top of page

Stjórnarfundir FSA 2017 (13)


Fundur 1

Fundargerð

7. jan 2017 í fundarsal Skógræktarinna og hefst kl. 16:30 Mættir: Halldór, Björn, Helgi og Maríanna. Borgþór er í Rvk.

  1. Farið yfir félagatal. Gjaldkeri ætlar að leiðrétta samkv. athugasemdum sem fram komu og senda út rukkanir v/2016

  2. Helgi fór yfir hugmyndir vegna Skógardags 2017 sem verður laugardaginn 24. júní. „Skógardagsnefnd“ hefur komið einu sinni saman til skrafs og ráðagerða. Hann telur að liggja þurfi skýrar fyrir uppgjör síðasta dags áður en farið er að skipuleggja næsta dag þannig veit nefndin betur hvar hún stendur fjárhagslega.

  3. Halldór ætlar að hafa samband við Andrés Björnsson v/greiðslu fyrir gamanmál á árshátíð Lse.

  4. Búið er að finna kurlunarefni fyrir kyndistöðina í einhverja mánuði þannig að ekki mun skortur á eldsneyti hamla rekstri stöðvarinnar.

  5. Maríanna skýrði frá umræðum sem urðu á formannafundi í janúar. Fundarmenn sammála um að koma þurfi fræðslunni og starfseminni í form sem höfðar meira til yngra fólks.

  6. Áætluð ferð í Fljótsdal 15. Febrúar. Brottför frá Egs kl. 16:00

  7. Erindi frá Óðni Gunnari varðandi sköpun listaverka í sveitafélagi sem verða sýnileg á opnum svæðum. Bókun atvinnumálanefndar. FSA teku heilshugar undir þetta og lýsir sig reiðubúið til samstarfs.

Fundi slitið kl. 17:33

Halldór ritar fundargerð

Fundur 2

Fundargerð.​​ Maríanna, Helgi, Björn Ármann, Boggi, Halldór, Edda, Jói Gísli 11. jan 2017 á Gistihúsinu Egilsstöðum – hefst kl. 12:10 1. Edda Björnsdóttir var skipuð í samráðsnefnd fyrir hönd FSA. Nefndin hefur það hlutverk að móta samstarf Skógræktarinnar og Lse eftir sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefnanna í Skógræktina. Hugmyndin var að nefndin ræddi þann samstarfsgrunn sem Lse og Skógaræktin vinni eftir í framtíðinni. Svo framarlega sem fjármagn kemur frá hinu opinbera verði samkomulag um útdeilingu þess á sambærilegan og hingað til hefur viðgengist. Þar er verið að tala um þá peningar sem enda í skógrækt á lögbýlum. Edda sagði frá fyrsta fundi nefndarinnar sem nýverið var haldinn. 2. Borgþór – Skógarorka. Fyrir liggur styrkur að upphæð 3.000.000 kr sem eiga að bjarga Skógarorku á Hallormsstað frá lokun með því að greiða niður kostnað við söfnun á Kurli. Á sama tíma og við sitjum hér er stjórn Hitaveitunnar að fjalla um framtíð Skógarorku, þ.e. hvort fyrirtækinu verður lokað. Borgþór er búinn að finna u.þ.b. 250 m2 af efni sem dugir til að reka kyndistöðina fram á sumarið. Stjórn samþykkir þetta fyrirkomulag fyrir sitt leyti en boltinn er hjá Skógræktinni. Félagið gerir þá kröfu að Borgþór fái greitt fyrir þá vinnu sem hann hefur innt af hendi 3. Nk. Föstudag verður formannafundur Skógræktarverkefna. Maríanna fer á fundinn og var bent á eftirfarandi mál sem rétt er að leggja áherslu á a) útfærsla vinnu v/plöntunar o.fl. gangi hraðar fyrir sig en nú tekur 2-3 mánuði að þessir peningar skili sér til þeirra er vinna verkin b) Skilið verði á milli fagvinnu og úrvinnslu hjá skógræktinni þannig að úrvinnsla færist alfarið frá til félaga skógarbænda c) Koma þarf á meiri fræðslu til skógarbænda t.a.m. að gerð verði krafa um námskeið fyrir fólk sem fer í plöntun d) Slóðagerð er laus í reipunum, koma þarf á betri reglum 4. Fjármál. Björn Ármann. Til eru 1.012.000 í handbæru fé en eftir er að innheimta hjá Skógræktinni v/Skógardagsins 5. Önnur mál. Heimsókn til Skógarafurða áætluð fyrir janúarlok.

