stað og á LSE fulltrúa í starfshóp vegna verkefnisins. Búið er að vinna viðarmagnspá, framkvæma markaðsrannsókn og gera viðskiptaáætlun. Næstu skref eru að rannsaka fjölbreytta notkun viðarafurða, gera ítarlegri markaðsgreiningu og framkvæma tækjagreiningu á svæðinu. Þegar 16 niðurstaða þessarar forvinnu liggur ljós fyrir verður efnt til fundar og hún kynnt fyrir skógarbændum og öðrum áhugasömum. Hvar stöndum við nú? Á komandi áratugum munu nytjar úr skógum landsins verða fjölbreyttari og magn grisjunarviðar aukast mikið. Ef áform um byggingarframkvæmdir við kísiljárnverksmiðjur ganga eftir, mun eftirspurn eftir viðarkurli aukast. En samhliða ræktun iðnaðarskóga mun magn gæðatimburs aukast eftir því sem skógurinn dafnar og því er mikilvægt að nýta það timbur sem til fellur á sem arðbærastan hátt og hámarka virði þess. Skógarafurðir og nánd við nytjaskóga eru Íslendingum frekar framandi og því vantar töluvert á að þeir möguleikar sem nálægðin býður upp á séu fullnýttir. Með aukinni skógrækt og stoðkerfi, s.s. afurðamiðstöð, sem hentar þörfum skógarbænda er hægt að byggja upp auðlind sem hefur alla burði til að standa jafnt undir gríðarmikilli innlendri hráefnisuppsprettu, sem og fjölgun starfa í atvinnugreinum sem henni fylgja. Framtíðin Mikilvægt er að taka ákvörðun um hvert skal halda og hvaða vörur er hægt að selja. Nú er hafin vinna við rannsóknir á möguleikum íslenskra skógarafurða sem hráefni. Leitað verður fanga sem víðast og með aðkomu háskóla, fyrirtækja, hönnuða, listamanna, arkitekta, handverksfólks og annarra hagsmunaaðila. Litlar sem engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um þarfir markaðsins og mikilvægt er að framkvæma ítarlegar markaðsrannsóknir. Hægt er að framleiða allt mögulegt úr íslenskum grisjunarvið en staðreyndin er sú að fæstar vörutegundirnar standa undir framleiðslukostnaði einar og sér. Meta þarf hvort tekjur af framleiðslu standi undir kostnaði við að sækja efnið út í skóg. Sambland af mismunandi framleiðslu gæti verið leið fyrir skógareigendur sem vilja koma sínum afurðum á markað. Möguleikinn á að fá tekjur fyrir grisjun á nytjaskógum er mikilvægt tækifæri fyrir skógarbændur. Ef tekin verður ákvörðun um að selja kurl til kísiljárnverksmiðja þarf sú ákvörðun ekki að gilda um alla framtíð en gæti þess í stað verið leið til að fá greitt fyrir grisjun án þess að stofna til auka kostnaðar við vinnslu á grisjunarviði. Ljóst er að til að hægt sé að framleiða skógarafurðir á hagkvæman hátt þarf að vera til staðar samvinna milli skógareigenda enda ræðst hagkvæmni oft af magni. 17 Mikilvægt er að grisja skógana til að auka verðmæti þeirra og auka gæði skógarins sem eftir stendur. Umhirða skógarins í dag er grunnurinn að verðmætasköpun framtíðarinnar. Rekstur LSE nú og til framtíðar Til þess að LSE geti sinnt skyldum sínum þarf að tryggja fjárhag LSE til lengri tíma eða þar til greinin fer að skila tekjum til að standa undir rekstri og þeim verkefnum sem okkur ber að sinna sem búgreinafélag. Stjórnin hefur verið að skoða með hvaða hætti sé hægt að tryggja reksturinn þangað til. Á fundum með þingmönnum og ráðherrum hefur stjórnin lagt á það áherslu að LSE sé ungt búgreinafélag með nánast engar tekjur. Eftir fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, benti