top of page

Verkefni, frumur


Verkefni september mánaðar hjá jólatrjáaframleiðendum Else Möller, skógfræðingur

22. september 2016 Dagarnir eru farnir að styttast og farið að snjóa til fjalla. Rigning og rok ýta hlýja haustveðrinu í burtu og flest tré eru farin að hausta sig. Það styttir þó upp inn á milli og þá er kjörið að fara út og tína könglar og fræ fyrir beina sáningu. Þetta er ódýr og einföld aðferð til að fjölga barrtrjám. Hægt er að tína köngla og fræ af flestum barrtrjám en hér verður lögð áhersla á furu. Stafafura er farin að sá sér út á Íslandi, í eldri skógum, meðal annars í Hallormsstað og í Skorradal. Í Steinadalsskóginum í Suðursveit sem gróðursettur var um 1954 er nýliðun stafafuru orðin umtalsverð ( Mynd 1). Svæðið er orðið frægt og mjög umdeilt sem dæmi um hvernig stafafura og kannski greni geta sáð sér út og myndað „ógnvekjandi“ hættu fyrir vistkerfið á staðnum. Mynd 1. Nýliðun stafafuru út frá Steinadalsskóginum Hjá flestu skógarfólki telst útsáning stafafuru ekki mjög ógnandi því sjálfsáning fer svo hægt af stað hjá tegundinni. Stafafura er lengi að verða kynþroska miðað við aðrar frumherjategundir sem eiga það sameiginlegt að verða snemma kynþroska. Þar má nefna gráöl, sitkaöl og flesta víðitegundir, þessar tegundir geta hins vegar verið raunverleg ógn við vistkerfi. Fræ er ekki alltaf frjóvgað og því er spírunarhæfni fræs misgóð. Sumu ár eru góð fræár og sum ekki. Gott fræár verður þegar mismunandi forsendur eru til staðar og er þar um að ræða flókið samspil af veðurfari og hita að minnsta kosti tvö sumur í röð. Hægt er að sjá hvort fræ er frjóvgað í smásjá. Á mynd 2 er hægt að sjá muninn á milli frjóvgaðs og ófrjóvgaðs fræs frá eðalþin (Abies procea). Mynd 2. Mynd úr smásjá frá frægarðinum Kaupvanger í Noregi. Fræ frá eðalþin (Abies procea) eru skoðuð með tilliti til frjóvgunar. Frjóvgað fræ = m (e. filled seed), ófrjóvgað fræ = t (e. empty). Bein sáning furufræja getur verið ein aðferð til að fjölga jólatrjám á ódýran hátt. Einn af kostum beinnar sáningar er að ekki er hætta á rótarsnúningi og því verulegar líkur á að trén verði beinvaxnari og fallegri á allan hátt. Í „Frækornið“ gefnu út af Skógræktarfélagi Íslands 2/98 er ýtarleg umfjöllun um „Söfnun og sáningu barrtrjáfræs“. Hér er góð lýsing á ferlinu og hvenær á að gera hvað. Söfnun fræs og bein sáning er hvorki flókið eða tímafrekt ferli en það er ákveðin vinnubrögð sem gott er að læra. Hægt er að læra þetta á námskeiði hjá Skógræktarfélagi Reykjavík. Á þess vegum verður haldið námskeið 1. október þar sem Aðalsteinn Sigurgeirsson ætlar að fara yfir ferlið frá a til ö. Allir sem langar að kynna sér þessi vinnubrögð eru velkomnir! Nánari upplýsingar um þetta námskeið er í viðhengi með þessu fréttabréfi. Það er líka hægt að skrá sig beint hjá Else í síma 867-0527 eða á netfang else.akur@gmail.com

bottom of page