Fundi slitið kl. 13:10 Halldór Sig. fundarritari

Fundur 3

Fundargerð​​ Stjórnarfundur hjá FSA fimmtudaginn 9. mars 2017 og hefst kl. 19:00 á Hótel Héraði. Mættir: Maríanna, Halldór, Boggi, Björn Ármann, Helgi. 1. Samningur við atvinnuuppbyggingasjóðs vegna verkefnisins „Umbreyting efnisrannsókn í skógi“ sem Garðar Eyjólfsson vann á síðasta ári. Maríanna fer með Láru Vilbergsdóttur í að gera lokaskýrslu v. verkefnisins og þá á að fást lokagreiðsla frá sjóðnum, alls. 800.000. Nú þegar eru komin 450 þús. 2. Ákveðið að halda aðalfund FSA sunnudaginn 2. Apríl kl. 20:00 í Barnaskólanum Eiðum. Færa inn lagabreytingar og senda út m/fundarboði. Leita til Eddu m/fundarstjórn. Halldór ritar fundargerð. 3. Heimasíða Lse. Senda Hrönn lög og fundargerðir síðan fréttir og myndir eftir því sem aðstæður leyfa. 4. Jói Gísli mætir og ræðir um taxta. Stjórn sammála um verðbreytingar sem nema hækkun launavísitölu. 5. Halldór las yfir fundargerði síðasta aðalfundar félagsins sem fannst loks í dag. 6. Maríanna biður um hugmyndir frá stjórnarmönnum fyrir samráðsfund sem haldinn verður í Reykjavík í næstu viku.

Fundi slitið kl. 20. H. Sig. fundarritari

Fundur 4

Fundargerð.​​ Stjórn FSA miðvikudaginn 22. mars 2017 og hefst kl. 20:30. Björn Ármann forfallaður, aðrir mættir.

Þessi fundur var fyrst og fremst boðaður til að kynna fyrir stjórnarmönnum það sem fór fram á samráðsfundinum og til að ræða um þær áherslur sem setja á fram til að móta frekar samstarf við Skógræktina 1. Maríanna upplýsir stjórnarmenn um það sem fram fór á samráðsfundi Lse og Skógræktarinnr sem haldinn var 17. mars síðastliðnn. 2. Farið yfir athugasemdir sem fram hafa komið við frumvarp tillaga um skóga og skógrækt. Fundarmenn leggja áherslu á að raunverulegt samráð sé á milli Lse og Skógræktarinnar, ekki síst varðandi það að sækja á ríkisvaldið með fjármagn og hvernig því er skipt. Fundarmenn sammmála um að mikilvæt sé að reyna að koma inn breytingu á 17. gr. þannig að í stað„leita umsagnar“ verði „skal hafa samráð“ 3. Erindi frá Fljótsdalshéraði varðandi listaverk úr Skógarafurðum. Samþykkt að fara í viðræður við sveitafélagið um gerð slíks verks. 4. Önnur mál. Verkefni Garðars Eyjólgs ,,umbreyting í skógi“ fer á Hönnunarmars samkvæmt upplýsingum Maríönnu.

Fundið slitið kl. 22:16 H. Sig. fundarritari.

Fundur 5

Fundargerð​​

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar FSA haldinn í fundarsal Skógræktarinnar

2. maí 2017 og hefst kl. 17:00. Mættir: Maríanna, Jóhann, Guðný Drífa, Borgþór og Halldór.

