Aðalfundir FSA


Aðalfundargerð 2021

Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi, haldinn rafrænt í gegnum Teams 14. apríl 2021 og hefst kl. 17:00. Stjórn félagsins situr fundinn saman á skrifstofu Búnaðarfélags Austurlands í Miðvangi á Egilsstöðum. Maríanna formaður setur fund og býður fólk velkomið. Síðan afhendir hún Birni Ármanni Ólafssyni fundarstjórn og Haukur Guðmundsson ritar fundargerð.


Dagskrá:

1. Fundur settur, lögmæti fundar kannað.

2. Skýrsla stjórnar

3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

4. Umræður um skýrslu og reikninga.

5. Inntaka nýrra félaga.6. Félagsgjöld ársins ákveðin.

7. Tillögur um lagabreytingar

8. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

9. Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.

10. Önnur mál

11. Kynning á nýjum Bændasamtökum Íslands þar sem LSE verður búgreinaráð innan í Bændasamtakanna.

12. Fundi slitið


1.Fundarstjóri úrskurðar lögmæti fundar en mættir eru stjórn FSA ásamt Birni Ármanni og Jóhanni Gísla ásamt um 15 félagsmönnum sem tóku þátt rafrænt. Björn Ármann er skipaður fundarstjóri og óskaði hann eftir athugasemdum frá fundargestum um lögmæti fundar ef einhverjar væru. Engar athugasemdir komu fram um lögmæti fundar og hann er því lögmætur. Síðan er gengið til dagskrár.


2. Skýrsla stjórnar FSA fyrir árið 2019 sem Maríanna formaður flytur.

Stjórn félagsins var á síðasta starfsári skipuð Maríönnu Jóhannsdóttur, Halldóri Sigurðssyni, Þórhöllu Sigmundsdóttur, Hauk Guðmundssyni og Jónínu Zophoníasdóttur. Varamenn eru Karl Jóhannsson og Lárus Heiðarsson.


Haldnir voru fjórir formlegri fundir frá síðasta aðalfundi, covid setti mark sitt


á allt félagsstarf í þessu félagi sem og öðrum.


Stjórnin skipti með sér verkum á fyrsta fundinum eftir aðalfund, þar tók Þórhalla Þráinsdóttir við starfi gjaldkera af Jóhanni Þórhallssyni, Haukur Guðmundsson við starfi ritara af Halldóri Sigurðssyni og Maríanna er formaður áfram. Halldór og Jónína eru meðstjórnendur.

Meðal þess sem stjórnin hefur gert er að vekja athygli og mótmæla því að vísitala neysluverðs gildir um 40% af þeirri 7,93% hækkun sem áætlun er á launataxta við skógarvinnu. Við viljum líkt og undanfarin ár hækka hlut launavísitölu í jöfnunni.

Við höfum lagt til að skógarbændur heyri undir landbúnaðarráðuneytið en ekki umhverfisráðuneytið – það verður vonandi tekið fyrir á landsfundi LSE núna í vor.

Girðingamál hafa verið til umræðu og Halldór setið í nefnd sem fjallar um þau mál. Skógræktin hefur kippt að sér höndum hvað greiðslur fyrir girðingar varðar og vill nýjar reglur þar um.

Það var ákveðið á síðasta stjórnarfundi að setja upp facebook síðu fyrir félagið okkar, Haukur ritari tók það að sér.

Þeir viðburðir sem FsA hefur staðið fyrir með öðrum, Skógardagurinn og Jólamarkaðurinn hafa fallið niður vegna heimsfaraldurs og það er búið að ákveða að skógardagurinn verður ekki haldinn í ár.

Það hefur ekkert verið um heimsóknir eða almenna félagsfundi – ekki síðan við heimsóttum skógarbændur á Mýrum í Skriðdal sl. sumar. Það var mjög góð og fræðandi ferð. Vonandi verður hægt að halda uppteknum hætti með skógarheimsóknir næsta sumar og þegar eru skógarbændur búnir að lýsa vilja sínum til að taka á móti félögum úr FsA.

Sama á við um jafningjafræðslu skógarbænda, hún verður vonandi haldin innan tíðar.

Það er í vinnslu eins og sagt er með að halda námskeið hér í húsgagnagerð úr skógarnytjum, það ætti að skýrast í næstu viku.

