top of page

Teymi um úrvinnslu, markaðs og sölu á skógarafurðum


Mikið af skógum skógarbænda er að koma að grisjun og mikilvægt að fara að huga að nýtingu á því efni sem fellur til. Einnig þarf að huga að vöruþróun, markaðssetningu og sölumálum. Landssamtök skógareigenda er í samstarfi við Skógræktina um vinna að þessum málum. Skipað var teymi, þremur fulltrúum frá hvorum aðila og var fyrsti fundur nú í vikunni. Hópurinn hittist austur á Hallormsstað og farið var yfir stefnu LSE og skógræktarinnar í úrvinnslu, markaðs og sölumálum.Fyrsta verk hópsins er að skoða hvað nú þegar er verið að gera, lista það upp og skoða svo stefnu LSE og Skógræktarinnar og velja úr ákveðin verkefni og forgangsraða. Eftir fundinn fékk hópurinn leiðsögn Þórs Þorfinnssonar skógarvarðar og Bergrúnu Önnu Þorsteinsdóttur um þær afurðir sem unnar eru hjá Skógræktinni í Hallormsstað.Fulltrúar LSE í teyminu eru Jóhanni Gísli Jóhannsson formaður LSE, Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri LSE og Gunnar Sverrison skógarbóndi í Hrosshaga í Biskupstungum og fulltrúar Skógræktarinnar Björn B. Jónsson sem sér um úrvinnslu og markaðsmál hjá Skógræktinni, Bergrún Anna Þorsteinsdóttir aðstoðar skógarvörður á Hallormsstað og Gunnlaugur Guðjónsson sviðsstjóri fjármálasviðs.LSE bindur miklar vonir við störf teymisins og hlakkar til framhaldsins.mvkflbmkrldbmrlkmborlf

bottom of page