Dagskrá

  1. Stjórn skiptir með sér verkum

  2. Skógardagurinn mikli - staðan í dag

  3. Ályktun aðalfundar

  4. Útilistaverk úr skógarviði

  5. Uppgjör verkefnis G.Eyjólfssonar

  6. Verkefnin framundan

  7. Fræðsla fyrir skógarbændur

  8. Heimsókn skogarbónda

  9. Áframhaldandi vinna með ,,Afurðaskýrsluna“

  10. Önnur mál

  11. Formaður: Maríanna, ritari: Halldór, gjaldkeri: Jóhann meðstjórnendur: Borgþór og Guðný Drífa

  12. Sótt var um styrk til Skógræktarinar upp á kr. 1.000.000 vegna Skógardagsins. Borist hefur svar um kr. 500.000 vegna viðburðarins. Þetta er töluverð lækkun frá því sem var meðan Héraðs og Austurlandsskógar styrktu verkefnið og verður því að skera niður einhvern kostnað á móti, en það er að sjálfsögðu mál Skógardagsnefndar að bregðast við því. Almennt hafa kostunaraðilar Skógardagsins dregið úr sínum framlögum og nú sjá kúabændur og sauðfjárbændur meira um að skipuleggja sína aðkomu en áður og er þetta að verða meiri búgreinadagur en áður. Hugsanlega mun þetta breytast í bændadag er fram líða stundir.

  13. Tillaga síðasta aðalfundar FSA um aukin fjárframlög til skógræktar á bújörðum rædd og hvaða leiðir eru færar í því skyni.

  14. Framundan er fundur með Óðni Gunnari frá Fljótsdalshéraði og Láru Vilbergsdóttur frá Austurbrú þar sem reifaðar verða hugmyndir um stórt útilistaverk úr trjáviði á svæðinu. Þá eru uppi hugmyndir um einhverskonar samkeppni í listmunagerð í sambandi við Skógardaginn. Jafnframt kom Borgþór með hugmynd um að í merkingar á vegum sveitarfélagsins verði efni úr skóginum alltaf fyrsti kostur, ef það á annað borð hentar.

  15. Verkefni G.E. sem eru ,,einhverjir þrir nytjahlutir“ og myndbandsverk afhent gjaldkera til uppgjörs.

  16. a-b) Stefnt er að því að koma af stað fræðslu fyrir skógarbændur með haustinu. Leita á til Lárusar Heiðarssonar með leiðsögn í ferð til ,,lengra kominna“ skógarbænda.

Hugmynd kom upp með að fá Ólaf Njálsson frá Nátthaga til að kynna möguleika á ræktun ávaxtatrjá í skóginum.

Á næstu dögum mun Else Möller kynna niðurstöður á verkefni sínu um ræktun jólatrjá í fundarsal Skógræktarinnar.

Ath. með að fá Árna frá skógræktarfélagi Hafnarfjarðar til halda kynningarfund um jólatré.

c) Stjórnarmenn lesi skýrsluna ,,Afurðamiðstöð viðarafurða“ ítarlega yfir (best væri að læra hana utan að)og setji síðan fram hugmyndir um frumleg og arðsöm verkefni um hvernig koma megi spítunum á markað svo eftir verði tekið.

7. Jói dreifir frumvarpi til laga um skóga og skógrækt.

Halldór leggur til að Lárus verði fenginn á stjórnarfund og fjalli þar um umhirðu skóga.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10