Í dag lítur úr fyrir bjartari tíma hvað fjöldatakmarkanir varðar og það er fullur vilji til þess um leið og kostur gefst að blása til fræðslufundar, heimsóknar til Skógarbænda, jafningjafræðslu, námskeiðs o


g annars sem félagar óska.


3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram: Þórhalla gjaldkeri fór yfir ársreikning félagsins:

Þar kom helst fram að hagnaður ársins eru kr. 307.603 og að litlar breytingar eru á rekstri frá fyrra ári að því undanskyldu að skógardagurinn mikli var ekki haldinn. Rekstrartekjur eru því mun lægri en á síðasta ári en á móti kemur að rekstrargjöld voru að sama skapi mun minni. Eignir félagsins eru kr. 4.274.930 og lækka um kr. 362.634, er það fyrst og fremst vegna afskrifta á viðarkurlara ásamt lægri innheimtu félagsgjalda en árið áður.


4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning: Orðið var gefið laust um skýrslu stjórnar og ársreikning en enginn kvað sér hljóðs. Voru reikningar því næst bornir upp og samþykktir samhljóða með fyrirvara um samþykkt endurskoðenda.


5. Inntaka nýrra félaga. Ársæll Friðriksson kt: 200753-5349, Magnús Karlsson kt: 190752-4379


6. Félagsgjöld ársins ákveðin: Fyrir liggur tillaga frá stjórn um óbreytt félagsgjöld. Þ.e. 10.000 kr/pr. býli og 1.500 kr pr. félagsmann. Samþykkt samhljóða.


7. Tillögur um lagabreytingar: Engar tillögur liggja fyrir um lagabreytingar.


8. Kosning stjórnar og varastjórnar: Samþykkt var samhljóða að í aðalstjórn verði. Maríanna Jóhannsdóttir, Halldór Sigurðsson, Jónína Zophoníasdóttir, Þórhalla Þráinsdóttir og Haukur Guðmundsson. Varamenn eru Karl Jóhannsson og Lárus Heiðarsson.

Skoðunarmenn eru Edda Björnsdóttir og Vignir Elvarsson9. Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs: Maríanna Jóhannsdóttir er tilnefnd sem aðalmaður til setu í stjórn LSE ef Jóhann Gísli fær ekki kosningu þar og Halldór Sigurðsson til vara. Samþykkt samhljóða.


10. Önnur mál


Tillögur fyrir aðalfund LSE


Stjórn vill leggja fram tillögu fyrir aðalfund LSE um að færa skógarbændur úr umhverfisráðuneyti yfir í landbúnaðarráðuneyti.


Girðingamál, Halldór Sigurðsson ræðir: Mjög litlir fjármunir eru til í girðingar eins og er og er mikil vöntun þar á,mikil átök eru um girðingar við skógræktina. Sauðkindin og skógræktin stangast á. Mikil óánægja er meðal skógarbænda, skógræktin vill minnka framlög til girðinga. Skógrækin vill að sauðfjárbændur girði sig sjálfir af, slíkt gæti valdið því að sauðfjárrækt leggst af á stórum svæðum. Átök eru um stærri girðingar utan um skógræktarsvæði.

Björn Ármann ræðir girðingar í Fellum. Áætlað er að skógræktin hætti að viðhalda þeim, Stjórn spurð, ekki vitað hvort það sé staðfest.

Lárus Heiðarson: Verið að reyna að ná lausn í mál en ekki komið enn. Erfið mál

Halldór spurði um girðingu í Eiðaþinghá, á að gera það sama þar og með Fellagirðinguna?

Lárus svaraði, veit ekki hver niðurstaðan verður í því máli. Einhverskonar samstarf mögulegt um rekstur og viðhald á þessum stóru skógræktargirðingum.

Halldór: Bændur þurfa að leggja eitthvað af mörkum, en á móti þarf að gera girðingar vel úr garði í upphafi þannig að þær endist.
Bjarki Jónsson: Ef Jói gísli ætlar að hætta í LSE hver ætlar að bjóða sig fram frá okkur í staðinn? Bændasamtök óska eftir að sömu stjórnir haldi áfram til 2022, en ekki öruggt að Jóhann fái kosningu. Það þarf að skoða það að fá mann inn í stjórn LSE í stað Jóhanns ef hann hættir.

Ef tillögur eru til aðalfundar LSE þá þarf að senda inn tillögur/umræðuefni á þann fund, fundarmenn minntir á að senda þær inn sem fyrst ef eitthvað er.


