Félag skógareigenda á Suðurlandi boðaði til félagsfundar hjá SASS í Fjölheimum á Selfossi föstudaginn 17. febrúar. Tilefni fundarins var að skrifa undir samning við Uppbyggingarsjóð Suðurlands um styrk vegna undirbúnings og stofnun rekstrarfélags sem mótar stefnu, greinir tækifæri í úrvinnslu og makaðssetningu skógarafurða og kynnir verkefnið.
Góð mæting var á fundinum meðal skógareigenda og ýmsir góðir gestir m.a. Þröstur Eisteinsson skógrætarstjóri, Björn B. Jónsson sem sér um úrvinnslu og markaðsmál hjá Skógræktinni og Hreinn Óskarsson sviðsstjóri Samhæfingarsviðs Skógræktarinnar.
Margt er að gerast í skógræktarmálum og mikil tækifæri að skapast í uppbyggingu á þessari ungu atvinnugrein. LSE óskar Félagi skógareigenda á Suðurlandi til hamingju með styrkinn og óskar þeim velfarnaðar í sínum störfum sem framundan eru.