Halldór Sig. fundarritari

Fundur 6

17.7.17 ​​ Fundur stjórnar haldinn í Snjóholti kl 16:00 Mætt: MJ, Jóhann Þor, Boggi, Jói Gísli 1. Samþykkt að leigja rútu hjá Páli Sigvalda. Leiguverð ca 150 þús. + eldsneyti. Ritara falið að senda félögum póst og óska eftir skráningu í ferðina 2. Tillögur frá félaginu fyrir aðalfund þurfa að berast fyrir 15. Ágúst. Unnið er í málinu. 3. Kurlari – rætt um hvað hægt er að gera – engin niðurstaða 4. Samþykkt að sækja um styrk til LSE fyrir „Stöðuskýrslu“ þar sem gerð er úttekt á stöðu bændaskógræktar og hversu mikil vinna er á komandi árum við hirðingu skóganna, ljóst að fjármagn sem ætlað er í það dugar hvergi. Lagt fyrir aðalfund. Jói Þorh. Ætlar að hafa samband við austurbrú. 5. Lagabreytingar: Maríanna talar við Hilmar Gunnl. Um að vinna með okkr að greinargerð til þingmanna en aðkoma bænda er of lítil eins og staðan er í lögunum. Þau fara fyrir Alþ. Í september. 6. Samþykkt að halda fræðslu fyrir félaga um ávaxtatrjárækt í skógi. MJ tali við Jón Guðmundsson á Hvanneyri um að koma. 7. Rætt um girðingamál. Þarf að koma inn á landsfund sbr. Girðingar á Vestfjörðum. Stofngirðingar – vegargerð... 8. Spurnir hafa borist af því að skógræktin er að semja um timbursölu norður á Húsavík (Bakki) en ekkert samráð hefur verið haft við bændur.

Fundargerð ritaði Maríanna

Fundur 7

Fundur í stjórn FSA 3. ágúst 2017​​ Fundurinn er haldinn í Snjóholti og hefst kl. 13 Mætt: Maríanna, Borgþór, Guðný, Halldór Dagskrá: 1. Farið yfir punkta frá síðasta fundi. Rætt um hvernig megi ná fram meiri árangri í „lobbyisma“ 2. Hugmyndir að tillögum fyrir aðalfund Lse Um kolefnisjöfnun v/skógræktar Girðingamál (samræmi) Slóðagerð (samræmi) Tillaga Bogga frá Aðalfundi um þörf á forriti til nýtingaáætlana Um að efla áhuga ungs fólks. Stofna plöntunarhópa o.fl. Til þess þarf fyrst og fremst fjárhagslegar forsendur. Lýsa stuðningi við aukna skógrækt sauðfjárbænda Um greiðslur fyrir áburðargjöf og plöntuflutning Eitthvað úr skýrslunni – sækja um pening til Lse. 3. Fá Lárus á fund m/stjórn til að ræða utanumhald um umhirðumál. Fundi slitið kl. 15.

Fundur 8

Fundargerð.​​ Fundarsalur Skógræktarinnar 15. ágúst kl. 17:00 mætt: Maríanna, Borgþór Halldór, Sherry.

Lárus gat ekki mætt á þennan fund en Sherry mætir og fjallar um plöntun og girðingarmál.

Plöntun: Sherry fer yfir plöntun sumarsins en einungis voru gróðursettar 75% þeirra plantna sem búið var að úthluta til skógarbænda. Þetta eru ekki góð tíðindi og ástæður ekki allt af skýrar en alla vega virðist áhugi fyrir plöntun vera að minnka og auðvitað minnkar líka það land sem mestur áhugi var fyrir að planta í. Þá er framboð af fólki til plöntunar ekki nægilgt eins og við höfum rætt áður. Áætlað er að minnka að óbreyttu það magn sem Skógræktin pantar í næsta útboði sem er fyrir árin 2019-2021 úr 450.000 plöntum á ári niður í 350.000. Hins vegar gætu komið fram áætlanir um aukna plöntum sem lið í að bregðast við samdrætti í sauðfjárrækt eða eitthvað annað óvænt sem verður til þess að magnið muni ekki minnka. Þá skýrði hún frá vandamálum með plöntur frá Barra sem hafa stundum verið afhentar óflokkaðar og stór hluti þeirra verið ónothæfur. Rætt var um nauðsyn þess að koma á virku gæðaeftirliti með plöntuframleiðslunni.