hann á þann möguleika að gera viðauka við búnaðarlagasamning með ákveðin verkefni í huga. Stjórn LSE sendi inn drög að viðauka til Bændasamtaka Íslands og í honum er talað um að auka virði skógarnytja, efla áfram vinnslu hráefnis, vöruþróun og framboð og hámarka arðsemi skógræktar sem atvinnugreinar. Einnig er talað um áframhaldandi þróun verkefnis um jólatrjáaræktun sem hefur það að markmiði að auka hlut íslenskra trjáa í árlegri arðbærri jólatrjáasölu. Þessi drög liggja hjá Bændasamtökum Íslands og ég tel að við ættum að láta reyna á það hvort þetta sé möguleiki nú í haust. Í framhaldinu geta menn velt því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegra að við sem búgrein gerðum samninga um skógrækt á bújörðum í gegnum búnaðarlagasaming. Í kjölfar slíks samnings myndu ráðgjafar í skógrækt færast til Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og greiðslur til bænda færast til Búnaðarstofu. Ég set þetta hér fram til að fá skoðun ykkar á þessum möguleika, en í þeim breytingum sem nú eru í vinnslu hljótum við að skoða alla kosti sem eru í stöðunni fyrir skógareigendur. Við vorum boðuð á tvo fundi starfshóps um sameiningu skógargeirans í eina stofnun er mikið rætt um mikilvægi þess að samtök skógareigenda rækti skyldur sínar gagnvart skógarbændum. Þær skyldur eru að veita nýrri stofnun aðhald vegna þeirrar þjónustu sem hún veitir við uppbyggingu auðlindarinnar og verðmætasköpun og að veita forystu í úrvinnslu og markaðsmálum á hverjum tíma. Skýrsla starfshópsins liggur fyrir og verður skipuð nefnd á fundinum til að fjalla um hana. Um kolefnismálin er lítið að segja, ekki hefur tekist að fá skipað í nefnd sem Lse og á umhverfis- og auðlindaráðuneytið ákváðu að skipa á síðasta ári. 18 Verkefnin framundan • Halda áfram að tryggja rekstur LSE og brýna fyrir ráðamönnum mikilvægi þess að LSE sé fjárhagslega megnugt til þess að sinna skyldum sínum. • Efla heimasíðu LSE og LHV. T.d. tryggja að hægt sé að nálgast fræðsluefni. • Vera sá sterki bakhjarl sem skógarbændur þurfa á að halda til að gæta hagsmuna þeirra. • Vinna áfram með aðildarfélögunum LSE að uppbyggingu afurðastöðva og þróa verkefni sem þau telja að henti á sínum svæðum. • Þróa áfram jólatrjáaræktina. Hvetja skógarbændur til að nýta svæði í skógum sínum til þess að rækta jólatré í meira skjóli eða undir skermi skóga sem búið er að grisja. • Vinna að markaðsmálum vegna skógarafurða og jólatrjáa. • Hvetja skógareigendur til að skapa verðmæti með fjölbreyttri nýtingu skóga og að skapa umhverfi fyrir nýliða í skógrækt. • Efla heimasíðu LSE og LHV t.d. tryggja að hægt sé að nálgast fræðsluefni. • Sinna betur öðrum nytjum úr skógi. • Nýta styrki sem LSE getur fengið til að auka fræðslu og kynningu. • Skoða möguleika á verkefni með LBHÍ og fleiri aðilum um ungmennafræðslu til að auka nýliðun í skógræktinni. Tímaritið Við skógareigendur kom út undir stjórn skógarbænda á Norðurlandi. Stjórn LSE fagnar útgáfu blaðsins og þakkar ritstjórninni fyrir gott blað. Að lokum vil ég þakka stjórnarmönnum LSE, framkvæmdastjórum og starfsmönnum landshlutaverkefnanna og öllum þeim sem hafa lagt okkur lið á árinu fyrir gott samstarf. En sérstaklega við ég þakka framkvæmdastjóra LSE, Hrönn Guðmundsdóttur fyrir samstarfið. 19

bottom of page