top of page

Stjórnarfundir 2016

35. Stjórnarfundur

35. stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Vestfjörðum eftir aðalfund (18.06.2015), haldinn í Reykjanesi 23. október 2016 klukkan 12.00.

Dagskrá:

  1. Stjórnin skiptir með sér verkum þar sem þetta er fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund.

  2. Fjármál.

  3. Staða skógarbændafélagana innan nýrrar stofnunar ´Skógræktin´.

  4. Fréttir frá Landssamtök Skógareigenda (LSE).

  5. Næsti LSE aðalfundur fyrir árið 2017 er á Vestfjörðum.

  6. Önnur mál.

  1. Stjórnin skiptir með sér verkum:

Verkaskipting verður óbreytt: Sighvatur verður formaður, Jóhann Björn gjaldkeri og Naomi ritari.

Á siðasta aðalfund gleymdist að kjósa varamenn, en Eysteinn var kosinn sem varamaður fyrir árin 2016-2019. Hann var líka varamaður árin 2013-2016. Auk hans, eru Oddný Bergs og Hallfríður varamenn.

  1. Fjármál

Eins og er, eru 320.0000 kr. í sjóð félagsins. Það er ekki búið að innheimta félagsgjöld og eru árgjöld til LSE fyrir árið 2016 enn þá ekki greidd. En það er stefnt á það, að innheimta félagsgjöldin og að greiða árgjöldin í nóvember eða desember n.k.

  1. Staða skógarbændafélagana í nýrri stofnunun ‚Skógræktin‘

Eins og er, liggur ekkert fyrir um stöðu skógarbændafélagana innan ‚Skógræktin‘. Þröstur (skógræktarstjóri) gerir sér ekki grein fyrir hvernig þetta á að vera og er hlutverk skógarbændafélagana innan ‚Skógræktin‘ enn þá óljós. Það er þó mikilvægt að skógarbændafélögin séu í beinni tengingu við Skógræktina til að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna. Hugsanlega er það hægt með því að skipuleggja fundi milli skógræktarstjóra og skógarbændafélagana. Yfirleitt er stefnt á því að auka samstarfið milli skógarbændafélagana og Skógræktarinnar, og kannski að auka hlutverk skógarbændafélagana.

  1. Málefni LSE.

Sighvatur sagði frá málefnum tengdum LSE. Fjármálastaða LSE er svolitið þröng, en með innheimtu félagsgjalda fyrir áramót, þá sleppur þetta ár. En meira af fjármálum LSE var rætt á LSE aðalfundinum sem var haldinn 6-8 október 2016.

Verkefni tengt ræktun jólatrjáa á akri, á vegum LSE er úr sögunni. Niðurstöður sýndi að það er varla hægt að rækta jólatré á þennan hátt. En nýtt verkefni tengt ræktun stafafuru í skjóli í skógi sem jólatré ætlar kannski að koma í staðin fyrir þetta verkefni. Hugsanlega verður verkefnið unnið í samstarfi við ‚Austurbrú‘ (sem er fyrirtæki sem stendur fyrir atvinnuþróun á Austurlandi). Í haust verður byrjuð að kanna hve mikill áhugi er fyrir svona verkefni og mögulega samstarfsaðila. En er þetta verkefni bara rétt að komast af stað.

  1. Næsti LSE aðalfundur, fyrir árið 2017 verður á Vestfjörðum.

Næsta LSE aðalfundur verður haldinn á okkar svæði á Vestfjörðum, enda mun Félag Skógareigenda á Vestfjörðum bera ábyrgð á því. Fundurinn mun verða haldinn um miðjan október, hugsanlegast 13-14 október, og var Reykjanes valinn sem hentugur fundarstaður. Fjöldi fundargestur er áætlaður um 80 manns. Hótel Reykjanes er nógu stórt og væri góður fundarstaður. Laugarbólsdalur, Keldur og Heydalur voru lagt fyrir til að heimsækja með fundargestunum. En svo er líka valmöguleiki að vera með göngutúr með fararstjóri í Reykjanesi sjálfu. Þar er nóg til að sjá, og þarf ekki að leigja rútu. Hvað varðar framlag frá LSE til aðalfundarinns þörfum við að vera í sambandi við stjórn LSE, sérstaklega Hrönn Guðmundsdóttir. Tekið saman, Reykjanes var valið sem fundarstaður en fleiri ákvarðanir voru ekki teknar varðandi aðalfundinn.

  1. Önnur mál.

Skógareigendur á Vesturlandi komu í heimsókn á Vestfirði í sumar. Sighvatur bauð þau velkomin fyrir hönd Félags skógarbænda á Vestfjörðum, og Kristján og Sæmundur fyrir hönd (fyrrvarandi) Skjólskógar á Vestfjörðum. Þessi ferð gekk mjög vel og voru allir ánægðir. Það væri skemmtilegt að skipuleggja svipaða ferð fyrir félagsmenn okkar á Vesturland næsta sumar.

Það má nefna að, að útgáfa blaðsins ´Við Skógareigendur´ hefur farið mjög vel af stað og má þakka Lilju Magnúsdóttir (ritstjóri), Helgu Dóru og Oddnýu Bergs, sem eru líka í ritnefndina, fyrir það.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl 14.00

Fundargerð rituð af Naomi Bos

Á fundinn mættu: Sighvatur Jón Þórarinsson, Höfða Jóhann Björn Arngrímsson, Hólmavík Naomi Bos, Felli

34. Stjórnarfundur

Fundargerð

???

bottom of page