Girðingar: Girðingar á vegum HASK er um 80 km og áætluð fjárveiting til nýgirðinga og viðhalds er 10 millj. á ári. Sherry skýrði vandamál varðandi skógræktargirðingar sem eru helst við girðingar sem eru sameiginlegar með Vegagerðinni og/eða sveitarfélögum og þá jafnan girðingar sem afmarka stór svæði. Erfitt er að finna samninga um þessar girðingar og í raun hafa Héraðs og Austurlandsskógar greitt allt viðhald þeirra. Þá virðast skógræktargirðingar í einhverjum tilvikum gegna margþættari hlutverkum en halda sauðfé frá ræktuninni, jafnvel vera hagagirðingar að hluta og þá hafa bændurnir stundum séð um viðhald á eigin kostnað og líta þá þannig á að girðingin sé hluti af þeirra girðingarkerfi. Frá öðrum koma síðan himinháir reikningar fyrir viðhald. Sumar girðingar þarf að endurnýja að öllu leyti eða hluta. Fjarlægja aðrar sem ekki eru nauðsynlegar eða færa þær og stefna fekar að því að minnka girðingar þar sem stór landssvæði hafa verið girt af. Öllu þessu þarf að koma í betra horf og voru ræddar ýmsar leiðir til þess.

Stefnta að fundi með Lárusi kl 14:00 í fundarsal Skógræktarinna n.k. fösudag

Fundi slitið kl 18:58 H.S. ritaði fundargerð

Fundur 9

Fundargerð​​

Fundur haldinn í sal Skógræktarinnar föstudaginn 18. ágúst kl. 14:10

Mættir: Maríanna, Jói, Halldór, Lárus.

Rætt um vöntun á fjármagni í ræktun og umhirðu, búið að eyða fjármagni í plöntun en vegna skorts á fjármunum til umhirðu verður lítið úr því fjármagni sem búið er að eyða. Gera þar plan (verkáætlun) um hvernig hægt er að koma þessari vinnu á rekspöl. Lárus fór yfir umhirðumál. Nú er komið mikið af nýjum loftmyndum sem eru fullkomnar og hægt er að teikna eftir þeim. Þá kynnti hann forritið. Stefnt er að því að fá fund með Líneik.

• Greinahreinsa tré þegar þvermál í brjósthæð er minna en 13 cm. Það breytir vaxtalagi og kemur í veg fyrir kvisti (sterkara efni). • Vaxtarlota lerkis er 40-60 ár. • Aldursdreifing ræktunarinnar er mjög mikilvæg.

Vantar pening í umhirðuáætlun, plöntun og grisjun – mikið fé.

Fundi slitið kl. 15:30 Halldór Sig. fundarritari

Fundur 10

Fundargerð​​

Fundur 29. september 2017 hefst kl. 19:45.

Mættir: Maríanna, Borgþór, Jóhann, Halldór, Guðný í Rvk. Dagskrá 1. Vinna Líneikar 2. Svíþjóðarferð 3. Skógarfang 4. Aðalfundur Lse

1. Líneik er að hjálpa okkur við að komast að þingmönnum í því skyni að ná meira fjármagni til skógræktar. Ætlunin er að hitta hana á þriðjudag eða miðvikudag 2. Maríanna fór til Svíþjóðar með fjórum öðrum forkólfum skógræktar á þerlendan skógardag. Hún fór yfir það sem gert var í ferðinni og sýndi mikið af myndum 3. Lítil skráning er enn (8) á fundinn í Reykjanesi. Ákveðið að hringja í þá sem líklegir eru til að vilja koma. 4. Lögð fram þriggja ára stefna og verkáætlun Skógarfangs. Menn ánægðir með áætlunina. 5. Önnur mál: Fsa hefur verið boðið að haldið verði erindi um skógrækt á fræðadegi 13. nóvember. Ákveðið að finna eitthvað efni. Umhirðuáætlun. 6. Rætt um að starfsmenn Skógræktarinnar verði ekki kjörnir í stjórn Lse. Skógræktin á að halda tvo fundi haust og vor með skógarbændum og Skógræktin á að hafa frumkvæðið (Jói) c) Rætt um fjármagn til skógræktar í því skyni að fækka sauðfé. d) Rætt um ímyndamál. e) Boli eða annað fyrir aðalfund Lse

