top of page

Verkefni, Áburðargjöf


Verkefni ágúst mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur 28.08. 2016

Enn er sumarblíða víða um land. Sumarið er búið að vera gott, kannski fullt þurrt á sumum svæðum. Vöxturinn í trjánum, ekki síst í barrtrjám er almennt góður. Ágúst er sú tími hjá jólatrjáabændum þar sem farið er út í reitina og skoðað trén og taka út „uppskeru ársins“. Þar fyrir utan eru ýmsum verkefni sem hægt er að takast á við áður en haustið skellir á. Íbætur Það er ekki óalgengt að ungplöntur gefast upp fyrstu árin og mismunandi ástæður eru fyrir því. Til að nýta plássið í jólatrjáareitnum er upplagt að kaupa nokkra auka bakka til að bæta inn í þar sem vantar. Muna að hafa litlar klippur í vasanum ef þú rekst á tré með tvítopp eða annað sem þarf að laga í leiðinni. Áburðargjöf á tré sem eru tilbúin til sölu Mælt er með að bæta köfnunarefnisáburði og magnesíum á til að örva græna litinn (ca. 50 g á tré). Ekki er dreift áburði á yngri tré því það eykur hætta á siðvexti sem oftast leiðir til kals á nýju sprotunum. Merkja tré sem eru tilbúin til sölu Það er MJÖG góð hugmynd að finna trén sem eru tilbúin til sölu á þessum tíma ársins því nú er bjart, hlýtt og skemmtilegt að vera úti. Það er ekki alltaf tilfellið í nóvember. Til að vera vel undirbúin er góð hugmynd að fara með (1) mæliprik til að mæla hæð trjáa, (2) borða til að merkja með eftir hæð og flokk. Gott að fara yfir leiðbeiningarnar: „Flokkunarkerfi fyrir íslensk jólatré – greni og þinur“ og „Flokkunarkerfi fyrir íslensk jólatré – fura“. Jafnvel að prenta þær út og hafa með sér (3) (http://www.skogur.is/utgafa-og-fraedsla/jolatre/gaedaflokkun-jolatrjaa/fura/). (4) Penna og pappír til að skrá hjá sér fjöldi trjáa (tegund, í hvaða stærð og flokk) sem eru tilbúin og geta farið í sölu fyrir komandi jól. Upplýsingunum má senda til mín (else.akur@gmail.com) og/eða aðila sem tekur að sér að selja jólatré. Undirbúning fyrir nýgróðursetning 2017 Í jólatrjáaræktun er það er mikilvægt að gróðursetja x fjöldi af plöntur á hverju ári til að halda framleiðslunni við. Því er gott að byrja að undirbúa fyrir næstu ár sem fyrst.

 Leggja inn pöntun hjá gróðrarstöðvum. Setja bakkaplöntur í potta fyrir forræktun og geyma þær t.d. í skjólgóðum skógabotni Ákveða hvaða svæði/ land á að fara í ræktun og undirbúa það.

Helmingurinn af vel unnu verki er undirbúningurinn! Síðan síðast... Undirrituð var í heimsókn hjá jólatrjáaræktendum á Suðurlandi í júní og júlí síðastliðin og heimsótti þar 9 bæir sem hafa verið með í verkefninu í nokkur ár og 2 bæi sem eru að spá í að hefja ræktun. Það gengur mis vel. Nánast allir eru í vandræðum með grasið og rosalega grassamkeppni. Mismunandi aðferðum er beitt til að berjast gegn grasinu. Í Múlakoti er grasið slegið með sláturvél, á Gýgjahóli eru notuð dagblöð og gamlar skeifur, á Snæfoksstöðum er stundum notað roundup og í Prestsbakkakoti var gróðursett í plast. Í Skógarhlið var bóndinn með klippurnar í vasanum og á fullu að klippa og laga til á meðan við fórum um og skoðuðum svæðið. Hvaða aðferð er best, hvað er dýrast, hvað er mest umhverfisvænt og hvað er tímafrekast er ekki alveg ljóst. Mikilvægt er að fikta sig áfram og finna aðferð sem hentar hverjum og einum, hentar á staðnum og sem borgar sig. Það er alltaf gaman að fara um og heimsækja áhugafólk! Það er fróðlegt og mjög áhugavert að sjá og heyra hvað fólk er að gera, pæla og prufa! Á yfirborðinu lítur kannski ekki út eins og margt sé að gerast í íslenska jólatrjágeiranum en góðir hlutir gerast hægt! (Mynd) Eftir þessar ferðir og ferðina í fyrra á Norðurlandi er ég viss um að framleiðslan á íslensk ræktuðum jólatrjám fyrir heimamarkað mun aukast jafnt og þétt á komandi árum! Síðsumarkveðjur Else

bottom of page