11. Kynning á nýjum Bændasamtökum Íslands þar sem LSE verður búgreinaráð innan í Bændasamtakanna. Jóhann Gísli hélt kynningu á þessu fyrir fundarmenn. Félagsgjald fyrir skógarbændur yrði 20.000 kr á býli almennt, mögulega hærra ef mikil velta, töluverð hækkun á gjöldum fyrir bændur. Á móti er bent á að meiri þjónusta verði í boði fyrir skógarbændur og öflugri hagsmunagæsla.


Orðið laust, til að spyrja Jóhann

Maríanna spurði: Skógarbændur eru margir í öðrum búrekstri líka, t.d kúabændur, sauðfjárbændur, geta þeir verið í 2 deildum eða hvernig virkar þetta? Jóhann:Ekki fullfrágengið, En hægt að vera í 2 deildum.

Björn Ármann spurði: Hvar getur fólk kynnt sér málið betur ?. Jóhann: Ekki til kynning þannig séð, en eitthvað til frá bændasamtökunum. Málið er ekki alveg tilbúð, verið að vinna í lagahlið.
Fundi slitið kl 18:15
Fundarritari.

Haukur Guðmundsson


_____________________

Fundarstjóri.

Björn Ármann Ólafsson


_____________________Aðalfundargerð 2020Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi, haldinn í Barnaskólanum Eiðum 27. September 2020 og hefst kl. 20:05. Maríanna formaður setur fund og býður menn velkomna. Síðan afhendir hún Bjarna Björgvinssyni fundarstjórn og Halldór Sigurðsson ritar fundargerð.

Dagskrá:

1. Fundur settur, lögmæti fundar kannað.

2. Skýrsla stjórnar – formaður, Maríanna.

3. Endurskoðaðir reikningar lagðirr fram – gjaldkeri, Jói Þórhlls .

4. Umræður um skýrslu og reikninga.

5. Inntaka nýrra félaga.

6. Félagsgjöld ársins ákveðin.

7. Tillögur um lagabreytingar

8. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

9. Tilnefna aðal- og varamann til setu í stjórn LSE til eins árs.

10. Önnur mál

11. Fundi slitið

1. Fundarstjóri úrskurðar lögmæti fundar en mættir eru 23 samkv. lista sem gengur á fundinum. Síðan er gengið til dagskrár.

2. Skýrsla stjórnar FSA fyrir árið 2019 sem Maríanna formaður flytur.

Stjórn félagsins var á síðasta starfsári skipuð Maríönnu Jóhannsdóttur, Halldóri Sigurðssyni, Borgþóri Jónssyni, Jóhanni Þórhallssyni og Jónínu Zophoníasdóttur. Varamenn eru Karl Jóhannsson og Lárus Heiðarsson.

Stjórnin hélt 2 formlega fundi og fundargerðirnar má finna á vef LSE.

Eins og allir vita hefur árið einkennst af covid19 og áhrifum veirunnar á mannlífið það var þó eitt og annað gert eða ekki gert í nafni félagsins og má þar nefna að:

· Farin var ferð á aðalfund LSE sem haldinn var í 11-12. Okt 2019 í Kjarnalundi. Þar létu félagsmenn okkar til sín taka í girðingatillögumálum, taxtamálum og fleiru sem snertir hag okkar skógarbænda.

· 30 nóvember var haldið fræðslukvöld með matarveislu fyrir skógarbændur. Þar hélt Lárus Heiðarsson fræðsluerindi um þéttleika við plöntun og fleira.

· 5. desember var kennsla í vali og fellingu jólatrjáa sem Þór Þorfinnsson sá um.

- 14 desember var Jólakötturinn, sem er langstærsti jólamarkaður á Austurlandi haldinn í samstarfi við Skógræktina. Að þessu sinni var húsnæðið eins og árið áður, í frystinum, aðstöðuhúsinu og á milli þessara húsa á Valgerðarstöðum. Þetta fór fram í góðu samstarfi við Wasabi ræktendur þar.

· 27. febrúar var jafningjafræðsla haldin í sal Skógræktarinnar þar sem Halldór Sigurðsson hafði framsögu.

· Skógardeginum 2020 var frestað um eitt ár vegna kórónafaraldursins – það var ákveðið í apríl. En hann var vissulega haldinn 2019 og heppnaðist vel eins og öll hin árin.

· 30. júní Farin var ferð inn í Mýrar