Fundi slitið kl. 22.12 Halldór Sig. fundarritari

Fundur 11

Fundargerð​​ Stjórn á fundi 31.10.2017. í fundarsal Skógræktarinnar og hefst kl. 20:05 Maríanna, Jói, Halldór, Lárus í forföllum, Guðný Drífu og Borgþór væntanleg kl 20:10 1. Fjármál félagsins 2. Vetrarstarf 3. Fræðsla 4. Önnur mál

1. Jói fór yfir fjárhagsstöðuna. Inná bók kr. 1.644.000 en ógreitt árgjald til Lse sem gjaldfellur á morgun kr. 619.000. Innheimtur komnar í bankainnheimtu. 2. Ákveðið að fara fræðsluferð í Fljótsdalinn laugardaginn 18. nóvember. Stoppað verður á Droplaugastöðum og Brekkugerði. Brottför frá Egilsstöðum kl 13.00 3. Stefnt að því að halda fræðslufundi á komandi vetri og verður Sigga Júlla á fyrsta fundinun, líklega 17. desember. Fleiri hugmyndir: Eldvarnir í skógi. Framkvæmdastjóri Lse Hlynur Gauti Sig. Þröstur/sherry - Ferð í Höfða 4. Formannafundur 4. eða 6. desember Rætt um sölu jólatrjáa en Hafnarfjarðarsala dettur út í ár Rætt um eftirlit með jarðvinnslu, gróðursetningu. Nýting á fjármagni Aðlögun sænks hugbúnaðar fyrir umhirðuáætlanir

Fundi slitið kl 10:30 Halldór Sig. fr.

Fundur 12

Fundargerð​​ Stjórn á fundi 4.12.2017. í fundarsal sSkógræktarinar og hefst kl. 20:00 Mætt eru: Maríanna, Jói, Halldór og Kalli 1. Undirbúningur fyrir samráðsfund. Aðal málið verður líklega girðingarkostnaður. Líklega er kostnaður á erfiðum svæðum þrefaldur m.v. bestu aðstæður. Alls kyns samningar eru varðandi eldri girðingar og þar koma m.a. að auk Héraðsskóga, Vegagerðin, sauðfjárveikivarnir og Skógræktin. Maríanna tekur niður punkta.

Taka saman áherslupunkta: Umhirða – umhirðuáætlanir. Girðingar. Fundir skógræktarinnar og félaga skógarbænda. Stöðvun á plöntun í haust dæmi um atriði sem við viljum koma að. Vinna sem Líneik vann – sækja í sjóð Vinna sem Hilmar vann – sækja í sjóð Hvað ef á að stöðva greiðslur til skógarbænda v/vanefnda sem e.t.v. eru vegna vanefnda á fjárframlögum ríkisins. Senda á skógarbændur beiðni að standa kaffivaktina á Barramarkaðnum

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:25 Halldór Sig. fr.

Fundur 13

Fundargerð​​ Stjórn á fundi 11.12.2017. í fundarsal Skógræktarinnar og hefst kl. 20:10 Mættt: Maríanna, Guðný, Borgþór, Lárus, Jói og Halldór

1. Maríanna segir frá samráðsfundi 2. Undirbúningur fundar m/Siggu Júllu

3. Punktar. Minnst er plantað á Austurlandi. Kynnt vinnuhandbók fyrir skógræktarráðgjafa. Girðingarmál. Farið yfir tillögur frá aðalfundi Lse. Samráðsfundir skv. Skógræktarlögum. Við viljum aukið samtal við fagfólkið – rætt vítt og breitt. Endurheimt votlendis er byggð á hæpnum forsendum. Losun á Co2 minnkar en metan losun kemur í staðinn. 4. Skipulagning á samráði með öðrum skógræktarfélögum og LSE.

Almennur fundur á föstudaginn kl 16 á kaffistofu Barra. Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir yfirmaður auðlindasviðs skógræktar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:40 Halldór Sig fr.

bottom of page